Vikublaðið

Útgáva

Vikublaðið - 15.12.1995, Síða 7

Vikublaðið - 15.12.1995, Síða 7
VIKUBLAÐIÐ 15. DESEMBER 1995 Vinstrlpólitíkin 7 En hver varð svo framvindan? Og hvaða lærdóma drögum við af henni? Einsog við vitum öll þá varð niður- staðan sú að Alþýðuflokkur myndaði ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokld und- ir forsæti Davíðs Oddssonar. Og í hönd fór tímabil mikilla þjóðfélagsá- taka. „Við völdum vaxtaleiðina," sagði hinn nýi forsætisráherra á fýrstu dögum stjómarsamstarfsins í þann mund er byrjað var að kynda undir hávaxtabálið og formaður Al- þýðuflokksins brosti undirfurðulega framan í sjónvarpsvélamar þegar hann sagði að vel færi á því að ganga til þessa samstarfs í bliki maí sólar- innar. Stjóm Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks var.mynduð daginn fyrir hátíðisdag verkalýðsins fýrsta maí. Ástæðan fyrir því að Alþýðuflokk- urinn fór þessa leið var sennilega fýrst og fremst umhyggjan fýrir EES-samkomulaginu. Vinstri stjóm- in hafði öll staðið sameiginlega að því að fara þá leið sem valin var, að freista þess að ná samningum við Evrópu- sambandið í samfloti með öðmm EFTA-ríkjum. Það fór hins vegar smárn saman að renna upp fýrir mönnum efrir því sem leið á samn- ingaviðræðurnar hvaða afleiðingar EES myndi hafa fýrir íslenskt samfé- lag ef ekki tækist að hnika til áhersl- um. Það tók tíma áður en menn gerðu sér grein fyrir því að EES- samkomulagi'ð er fýrst og fremst sátt- máli um markaðsvæðingu þjóðfé- lagsins. Brussel, hið nýja Moskvu- vald ' mm^ Auðviía'ð!vörQ þeir til'sétn bentu á þetta frá upphafi en það er ef ril vill fýrst nú þegar spádómar þeirra em famir að ganga eftir með hverri laga- semingunni á fæmr annarri þar sem einkavæðing óg hvers lcyns nauðung- arskipulagsbreytihgar em lögfestar samkvætnt fyrirmælum frá Bmssel að menn gera sér fulla grein fýrir því hve víðtækt valdaafsal EES-samningur- inn hefur haft í för með sér. Á fundi ABR á Hótel Sögu fýrir fá- einum dögum um samvinnu vinstri manna sagði Jóhanna Sigurðardóttir að Evrópumálin væm eina stórmálið sem sundraði. Eitthvað lcann að vera til í þessu en þó finnst mér þetta segja aðeins hálfan sannleikann. Kjami málsins er sá að Evrópumálin hafa fyrst og fremst sundrað vegna ó- líkrar afstöðu til markaðsvæðingar og valdaafsals. Reyndar segir það sína sögu urri hvé milda áherslu Alþýðu- flokkurinn lagði á þessa evrópsku markaðsvæðingárstefnu að þeir þorðu ekld að láta fára fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um EES-samninginn - þótt 70 til 80% þjóðarinnar óskaði eindregið eftir því ef marka má skoð- anakannanir - sem svo aftur er hroðalegur vitnisburður um afstöðu þáverandi nkisstjómar til lýðræðis og mannréttinda. En átöldn um EES vom táknræn um pólitíska stefhumótun almennt á síðustu fjórúm árum. Á kjörtímabil- inu var tekist harkalega á um stefriu í ' skatta- óg velferðarmálum. Hið makalausa gerðist þegar nánast ó- mengaður Reaganismi fór að líta dagsins ljós. Brauðmolahagfræði Reagans var bæði fylgt eftir í orði og á borði. Allt kapp var lagt á að aflétta sköttum af fýrirtækjum - þau myndu sækja í sigvéðrið, var jafnan viðkvæð- ið, ef aðeins þau fengju svigrúm til að athafna sig.'Aðstöðugjöldin vom lát- in fjúka. Fimm.milljarðar þar. Tekju- skattar fýrirtækja