Vikublaðið


Vikublaðið - 11.10.1996, Qupperneq 3

Vikublaðið - 11.10.1996, Qupperneq 3
VIKUBLAÐIÐ 11. OKTOBER 1996 Þriðja siðan ANDSKOTAR „A ríkið að bera kostnað af forsetaframboðum eða eiga ekki aðrir en auðkýfingar að fá að taka þátt í Bessastaða- hlaupinu? Þessir valkostir hafa verið settir íram af stór- skuldugum frambjóðendum og nú síðast af Guðrúnu Agnars- dóttur, sem gert hefur hreint fyrir smum dyrum og lagt fram alla reikninga framboðs síns. A ríkið að borga alla þá dellureikninga, sem til verða í hita kosningabaráttu, er hugsun sem þarf stjómmála- reynslu til að láta sér detta í hug.“ Oddur Ólafsson í Dag - Tímarlum I bakspeglinum Staða Sjálfstæðisflokksins „[Sjálfstæðisflokkurinn] hef- ur náð sér talsvert á strik ífá því í október, er hann fékk 33,8% stuðning. Sterk staða forystu- flokks í ríldsstjóm er engan veg- inn sjálfgefin á þessum tíma- punkti. Ymsar skyringar kunna að koma til. Helzt er sennilega sú að for- maður flokksins, Davíð Odds- son forsætisráðherra, hefiir styrkt stöðu sína og ímynd í fjölmiðlum og er mál margra að hann sé nú í hlutverki hins milda landsföður, enda hefur Davíð sneitt hjá árekstrum að undanfömu.“ - Ólafur P. Stephensen, stjórn- málafræðingur og blaðamaður Morgunblaðsins, í fréttaskýringu um könnun Félagsvísindastofn- unar, í Mbl. 3. febrúar 1995. IJr alfaraleið Okkar fólk á listana ■ „Við getum ekki tekið okkur til - fyrirmjmdar alþingismenn- ina, Við gemm upp safimar við þá fyrir næstu alpingiskosnfng- ar. Fkki með því að kjósa ekki flokkinn, heldur með því að skipta þeim mönnum sem haga sér svona út af listanum áður en kemur að kosningum. Við verð- urn að fara að sldpta okkur af stjórnmálaflokkunum, gera okkur gildandi í þeim og setja okkar fólk á listana. Hvort sem okkúr líkar bétur'eða verr, þá er það á dlþingi sem stærstu á- kvarðanir tun ffamfærslu og_af- komumöguleika okkar 'eru teknar. Það er við okkur að sakast ef við látum þessa menn enn einu sinni komast upp með ósóma sem þeir treysta að kjós- endur verði búnir að gleyma þegar kemur að því að setja x á kjörseðilinn." Finnbjöm Aðalvíkingur Her- mannsson í leiðara TR-frétta, rits Trésmiðafélags Reykjavíkur. Ekki er það ríkisstjómin „I raun hefði verið fullt tilefni til að halli ríkissjóðs yrði mun lægri á þessu ári en gert var ráð fyrir í þárlögum, þar sem hag- vöxtur og innlend eftirspurn hafa verið mun meiri en gert var ráð fyrir við afgreiðslu þeirra. Utgjöld munu nins vegar fara verulega ffam úr fjárlögum. Ef tekið er mið af áfonnum um hallalausan ríkisbúskap á greiðslugrunni á næsta ári og fyrirliggjandi spám um hagvöxt, verður reiknað aðhaldsátak rík- issjóðs á árunum 1996 og 1997 sárah'tið... mestan hluta batans í ríkisfjármálum á þessu og næsta ári mun að óbreyttu verða hxgt að skýra með auknum tekjum vegna hagvaxtar." Hagtolur mánaðarins, Seðla- bankinn Vikublaðstölur Nú búa 65% landsmanna í Revkjavík eða Reykjanes- kjördæmi, þ.e. 174.217 manns þann 1. desember síðastliðinn. Milli 1. desem- ber áranna 1993 og 1995 tjölgaði íliúum þessara landslduta um 4.437 eða 2,61 %. A sama tima fækkaði ibúum annarra landshluta (landsbyggðarinoar) um 1.550 eða 1,63%. Arið 1995 var fjölgun landsmanna að- eins 0,38%, scm er fiórfalt minni ljölgun en árið 