Vikublaðið - 11.10.1996, Qupperneq 6
6
VIKUBLAÐIÐ 11. OKTÓBER 1996
VIKUBLAÐIÐ 11. OKTÓBER 1996
7
Að beiðni þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra fóru fram ut-
andagsskrárumræður um laun og lífskjör á Alþingi sl. mánudag. í
raun má segja að umræðan hafi verið í beinu framhaldi af skýrslu
sem þingflokkurinn bað um á síðasta þingi þar sem gerður var
samanburður á launum og lífskjjörum hér og í Danmörku. Skýrslan
sýndi svo ekki verður um villst að kjör launafólks í Danmörku eni
mun betri en hér.
Margrét Frímannsdóttir formaður
Alþýðubandalagsins opnaði umræð-
tma og rifjaði upp helstu niðurstöður
skýrslunnar. Síðan sagði Margrét:
„Stór hópur fólks, alltof stór hópur
fólks, býr við alltof langan vinnudag,
léleg laun og sífellt versnandi skulda-
stöðu heimihsins, sem oft leiðir tdl
upplausnar ijölskyldu. Þessu fólki
hefor um langan tíma verið gert að
bera þyngstu byrðamar í þjóðfélag-
inu og þær eru alltaf að þyngjast þrátt
fýrir fögur fýrirheit. Það að semja um
launagreiðslur fýrir unna vinnustund
er að sjálfsögðu í höndum stéttarfé-
laganna. En ýmislegt annað t.d. hvað
varðar tryggingakerfið, heilbrigðis-
kerfið og menntakerfið; velferðar-
kerfið almennt er í okkar höndum
hér á Alþingi. Þættdr sem varða for-
sendur kjarasamninga eru ákvarðaðir
hér á Alþingi, en eru sífellt að breyt-
ast sem gerir raunhæfa kjarasamn-
inga mjög erfiða“.
58.000 launamenn aðeins
með grunnskólamenntun
Síðan greindi Margrét firá því að
þingflokkur Alþýðubandalagsins og
óháðra hefði lagt fram yfir 20 þing-
mál er varða stöðu fjölskyldunnar.
Þar er meðal annars tekið á hinum
langa vinnutíma (sjá kynningu á
þingmálinu annars staðar í blaðinu).
Síðan sagði Margrét:
„Því hefur margoft verið lýst að
óhóflega langur vinnutími ásamt
bágri fjárhagsstöðu fjölskyldna getd
haft mjög alvarlegar afleiðingar fýrir
fjölskylduna, sérstaklega sé hætta á að
slík aðstaða bitni illa á bömum innan
fjölskyldunnar, jafavel þannig að þau
beri af því varanlegan skaða. Samtök-
in Bamaheifl hafa tekdð þetta sérstak-
lega fýrir og sent okkur þingmönn-
um gögn þar um og þeirra tillögur
um það hvemig styrkja megi stöðu
bama í samfélaginu. Við höfom farið
fram á að gerð verði ítarleg úttekt á
afleiðingum þessa langa vinnudags,
sem nú tíðkast, á fjölskylduna.“
Margrét vék að öðmm þingmálum
flokksins og ræddi meðal annars um
stöðuna í menntamáltun. „Sú stað-
reynd að í dag era um 58.000 ein-
staklingar á vinnumarkaðnum með
grunnskólamenntun eða minna koll-
varpar þeirri ímynd að við séum vel
menntuð þjóð. Við höfam lagt ffam
frumvarp þar sem lögum um Lána-
sjóð íslenskra námsmanna er breytt. I
dag virðast stjómvöld sjá ofsjónum
yfir lánveitingum til þeirra sem era
að stunda nám. Ómanneskjulegar
kröfur era gerðar til ungs fjölskyldu-
fólks í námi og þung endurgreiðslu-
byrði, þegar námsmaður hefur lokið
námi og fer að stunda aðra betur
launaða vinnu, gerir námsmannin-
um illmögulegt að koma sér upp hús-
næði, eða sjá sér og sínum farborða."
Engin ráð á læknishjálp
eða menntun
Þá vék Margrét að meðaltalshag-
ffæði stjómvalda og sagði: „Við vit-
um að bókhaldsleg meðaltöl geta
komið vel út ef launamunur er mikdll,
þannig að á meðan stór hópur laun-
þega býr við svívirðilega lág laun þá
býr annar hópur að sama skapi við
gífarlega há laun. Meðaltal þessara
tveggja stærða getur þýtt nokkuð góð
laun. En staðreyndimar tala sínu
máli. Hér búa mjög margar fjölskyld-
ur við hreina fátækt. Hér er fólk sem
ekki hefar efni á þeirri læknisþjón-
ustu sem það í ravm þyrfd á að halda.
