Vikublaðið

Eksemplar

Vikublaðið - 15.12.1995, Side 5

Vikublaðið - 15.12.1995, Side 5
I VIKUBLAÐIÐ 15. DESEMBER 1995 Rfldsqármálin 5 Milljarður í risnu og erlendan ferðakostnað Heilbrigðisráðherra sendir fjármálaráðherra tóninn: Skerið niður risnu og ferðakostnað eða hækkið skatta frekar en að skera meira niður þjónustu. Vikublaðið skoðar af þessu tilefni þá útgjaldapósta sem heilbrigðisráðherra bendir á og kemst að því að enginn sparnaður er í gangi þegar gera skal góða veislu eða skreppa til útlanda. Risna. aksl tur out ferfl !a- kostnaður 1990-1994 - milljónir króna á núvirði. Heimild: Rflásreikningar Útgjöld ... 1990 1991 1992 1993 1994 Risna ... 174 197 154 160 188 Akstur ... 796 900 950 928 885 Ferðakostnaður: innanlands ... 480 468 474 450 394 erlendis ... 671 704 708 770 813 Kostnaður ríkisins vegna risnu, að- keypts aksturs og ferðakostnaðar (innanlands og erlendis) hélst óbreyttur að raungildi 1990 til 1994 eða um 2,2 milljarðar króna á nú- virði. Þessi niðurstaða stdngur mjög í stúf í umræðunni um niðurskurð á þjónusm velferðarkerfisins og upp- töku þjónusmgjalda í vaxandi mæíi. Þessi niðurstaða er einnig með- mæli með þeim orðum Ingibjargar Pálmadótmr heilbrigðisráðherra að ffekar ætti að skera annars staðar nið- ur eða hækka skatta en að skera meira „góða þjónusm11 og í viðtali í sjón- varpi-sl.; helgi benti hún einmitt á þann möguleika á að skera niður risnu- og ferðakosmað. Ekld er ólík- legt að hún hafi heyrt getið um góð- an árangur Reykjavíkurlistans í þess- um efiium. , - ***£" ** _*** ' * .. Annáðhljóð en úr skrokki kynsystur Ingibjargar Með yfirlýsingum sínum í ffétmrn ríkissjónvarpsins sendi Ingibjörg samstarfsflokki sínum almennt og Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra sérstaklega skýr sldlaboð um að ekla yrði gengið lengra í niðurskurði í heilbrigðisgeiranum. Eru það aðrir tónar en Friðrik hefur að undanfömu hlýtt á úr barka hinnar ný-sjálensku Ruth Richardsson. Og reyndar aðrir tónar en borist hafa ffá Ingibjörgu að undanfömu, sem vonandi veit á stefnubreytingu. En er efrir einhverju að slægjast í risnu og ferðakostnaði? Arið 1990 fóm úr ríldssjóði alls 2.121 milljónir króna á núvirði í útgjaldaliðina risnu, aðkeyptan akstur og ferðakostnað innanlands og erlendis. Árið 1993 vom sömu hðir komnir í 2.309 millj- ónir króna en 1994 tókst að lækka þessi útgjöld niður í 2.279 milljónir króna. Eftír sem áður vora útgjöldin 1994 alls 158 milljón krónum hærri en árið 1990. Þess skal getíð að hér er eingöngu átt við A-hluta ríldssjóðs og vantar þá ýmis konar ríkisfyrirtæki eins og t.d. Póst og síma. Fimmtungs hækkun risnu og ferðakostnaðar erlendis En heildarútgjöldin segja ekki alla söguna. Aðkeypmr akstur hljóðaði upp á 796 milljónir króna árið 1990, fór upp í 950 milljónir árið 1992 en lækkaði síðan í 885 milljónir árið 1994. Eftir stórt stökk upp á við í fyrstu hefur marktækur spamaður átt sér stað. Undir aðkeypmm akstri em allar greiðslur vegna leigubiffeiða, bílaleigubiffeiða, starfsmannabif- reiða og annars aksmrs, s.s. hóp- ferðabifreiða vegna skólaaksmrs og sjúkraflutninga. Arið 1994 var 42,5% aksturskostnaðarins vegna heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytisins, mest vegna sjúkrahúsa og heilsugæslukerf- isins, en 10,6% skrifaðist á Vegagerð ríkisins. Ferðakosmaður innanlands hefur lækkað þannig að mark er á takandi. Þessi liður hljóðaði upp á 480 millj- ónir króna árið 1990 en hefur nær ár- lega lækkað og var 394 milljónir króna árið 1994. Þama munar 86 milljónum króna í lækkuðum út- gjöldum. Tæplega fjórðungur alls innlends ferðakosmaðar 1994 var vegna þriggja stofnana; Alþingis, Vegargerðar ríkisins og Fiskistofu. Ferðakosmaður erlendis hefur á hinn bóginn farið síhækkandi og ekk- ert lát á. Erlendur ferðakosmaður ríkissjóðs var árið 1990 upp á 671 milljónir króna, en árið 1994 var þessi kostnaðarliður kominn upp í 813 milljónir króna og hafði því hækkað um 142 milljónir króna frá 1990 eða um 21% að raungildi. Árið 1994 var rúmlega þriðjungur alls hins erlenda ferðakosmaðar vegna firnm stofnana; aðalskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, skrifstofu Ríkisspítal- anna, Háskóla Islands, Alþingis og Flugmálastj órnar. Er svona erfitt að draga úr veisluhöldunum? Og í hrópandi mótsögn