1991. A milli áranna 1993 og 1995 fxkkaði Vestfirðingum um 587 eða 6,1%, Vcstlending- um fxkkaði um 352 cða 2,4%, Austfirðingum um 256 eða 2% og Norðlcndingum vcStri um 231 eða 2,2%. „íslendingar eru svolítið öðruvísi en flestar ríkar þjóðir í heiminum. I löndum þar sem fólk hef- ur það gott, þá vill fólk ekki álver, jámblendi- verksmiðjur eða stál- bræðslur. Þessi firirtæki eru talin tákn um at- vinnutækifæri síðustu aldar. Fólk berst gegn þessum báknum með oddi og egg, enda em ál- bræðslur að verða tákn um að þjóð sé á lágu plani atvinnulega. Þessi fyrir- tæki, t.d. álbræðslur, stál- bræðslur em flutt til van- þróaðra ríkja Suður-Am- eríku eða Afríku þar sem kröfúr um lífsgæði, hreint loff og ómengaða náttúm em ekki eins algengar enda er þar ekki lýðræð- inu fyrir að fara. Einnig em álbræðslur einkenni Austur - Evrópuríkja þar sem allt er að kafna í mengun og skít sbr. Pól- land. Þessar álbræðslur þuría lágt raforkuverð sem raforkuver í Vestur - EtTÓpu og Bandaríkjun- um em ekki reiðubúin að selja með tapi, enda eru í Bandaríkjunum ekki Landsvirkjanir og önnur ríkisfyrirtæki sem em reiðubúin að skattleggja almenning í þágu er- lendra auðhringa ehis og Landsvirkjun á Islandi virðist gera með þegjandi samþykki allra stjómar- flokka. Jóhann Þórhallsson Gray, nemi í Minnesota í Bandaríkjunum i Austur- landi, Neskaupstað" | Ginklofi og vélvæðing í Ve. „Utrýming ginklofans og vélvæðing bátaflotans var stærsta breytingin í mannlífi í Vestmannaeyjum á tímabilinu 1844-1920. Þetta kom m.a. ffam í ffóðlegum fyrirlestri Gísla Gunnarssonar dósents í sagnffæði við Háskóla Islands sem hann hélt í Rannsóknar- setri Háskólans í Eyjum.“ Fréttir, Vestmannaeyjum Met hjá Islandsflugi „Islandsflug flutti í ágústmán- uði sl. 31,2% fleiri farþega en á sama tíma í fyrra og alls hafa far- þegaflutningar félagsins aukist urn 17% það sem af er árinu miðað við sama tíma á síðasta ári.” Austurland, Neskaupstað Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins „Hver fulltrúi [á landsfundi Sjálfstæðisflokksins] þarf að borga ■ fimm þúsund krónur í aðgangseyri, en að auki þurfa margir að borga gistingu og fæði þá 4 daga sem fundurinn standur og ffí í vinnu fimmtu- dag og föstudag kostar sitt.” Dagur - Tíminn, Reykjavík - Ak- u Umræða að utan Forsetakosningarnar í nóvem- ber em í raun tvennar. Bill Clinton og Bob Dole keppa um forsetaembættið til næstu fjög- urra ára en varaforsetar þeirra keppa um það hvor verði sigur- stranglegri í kosningunum árið 2000. Jack Kemp varaforseta- efrú Republikana og A1 Gore varaforseti Clintons em sem stendur líklegusm kandídatamir í kosningunum að fjórum árum liðnum. Andstæðumar á milli þeirra em þær sömu og einkenndu andstæður núlli Demókrata- flokksins og Republikanaflokks- ins lengst framan af þessari öld. Gore er trúr þeirri hugsun að hið opinbera sé nauðsynlegur þátttakandi í Hfi almennings, ítringumstæðurnar ráða hversu veigamildl þátttakan á að vera, en Kemp er andstæðrar skoðun- ar. New Republic telur, og hef- ur lengi talið, að Gore eigi að verða forseti Bandaríkjanna. - New Republic RiKU> KKFF5T -ÞYN6ST7J RFFS-IN&AKYFIR. 5imiT>A F/RIRAE>HAFA HWkUPiP'A^ie-'i -Þ.F. KeYPT RIPO 16 CK fyRíH3o/, HANt>A !>OTrURp>c>TmR.