Hér býr ungt fólk sem veigrar sér við
að ná í lækni heim til veikra bama
vegna þess að það á ekki fýrir þjón-
ustunni. Hér era böm með langvar-
andi erfiða sjúkdóma og aðstandend-
ur þeirra sem fá ekki þá þjónustu sem
þau eiga í raun lögboðinn rétt á. Hér
er fólk sem hefar ekld efhi á að senda
böm sin til mennta. Og ungt fólk
sem ekld hefur efni á að mennta sig.
Hér er fólk sem getur ekki látrið aldr-
aða foreldra sína njóta þeirrar um-
önnunar eða lífsgæða sem þeir ættu
rétt á eftir að hafa skilað löngum
vinnudegi. Hér er fólk sem á ekld
þak yfir höfaðið eða hefar aðgang að
húsnæði, sem samræmist fjárhags-
stöðu þess. Hér er stór hópur fólks
sem hefur misst allt sitt. Hér er fólk
sem engar stofaanir eða heimili í
þessu velferðarþjóðfélagi sinna, það
sefur úti og í yfirgefaum byggingum.
Hér er félagslegt húsnæðiskerfi sem
átti að sinna sérstaklega þeim sem
búa við lökust kjörin en gerir það
ekki lengur. Stór hópur fólks nær
ekld því tekjulágmarki sem þarf tdl að
kaupa húsnæði í félagslega kerfinu.
En verður þess í stað að fara í dýrar
leigmbúðir. Vandamálin era ótelj-
andi. Og hér er ekld um að ræða h't-
inn afmarkaðan hóp þjóðfélags-
þegna. Það búa margir við ótrúlega
léleg kjör í þessu landi. Það er okkur
sem hér störfum til skammar að
halda á málum með þessum hættd. I
ekkd stærra samfélagi en okkar ættu
svona vandamál ekld að vera tril.“
Davíð: Góðærið að skila
sér til fólksins
í svöram sínum sagði Davíð Odds-
son forsætisráðherra meðal annars að
allveralegur hagvöxtur væri stað-
reynd og að í þeim sldlningi hefði hið
efaahagslega góðæri ótvírætt byrjað
að skila sér til launafólks - kaupmátt-
ur launa hefði aukist um 9% á áran-
um 1995 og 1996. Sú aukning væri
helmingi meiri kaupmáttaraukning
en í rikjum OECD. Þetta þýði ekld
að launþegar hefðu allir unnið upp
afleiðingar sjö ára stöðnunar, en al-
menningur „veit betur en að hlusta á
tal um svik og brigsl,“ sagði Davíð.
Hann bentí einnig á að atvinnu-
leysisbölið færi ótvírætt minnkandi,
atvinnuleysið væri hér á landi hið
minnsta í Evrópu og að það væri á-
vöxtur af bættum hag. Og Davíð
sagði að lausnin fýrir launþega væri
ekki fólgin í 50 til 100 prósent launa-
hækkun, vonandi væri ekki fall alvara
á bak við slíkar kröfar.
Gísli S. Einarsson, Alþýðuflokki,
sagði að í rúmt ár hefðu stjómarherr-
amir boðað góðæri „en sannleikur-
inn er sá að stór hópur fólks býr við
sífellda skerðingu". Gísli sagðist ekki
þekkja til þess fólks sem nyti góðs af
betra ástandi. „En hjal stjómarherr-
anna hefar leitt tdl þess að fjölskyldur
hafa lifað um efni fram í þeirri trú að
úr muni rætast. Þetta fólk situr nú í
skuldasúpu." •
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra og formaður Framsóknar-
flokksins sagði að það væri rétt hjá
Margréti Frímannsdóttur; það er
margt að í þessu þjóðfélagi. Halldór
vdtnaði hins vegar í grein dr. Stefáns
Olafssonar í Morgunblaðinu um að
lífsgæði hér á landi væra áþekk þvf
sem best gerðist í Evrópu, þó það
þýddi ekki að það væri hægt að slá
slöku við. Flaíldór sagði að ríkis-
stjómin liti svo á að velferð verði best
tryggð með því að viðhalda stöðug-
leikanum, hann minnti á að atvinnu-
leysi væri að ininnka og spurði hvort
það væri andstætt hagsmunum laun-
þega að fýrirtækin væra mörg að skila
ágætum hagnaði. Og Halldór neitaði
því harðlega að Framsóknarflokkur-
inn hefði gleymt því að hafa „fólldð í
fýrirrúmi“. Hann sagði og að fólk
yrði að velja á milli þriggja leiða til að
leysa velferðarmálin; hækka skatta,
halda áfram að safaa skuldum eða að
forgangsraða með aðhaldi. Ríkis-
stjóm væri að fara þriðju leiðina.