vom lækkaðir úr 50% í 33 %. Og þannig mætti áfram telja. Gósentíð var runninn upp fýrir stórfýrirtæki og fjármagnseigendur. Og hvemig skyldi svo tekjumissi sanuieyslunnar mætt og hvemig skyldi fjárlagahallinn bættur? Ekki stóð á svarinu. Með því að láta al- þýðuheimilin borga. Kosmaðarvit- und varð lykilorð - kappkostað var að fræða sjúkt fólk og gamalmenni um hvað þau kostuðu samfélagið og ábyrgðarvæðing hét það þegar starfs- fólk í heilbrigðisþjónustu var látið gera tilraunir með hve sjaldan hægt væri að komast af með að skipta á bleyjum hjá ósjálfbjarga fólki á sjúkrastofhmium. innumst þess að einu sinni tókst að sameina alla menn í einum flokki. Ekki bara vinstri menn, heldur hægri menn einnig. Pað var í Sovét- ríkjunum. Og eft- ir því sem ein- drægnin varð meiri í flokknum því dauðari varð hann og að lok- um kom að því að aflt samfélag- ið dó líka. Almannaheill og veru- leikafirringin Sjúklingar og aðstandendur þeirra stofhuðu Samtöldn Almannaheill en þau beittu sér gegn þeirri stefnu rík- isstjómar Jóns Baldvins Hannibals- sonar og Davíðs Oddssonar, sem gekk út á að bjarga velferðarkefinu einsog það var orðað, með því að láta hina sjúku og hina lasburða borga fýrir sig. Þjónustugjöld hét þetta á fínu máli og á heilsugæslustöðvunum var starfsfólk látið fara á námskeið til að læra að stimpla inn aðgangseyrinn fýrir „viðsldptavini" sína. Nú hafði það gerst sem Alþýðu- flokkurinn hafði ekki áður ljáð máls á - hann hafði hleypt markaðslögmál- unum inn að rúmgaflinum á sjúkra- húsum landsins. Og ekki nóg með þetta. Einnig var ráðist að rótum skattjöfnunarkerfisins. Á kjörtímabil- inu skar ríkisstjómin millifærslukerf- ið niður við trog og var gengið svo hart ffarn að varla nokkur maður í landinu mælir því bót sem gert var. I einum fjárlögum var hálfur milljarð- ur tekinn af bamabótunum og skerð- ing vaxtabóta í húsnæðiskerfinu varð árlegur viðburður. Og þegar fólldð andæfði var sagt að það væri veruleikafirrt. Osköp stutt og laggott. Það kostar meira að gera við ryksuguna mína en sjálfan rrúg, sagði heilbrigðisráðherra Al- þýðuflokksins í sjónvarpi. Hvílíkt ranglæti. Var ekki einhver að segja að það væm lífsviðhorfin sem samein- uðu okkur? Kannski, en vonandi ekld þessi viðhorf. Á þessum ámm hefur pólitísk bar- átta Alþýðuflokksins fýrst og ffernst gengið út á neytendahyggju. Lífs- kjörin hefur átt að lagfæra með því að ryðja burt höftum og hvers kyns stofnunum sem trufla markaðinn, jafhvel verkalýðsfélögum. Eg er staðfastur lesandi Alþýðu- blaðsins. Það var ég líka þegar MacDonalds kom til landsins og vildi banna starfsfólkinu að ganga í verka- lýðsfélög. MacDonalds átti þá dygg- an málsvara í Alþýðublaðinu. Og í út- varpsviðtali um daginn tók fýrrver- andi formaður vmgra jafiiaðannanna og varaþingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík upp hanskann fýrir frjáls- hyggjuna á Nýja Sjálandi með hinni klassísku afstöðu: það þurfti eitthvað að gera. Og nú vilja menn sameinast. Gott og vel. Að sjálfsögðu eiga þeir að vinna saman sem setja sér sameigin- leg markmið. En það er líka gmnd- vallaratriði. Og það er gmndvallarat- riði að bera virðingu fýrir skoðunum, bæði eigin skoðunum og sannfær- ingu annarra. Ef maður tekur fólk al- varlega, hvort sem er þennan unga