Vikublaðið - 11.10.1996, Side 9
VIKUBLAÐIÐ 11. OKTÓBER 1996
Verðandi
9
V
Neytendamál hafa í íslensk-
um stjómmálum þýtt karp
um verðlag landbúnaðar-
vöm. Nauðsynlegt er að fjalla um
neytendamál í víðara samhengi en
hingað til hefur verið gert. Undir
málefni neytenda falla meðal
annars ýmsar nauðsynlegar
umbætur hvað varðar öryggi
almennings og friðhelgi einka-
lífsins.
Friðhelgi einkalífsins á tölvu-
og upplýsingaöld er ágætt dæmi.
A tímum hins raffæna
greiðslumáta er nauðsynlegt að
almenningur geri sér grein fyrir
því upplýsingaflæði sem streymir
frá einstaklingum um lífsmunstur
þeirra, eftir símalínum. Aðilum
hins frjálsa markaðar hafa verið
fengnar til umsjár upplýsingar um
smekk, ferðir, lífsstandard,
stjómmálaskoðanir (útfrá áskrift
að fjölmiðlum); um nánast alla
neyslu fólks. Þessi gögn em
bókhaldsskyld og þ.a.l. geymd í
sjö ár hjá greiðslukorta-
fyrirtækjunum.
Nútímamaðurinn er það sem
hann kaupir. Sé löggjöf og eftirlit
um varðveislu og umsjón þessara
upplýsinga ekki í ömggum
höndum þá gæti sá veruleiki
mnnið upp að einstaklingum yrði
hafnað um vinnu, tryggingar
o.s.frv. án þess í rauninni að vita
hvers vegna. Eftirlit með
varðveislu og meðferð slíkra
gagna virðist við fyrstu sýn vera
mjög á reiki; stofnanir vísa hver á
aðra. Það má hverjum manni ljóst
vera að hér er á ferðinni mikið
alvörumál sem nauðsynlegt er að
almenningur fái skýrar
upplýsingar um. Það er ekki hægt
að þola að slíkt stórmál sem
friðhelgi einkalífs sé virt að
vettugi. Stóri bróðir hefur verið
markaðsvæddur. Spumingin er:
Fylgist hann með?
Jafnframt er nauðsynlegt að
almenningur geri sér ljóst að
viðskipti yfir alnetið em ekki
sambærileg því að rétta peninga
yfir afgreiðsluborð. Því ber að
hafa fyrirvara á slíkum við-
skiptum. Við getum ekki tileinkað
okkur nýja tækni án þess að huga
vel að afleiðingum hennar og
fylgifiskum. Það er ekki síst
hlutverk löggjafarvaldsins að gera
varúðarráðstafanir í þessum
efnum.
I þessu tilliti var undarlegt að
fylgjast með þingmönnum t.d.
Framsóknarflokks í stjómmála-
umræðunum í síðustu viku sem
velflestir töluðu eins og þeir hefðu
uppgötvað samfarir eftir ártatuga
einlífi þegar þeir minntust á
intemetið.
Það er hluti af skyldu vinstri-
manna að vera vel vakandi yfir
þessum málum. Skyldu okkar sem
unnenda réttlætis og
einstaklingsfrelsis. Það er eng-um
greiði gerður með því að þegja
hinn markaðsvædda stóra bróður í
hel. Umræða um málið er þörf.
Umræða um hverra er ábyrgðin og
hvar mörkin fyrir hversu Iangt má
gægjast inn í einkalíf fólks með
þessum hætti liggja. Síðast en
ekki síst: Hverjir hafa aðgang að
þessum upplýsingum?
Verðandi
toé'lltc 6
Landsfundur Verðandi, Hafnarfírði 5. október 1996, felur stjóm
Verðandi að beita sér fyrir stofnun samstarfsvettvangs ungra
vinstrimanna innan flokka sem utan.
Landsfundurinn leggur áherslu á að nú sé lag, fyrirsjáanleg
kynslóðaskipti og endumýjun á vinstri væng íslenskra stjómmála
hlýtur samtímis að kalla á endumýjun flokkakerfisins.
Allai- líkur em á að núverandi ríkisstjóm sitji eins lengi og henni
þóknast komi ekki til byltingar á skipulagsmálum stjómar-
andstöðunnar. Markmið slíks samstarfsvettvangs yrði fyrst og fremst
til að stuðla að sameiningu jafnaðarmanna. Að móta heilstæða og
framsækna stefnu jafnaðamianna fyrir nýja öld. Vandamálum nýrrar
aldar verður ekki svarað með gömlum lausnum.
Brýn þörf er á framsækinni og róttækri umbótastefnu til að vinna
ýmsum réttlætismálum farveg og þá ekki síst í málefnum er varða ungt
fólk. Slík þörf hlýtur að fela í sér að fjölga ungu fólki á
löggjafasamkomunni. Það yrði hiutskipti slíkrar hreyfmgar að starfa
sem samviska allra jafnaðarmanna á íslandi í anda frelsis, jafnréttis og
bræðralags.