‘>lNN/ C?0 ÞARM££>'0&NAE> Pólitískt I Critical Review An Interdisciplinary Joumal of Politics and Society 10. árg. nr. 1 1996 I akadeimunni em tvær mót- sagnakenndar tilhneigingar á kreiki. Annars vegar aukin sér- hæfing (doktorsritgerðir em skrifaðar um það hvernig tilteldn kartöflutegund spírar) og lúns vegar eru múrar brotnir milli há- skólagreina. Arsfjórðungsritið' Critical Review er partur af síð- amefndu þróuninni. Eitt og sér er það 'jákvætt en það sem gerir ritið sérstakt er nversu stórar spumingar em undir í nálega hverju hefti og hve ritstjómin er natin við að koma flóknu efiú til skila í læsilegum texta. Þema þessa heftís er „lýðræði og sannindi“, þemu fyrri heffa em m.a. þjóðemishyggja, tækni- Sa, velferðarríkið, samfé- yggja, stórfinans (big busi- ness), skriffæði og lýðræði. Fjöldi ritgerða í hverju heftí er á bilinu sex til tíu og lesmálið er að jafnaði u. þ. b. 130 síður í vasa- bókarbroti. I þessu hefti kennir ýmissa grasa og auðséð að þemað „lýð- ræði og sannindi" er vítt sldl- greint. Ein áhugaverðasta rit- gerðin er „The Real Market- place of Ideas“ effir Robert Weissberg prófessor í stjóm- málaffæði. Weissberg tekur til meðferðar hugmynd sem er ráð- andi í umræðu um ritffelsi í eng- ilsaxneskum menningarheimi. Enska skáldið John Milton kynnti hugmyndina fyrst á 17. öld í verídnu Areopagitica. Markaðstorg nugmyndanna réttlætir ritfrelsi a.m.k. öðrum þræði út frá hagkvæmnissjónar- miði. Til að tryggja það að sann- leikurinn nái fram að ganga verður að leyfá óheft skoð- anaflæði. Umræðan á markaðs- torgi hugmyndanna myndi skilja hismið frá kjamanum, sannindi ffá ósannindmn og réttmætar skoðanir frá ranghugmyndum. Háborg breskrar blaða- mennsku, vikuritið The Economist, er enn með á titil- síðu sinni sömu kjamyrtu yfir- lýsinguna og útgáfán var kýnnt með fyrir 150 ártun. Ritið er gef- ið út til taka þátt í „severe contest between intelligence, which presses forward, and an miworthy, tinúd ignorance obstructing our progress”. M.ö.o. keppir Economist á markaðstorgi hugmyndanna. Otal úrskurðir á hærri og lægri stigum bandaríska dómskerfisins hafá stuðst við sörnu hugmynd. Og ritffelsinu gagnast það vel. Hvergi í heiininum er tjáningar- ffelsið betur varið en fyrir hæsta- rétti Bandaríkjanna. Annar handleggur er hversu auðvelt er að koma sjónarmiðum sínum á ffamfæri í markaðsvæddu þjóð- félagi eins og því bandaríska. Weissberg efást um réttmæti hugmyndarinnar, sérstaklega þeirri útfærslu sem gerir ráð fyr- ir að sannleikanum verði best þjónað á téðu markaðstorgi. Eigi að vera nokkur von til þess að skoðanaskipti geti leitt sannindi í ljós þurfá þátttakendur að hefja umræðuna á sameiginlegum grunni. Sannfærður áhugamað- ur um fljúgandi fúrðuhluti finn- ur sjaldnast sanmefhara með klassískt menntuðum vísinda- manni og þriðji aðili, sem ætlar að móta sér skoðun með hhð- sjón að orðræðu hinna tveggja, verður á endanum að velja á milli gagnólíkra ffumforsendna og trúa þeim. Weissberg segir að fyrirmyndin sé vísindaleg orðræða en jafhvel í háskólasam- félaginu sé fjarska erfitt að kveða ósannindi í kútinn. Þeir sem verða undir í umræðunni geta alltaf kennt heimsku og véla- brögðum andstæðinganna um ófarimar og haldið baráttunni á- ffam. Aðeins með klípu salts - stórri