forsvarsmann Alþýðuflokksins eða eldhugana á Alþýðublaðinu, sem á- samt formanni sínum hafa barist fýr- ir óheftum markaðsbúskap af svo miklum móð að fullyrða má að eng- inn stjómmálaflokkur á Islandi standi lengra tdl hægri en Alþýðuflokkurinn, þá fæ ég ekki betur séð en eitthvað mikið þurfi að breytast til þess að menn eigi samleið í sama stjómmála- flokki. Og mér er spum. Viljum við endi- lega deyfa allan skoðanaágreining? Er það ekki einmitt þetta sem þjóðfé- lag í gerjtm þarf á að halda - meiri skoðanapólitík? I síðustu alþingis- kosningum gekk fjöldi óflokksbtmd- inna einstaklinga til liðs við Alþýðu- bandalagið undir merkjum óháðra. Þetta samstarf grundvallaðist á þeirri hugsun að meira máli skipti stefha og innihald en stofnun. Það er á slíkum grartni sem uppstokkun í stjómmál- um þarf að eiga sér stað. Flokkakerf- ið mun síðan laga sig að breyttum að- stæðum. Félagslegar rætur Alþýðu- flokksins Eg er sannfærður um að fjöldi ein- staklinga sem stutt hefur Alþýðu- flokkinn og jafnvel verið þar í fram- varðarsveit á miklu meira sammerkt með okkur á þessum bæ en foringj- um sínum heima fýrir og eflaust er það einnig gagnkvæmt. Enda fór svo að Jóhanna Sigurðardóttir þoldi ekki Iengur við og svo segir mér hugur að oft hafi þingmenn á borð við Össur Skarphéðinsson, Gunnlaug Stefáns- son og Rannveigu Guðmundsdóttur og eflaust fleiri átt erfitt í flokki sín- um undanfarin ár. En þrátt fýrir þetta hefur stefnan verið skýr. Og Alþýðuflokkurinn rek- ið heilsteypta stefhu. Á ungkrötunum hefur verið mikið flug og hafa væng- stýfðir hugsjónamenn í unghðabúð- um Sjálfstæðisflokksins horft öfund- araugum til félaga sinna í Alþýðu- flokknum. Burt með höftin, niður með verðlagið og inn á markaðstorg Evrópu. Allt í þágu alþýðunnar. Al- þýðuflokkur gat hann heitið - en jafhaðarmannaflokkur hefur hann ekki verið undanfarin fjögur ár. En hvemig eigum við þá að snúa okkur varðandi stjómarmyndum þegar færi gefst? Eg var eindregið þeirrar skoðtmar fýrir og eftir síðustu kosningar að flokkarnir sem nú mynda stjómamdstöðu ættu ásamt Framsóknarflokki að mynda saman ríldsstjóm. Jafnvel þótt kratamir hafi gengið út á hina hægri brún þá er munurinn á þeim og Sjálfstæðis- flokknum sá að þeir em ekki í hags- munagæslu fýrir stórfýrirtæki og fjár- magn. Þess vegna er hægri stefha þeirra fýrst og fremst hugsjónastefna en ekki hagsmunapólitík. Á hitt er einnig að líta að kratamir eiga sér fé- lagslegar rætur sem gætu vaknað til lífsins að nýju. Auðvitað væri það for- senda þess að þeir næðu saman með Alþýðubandalagi og öðmm félags- hyggjuflokkum því ef ekki næst sátt um málefnagrundvöll er tómt mál að tala um stjómarsamstarf. Og sannast sagna er ég þeirrar skoðunar að innan Framsóknar séu félagshyggjusjónar- mið í stómm hluta kjósendahóps flokksins enda fer honum stjómar- samstarf með Sjálfstæðisflokld afar illa. Hvað skal gera? Annars æda ég að leyfa mér að setja fram tvær tillögur. I fyrsta lagi auglýsi ég eftir pólitískri urnræðu, að við gefum stofhanaumræðunni frí í bili. I heiminum öllum, nú um stund- ir mest áberandi í Frakklandi, logar allt í átökum um grundvöll jafhaðar- þjóðfélagsins. Að því hefur verið sótt og enn er að því sótt. 1 stað þess að menn brenni sig upp í umræðu um það hver eigi að vera með hverjum skulum við nú af alefli hella okkur út í pólitíska umræðu og stefnumótun. Hitt kemur svo af sjálfu sér. Það mun koma í ljós hver vill leggja upp í för með hverjum. 