Vikublaðið - 03.11.1995, Qupperneq 2
2
VIKUBLAÐIÐ 3. NÓVEMBER 1995
Útgefandi: Alþýðubandalagið
Ritstjóri og ábm.: Páll Vilhjálmsson
Fréttastjóri: Friðrik Pór Guðmundsson
Púsundþjalasmiður: Ólafur Þórðarson
Auglýsingasími: 551 7500- Fax: 551 7599
Ritstjórn og afgreiðsla:
Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík
Sími á ritstjórn-. 551 7500 - Fax: 551 7599
Útlit og umbrot: Leturval
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðjan hf.
Viðbrögð við
snjóflóðum
Þegar snjóflóð fellur með óbætanlegu manntjóni og miklu
eignatjóni skiptir miklu að þannig sé brugðist við að það
horfi til bóta fyrir ffamtíðina. Margt er nú vel gert, og sjálf-
sagt betur en lengstum áður, í því að hugga og styðja. Hins
vegar bendir ákvarðanatakan í ffamhaldi af mannskaðaflóð-
um í Neskaupstað, í Tungudal og í Súðavík ekki til þess að
pólitíkusar í sveitarstjómum og á Alþingi hafi þrek til þess
að takast á við það verkefhi að verjast flóðum.
Nokkuð er um þau viðbrögð nú að enginn hafi getað bú-
ist við öðru eins flóði og féll á Flateyri. Það hafi sýnt sig að
snjóflóðavamir séu með öllu gagnslausar. Allt sem gert hafi
verið hingað til sé gagnslaust og ónýtt og byrja þurfi upp á
nýtt. Þá séu að verða slíkar stórbreytingar í veðurfari að
annað eins hafi ekki þekkst. Þetta em ekki yfirveguð við-
brögð.
Staðreyndin er sú að Flateyri er einn þeirra staða á land-
inu sem hægt væri að verja gegn snjóflóðum með ffam-
kvæmdum sem eru innan skynsamlegs fjárhagsramma.
Þetta hefur lengi verið vitað og þeir vamargarðar sem reist-
ir vom hafa sannað gildi sitt. Það hefur og verið vitað að
garðana þyrffi að stækka og lengja. Það er hins vegar mis-
skilningur að tilraunahólar, sem Vegagerðin lét gera til þess
að verja vegastæði, séu eiginlegar snjóflóðavamir fyrir
byggðina, sem bmgðist hafi í þessu flóði.
I landi þar sem gera verður ráð fyrir eldgosum, jarðskjálft-
um og aftakaveðram verður seint hægt að tryggja fólki og
fénaði fullkomið öryggi. En hús em samt sem áður treyst
og reynt er að fylgjast með skjálffa- og eldvirkni. Sömuleið-
is er mikilvægt að verja fjármunum í að auka rannsóknir á
snjóflóðum, bæta hættumatslíkön og fá hingað alla þá þekk-
ingu sem tdl boða stendur ffá fjallaþjóðum.
Eftdr snjóflóðið í Neskaupstað fýrir rúmum 20 ámm vom
fengnir sérffæðingar frá sömu stofhunum í Sviss og Noregi
og verið er að leita til í dag tdl þess að leggja á ráðin. Bæjar-
stjórn Neskaupstaðar og þingmenn Austurlands, einkum
Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson, svo og Rannsókn-
arráð ríkisins unnu margháttað starf í ffamhaldi af þessu og
lagðar vom ffam tdllögur um skipulag snjóflóðavama og
rannsókna.
Sannleikurinn er sá að fé og efdrfylgni hefur skort til þess
að hrinda því í ffamkvæmd sem augljóslega þurffi að gera á
mörgum stöðum á landinu, svo sem í Neskaupstað, Hnífs-
dal, Bolungarvík, Súðavík, á Seyðisfirði, Patreksfirði,
Tálknafirði, Bfldudal, ísafirði, Súgandafirði, Flateyri, og
Siglufirði. Þá er það staðreynd að á kunnum snjóflóðasvæð-
um hefur byggðin verið þanin út að ítmstu mörkum, jafnvel
þó að niðurstöður úr rannsóknum hafi annað hvort ekki
legið fyrir eða hvatt tdl varúðar.