Þannig væri best að treysta grundvöll
heimilanna og bæta kjör almennings.
Sigríður: Hef kynnst ótrú-
legri fátækt
Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna-
lista, spurði hvort ekld ætti að for-
gangsraða þegar kæmi að því hverjir
skyldu njóta efaahagsbatans. Hún
sagði brýnt að taka á alvarlegum
meinsemdum eins og óþolandi
launamisrétti kynjanna og vaxandi al-
mennu launamisrétti og Iágum laun-
um. Kristín minnti á að landflóttd
væri enn til staðar og ástæða til að
kanna hvemig námsfólk skilar sér
heim úr námi. „Þetta er alvarlegra
mál en við geram okkur grein fýrir,“
sagði Kristín.
Hún sagði það rétt sem ffam kæmi
í grein dr. Stefans Olafssonar, en
minnti á að ástæða fýrir góðri út-
komu í samanburði þjóða á milli væri
fólgin í hinum langa vinnutíma. Og
hún benti á þær upplýsingar sem
ffam heföu komið á menntaþingi um
að óhemju margt fólk á íslenskum
vinnumarkaði hefði aðeins loldð
gnmnskólaprófi.
Sigríður Jóhannesdóttir sagði að á
undanfömum áramgum hefði hún,
bæði meðal kunningja sinna og sem
kennari við grunnskóla kynnst fátækt
sem hún hefði haldið að ekld væri
lengur til í okkar þjóðfélagi nema þá
hjá sérstöku ógæfafólld sem hefði
lent á skjön við þjóðfélagið vegna ó-
reglu og ætti af þeim ástæðum erfitt
uppdráttar. „En ég hef kynnst fjöl-
skyldum þar sem báðir foleldramir
leggjast á eitt og vinna allt það sem
býðst. Bömin líða vegna þess hve
mikið er ætlast til að þau bjargi sér
sjálf og hafi ofan af fýrir sér í fjarvera
foreldra og samt ná endar ekki saman
og í fýllingu tímans þarf fólk að sjá á
bak húsnæði sem það hefar lagt hart
að sér við að eignast. Eg hefi kennt
bömum sem ævinlega hafa verið út-
undan þegar skólinn stendur fýrir
einhverju sem þarf að borga fýrir t.d.
leikhúsferðum og fýrir tveimur til
þremur áram vora svo mörg börn
sem sitja þurftu heima í þeirri einu
leikhúsferð sem skipulögð var árlega
á vegum skólans að við kennaramir
ákváðum að leggja leikhúsferðir nið-
Skuldir heimilanna geig-
vænlegur og vaxandi vandi
Sigríður sagðist hafa lent lent í því
að þurfa að hafa afskipti af málum
þegar böm lágu veik heima og for-
eldrar höfðu ekki ráð á að kalla í
lækni og þegar læknishjálp loks barst
og ávísað var sýklalyfi þá vora ekki til
peningar á heimilinu til að leysa lyfið
út. „I þessum tilvikum var um að
ræða reglusamt láglatmafólk sem
gerði allt sem það gat en vinnan var
stopul, húsnæðiskosmaður hafði vax-
ið fólki yfir höfað og skammtímalán
höfðu verið tekin til þess að rétta
dæmið af. Þetta er sá veraleild sem
hefar blasað við á nýliðnum áram og
þessu fólki hefur verið sagt að herða
sultarólina, þetta væra tímabundnar
þrengingar, brátt kæmi betri tíð með
blóm í haga. Og nú er það komið,
góðærið. En hvert fór það? Ekki til
þeirra sem lægst hafa latmin, svo
mildð er víst,“ sagði Sigríður.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
sagði meðal annars að fjölmargt hefði
verið gert í húsnæðismálum, en að
miklar skuldir heimilanna væra
vissulega mikið áhyggjuefni. „Þar er
vandinn geigvænlegur og fer vax-
andi,“ sagði Páll, en sagði síðan frá
störfum ráðgjafamiðstöðvar og
hækkun vaxtabóta.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
Þingflokki jafaaðarmanna, einbeitti
sér í málflutningi sínum að stöðu líf-
eyrisþega, sem margir væra hrjáðir af
fátækt. Ríkisstjómin virtist hafa teldð
þá ákvörðun að sjúklingar væru sér-
staklega aflögufærir og væri því.gért
að greiða meira og taka. á. sig skerð-
ingar. „Þeir era höfðingjar setn for-
gangsraða í ríkisstjóminni, eða hitt
þó heldur," sagði Ásta Ragnheiður.