1 öðm lagi finnst mér rétt að við þróum hugmyndina um kosninga- bandalag. Alþýðubandalagið og ó- háðir buðu upp á stjómarsáttmála vinstri manna fýrir síðustu kosningar. En við vomm seint á ferðinni með þessa hugmynd og hefðum bemr kynnt hana fýrr og unnið verkið í samráði við aðra. Þetta ættu menn að skoða rækilega fýrir næstu kosningar. Kjósendur eiga rétt á því að vita að hverju þeir ganga áður en kosningar fara fram. Síðan geta þeir stutt þann flokkinn sem þeir vilja að gegni lykil- stöðu í tilvonandi ríkisstjóm. Það er þörf á kröftugri og opinni stjómmálaumræðu í landinu. Sér- staklega þurfa vinstri menn að taka sig á, ræða um efhahags- og atvinnu- mál, leiðir til að vinna bug á atvinnu- leysi, stefnu í skatta-, jafnréttis- og velferðarmálum, menntun og menn- ingu, heilbrigðismálum. Við þurfum að móta okkar lausnir og finna okkar svör við brennandi spumingum sam- tíðarinnar. En lausnimar eigum við að móta í anda félagshyggju og jafn- aðar. Það er lykilatriði. Þótt við hljótum að byggja okkar stefnu og okkar starf með hugmyndir um félagslegan jöfnuð að leiðarljósi er Iykilatriði að virða ólík sjónarmið um hvemig skuli ná þessum mark- miðum. Minnumst þess að einu sinni tókst að sameina alla rnenn í einum flokki. Ekki bara vinstri menn, heldur hægri rnenn einnig. Það var í Sovét- ríkjunum. Og eftir því sem ein- drægnin varð meiri í flokknum því dauðari varð hann og að lokum kom að því að allt samfélagið dó líka. Við þurfum að vita hvert skal halda Á Islandi eigurn við einn flokk af þessu tagi. Sjálfstæðisflokkurinn berst ekki fýrir hugsjónum. Hann á sér fyrst og fremst þá ósk að halda á- fram að vera stór, að vera jafhan í að- stöðu til að ná völdum og halda völd- um. Valdapólitík er óheilbrigð og vond pólitík og felur dauðann í sér. Vandinn á Islandi er ekki sá að það þurfi færri flokka. Sjáfstæðjsflokkur- inn færir okkur heim sanniim um að flokkar á Islandi em of fáir. Á vinstri kantinum vantar hins vegar ekki fleiri flokka nema síður væri. Þar vantar hins vegar meiri og markvissari pólitíska umræðu, meira líf. Mig langar til að trúa mönnum fyrir því að ég tel það skipta minna máli en flestir telja hver fer með hin formlegu völd í þjóðfélaginu. Hægri bylgjan á sínum tíma byggðist ekld á því að belgja hægri sinnaðar stofnan- ir út - hún fólst í því að allir stjóm- málaflokkar og allar valdastofnanir samfélagsins, einnig verkalýðshreyf- ingin, fóm að horfa til þeirra lausna sem frjálshyggjan bauð upp á. Upp- skeran af þessu starfi hefur síðan ver- ið að skila sér upp á veisluborð stór- fyrirtækja og fjármagnseigenda. Nú þarf að endurvekja kraftinn til vinstri og koma af stað vinstri bylgju. Þá er líka gmndvallaratriði að við forðumst ekki málefnalega umræðu. Við þurf- um á henni að halda. Annars fljótum við sofandi að feigðarósi. F.n þá er heldur ekki nóg að vita bara með hverjum maður ætlar að leggja upp í för. Það þarf líka að vita nokkum veginn hvert skal halda. Og nú er verkefhið að ræða það. Þaö tekur adeins einn ■virkan daq aö koma póstinum þínum til skila

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.