Snjóflóðavamir fela í sér byggingu og viðhald mikilla
mannvirkja. Þær geta líka falið í sér flutning byggðar eða á-
kvarðanir um að leggja af byggð á tilteknum stöðum eða
svæðum. Hvers konar viðvörunar-, rýmingar- og almanna-
vamarkerfi em einnig liður í snjóflóðavömum. Allt þetta
kostar marga milljarða króna ef vel á að vera. En á hitt er að
líta að Islendingar em að verja milljörðum króna í uppbygg-
ingu á stöðum þar sem skaði er þegar orðinn. I einni svipan
verður að taka ákvörðun um fjárfestingu í milljarðastíl í
plássum þar sem sveitarsjóðir velta aðeins nokkmm tugum
milljóna á ári og hafa ekki fengið krónu ffá hinu opinbera tdl
þess að nota í dugandi snjóflóðavamir svo ámm skiptdr.
Snjóflóð hafa hirt 120 mannslíf á þessari öld. Milli áranna
1930 og 1970 var veðurfarið þó þannig að snjóflóð vom
ekki tíð. Nú er tíðin aftur orðin eins og elstu menn muna til
að hafi verið. Akvarðanataka verður að vera í samræmi við
það, bæði í sveitarstjómum og í rfldsstjórn.
Skilaboð til nýrrar forystu
Á landsfúndi Alþýðubandalagsins
sem haldinn var nýverið, var framtíð
vinstri hreyfingar nokkuð rædd og
fundarmenn veltu fyrir sér mögulegu
samstarfi eða samfylkingu félags-
hyggjufólks hér á landi. I þeim umræð-
um kom það í ljós sem margan hefur
svo sem grunað lengi, að innan Alþýðu-
bandalagsins eru vægast sagt mjög
skiptar skoðanir um slíkar hugmyndir.
Það sem gladdi hjartað í þessum um-
ræðum var að sjá, að innan flokksins
rúmast margar skoðanir og að við sýn-
um hvert öðru það umburðarlyndi að
bera virðingu fyrir þeirri staðreynd. Það
segir enn og aftur að það er ekld ó-
mögulegt fyrir vinstri menn á Islandi að
starfa saman, hvar í flokki sem þeir
standa. En þrátt fyrir skiptar skoðanir,
voru niðurstöður landsfundar
ótvíræðar.
Á fundinum var samþykkt
stjómmálaályktun og í henni
má sjá kröfur um það að
flokkurinn beiti sér fyrir sam-
starfi við aðra félagshyggju-
flokka. I ályktuninni segir
m.a.:
,Á næstu misserum þarf að
mynda skýran valkost við rík-
isstjóm Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks, ríkisstjóm
kyrrstöðu og satndráttar. Al-
þýðubandalagið mun af á-
byrgð og hugkvæmni sinna
því verkefni. I stefnuskránni
sem samþykkt var á lands-
fundi Alþýðubandalagsins
1991 var því lýst yfir að flokk-
urinn myndi vinna að víð-
tækri samfýlkingu allra félags-
lega sinnaðra og framsækinna afla í
landinu. í síðustu alþingiskosningum
sýndum við þennan vilja í verld með því
að mynda samstarf við óháða liðsmenn
úr röðum félagshyggjufólks sem tóku
formlega þátt í því að mynda framboðs-
heild með Alþýðubandalaginu. Alþýðu-
bandalagið mun halda áffam á þessari
braut. Við emm reiðubúin til viðræðna
við samtök og flokka, einstaklinga og
hópa sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar,
samvinnu og félagslegs réttlætis með
það að markmiði að mynda breiðfýlk-
ingu allra þeirra sem vilja veita jafnaðar-
stefnunni og nýrri framtíðarsýn braut-
argengi í íslenskum stjómmálum."
Landsfundur Alþýðubandalagsins
beinir þeim tilmælum til þingflokks Al-
þýðubandalagsins og óháðra að hann
beiti sér fyrir náinni samvinnu þing-
flokka stjómarandstöðuflokkanna fjög-
urra og sýni þar með þjóðinni í verki
vilja til að mynda raurthæfan valkost
gegn ihaldsöflunum. Þá felur lands-
fundurinn nýkjömum formanni og
stjóm flokksins að hefja viðræður við
forystumenn annarra stjómarandstöðu-
flokka í því skyni að undirbúa sameigin-
lega og opna umfjöllun um samfýlldngu
félagshyggjuafla í stjómmálum á Is-
landi. Slalaboðin em skýr, æðsta vald í
málefnum flokksins beinir þeim tilmæl-
um til flokksforystunnar að leita eftir
samvinnu við aðra félagshyggjuflokka,
jafiit á þingi sem utan þess. Þetta varð
hin lýðræðislega niðurstaða fúndarins,
eftir miklar umræður um efnið. Foryst-
unnar bíður það verkefúi að fýlgja þess-
um tilmælum úr hlaði.