Hún nefadi hækkun þjónustugjalda,
tvísköttunarmisréttið gagnvart
öldraðum og sagði að lífeyrisþegar
og fólk með millitekjur væri fast í
viðjum jaðarskatta.
.. . ,:„u - Ái Ksr.:
Kjarabótin hjá einkavinun-
um og kvótabröskurunum
Ogmundur Jónasson sagði að á-
stæðulaust væri að leggja alla að jöfau
varðandi þróun h'fskjara. Sumir hafa
upplifað rýmtrn á meðan umtalsverð
kjarabót hefði komið til sumra. „Til
dæmis til þeirra sem fengu SR-mjöl á
sínum tíma eða til þeirra sem stunda
brask með kvóta. Og til þeirra sem
notið hafa góðs af vaxtaokri og feng-
ið skattaafslátt af arði.“
Ögmundur sagði að vissulega væra
þeir til sem vildu hækka skatta, hann
meðtalinn. „Ég vil hækka skattana
hjá því fólki sem hefar verið í fýrir-
rúmi í ríki Halldórs Ásgn'mssonar."
Hann sagði að frá 1991 hefði stöðugt
verið vegið að launafólki og þá sér-
staklega að þeim sem eiga í erfiðleik-
um, svo sem sjúklingum, fólki í hús-
næðisleit eða fólki í tímabundnum
erfiðleikum vegna kjararýrnunar.
Unnur Stefánsdóttir, varaþing-
maður Framsóknarílokksins, sagðist
oft hafa gagnrýnt hversu laun væra
lág á íslandi, þetta væri smánarblett-
ur sem fýrir löngu átti að vera búið að
þvo. Alvarlegt væri þegar fólk hefði
ekld lengur tök á því að hjálpa börn-
um sínum til náms og að margt fólk
með miðlungstekjur ætti ekki fýrir
nauðþurftum. Aftur á móti mætti
spyrja hvað ætti að teljast til nauð-
þurfta, t.d. bill eða græjur. Hún sagði
um leið að mjög slæmri skuldastöðu
heimilanna mætti hjá mörgum rekja
til andvaraleysis. Hún hvatti til þess
að í komandi kjarasamningum verði
skattleysismörk hækkuð til að koma í
veg fýrir harðvítuga kjarabaráttu.
Einnig ætti að skoða allar leiðir til að
auka framleiðni.
Dr. ísólfur Luther King á
sér draum
Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvenna-
lista, sagði að góðærið skilaði sér
seint til sjúkra, aldraðra, bammargra
fjölskylda, íbúðarkaupenda, atvinnu-
HOFÐI
ÍU
^oí,Aro.
<5 REAGAN ■ C
73
H ö F Ð l ^
' GOJATSJOV
OPINN ALMENNINGI
Helgamar 12.-13. og 19.-20. október gefst fólki kostur
á að skoða húsið Höfða í Reykjavík frá kl. 11.00 - 17.00.
í tilefni að nú eru 10 ár frá því að leiðtogafundur Reagans
og Gorbatsjov var haldinn í húsinu.
Leiðsögn verður um húsið þessa fjóra daga á klukkustundar
fresti frá kl. 11.00 - 16.00.
Skrifstola borgarstjópa
lausra og bama. Hún sagði að Davíð
hefði dáðst að Norðmönnum fýrir að
skila hallalausum fjárlögum ár eftir
ár, en hann mætti ekki gleyma því að
Norðmenn hefðu oh'una. Hún sagði
að hér þyrfti að jafaa launakjör, stytta
vinnutíma, afaema launamun kynj-
. anna, styrkja stöðu hinna verst settu
og efla menntun. Og tryggja að tekj-
■ umar af aðalauðlinditmi skiluðu sér
til þjóðarinnar í heild.
