Vikublaðið - 03.11.1995, Qupperneq 12
Þaö tekur aöeins einti ■ | ■virkan dag þinum til skila f ■ 1 Qft SWWt |
mEWILL/
588 55 22
Eldri borgarar gegn rík-
isstjórnimii
Félag eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni hefur skorað á þingmenn
að sjá til þess að niðurskurðará-
form ríkisstjómarinnar í fjárlaga-
frumvarpinu nái ekki fram að
ganga. Félagið hefur ályktað gegn
„þeim yfirgripsmikla niðurskurði,
sem fyrirhugaður er í fjárlaga-
ftumvarpi fýrir árið 1996 og varðar
afkomu lífeyrisþega, þar á meðal
að lækka lífeyristryggingar um
1.115 milljónir króna.
Páll Gíslason læknir og formaður
félagsins segir í samtali við Vikublað-
ið að töluverður hiti sé í öldruðum
vegna þessara áforma í fjárlagaftum-
varpinu. „Stjómvöld hafa árlega verið
að hræra í réttindamálum aldraðra og
að því leyti til em áformin nú engin
nýlunda. En við höfúm sérstakar á-
hyggjur af því að nú á að afinema sam-
tengingu lífeyris og launa í landinu,
þannig að lífeyririnn hækkar ekki
lengur í takt við almennar launa-
Frá ABR
Ftmdur um sameiningu/
samvinnu vinstrimanna sem
boðaður var með fúlltrúum
stjómarandstöðunnar en var
firestað vegna atburðanna á
Flateyri verður haldinn 23.
nóv. í Atthagasal Hótels Sögu.
hækkanir, heldur ákvarðast af Alþingi
á hverju ári. Og við þekkjum gang
mála við afgreiðslu fjárlaga, það vant-
ar alltaf peninga og þá er horft á stóm
póstana. Þetta eykur á óvissuna hjá
öldmðum og óöryggi þeirra um af-
komu sína og það er mjög slæmt fyrir
aldraða."
Páll hefur um árabil barist ötullega
fyrir málstað aldraðra, áður fyrr eink-
um á vettvangi borgarstjómar, þar
sem hann sat fyrir Sjálfstæöisflokkinn.
Hann riljar upp að fyrir 20 árum var
grunnellilífeyririnn tæplega 30 þús-
und á mánuði en er nú ekld nema 12
þúsund. „Síðan hefúr komið tekju-
trygging auk fleiri liða til að vega upp
á móti lækkuninni. A mótd því hafa
komið tekjutengingar bóta og fleiri
slíkar aðgerðir og nú á að bæta um
betur með því að afnema samtenging-
una. Ofan á allt er það síðan í raun fá-
tækasta gamla fólkið sem fyrst er látdð
greiða fjámiagnstekjuskatt, því það
gamla fólk sem fær einhverjar fjár-
magnstekjur má þola skerðingu á bót-
um. Eg er ekld á móti fjámiagnstekju-
skatti, en ég vil segja um þetta og und-
irstrika að ellilífeyrir er engin ölmusa,
heldur peningar sem fólldð hefur lagt
til hliðar og unnið fyrir.“
Páll segir að félög aldraðra og
Landssamband aldraðra muni fá nýja
stöðu í þjóðfélaginu verði af afúámi
samtengingarinnar. Hún hafi séð til
þess að lífeyrir aldraðra hafi hækkað í
takt við hækkandi laun, en nú verði
ekki lengur skjól í slíkum samningum.
„Fari þessi áform í gegn munu
félög okkar þurfa að taka
upp meiri hagsmuna-
gæslu en verið hefur.
Eg hef verið á fúnd-
um undanfarið og
veit að það er hiti
í fólki. Ef við
reiknum dæm-
ið gróflega
kemur í ljós að
þessi mögulegi
niðurskurður
upp á 1.115
milljónir króna hljóðar upp á um 40
þúsund krónur á mann á ári. Eg hef
heyrt raddir um að efna til aðgerða,
t.d. kom upp hugmynd um að allir
aldraðir taki út allt sitt sparifé úr
bankakerfinu. Félagsskapur aldraðra
hefúr ekld verið hávær kröfuhópur og
hefúr verið tilbúinn til að taka sinn
þátt í ráðdeild og spamaði. En nú er
þung undiralda,“ segir Páll.
I ályktun Félags eldri borgara er
áformum ríkisstjómarinnar mótmælt
og þá gagnrýnisatriðin talin upp í eft-
irfarandi fimm liðum:
1. Mótmælt er að verðlagsupp-
fersla bóta verði ákveðin í forsendum
fjárlaga hvert ár og eingreiðslur felld-
ar inn í bótafjárhæðir með því að
skerða tekjur h'feyrisþega um 450
milljónir króna.
224 milljónir hjá Samhug í verki
Alls 224 milljónir króna söfnuðust í átakinu Samhug-
ur í verki, sem fjölmiðlar landsins og fleiri aðilar
efndu til vegna hins mannskæða snjóflóðs á Flateyri.