Landsfundur Verðandi,
haldinn í Hafnafirði 5.
október 1996, sendi frá sér
eftirfarandi yfirlýsingu:
Um menntamál
Landsfundur Verðandi lýsir
megnustu andúð sinni á
fjandsVilegri stefnu ríkisstjóma
Davíðs Oddssonar í menntamálum.
Atlagan að LÍN hefur leitt til
stórkostlegrar skerðingar á jafnrétti
til náms. Einstæðir foreldrar.
barnafólk, böm láglaunafólks og
námsmenn af landsbyggðinni hafa
hrakist frá námi í stómm stíl að
undanfömu. Fundurinn ítrekar
auglýsingar eftir efndum Fram-
sóknarmanna hvað snertir málefni
lánasjóðsins.
Fundurinn mótmælir harðlega
nýjustu skerðingum á framlögum til
menntamála. Á undanfömum árum
hefur háskólasúgið hvað eftir annað
orðið fyrir niðurskurðarhnífnum og
nú er sveðjan reidd yfir
framhaldsskólunum. Verðandi
gagnrýnir sérstaklega þá níðingslegu
árás sem hafin hefur verið á þrjá
framhaldsskóla á landsbyggðinni
sem og hússtjómarskólana í landinu.
Fundurinn lýsir yfir eindregnum
stuðningi við það framtak
námsmanna að halda sitt eigið
menntaþing. Fundurinn lýsir
jafnframt hneykslun á því að
mcnntamálaráðhena skuli gefa í
skyn að þetta framtak sé aðferð
námsmanna til að lífga upp á
úlvemna. Menntaþing námsmanna í
tjaldi er táknrænt fyrir samskipti
þeirTa og ríkisvaldsins frá því að
Sjálfstæðisflokkurinn komst til
valda í menntamálaráðuneytinu.
Um utanríkismál
Um leið og landsfundur Verðandi
lýsir yfir fullum stuðningi við
núverandi stefnu
Alþýðubandalagsins í utan-
ríkismálum þ.á.m. gagnvart NATO
og brottför bandarísks herliðs frá
íslandi, hvetur fundurinn til umræðu
um þessi mál innan samtakanna.
Þeirrar umræðu er þörf í ljósi
breyttra aðstæðna og ekki síður
nýjustu atburða á vettvangi
alþjóðastjómmála.
Um mannanafnanefnd
Breyta ber starfsháttum nafna-
nefndar ellegar leggja hana niður.
Sú mismunun sem á sér stað
varðandi innflytjendur og fólk af
öðrum trúarbrögðum með því að
það getur ckki skírt sín böm í
höfuðið á foreldmm sínum er ekkert
annað en kynþáttamismunuh.
Þó svo að nauðsynlegt sé að vemda
íslenska tungu þá gefur það ckki
tilefni til að lítilsvirða menningu '
fólks af öðmm uppruna. Það fólk
sem hcfur kosið að gera okkar land
að sínu landi er íslenskt í hjarta sínu,
sama hvaða nafn það ber.
Landsfundur Verðandi var haldinn laugardaginn 5. október síðastliðinn í húsi
Alþýðubandalagsins við Strandgötu í Hafnarfirði. Fundurinn tókst vel og fóru
þeir tæplega fjörutíu félagar sem sóttu fundinn ánægðir heim síðla kvölds, eftir
bjórdrykkju, söng og glens sem hinn fjölhæfi og nýendurkjörni formaður Verðandi,
Róbert Marshall, stýrði með stæl.
Fundurinn hófst með með kjöri nýrrar stjómar en uppstillingamefnd hafði verið falið að
setja fram lista. Listinn sá var einróma kjörinn af fundinum og er ný stjóm Verðandi
eftirfarandi:
Róbert Marshall formaður
Þorvarður Tjörvi Ólafsson varaformaður
Katrín Júlíusdóttir gjaldkeri
Harpa Hrönn Frankelsdóttir ritari
Þorkell Máni Pétursson meðstjórnandi
Ragnheiður Gestsdóttir meðstjórnandi
Erla Ingvarsdóttir meðstjórnandi
Björgvin G. Sigurðsson varaniaður
Sigfús Ólafsson varamaður
Steinþór Heiðarsson varamaður
A fundinum fóra fram fjöragar umræður um hin
ýmsu mál og bar utanríkismálin þar hæst. Skiptar
skoðanir komu fram meðal fundarmanna um aðild
fslands að NATO. Eftir heitar og fjöragar umræður var sameinast um tillögu sem birtist hér
á síðunni. Funduriim hvetur til áframhaldandi umræðu um þetta hitamál svo að einhugur
megi ríkja um málið í framtíðinni.
Annað mál sem bar hátt og ályktað var um er fyrirhuguð sameining vinstrimanna.