Rannveig Guðmundsdóttir, Þing-
flokld jafaaðarmanna, sagði að þing-
flokkurinn hefði beðið um viðbótar-
skýrslu við fýrri lífskjaraskýrslu, með
ítarlegri samanburði, þar sem kæmu
inn þættir eins og matvara, heilsu-
gæsla, sldpting þjóðartekna og inn-
byrðis skipting launafólks.
Rannveig sagði einnig að í saman-
burðarskýrslunni frá í vor hefði kom-
- Íð fram rangur verðgrunnur, þar sem
>- þjóðhagsstofaun hefði notað rangar
foÉsendur.
-- 1 Miðað við réttmætari verðgrunn
kæmi í ljós að endanlegur munur á
ráðstöfunartekjum á íslandi og í
Danmörku væri ekki 15% heldur
23,7%.
Isólfur Gylfi Pálmason, Fram-
sóknarflokki, misbauð þingheimi
með því að setja sig í steílingar dr.
Martin Luther King og hefja ræðu
sína á orðunum: „Eg á mér draum“.
Fleira verður ekki rakið af málflum-
ingi hans.
Ekki endalaust hægt að
taka frá láglaunafólkinu
Svavar Gestsson sagði að þessi um-
ræða um laun og lífskjör ætti eftir að
halda áffarn í allan vetur og að ástæð-
an væri sá fjöldi þingmála sem þing-
flokkur Alþýðubandalagsins og
óháðra hefði þegar lagt fram.
„Eg verð að segja að ég óttast
hvemig samskiptum ríldsstjómar-
innar og verkalýðshreyfingarinnar
verður háttað. Mér fannst á orðum
formanna Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins að þeir væra
svo sannfærðir um að allt væri gott og
fínt og að ekkert þyrfti að tryggja í
efaahagsmálum annað en að rílds-
Margrét Frímannsdóttlr:
„Því hefur margoft verið lýst að
óhóflega langur vinnutími ásamt
bágri fjárhagsstöðu fjölskyldna
geti haft mjög alvarlegar afleið-
ingar fýrir fjölskylduna, sérstak-
lega sé hætta á að slík aðstaða
bitni illa á bömum innan fjöl-
skyldunnar, jafnvel þannig að þau
beri af því varanlegan skaða.“
Ásta Ragnheiöur
Jóhannesdóttir:
Ríkisstjóntin hefur tekið þá á-
kvörðun að sjúklingar séu sér-
staklega aflögufærir og geti greitt
meira og tekið á sig skerðingar.
„Þeir eru höfðingjar sem for-
gangsraða í rfldsstjóminni, eða
hitt þó heldur.“
Davíð Oddsson:
Benti á að atvinnuleysisbölið færi
ótvírætt minnkandi, atvinnuleysið
væri hér hið minnsta í Evrópu og
að það væri ávöxtur af bættum
hag. Og sagði að lausnin fýrir
launþega væri ekki fólgin í 50 til
100 prósent launahækkun, von-
andi væri ekki full alvara á bak við
slíkar kröfur.
Ögmundur Jónasson:
Margir hafa upplifað rýmun á
meðan umtalsverð kjarabót hefur
kontið til sumra. „Til dæmis til
þeirra sem fengu SR-mjöl á sín-
um tíma eða til þeirra sem stunda
brask með kvóta. Og til þeirra
sem notið hafa góðs af vaxtaokri
og fengið skattaafslátt af arði.“
stjómin yrði áfram til. Svona afstaða
kann ekld góðri lukku að stýra,“
Svavar minnti á, að þótt kaupmátt-
ur hefði hreyfst væri það minna en
vöxtur þjóðartekna og þjóðarfram-
leiðslu. Frá 1990 hefði þjóðarfram-
leiðslan auldst um 13% og þjóðar-
tekjumar um 11,7%, en á sama tíma
hefðu ráðstöfunartekjur á mann auk-
ist um 2,8% og vísitala kaupmáttar
um 6,1%. „Launin era því langt á
eftir öðrum þjóðhagsstærðum."
Biyndís Hlöðversdóttir sagði að
skýrslur sýndu að íslendingar hefðu
það „að meðaltali“ gott. Eins væri
farið um mann sem væri með annan
fótinn í sjóðandi heitu vatni en hinn í
ísköldu vatni. Hún minnti ríkis-
stjómina á að það væri vegna fóma
launafólks sem stöðugleiki hefði
náðst. Það væri með öðrum orðum
ekld rfldsstjóminni að þakka heldur
hefði þetta gerst þrátt fýrir ríkis-
stjómina.