Á landsfundinum var lagt fram skjal
eitt sem hleypti miklu h'fi í umræðuna,
en þar sagði skýrt og skorinort að sam-
einingartafið væri „kjaftæði”! Mörgum
þótti þama ansi sterkt til orða tekið og
bent var á að umræðan væri síst deyj-
andi og krafan um samvinnu með öðr-
um féíagshyggjuöflum yrði sífellt há-
værari. Ahugafólk um samvinnu og
sameiningu er stór hópur í Alþýðu-
bandalaginu og ég trúi því að hann fari
stækkandi, ekki síst fýrir tilkomu sam-
starfsins í borgarstjóm Reykjavíkur.
Fólk hefur skynjað hve inikið er hægt
að gera ef fólk með sömu grundvallar-
hugsjónir vinnur saman að sameigin-
legum markiniðum. Nú er það ekki
endilega víst að samstarf á landsvísu
þurfi að gerast í einni svipan, eða vera
eins upp byggt og það sem við búum
við í borginni, enda landsmálapólitíkin
um margt ólík sveitarstjómarpólitík-
inni. Þvert á móti tel ég að við eigum að
taka skref fýrir skref og sjá hvert það
leiðir okkur. Eins og einhver sagði á
landsfundinum, þá er ekki nauðsynlegt
að við sjáum það alfarið fýrir hvar við
lendum. Það kemur í ljós. Niðurstaðan
verður annað hvort sú að samstarfið
gengur, eða það gengur ekki.
Alyktun landsfundar Alþýðubanda-
lagsins snertir kjama málsins, við erum
tilbúin að vinna með þeim sem aðhyll-
ast hugsjónir jöfnuðar, samvinnu og fé-
lagslegs rétdætis. Við höfum þá skyldu
gagnvart kjósendum okkar að gera það
sem í okkar valdi stendur til að koma
þessum hugsjónum okkar í framkvæmd
og samvinna við aðra er ein Ieið til þess.
Þeir kjósendur sem aðhyllast þær hug-
sjónir sem við stöndum fyrir áttu ein-
faldlep um of marga og líka valkosti að
ræða í síðustu kosningum og niðurstað-
an varð flóra smáflokka sem allt of litlu
fær áorkað.
En hvað vilja kjósendur? Það þarf
ekla að gera annað en að h'ta á niður-
stöður síðustu Alþingiskosninga til að
átta sig á því hvað þeir vilja. Niðurstöð-
ur kosninganna urðu mörgum sár von-
brigði, en þær gáfú skýr sldlaboð um
það að kjósendur eru orðnir þreyttir á
að verja atkvæði sínu í litla flokka, sem
vart eiga möguleika á því að komast að
stjómartaumunum. Framsóknarflokk-
urinn sem hefur skilgreint sig æ meir til
hægri á síðustu misserum sópaði að sér
atkvæðum og bætti við sig 4,4 prósenm-
stigum, Sjálfstæðisflokíairiim undi
glaður við sitt og var fýlgistap hans frá
kosningunum 1991 varla. marktækt,
þótt hann hafi setið í ríkisstjóm síðustu
árin. Alþýðubandalagið gerði h'tið
meira en að halda sjó, þrátt fyrir að hafa
verið í stjómarandstöðu síðasta kjör-
tímabil, Álþýðuflokkurimi missti 4,1
prósentustig frá síðusm kosningum,
Kvennalisti var nálægt því að þurrkast
út á tímabili og nússti 2 af fimm þing-
mönnum sínum (fýlgistap upp á 3,4
prósenmstig) og dramnur Þjóðvaka-
manna um öflugt stjómmálaafl varð að
engu á kosninganóttina. Niðurstaðan
varð rúmlega 7% fýlgi. Sam-
anlagt fengu Alþýðubanda-
lag, Alþýðuflokkur, Kvenna-
fisti og Þjóðvaki um 38% at-
kvæða, sem er ríflega það
fýlgi sem Sjálfstæðisflokkur-
inn fékk í síðusfu kosningum
og um 15 prósentustigum
meira en fýlgi Framsóknar-
flokksins. Enginn þessara
smáflokka getur tafist sigur-
vegari kosninganna. Eg leyfi
mér að fullyrða að alhr félags-
hyggjuflokkamir svokölluðu
hafi verið óánægðir með úr-
sfitin, þótt fólk hafi borið sig
mannalega. Og kjósendur
okkar geta varla verið ánægð-
ir heldur, efúr að ríkisstjóm
kyrrstöðunnar var stofúuð í
kjölfar þessara úrshta. En
svona er nú véruleikinn samt.
