Vikublaðið - 03.11.1995, Side 6
í Vikublaðinu 15. september sl.
snarast Valþór Hlöðversson, bæjar-
íulltrúi í Kópavogi, ífam á ritvöllinn
með eina ágæta grein sem hann kall-
ar: „Kjósum nýjar áherslur - Kjósum
Margréti!“(???)
Grein bæjarfulltrúans er skipt nið-
ur í fimm eftírfarandi vers:
1. vers Inngangur. (Bollaleggingar
um flugvana vinstri væng og 40 pró-
senta Sjálfstæðisflokk, sem höfundur
kallar „púkann á fjósbitanum". Með
leyfi: Hvaða fjós er það? Er það fjós
vinstri vængsins, eða bara þetta
venjulega pólitíska fjós þar sem allar
flokksnefnumar eiga hver sinn bás,
rétt eins og Búkolla, Skjalda og
Grána.)
2. vers Smáflokkur - fastur í sessi.
(Tregafull hugleiðing um fyrrum 20
prósenta velmegun Alþýðubanda-
lagsins og harmsögu síðari ára.)
3. vers Ný forysta - meira traust.
(Hollustujátning við Margrétí Frí-
mannsdóttur og árangursins sam-
verkandi styrkan streng.)
4. vers Þanrúg mætti lengi áffam
telja. (Um að læra af reynslu liðinna
ára og ffamtíðar farsæla handleiðslu
Margrétar.)
5. vers Tölum einum rómi. (Um
meinta ótónvísi burðarása Alþýðu-
bandalagsins og dæmi þar að lútandi
og yfirlýsing um fulla virðingu fyrir
félaga SteingrímiJ. Sigfússyni.)
Eins og ráða má af þessari upptaln-
ingu er grein Valþórs haganlega og
sldpulega samansett og minnir um
margt á fagunna poppplötu þar sem
fáeinir velvaldir slagarar mynda eina
samofna heild. Og víða glampar á
gullkomin, ekki vantar það. Höfund-
urinn er alveg grallaralaus yfir enda-
lausum hjaðningavígum á vinstri
vængnum góðkunna og hann er með
það á hreinu að sitthvað sé að í stefnu
og starfsháttum Alþýðubandalagsins,
flokksstarfið hafi dofnað ár ffá ári og
sldlaboð hrejdingarinnar, hafi þau
einhver verið, hafi ekld náð eyrum
fólksins.
Nú, bæjarfulltrúi þeirra Kópavogs-
búa er á því að framsetning í póhtík
verði að vera skýr og einföld þannig
að sem flestir skilji og það hafi algjör-
lega mistekist fyrir síðustu kosningar
að sýna ffam á hvað útflumingsleiðin
góða snýst um í raun og vem. Það
skyldi þó ekki verða grafskrift út-
flutningsleiðarinnar, svo digur sem
hún er að vöxtum í rituðu formi, að
fátt hafi hún boðað og þá ef eitthvað
hefur verið, allra síst það sem að fólk-
ið vildi heyra.
I 3. versi kemst bæjarfulltrúinn all-
myndarlega að orði, en þar segir
hann orðrétt: .„Atorka er nauðsynleg
Jóhannes
Ragnarsson
skrifar
í pólitísku starfi. Á hana hefur vem-
lega skort í Alþýðubandalaginu og
allt of margir, sem þó telja sig eiga er-
indi í pólitík, líta á flokkinn sem póli-
tískan saumaklúbb en ekld vettvang
til að berjast fyrir breytingum“. Sam-
kvæmt Orðabók Menningarsjóðs
merkir orðið atorka; dugnaður, táp
eða ffamtak. Með öðmm orðum
hlýtur framangreind tílvimun að
þýða að þeir sem hafa olnbogað sig til
pólitískra starfa í Alþýðubandalaginu
séu upp til hópa, ef ekki undantekn-
ingalaust, sljóir, ffamtakslausir leti-
haugar, sem í þokkabót umgangist
flokkinn eins og pólitískan sauma-
klúbb, hvað sem það nú þýðir. Von-
andi að ekki sé hér, verið undir rós,
að vega að stjómmálaþátttöku
kvenna, en saumaklúbbar saman-
standa sem kunnugt er aðallega af
kvenfólki.
