Vikublaðið


Vikublaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 29. NÓVEMBER1996 Ur alfaralelð Tí-dobbuljú-ei „Án vafa er ekkert sameiginlegt með bandaríska flugfélaginu TWA og skáldi heiðríkjunnar á Islandi, Jónasi Hallgrímssyni, hvers fæðingardagur er víst orðinn dagur íslenskrar tungu. Einhvem veginn er ég þó svo gamal- dags„að-ég gat ekki annað en hrokk- ið við á dögunum, þegar ég heyrði þuluna á Stöð 2 romsa út úr sér í upphafí fréttatímans að bandaríski herinn væri nú grunaður um að hafa skotið niður flugvél bandaríska flug- félagsins tídobbuljúei. Fjárinn, hugs- aði ég, gat ekki stúlkutetrið bara sagt té-vaff-a eða sagt fram nafnið óstytt upp á ensku eins og tíðkast hefur lengi og talið hefur verið nokkurn veginn gott og gilt, hvað sem líður hreintungustefnu eða málfasisma eins og sumir kalla þá áráttu að vilja hafa allt upp á íslensku.” - Sæmundur Stefánsson í leiðara Fjarðarpóstsins. Sultaról námsmanna „Nemendur Menntaskólans á Egils- stöðum hafa sent frá sér eftirfarandi áskomn til þing- manna kjördæmis- ins: Við skomm á þingmenn Austur- landskjördæmis að skoða vel afstöðu sína til fjárlagafrum- varps um niðurskurð til frájnþa.ldsskóla á landinu. Við hvetjum þingmenn okkar til að hafna þessu frumvarpi. Við setjum allt okkar traust á ykkur. Sultaról náms- manna má ekki herða meira en orðið er. Allir vita að mennt er máttur og velmenntuð þjóð má sín mikils.” - Frétt í Austurlandi. Hótel Skeljungur „I síðasta mánuði sögðum við frá því að í lok þessa mánaðar kæmist á hreint hver það yæri sem tæki við rekstri . hótelsins. Þegar við svo höfðum samband við þá hjá Skelj- ungi hf., eiganda hótelsins, kom það í ljós að niðurstaða í málinu drægist fram á miðjan mánuð. En þegar við í bakspeglinum „Ágæri Vestlendingur. Nú er komið að hinni árlegu fræðslu- og skemmtiferð vestlenskrar sjálfstæðisæsku til Reykjavíkur. Síðasta ferð tókst með eindæm- um ágætlega, hátt í 70 manns létu sjá sig og'skemmtu sér ljóm- andi vél. Gestgjafi okkar nú, eins og í fyrra, verður Davíð Oddsson borgarstjóri og tekur hann á móti okkur í fundarsal borgarstjómar að Borgartúni 6. Borgarstjóri mun að vanda fræða viðstadda með skemmtilegri tölu. Á meðan munu Vestlendingar (af sinni al- kunnu hófsemi) þiggja léttar veitingar. Frá Borgartúni verður haldið að Tjöminni og Ráðhúsið grandskoðað.” - Úr bréfi ungra stuttbuxna- drengja í kjördæmisráði ungra sjálfstæðismanna í Vesturlands- kjördæmi til félaga sinna, 19. mars 1990. Skyldu þeir hafa fellt „létt” tár vorið 1994? svo settum okkur aftur í samband við þessa aðila kemur í ljós að þetta mál er orðið að einhverskonar framhalds- sögu því enn er ekki kominn botn í málið. Eins og málin standa í dag hefur Sigurjón Magnússon, sem leigði reksturinn, hætt rekstrinum. Sjálfu hótelinu hefur verið lokað og Kristín Adolfsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til að reka verslunina og bensínsöluna.” - Frétt í Múla á Olafsfirði. Uppbyggilegur Hrafn „f íslenskukennslu emm við að kenna rétta notkun tungumálsins, en einnig að kynna það besta úr bók- menntum okkar og beina nemendum þannig frá andlegu mslfæði og skyndi- bitum yfir í safarík- ari texta. Þetta sama þarf að gera á sviði myndmiðlanna, þannig að nem- endur, þegar þeir vaxa úr grasi, hverfi frá áhuga sínum á teiknimynd- um, hryllingsmyndum og klámi og beini sjónum sínum að uppbyggi- legri og listrænni ræmum. Mennta- málaráðuneytið keypti t.d. á sínum tíma sýningingarrétt í