Fundurinn samþykkti þá tímamótatillögu að fela stjóm Verðandi að leita eftir samstarfi við
ungliðahreyfingar annarra vinstriflokka um væntanlegan samstarfsvettvang
hreyfinganna.
Samstarfsvettvangurinn gæti t.d.
verið bandalag ungra
jafnaðarmanna þar sem félögin eru
áfram til sem slík en aðilar að
bandalaginu. Fólk gæti gengið til liðs
við bandalagið án þess að verða
aðilar að neinum flokkanna.
Tilgangur slíks samstarfs er að knýja
á um samvinnu flokkanna fyrir
næstu kosningar og hnekkja þannig veldi íhalds og afturhalds við landstjórnina
Menntamál og hagsmunir námsmanna voru ofarlega á baugi í umræðum
fundarmanna. Fundurinn samþykkti kröftuga ályktun þar að lútandi. Fulltrúar frá
Verðandi skunduðu á menntaþingið sem fram fór þann sama dag í Háskólabíói og
afhentu hana háttvirtum menntamálaráðherra, Birni Bjarnasyni.
Eftir heitar og málefnalegar umræður á fundinum var mál manna að félagið
stæði sterkar að vígi en fyrr. Hópurinn fer samhentur inn í nýtt og öflugt starfsár þar
sem kynning á starfsemi Verðandi mun verða öflug ásamt útgáfustarfsemi og
hverju því sem fólki dettur í hug. Verðandisíðan verður fastur liður í Vikublaðinu í
vetur og viljum við hvetja alla til að senda inn efni á hana. Greinar, viðtöl eða
hvaðeina sem fólki kann að detta í hug. Björgvin G. Sig.
Leifturstríð
menntamálaráðherra
Nú er hafin enn ein stórsókn Bjöms
Bjamasonar á sviði menntamála.
„Operatiorí’ á móts við nýja tíma er
dulnefni aðgerðarinnar og
niðurskurðarhnífurinn er eina
vopnið. Nú skal ganga enn harðar að
íslenska menntakerfmu. Kannski er
hugmyndafræðin sú að bijóta nógu
mikið niður til þess að reisa nýtt á
rústum þess gamla. Nú blæs
Bjöminn í trompet sitt og sem
endranær lætur hagræðingartónlist
hans illa í eyrum. Innviðir hins
gljáfægða lúðurs eru ryðgaðir og
tónamir falskir eftir því. Það er falskt
að ræða um framtíð menntamála á
stóru þingi án þess að bjóða
fulllrúum háskólastúdenta að leggja
orð í belg.
A ýmsum vfgstöðvum er ráðist að
undirstöðu framtíðarinnar. Fjöl-
miðlafulltrúi ríkisstjómarinnar er
orðinn leiður á hallareksú-i og ætlar
þess í stað að fara að græða. Gott og
vel. En hver er leiðirí? Handa-
hófskenndur niðurskurður. Og þó,
kannski ekki svo handahófskenndur.
Fómarlömbin eru sérvalin, flest fjarri
kjördæmi menntamálaráðherra.
Nemendur í hússtjómarskólanum í
borginni hefðu sennilega aldrei kosið
fhaldið hvorteðer.
Aðallega er þó refsivöndurinn á loft
reiddur yfir framhaldsskólunum. Að
sjálfsögðu dynja hin þungu högg
ekki jafnt á öllum. Bjöm telur sig
eflaust vera að ráðast að róturn
vandans þegar hann velur þijá
framhaldsskóla úti á landi og sker
niður þar um 17-18%. Ef áætlanir
Bjöms ná fram að ganga vofir sú
hætta yfir að áralangt
uppbyggingarstarf sé að litlu orðið.
Ef miðað er við eitt frumvarp
ríkisstjómarinnar frá í vor eru þetta
sjálfságl minni háttar stofnanir þar
sem unnin era minni háttar störf.
Með þessu réttlætir ríkisstjórnin
sjálfsagt verk sín.
Ég vil benda á tvær leiðir til þess að
hverfa frá þessum niðurskurði. Þær
eru skynsamlegar og bera vott um
aðhalds- og spamaðarvilja, sem og
skilning á heilbrigðri forgangsröðun.
í fyrsta lagi að skila nýrri BMW-
drossíu utanrfkisráðhena. Það er
yfirvöldum ekki sæmandi að tapa sér
í bjánalegum bílaleik. Hvað með það
þótt Halldór Ásgrímsson hafi heyrt
það út undan sér í einhveiju
sendiráðsteboðinu að bflafloti hans
væri plebb? í öðra lagi, ekki senda
sérann út. Það skapar hættulegt
fordænú að kaupa sér frið með
þessum hætti. lnnan tíðar kernur
eflaust krafa um að stofnað verði
embætti Evrópu-organista. Með kór
og öllu tilheyrandi.
Sigfús Ólafsson