I lok 3. vers kemst svo bæjarfulltrú-
inn að þeirri niðurstöðu að „virkjun
kraftsins sem býr í flokksfólkinu sé
forsenda þess að flokkurinn nái ár-
angri, því miður hafi ekki tekist að
efla starf flokkseininganna sem skyldi
eða nýta sér reynslu og þekkingu
þústmda flokksmana vítt og breitt tmt
landið“. Það er svo sem ekld að undra
þó að allt hafi farið í handaskolum í
þessum efnum fyrst að umræddir
flokksmenn em svo lítt, eins og raun
ber vitni, prýddir þeim eiginleikum
sem til þarf, þ.e. dugnaði, tápi og
ffamtald. Affur á móti hefur þessi
lýður haft nægilega döngun í sér til
að stunda innanflokksátök og það af
slíkri atorku að tekist hefur að fæla
fólk ffá Alþýðubandalaginu, ekki
bara í sjálfum kjörklefanum, heldur
utan hans Iíka og verður það að teljast
nokkuð vel af sér vildð, sé tekið tillit
til atgervis þeirra er hlut eiga að máli.
Þegar hér er konúð sögu, en ekki
fyrr, þá afhjúpar bæjarfúlltrúinn loks-
ins sökudólginn, sem er menntað
einveldi þingflokks og ffamkvæmda-
stjómar. (Skammstafað: MEÞF (ansi
snotur skammstöfun atama!)). „Og
fótgönguliðamir í flokknum em
fjarri góðu gamni“, bætir hann við.
Áffam kristmenn krossmenn!!!....
Trallalalala....
Víkur nú að hugmyndum um póli-
tík og framsetningu þeirra. Bæjarfull-
trúa Alþýðubandalagsins í Kópavogi
finnast, eins og vonlegt er, talsmenn
flokksins ekki tala einum rómi í þeim
efnum. Þykja honum talsmennimir
einkum vera talsmenn úreltra við-
horfa sem eigi ekki upp á pallborðið
hjá kjósendum og þá ekki síst þeim
yngri og tekur dæmi:
1. Sjávarútvegsstefnan ekki
nógu skýr. Alþýðubandalagið er
hallara undir sægreifa og útgerðar-
auðvald en Morgunblaðið, sem vill
láta útgerðarauðvaldið borga. Borga
hverjum hvað? Stendur til að selja
eða leigja auðvaldinu sameign þjóð-
arinnar? Eða er nýmóðins jafnaðar-
stefna, sem háttvirtir kjósendur að-
hyllast, jafnvel í kjörklefanum, hluti
af auðvaldinu? „Eg hef æfinlega verið
góður sósíalist", sagði Pétur Þríhross
(Hús skáldsins, bls. 43).
2. Húsnæðismál: Sumir enn á
braggahverfaútrýmingarstiginu, aðr-
ir að heimta peninga úr galtómum
sjóði til að byggja lúxusíbúðir sem
fáir eða engir hafa efni á að búa í,
nema e.t.v. góðir sósíalistar á borð
við Pétur Þríhross.
3. Landbúnaðarmál: Alþýðu-
bandalagið situr eitt flokka uppi með
þá skömm að hafa ekki getað talið
þjóðirtni trú um að það hafi landbún-
aðarstefnu, aðra en þá að verja núver-
andi kerfi. Að því leyti lítur út fyrir að
flokkurinn sé ffamsóknarlegri en
sjálfur Framsóknarflokkurinn sam-
anlagður alla þessa öld og verður það
að teljast töluvert afrek út af fyrir sig.
4. Evrópustefha: Þjóðremba og
heimótt. Hræðsla við að útlendingar
kaupi upp fjöll og dali, fiskimiðin
uppurin og tungan aflögð. Skýrara
getur það ekki verið. Andstæðan við
þessi ósköp er „að horfa upprétt til
nýrrar aldar og nýrra aðstæðna".
Það er ekki nema rétt að menn fari
að gera sér grein fyrir hinni nýju hug-
myndaffæði sem er óskeikul og segir:
Það nýja er gott og rétt, það gamla er
vont og rangt, já og úrelt. Og vei
þeim er efast um hina nýju hug-
myndaffæði.
Svo er það víst aftur annað mál
hvað það er sem í raun veru er gam-
alt, og hvað nýtt, og þá ekki síður
hvenær menn standa uppréttir, eða
láta berast með straumnum, en það
er ef til vill aukaatriði.