við alla rúðurskurðarumræðtma er sú stað- reynd að risnukosmaður ríkisins fer vaxandi. Hann var upp á 197 milljón- ir króna árið 1991, en síðustu rílds- stjóm tókst að skera hann myndar- lega niður árið á eftir er hann fór nið- ur í 154 milljónir króna. En ffá 1992 til 1994 fór risnan aftur í fyrra horf: hækkaði úr 154 milljónum í 188 milljónir króna eða um 34 milljónir (22%). Inni í tölunum fyrir 1994 er risna vegna opinberra heimsókna erlendra þjóðhöfðingja vegna þjóðhátíðar, sem kostaði aukalega um 10 núlljón- ir króna. Risnuglöðustu stofnanimar em að jafnaði aðalskrifstofúr ráð- herranna sjálffa. Þetta er reyndar umhugsunarefni. 1 akstri og ferðalögum innanlands gætir sparnaðar, en öllu er tjaldað til þegar góða veislu gjöra skal og þegar til útlanda er komið. í risnu og er- lendan ferðakosmað fór samtals einn milljarður króna árið 1994. Veislu- og ferðagleði ein- stakra stofnana Á meðfylgjandi yfirlitum er annars vegar risnukosmaður og hins vegar erlendur ferðakosmaður fiölmargra stofiiana skoðaður árin 1991 og 1994. Þar sést að víða fer kostnaður vegna þessara liða vaxandi og ekki alltaf auðvelt að koma auga á skýring- amar. Þannig vekur athygli hversu risnan hefur hækkað hjá t.d. Kvik- myndasjóði, Listasafni Islands, Skóg- rækt ríkisins, Landlækni, Ríkisendur- skoðun, Jafnréttisráði og Hagstof- unni. Hins vegar hefúr risnan lækkað hjá t.d. Biskupi og prestaköllunum, Ríldsspítulum og Veðurstofunni. Erlendur ferðakosmaður óx um- talsvert hjá t.d. Þjóðminjasafninu, Kvikyndasjóði, Skógrækt ríksins, Jafnréttisráði, Brunamálastofnun, Hagstofúnni og Veðurstofúnni. Hann fór hins vegar lækkandi hjá Listasafiúnu og sjálfu Ferðamálaráði (á móti hækkaði þar risnan verulega). Án nokkurs vafa er stór hluti risnu- og ferðakosmaðar erlendis óhjá- kvænúlegur og í mörgum tilfellum „arðbær“. Eins ömggt er að oft sé um hreinan óþarfa að ræða. Það er að minnsta kosti ekkert samhengi í því að þessir útgjaldaliðir ríkissjóðs hækki ár efdr ár á sama tíma og klip- ið er af öryrkjum, öldruðum, fötluð- um, sjúklingum, atvinnulausum, námsmönnum og öðrum þjóðfélags- hópum sem höllum feti standa. Friðrik Þór Guðmundsson Góða veislu gjöra skal... Dæmi um risnukostnað 1991 og 1994 - Þús. króna á núvirði. Heimild: Ríkisreikningar. Stofnun 1991 1994 Hækkandi... Þjóðhagsstoítiun . 473 576 Rannsóknarráð . 319 566 Kvikmyndasjóður . 147 496 Listasafn Islands . 62 268 Skógrækt ríkisins . 91 727 Fiskistofá 0 224 Vinnueftirhtið . 332 646 Jafnréttisráð . 99 463 Landlæknir . 587 1.217 Hollustuvemd . 399 409 Ríldsendurskoðun . 112 628 Ríkisskattstjóri . 190 782 Rannsóknamefnd sjóslysa . 0 1.036 Flugmálastjóm . 4.234 5.507 Ferðamálaráð . 1.539 2.079 Hagstofan . 1.185 1.648 Sldpulagsstjóri . 702 985 Landmælingar . 371 599 Lækkandi... Vamarmálaskrifstofa .2.738 1.665 Húsameistari . 231 197 Rannsóknarstofmm landbúnaðarins . 409 385 Haffannsóknarstofnun . 635 590 Biskup og prestaköll .3.123 1.701 Ríkisspítalar . 905 541 Ríkisbókhald . 418 407 Ríkistollstjóri . 483 332 Landhelgisgæslan . 567 266 Iðntæknistofnun . 1.312 837 Orkustofnun . 1.295 1.108 Veðurstofan . 1.009 494 Stýra dýrum knerri ■ ■■ Dæmi um erlendan ferðakostnað 1991 og 1994 - Þús. króna á núvirði. Heimild: Ríkisreikningar. Stofnun 1991 1994 Hækkandi... Alþingi .45.858 46.384 Þjóðhagsstofnun . 2.722 4.529 Þjóðminjasafnið . 524 2.010 Kvikmyndasjóður . 1.007 1.771 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins . 4.193 6.302 Veiðimálastofnun . 2.401 2.422 Skógrækt ríkisins . 578 2.712 Fiskistofa 0 2.559 Umferðarráð : . 538 1.831 Biskup og prestaköll . 3.908 4.128 Rílássáttasemjari . 159 1.066 Jafnréttisráð . 1.267 3.419 Landlæknir . 3.189 3.402 Tryggingaeftirlitið . 1.394 4.742 Rfldsskattstjóri . 955 2.671 Rfldsbókhald . 501 1.013 Brunamálastofnun . 755 1.850 Flugmálastjóm .27.596 35.968 Orkustofnun . 9.811 10.278 Hagstofan . 4.365 8.215 Skipulagsstjóri . 1.786 1.993 Landmælingar . 2.621 3.658 Veðurstofan . 3.819 7.828 Lækkandi... Námsgagnastofnun . 1.905 1.868 Listasafn íslands . 781 432 Varnarmálaskrifstofa . 3.392 3.228 Ríldssaksóknari . 558 468 Vinnueftirlitið . 2.788 2.302 Rfldstollstjóri . 2.883 1.674 Lj'þanefnd . 2.101 1.812 Lyfjaeftirlitið . 992 857 Ferðamálaráð . 3.241 2.794

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.