Söfniminni er þó ekki lokið því út nóvember getur
fólk og fyrirtæki lagt inn á reikning söfnunarinnar í
Sparisjóði Onfirðinga og liggja gíróseðlar frammi í
bönkum og sparisjóðum. Einnig er þess að geta að
enn á eftir að berast söfnunarfé erlendis ffá og einkum
vom það Færeyingar sem sýndu rausnarskap sinn og
samhug í verld. Alls 35.923 aðilar gáfu í símasöfnun-
ina sem þýðir að meðalffamlagið þar hefur verið upp
á 6.232 krónur. Söfnunarféð samsvarar því að hver
einasti landsmaður hafi gefið 834 krónur eða hver
fjögurra manna fjölskylda 3.356 krónur.Vikublaðið
óskar landsmönnum til hamingju með þennan frábæra
árangur og óskar íbúum Flateyrar velfamaðar í upp-
byggingastarfi sínu.
Tíundi hver landsmaður í blysför
Hátt í þrjátíu þúsund manns fóm í blysför frá Hlemmi
að Ingólfstorgi sl. mánudagskvöld til að minnast
þeirra 20 einstak-
Iinga sem fómst í
snjóflóðinu á Flat-
eyri. Vigdís Finn-
bogadóttir forseti
Islands leiddi blys-
förina og hafði
með í för nálægt
10% þjóðarinnar.
Minningarathöfn á
Ingólfstorgi var sjónvarpað beint og má reikna með
því að meirihluti landsmanna hafi fylgst með þeirri út-
sendingu. Þá má geta minningarathafúar á ísafirði um
hina látnu, þar sem um 1.200 manns vom mættir.
Fatlaðir mótmæla árásum ríkis-
valdsins
Stjóm Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og ná-
grenni, hefur ályktað þar sem félagið „mótmælir harð-
lega áffamhaldandi gengdarlausum árásum ríkisvalds-
ins á kjör og afkomuöryggi örorku- og ellilífeyrisþega,
sem nú em gerðar í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir árið 1996.“
Fatlaðir mótmæla afnámi ákvæða um samtengingu
bóta við launahækkanir með upptöku fyrirkomulags
sem byggir á geðþótta stjórnvalda - „en því réttlæti
treysta fatlaðir engan veginn.“ Félagið mótmælir ann-
ars í ályktun sinni sömu aðgerðum og Félag eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni, sem lesa má um ann-
ars staðar á þessari síðu.
Vilja tvístefnuakstur um
Hverfisgötuna
Verslunar- og þjónustuaðilar við Hverfisgötuna hafa
afhent borgarstjóra undirskriftarlista þar sem þeirri
eindregnu áskomn er beint til borgarráðs að tvístefnu-
akstur verði sem fyrst teldnn upp á götunni.
A fjórða tug undirskrifta er á listanum. Telja þessir að-
ilar að breytingin muni hafa jákvæð áhrif á verslun og
þjónustu jafnt á Hverfisgötunni sem á Laugavegi og
aðliggjandi þvergötum. Næg stæði em fyrir hendi og
nýting bílageymsluhúsa myndi batna, almenningssam-
göngur verða greiðari og vemlega myndi draga úr
hraðakstri við götuna. Vonast þessir aðilar til að borg-
arráð hrindi þessu í ffamkvæmd á fyrri hluta næsta árs.
2. Mótmælt er að skerða eigi bætur
almannatrygginga um 2855 milljónir
með því að tekjutengdar bætur skerð-
Páll Gíslason formaður Félags eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni: „Eg
hef heyrt raddir um að efna til aðgerða,
t.d. kom upp hugmynd um að allir
aldraðir taki út allt sitt sparifé úr
bankakerfinu. Félagsskapur aldraðra
hefur ekki verið hávær kröfúhópur og
hefúr verið tilbúinn til að taka sinn þátt
í ráðdeild og spamaði. En nú er þung
undiralda.“
Mynd ÓI.Þ.
ist við fjármagnstelcjur á meðan lög
um fjármagnstekjuskatt hafa ekki ver-
ið sett.
3. Mótmælt er að lækka eigi elhh'f-
eyri um 250 milljónir króna með
setningu nýrra reglna um útgreiðslu
svokallaðra heimildarbóta.
4. Félagið mótmælir fyrirhugaðri
hækkun á heilbrigðisþjónustu og
auknum útgjöldum þeirra sjúldinga
sem eru á aldrinum 67 til 70 ára um
40 milljónir króna.
5. Félagið mótmæhr einnig að fyr-
irhuguð eru innritunargjöld á sjúkra-
hús.
-----------Li—wr;
verjajunaur
með borgarstjóra
Jngibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
heldur fund með íbúum
► Vesturbæjar-
► Miðbæjar-
► Og Þingholta v/Snorrabrautar
í Ráðhúsinu mánudaginn 6. nóvember
kl. 20.00
Á fundinum mun borgarstjóri m.a.
ræða um áætlanir og framkvæmdir í
hverfunum. Síðan verða opnar umræður
og fyrirspurnir með þátttöku fundar-
manna og embættismanna borgarinnar.
Jafnframt verða settar upp teikningar af
fyrirhuguðum framkvæmdum í
hverfunum ásamt öðru fróðlegu efni.