Vikublaðið

Issue

Vikublaðið - 15.12.1995, Page 9

Vikublaðið - 15.12.1995, Page 9
VIKUBLAÐIÐ 15. DESEMBER 1995 Verðandi 9 Viðmælandi okkar er 18 ára gamall Hafhíirðingur, Þorvarður Tjörvi Óiafsson. Tjörvi er af miklum Alþýðubandalagsættum, hann er fóstur- sonur Magnúsar Jóns Amasonar, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og hvorki meira né minna en sonarsonur Einars Olgeirssonar. - Eitthvað að ffétta af bæjarmálununi í Hafnarfirði? Bara það sama. Meirihlutijóhanns Gunnars Bergþórssonar er að dunda sér við að ffamkvæma allar þær tillögur Jóhanns sem var hafnað í fyrri meiri- hluta. Stjómarstefnan sem er í ffamkvæmd heitir: ég um mig frá mér til mín. - Hvað er að frétta af ungum Alþýðubandalagsmönnum í Hafhar- firði? Lítið, allavega núna yfir prófin. En við förum að hittast eitthvað eftir ára- mót. - Nú eru ungir Garðbæingar að fara að halda stofiifund, hvað um ykkur? Jú, það er á döfinni, verið er að mynda undirbúningshóp. - Hvað ertu að læra? Eg er á þriðja ári á eðlisfræðibraut í MR. - Af hverju MR? Það stóð ekld til. En kom til svona mánuði áður en ég kláraði 10. bekkinn. Akvað að fara burt og reyna að læra eitfhvað sjálfur. - Hvað ertu að spá í að læra svo? Ætli maður sldpti bara ekld um gír, fari í sögu, jafnvel pólitík. - Hvað langar þig mest í á jólunum? Jólaffí. - Býrðu í foreldrahústun? Já, bæði minna foreldra og kærustunnar. - Hefurðu sloppið við flensuna? Nei, svo sannarlega ekld. - Hvemig h'st þér á umræðuna um sameiningu vinstri manna? Hún er tímabær, mér líst vel á hana, vona bara að menn flýti sér ekki of mikið. Þetta gerist ekki á einum degi. Mér líst vel á samstarf þingflokkanna ef það gengur eftir, það er skref á rétta átt. Kjós- umþá bara um ESB! Almenningur er orðinn lang- þreyttur á rifrildi Jóns Baldvins Hannibalssonar og Davíðs Odds- sonar urn hvort aðild að Evrópu- sambandinu sé á dagskrá eða eldd. Jón Baldvin og evrópusinnamir í öllum flokkum em nú heldur á því að aðildarumræður séu á dag- skrá á meðan Davíð Oddsson og Vikublaðið segja að svo sé ekki. Verðandi á það sammerkt með Alþýðubandalaginu að vera á móti aðild Islands að Evrópusam- bandinu. Afstaða Verðandi markast af ffamsali fullveldisins. Framsali á löggjafarvaldi íslend- inga. Það er skoðun okkar að óá- sættanlegt sé að fela stofhunum Evrópusambandsins það vald að geta sett íslendingum reglugerðir og tilskipanir sem hafa bein rétt- aráhrif í landinu án umsagnar Al- þingis. Þetta er ein af hinum óffá- semjanlegu meginreglum Evr- ópusambandsins. Sem sé ekld til umræðu í samningaviðræðum, á nieðan yfirráð yfir auðlindinni, fisldmiðunum, kunna hugsanlega að vera það. Það hefur aldrei ver- ið afstaða Verðandi að banna um- ræður um aðild. Það hefur heldur aldrei verið afstaða Verðandi að i rödd þjóðarinnar sldpti ekki máli í þessu samhengi. Rödd þjóðarinn- ar skiptir öllu. Það er þjóðin sem á i að ákveða hvort aðild að Evrópu- i sambandinu sé á dagskrá eða ekki. SPÁDÓMURINN Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hrökklast ffá völd- um eftir harðvítugar deilur og óffið á vinnumarkaði í byrjun árs 1997, kem- ur það í hlut Bjöms Bjarnasonar for- rnanns Sjálístæðisflokksins að gang- setja kosningavélar og móta sóknar- línur í kosningabaráttu Sjálfstæðis- flokksins. Mun mörgum þykja hann skjóta yfir markið með kosningaslag- orðinu: Herinn burt - íslenskt, já takk. Þó ber í bakkafullan lækirui þeg- ar hann réttlætir stofnun íslensks hers sem: „Leiftursókn í atvinnumálum og nýsköpun.“ ÁBENDINGIN Ábendinguna að þessu sinni fær Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra: . , , „Manstu eftir „Fólk ífyrír- ními?“ Jœja, þegar kemur að sjúkrahúsiega, þá er ekki hægt að taka viðfólki. Svo talarþu um að hækka skatta! Látt'ekki svona greyið mitt, þetta reddast!