Ja, ekki er nema von að illa sé kom-
ið fyrir Alþýðubandalaginu og því
ekki nema rétt og skylt að kalla til
forystu þá hina vígfimusm sem enn
eru eftir í flokknum til að berja í
brestinga og byggja nýtt. Ekki ætla ég
að synja fyrir það að Margrét Frí-
mannsdóttir sé betur til þess fallin, en
allir aðrir, að hafa yfirumsjón með
skilvirku endurreisnarstarfi í Alþýðu-
bandalaginu og þar að auki á vinstri
væng, því að mér skilst að boðorð
hins nýja tíma sé að sameina svokall-
að vinstriflokka og félagshyggjufólk í
einn stóran jafnaðarmannaflokk, sem
fólk geti verið visst um að muni skáka
íhaldinu svo um munar. Hitt er svo
aftur verra að sama Margrét hefur til
margra ára tilheyrt hinu menntaða
einveldi þingflokks og ffamkvæmda-
stjómar (MEÞF) og fram að þessu
lagt fátt til málanna umfr am aðra sem
innvígðir em í hið -menntaða ein-
veldi.
12. versi greinar bæjarfúlltrúans, 4.
málsgrein, gefur að líta sannkallaðan
gimstein, uppteiknaðan í fomsagna-
stíl er hæfir efninu ágætlega. Þar seg-
ir að innri átök í Álþýðubandalaginu
hafi auðvitað verið til trafala í starfinu
og hafi leitt til þess að fjöldi ágætra
manna hafið leitað á önnur mið í
flokkaflórunni og sumir jafnvel lent
úti í eyðimörldnni og endað þar sína
pólitísku ævidaga. En þeir sem enn
séu á lífi innanflokks teljist upp til
hópa sárir og móðir, sérdeilis þeir
sem staðið hafa í víglímmni og hvatt
til ffekari vígaferla.
Við þetta er ýmislegt að athuga:
Og hugum þá fyrst að ferðum ágætra
manna á önnur mið og út í eyði-
mörkina. Það atriði varðar nefúilega
hina sígildu spumingu að vera eða
vera ekld í pólitísku tilliti.
Lengi vel stóð það klárt og kvitt í 1.
gr. laga Alþýðubandalagsins að flokk-
urinn væri sósíalískur stjómmála-
flokkur, byggður á lýðræði og þing-
ræði og að markmið flokksins væri að
koma á sósíalísku þjóðskipulagi á Is-
landi.
Á landsfundi flokksins árið 1991
var gerð tilraun til að vana flokkinn
með því að breyta 1. gr. flokkslaga,
eða öllu heldur að fylla hana af moð-
reyk um jafnaðarstefúu og félags-
hyggju. Til þessarar aðgerðar var víst
gripið til að forða því að ágætir rnenn
fæm sér ekld að voða úti í henni póli-
tísku eyðimörk. En allt kom fyrir
ekld, eyðumerkurhetjimum varð ekki
forðað, sem betur fer segja sumir og
bæta því gjaman við að ekki sakaði að
fleiri hefðu sig á brott til að vitja grafa
sirma í eyðimörkinni.
Svo er það annað. Hvaða víglínu-
flokksmenn em það sem eftir em,
sárir og móðir og hafa á smndum
hvatt til ffekari vígaferla? Hér dugir
ekkert minna fyrir bæjarfulltrúann en
að nefna blákalt nöffi þessara slótt-
ugu misyndismanna svo að saklausir
flokksmenn geti varað sig á lymsku-
brögðum þeirra. Allt annað flokkast
undir stílbrögð sem Þórbergur Þórð-
arson kallaði mglandi og væm ýnúst
ffamin óafvitandi eða af ráðnum hug.
Ruglandi, ffamin af ráðnum hug,
sagði Þórbergur, væri að mætti heita
dagleg iðkun margra þeirra, er um
stjómmál rita hér á landi. Og satt að
segja hefur mglandinn oftar en ekki
sett svip sinn á umræðuna um bless-
aðan vinstri vænginn því að um fá
málefni önnur hefur, hin síðari ár,
verið fjallað hér á landi af jafúnúkilli
flækjubókarlist.
Árangur í stjómmálum snýst um
traust, segir Valþór Hlöðversson
réttilega, en árangur í stjómmálum
snýst líka um að vera það sem memi
segjast vera, þannig að orð og athafn-
ir fari saman. Það fer t.a.m. Alþýðu-
bandalaginu ákaflega illa að flíka
fólki, sem stundar atvinnurekstur og
annað fjáraflabrask, til trúnaðarstarfa
fyrir flokkinn.