Ríkisstjómin hefði ekki áttað sig á
því að það væri ekld endalaust hægt
að taka frá láglaunafólkinu, fýrr eða
Halldór Ásgrímsson:
Neitaði því að Framsóknarflokk-
urinn hefði gleymt að hafa fólkið í
fýrirrúmi. Hann sagði að fólk yrði
að velja á milli þriggja leiða;
hækka skatta, halda áfram að
safaa skuldum eða að forgangs-
raða með aðhaldi. Ríkisstjómin
væri að fara þriðju Ieiðina.
Gísli S. Einarsson:
Sagðist ekki þekkja til þess fólks
sem nyti góðs af betra ástandi.
„En hjal stjómarherranna hefur
leitt til þess að fjölskyldur hafa lif-
að um eftti frarn í þeirri trú að úr
muni rætast. Þetta fólk situr nú í
skuldasúpu.“
síðar kæmi fram krafan um að þetta
fólk fengi eitthvað til baka. Og lág-
launafólkið teldi að nú væri sinn tími
kominn. Og hún sagði að Davíð
hefði ekki svarað því hvort hann
treysti sér til að hfa á lægstu launum,
sem nú era rúmlega 49 þúsund krón-
ur á mánuði.
Hvað felst í 43,7% hækkun
lægstu taxta?
Margrét Frímannsdóttir sagði í
lokaorðum sfaum að ekkert hefði
kontið fram hjá ríkisstjóminni um
hvað hún hygðist gera til að jafaa kjör
í þjóðfélaginu.
Það hefði ekki komið fram í
stefauræðunni, það kæmi ekki ffarn í
fjárlagafrumvarpfau og hefði ekld
komið ffarn í þessum umræðum. Og
Margrét spurði hvort menn vissu
hvað það þýddi í ravm að hækka
lægstu launin um þau 43,7% á tveim-
ur árum sem Hlíf hefði lagt til. Hjá
Hh'f þýddi það að lægstu laun færa úr
49.538 krónum í 71.138 krónur á
mánuði. Og taxti fiskverkafólks með
Kristín Ástgeirsdóttir:
Brýnt að taka á alvarlegum inein-
serndum eins og óþolandi launa-
misrétti kynjanna og vaxandi al-
mennu launamisrétti og lágum
launum. Minnti á að landflótti
væri enn til staðar: „Þetta er al-
varlegra mál en við gerum okkur
grein fýrir.“
Svavar Gestsson:
Frá 1990 hefur þjóðarframleiðsl-
an aukist um 13% ogþjóðartekj-
umar um 11,7%, en á sama tíma
hafa ráðstöfunartekjur á mann
aukist rnn 2,8% og vísitala kaup-
máttar um 6,1 %. „Launin em því
langt á effir öðmm þjóðhags-
stærðum.“
10 ára starfsaldur færi úr 51 þúsund
krónum í 78 þúsund krónur. „Ef
þetta er það sem þessi góða efaahags-
stjóm þohr ekld þá er hún ekld beys-
fa,“ sagði Margrét og minnti ríkis-
stjómfaa á þann dóm Seðlabankans
að bætt staða væri vegna 10 milljarða
króna tekjuaukningar, ríkisstjómfa
væri heppin að ytri aðstæður væra
hagstæðar.
Davíð Oddsson tók til máls og
sagði að hann hefði vissulega kynnst
því að þurfa að hfa við lægstu laun,
það hefði hann gert með móður
sinni. Og hann hefði aldrei skihð
hvemig þau fóra að því, en það hafi
gengið með miklum harmkvælum,
þar sem fjölskyldan leyfði sér ekkert.
Annars sagði Davíð að hann hefði
aldrei sagt að það mætti ekki hækka
launin, hann hefði þvert á móti sagt
að kaupmáttinn þyríti að auka, en
það mætti ekld gera með fölskum
hætti.
íþg
Sigríður Jóhannesdóttir:
Hef kynnst fjölskyldum þar sem
báðir foreldramir vinna allt það
sem býðst en samt ná endar ekki
saman og í fýllingu tfaians þarf
fólk að sjá á bak húsnæði sem
það hefur lagt hart að sér við að
eignast.
Bryndís Hlöðversdóttir:
Það er vegna fóma launafólks
sem stöðugleiki hefur náðst. Það
væri ekki rfldsstjóminni að þakka
heldur hefði þetta gerst þrátt fýrir
ríldsstjómina. Það er ekki enda-
laust hægt að taka frá láglauna-
fólkinu.