“ Ingibjörg talaði úm það í síðustu viku að menn þyrftu að gera upp við sig hvort ekki væri nær að hækka skatta ffekar en að skera meira niður í rekstri heilbrigðiskerfisins. KOMMENTIÐ Það er mín skoðun að mál séu | best atgreidd, með einum eða öðrum hætti. Þess vegna segi ég að á næsta ári gefst íslendingum kjörið tæki- færi til þess að afgreiða ESB mál- ið, með einum eða öðmm hætti. Notum forsetakosningamar og kjósum um framhald málsins. Spyrjum kjósendur: á ísland að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu? Afgreiðum málið! Sé svarið já, þá ber íslenskum stjóm- völdum að sækja um aðild og hefja samningaviðræður, þ.e.a.s. fáist ESB að samningaborðinu. Þjóðinni gæfist svo tækifæri til þess að greiða atkvæði um samn- inginn þegar hann lægi fyrir. Málið sem sé afgreitt, méð einum eða öðmm hætti. Það er ekki okkar, andstæðinga við inngöngu, að banna þjóðinni að segja sitt álit. Það getur aldrei verið málflutningi ókkar í hag. Séum við trúir okkar sannfær- ingu, þá hljótum við að gefa okk- ur að þjóðin láti sannfærast af okkar málflutningi þegar þar að kemur. Geri hún það ekki, þá verðum við einfaldlega að viður- kenna að þjóðin (líkt og Alþýðu- bandalagsmenn) hefur rétt til að gera mistök, með einum eða öðr- um hætti. „Það er kominn tími á nýjan forseta ASÍ úr röðum Verkamannasam- bandsins." Þórir Karl Jónasson,formaður Sósíalistafélagsins. Róbert Marshall formaður Verðandi. Werðandi lýsir Hfir ánœgju með það fram- lak Margrétar Frím annsdótt- ur að vekja máls á starfs- þjálfun nem- enda á fram- halds- og há- skólastigi. Margrét sér um sína! Margrét Frúnannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins er með fyrirspurn um þessar mundir í þinginu til menntamálaráðherra. Spyr hún um starfsþjálf- un nemenda á framhalds- og háskólastigi. Meðal efnis í fyrirspurninni er hversu margar ríkisstofnanir og fyrirtæld hafa tekið nemendur á framhalds- og háskólastigi í starfsþjálfun árin 1990-95. Þá spyr hún um fjölda nemenda og hvaða nám þeir stundi. Jafnffamt er spurt hvort formlegir sanuiingar hafi ver- ið gerðir við fyrirtæki eða stofnanir um starfsþjálfun nemenda og ef svo er ekki, hvort ráðune\tið muni beita sér f\'rir því að slíkir samningar verði gerð- ir. Þá er spurt hvort fyrirhugaðar séu einhverjar þær aðgerðir af hálfú mennta- málaráðuneytis eða annarra ráðuneyta sem auðveldi ríkisfyrirtækjum, stofn- unum ríldsins eða öðrum stofnunum og fyrirtækjum að taka við nemendum í starfsþjálfun. Verðandi lýsir yfir sérstakri ánægju með framtak formannsins í þessu máli og fylgist spemit með ffamhaldinu. ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í nýtt íbúðahverfi. Verkið nhefnist: Borgarhverfi 4. áfangi, Móavegur - Vættaborgir. Helstu magntölur eru: Götur, breidd 7 m Götur, breidd 6 m Holræsi 2.900 m Púkk , 6.400 m2 Mulin grús 5.700 m2 Lokaskiladagur verksins er 1. ágúst 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 12. desember 1995, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjúvegi 3 - Sími 25800 Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 21. útdráttur 1. flokki 1990 - 18. útdráttur 2. flokki 1990 - 17. útdráttur 2. flokki 1991 - 15. útdráttur 3. flokki 1992 - 10. útdráttur 2. flokki 1993 - 6. útdráttur 2. flokki 1994 - 3. útdráttur 3. flokki 1994 - 2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1996. ‘Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í dagblaðinu Degi föstudaginn 8. desember. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEIID • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 690

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.