Jónas Amason, fyrrverandi alþing-
ismaður, segir í Viðtalsbók (bls. 91):
„Meðal innsm kopanna í búri flokks-
ins gefur nú að líta nienn sem telja
það ekki ósamboðið virðingu sinni að
safúa peningum og fasteignum. Það
kann ekki góðri lukku að stýra. Þeir
geta talað allra manna fagurlegast um
hugsjónir sósíalismans, þessir karlar
stimir, það vantar ekld. En mætti ég
sem einn óbreyttur flokksfélagi
þeirra biðja þá vinsamlegast að þegja.
Ef við sósíalistar kæmumst einhvem
tímann í þá aðstöðu að hrinda í fram-
kvæmd þeim þjóðfélagsbreytingum
sem við boðum, þá mundu þeir þess-
ir óðara snúast gegn okkur. Hjörm
þeirra slá með kapítalismanum, hvað
sem líður fagurgalanum um sósíal-
ismann. Yndi þeirra og unaður er að
auðgast. Þetta er þein a innsta eðli.
Þeir geta smtt flokk eins og Alþýðu-
bandalagið á meðan þeir telja tryggt
að sósíalismi þess verði aðeins í orði,
en strax og þeir þættust sjá ffam á að
úryrði sósíalismi á borði, mundu þeir
gera allt sem í þeirra valdi stæði til að
hindra það. Annað væri einfaldlega
ekki í samræmi við innsta eðli þessara
þaulsemmanna við rúlletmborð kap-
ítalismans. Að safna auði - það að
stunda arðrán; slíkt sæmir ekki sósí-
alistum".
Á bls. 90 í sömu bók segir Jónas:
„Aðalástæða þess að ferill Sósíalista-
flokksins, og síðan Alþýðubandalags-
ins, varð jafnglæsilegur og raun ber
vimi er einmitt sú samkvæmni sem
ríkti hjá hinum gömlu forystumönn-
um, milli þess sem þeir boðuðu og
þeirra sjálffa".
Þessi orð Jónasar held ég að ölluní
sé hollt að hafa í huga þegar horft er
til ffamtíðar fyrir hönd Alþýðu-
bandalagsins. Það er nefnilega svo að
mörgum háttvirtum óbreyttum kjós-
endum finnst að hentistefna og
ósamkvæmni hafi einkennt Alþýðu-
bandalagið um of mörg hin síðari ár,
og margsinnis hef ég rekið mig á þá
skoðun að flokkurinn fari ekld að
braggast fyrr en hann gerir afgerandi
bragarbót á ráði sínu í þessum efnum.
Takist nýkjömum formanni AI-
þýðubandalagsins að snúa flokknum
af braut hentistefiiu og ósamkvæmni
er til í dæminu að flokkurinn verði sú
kjölfesta til vinstri, sem að mér skilst
að hann vilji vera.
Höfúndur er formaður verkalýðsfélags-
ins Jökuls í Olafcvxk ogjyrrverandi for-
maður Alþýðubandalagsfélagsins þar.
s
•AMHUGUR
Leggðu þitt af tnörkum T Ti TT jTÍ I -V T/^ T
inn á bankareikning nr. I 1 / r“i L7
1183-26-800 1 V JLrvJLvi
í Sparisjóði Önundarfjarðar
á FÍateyri.
Ila-gt er aö leggja inn á reikninginn í öllum
bönkum. sparisjóðum og póstliiísuni á landinu.
Vllir fjölmiölar landsins, Fóstur og sími.
Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauöi kross íslands.
LANDSSÖFNUN
VEGNA
NÁTTÚRUHAMFARA
Á FLATEYRI
HH Ekki ætla ég að synja fyrir það að Margrét
Frímannsdóttir sé betur til þess fallin, en allir aðrir,
að hafa yfirumsjón með skilvirku endurreisnarstarfi í
Alþýðubandalaginu og þar að auki á vinstri væng,
því að mér skilst að borðorð hins nýja tíma sé að
sameina svokallað vinstriflokka og félagshyggjufólk í
einn stóran jafnaðarmannaflokk, sem fólk geti verið
visst um að muni skáka íhaldinu svo um munar. m