Þegar félagshyggjuflokkana á Islandi
ber á góma, vill brenna við að oft sé vís-
að tíl fom'ðar í leit að skýringuin á þeirri
flokkaflóm sem við okkur blasir. Slíkt er
nauðsynlegt, en eitt er að nota tilvísun-
ina til að leita skýringa og annað er að
nota hana tfl rétdætingar á núverandi
ástandi. Nauðsynlegt er að skoða vand-
lega hversu mikfll hluti ágreiningsins
hefur verið hugmyndafiræðilegur og
mgla því ekki sarnan við átök á milh
einstaklinga. Á það verður ekki lagður
dómur hér, en þess í stað lagt til að
meiri áhersla verði lögð á að horfa tfl
framtíðar vinstri hreyfingar í landinu en
verið hefúr. Nýkjörinn fonnaður
flokksins, Margrét Frímannsdóttir hef-
ur nefnt þann möguleika áð reyna sam-
eiginlega þingflokksfúndi, t.d. annan
hvem mánuð, sem fýrsta skref í átt til
samstarfc stjómarandstöðuflokkanna
og vil ég taka undir þær hugmyndir. En
hvort sem þær fá hljómgrunn eða ekki,
þá verður sú staðreynd ekld umflúin að
krafan uni samstarf eða sameiningu
vinstri manna á íslandi er ekki að deyja
út. Hún verður þvert á móti sífellt há-
værari og á meðan við speglum okkur í
gerbreyttri heimsmynd undanfarinna
ára, þá verður flokkaflóran á vinstri
vængnum ósldljanlegri. Hinn hug-
myndafræðilegi ágreiningur verður æ
óskýrari, því lengra sem h'ður frá kalda-
stríðsumhverfinu og möguleikinn á
samstarfi verður raunhæfari urn leið.
Bryndís Hlöðversdóttir
þingmaður
Þegar félagshygqjuflokkana á
íslandi ber á góma, vill
brenna við að ofl sé vísað til
fortíðar í leit að skýringum á
þeirri Jlokkaflóru sem við okk-
ur blasir. Slíkt er nauðsyn-
legt, en eitt er að nola tilvísun-
ina til að leita skýringa og
annað er að nota hana til rétl-
lœtingar á núverandi ástandi
Nauðsynlegl er að skoða vandlega hversu mikill
hluti ágreiningsins hefur verið hugmyndafrœði-
legur og rugla því ekki saman við átök á milli ein-
staklinga. Á það verður ekki lagður dómur hér, en
þess í stað lagt til að meiri áhersla verði lögð á að
horfa til Jramtíðar vinstri hreyftngar í landinu en
verið hefur.
Pólitízkan
Smáborqarar
og púöurdósir
Minnihluti Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjóm, meö Áma Sigfús-
son í broddi fylkingar, hamast á því
að borgaraleg ferming skuli hafa
verið leyfð í Ráðhúsi Reykjavík-
ur. Hinir siðprúðu fulltrúar borgara-
stéttarinnar hamast þar i meintri
hagsmunagæslu fyrir kristnina og
Þjóðkirkjuna og standa sig út af
fyrir sig betur en í „púðurdósamál-
inu" gegn Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur borgarstjóra. Það er
sem sagt bjargföst trú Árna og fé-
laga að hið opinbera, í þessu tilfelli
borgin, eigi ekkert að hafa meö
svona hluti að gera. Og borgarstjór-
inn má alls ekki ávarpa borgaraleg
fermingarbörn. Nú hljóta sjálfstæð-
ismenn að vilja vera samkvæmir
sjálfum sér og því bíðum við spennt
eftir tillögum um að fulltrúar sýslu-
mannsembætta hætti þegar f stað
að gifta fólk.
Sameiginlegur
þingflokksfundur
stjórnarandstööu?
Að tillögu Margrétar Frímanns-
dóttur samþykkti þingflokkur Al-
þýðubandalagsins að fara þess
á leit við aðra þingflokka stjórnar-
andstöðunnar að haldinn yrði sam-
eiginlegur þingflokksfundur. Á fund-
inum yrði m.a. rætt um velferðar-
kerfið og fjárlagafrumvarpið. Á fund-
inn yrðu fengnir fulltrúar stofnana og
hagsmunasamtaka sem að málið
varðar.
Jóhann formabur
oq Bryndís
Hlööversdóttir
varaformabur
Á fyrsta fundi nýkjörinnar fram-
kvæmdastjórnar Alþýðubanda-
lagsins var Jóhann Ársælsson
kjörinn formaður og Bryndís
Hlöðversdóttir varaformaður.