klípu - er hægt að trúa því að markaðstorg hugmyndanna leiði sannleikann í ljós, er niður- staða Weissbergs. Af öðru efhi í þessu hefti Crit- ical Review má nefiia upprifjun á gagnrýni hagffæðingsins J.M. Keyns á siðffxði kapítalisma, grein um heimspekinginn Karl Popper og ritgerð um almenn- ingsáhtið. FJOLMIÐLAR DT; dæmd tilraun Dagur bandstrik Tíminn er kyndug útgáfa. Dagblöðin sem gáfu útgáfunni heiti eru hvergi sjáanleg í útgáfúnni og sömuleiðis er erfitt að átta sig á hvert blaðið stefhir. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma gleymdist að vinna hug- myndavinnuna að blaðinu. Það getur reynst dýrkeypt. Dagur var akureyskt Eyjafjarðarblað með langa sögu og metnað til að verða norðlenskt dagblað með útbreiðslu ffá Skagafirði til Eg- ilsstaða. Tíminn var ffamsóknarblað með jafnlanga sögu en óvissa ffamtíð. Lesendur Dags fengu fféttir um sláttinn í Eyjafjarðar- sveit, uppgang Sæplasts í Dalvík og það helsta í bæjarlífinu á Akureyri. Lesendur Tíntans fundu hjartslátt ffamsóknar- manna og hvernig stóð á í bóli flokksforystunnar á hverjum tíma.Vanalega eru fyrirtæki sameinuð að undangenginni athugun á því hvað þau gera bemr saman en hvort í sínu lagi; maður tekur það besta úr báðum. Fæst fyrirtæki em sameinuð til að gera eitthvaá allt annað en þau gerðu aðskilin. En það var gert með Dag og Tímann. DT er hvorki það sem Dagur áður var né Tíminn. Héraðsfféttir úr Eyjafjarðarsveit og bæjarfféttir af Akureyri era hvorki fugl né fiskur í nýju útgáfunni. Sömuleiðis er fjarska erfitt að finna púlsinn á Framsókn í DT. Blaðaútgáfa lýmr ekki nema að takmörkuðu leyti lögmálum venjulegra fyrirtækja. Það er hægt að 3Dagur-®mtmt steypa tveim blöðum í eitt án þess að tína það besta úr gömlu útgáfunum. En það er ekki hægt að gera það án tillits til blaðanna sem það nýja á að byggja á. Olíkt fyrirtækjum þarf dagblað að hafa annan og meiri tilgang en þann að skapa eigendum sínum hagnað. Samnefnarinn fyrir Dag og Tímann er lands- byggðin. í fyrsta tölublaði Tímans í mars 1917 sló Tryggvi Þórhallsson tóninn. Blaðið var andóf gegn Reykjavíkurblöðunum sem affluttu sjónarmið landsbyggðarinnar (les: Framsóknarflokksins) að matiTryggva. Fyrir norðan ritstýrði Jónas Þor- bergsson Degi undir sama gunnfána. Náttúruleg ritstjómarstefna DT hefði verið landsbyggðarpólitík. Blaðið hefði skapað sér sér- stöðu með því að fjalla um og ræða stórpólitísk mál eins og kvótakerfið, kjördæmamálið og byggða- stefnuna (sem engin er í augnablildnu) út ffá for- sendurn landsbyggðarinnar. Mótsagnimar milli landsbyggðar og þéttbýlis era hvergi nærri leystar og eftir því sem stjómmálaflokkam- ir missa völd og áhrif skapast meira oln- bogarými fyrir fjölmiðla og hagsmunasam- tök til að setja mál á dagskrá. I staðinn fyrir beinskeytta ritstjómar- stefnu gerði DT út á „Lífið í landinu“ og flaskar á grundvallaratriði. Landsbyggðin er ekki landffæðilegt hugtak heldur félagslegt, póh- tískt og að nokkru leyti menningarlegt. Sjoppueig- andi á Sauðárkróki á ekkert landffæðilega sameigin- legt með bensínafgreiðslumanni á Fáskrúðsfirði. En í pólitískum og félagslegum skilningi gætu þeir átt sitthvað sameiginlegt. DT þarf að kveikja á fattar-

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.