skólum á myndum Hrafns Gunnlaugssonar, væntanlega í þeim tilgangi sem hér hefur verið lýst, og skólayfirvöldum því þegar í lófa lagið að gera eitt- hvað í málinu og fara að snúa sér að myndmálinu.” - Jóhannes Sigurjónsson í leiðara Víkurblaðsins. Ameríka og Mogginn „Það er auðvitað að fara til Ameríku og svo segja upp Mogganum þegar Sunnlenska fer að koma tvisvar í viku.” - Magnús Guðmundsson í Flutningamiðstöð Suðurlands, handhafi ferðavinnings í áskriftarhappdrætti Sunn- lenska fréttablaðinu, svarar spurningunni „Hvað er svo framundan hjá þér?” í blaðinu. Hagfræðingar Eitt sitt höfðu þeir hól og prís og heimila vist í Paradís. Við frímarkaðsyl þeir finn'ekki til í Helvíti þegar ún Hekla gýs. G-. Apvm , , EPA EKKI a Mom vFiwærFAbJAiÞi -f>AK EK EFINN 55 „Umferðarslys leiða til dauða, örkumla og eignatjóns sem hefur vcrulegan kostnað og tjón í för með sér fyrir samfélagið, svo að ekki sé minnst á þau áhrif sern slysin hafa á hina tilfinningalegu hlið mannlífsins. Tjóni sam- félagsins er hægt að skipta í ljóra þætti: framleiðslutap. sjúkrakostnað. eignatjón og annan kostnað þjóðfélagsins (lögregla og 11.). Almennt er slysakostnaður áætlaður um 7.5 - 8,5 milljarðar. Hag- fræðistofnun Háskóla Islands hefur gert lorkönnun um áætlaðan kostnað vcgna um- ferðarslysa. heildarkostnaður vegna umferðarslysa 1993 var um 8,1 milljarður. Þella er ekki nákvæm tala, en gefur þó hugmynd um umfang þess kostnaðar sein umferðarslys hafa í för með sér. Frekar mætti telja þetta neðri mörk kostnaðar..." - Úr skýrslunni „Um- ferðaröryggisáætlun til ársins 2001" sem dómsmálaráðuneytið sendir frá sér. 55 Pólitískt lesmál Ófullkomið Samband Evrópusambandið ætti að vera hverjum áhugamanni um stjóm- mál heillandi viðfangsefni. Saga þess og mótun ér áhugaverð burtséð frá skoðun manna á hugsanlegri aðild Islands að ESB. Gífurlegt magn bóka hefur verið skrifað um Evrópusam- bandið. Margar hverjar eru not- aðar sem kennslubækur í stjóm- málafræði og em meira í ætt við skýrslur þar sem dregnar em upp stofnanalegar staðreyndir, frekar en að verið sé að fjalla á gagn- rýninn hátt um viðfangsefnið. Michael J. Baun er aðstoðar- prófessor í stjómmálafræði við Háskóla Georgíu-fylkis í Banda- rfkjunum. í bókinni „An Imper- fect Union” skoðar hann pólitík evrópskrar sameiningar. Hann heldur því fram að endalok Kalda stríðsins og sameining Austur- og Vestur-Þýskalands hafi skapað nýjan vemleika í al- þjóðastjómmálum sem haft haft mikil áhrif á eðli og þróun ESB. Hann skoðar sérstaklega þátt Frakklands-Þýskalands öxulsins í tilurð Maastricht-sáttmálans eftir 1989. Baun metur milliríkjaráðstefn- umar um mynt- og stjómmála- samband sem haldnar vora 1990 og lýsir samningaferlinu og út- komu þess. Jafnframt rannsakar hann hina erfiðu staðfestingu Maastricht-sáttmálans 1992-93. Hann endar sína umfjöllun með greiningu á framtíðarhorfum ESB á eftir-Maastricht tímabil- inu. Fyrir þá sem vilja fá innsýn inn í þróun ESB á síðustu ámm er An Imperfect Union góð bók. Hins vegar skal þeim sem em e.t.v. að kynna sér Evrópusam- bandið í fyrsta sinn frekar bent á að lesa t.d. skýrslur fjögurra stofnana Háskóla íslands um Is- land og Evrópusambandið sem út kom í fyrra. FJOLMIÐLAR Afþreying og lágkíii’a á Réttlæting filveru RÚV-Sjónvarps byggist að miklu leyti á framleiðslu stofnunarinnar á inlendri dagskrárgerð. Ef ekki væri vegna RÚV væri ekki um innlenda dagskskrárgerð í sjónvarpi að ræða svo neinu næmi. Enginn mælir gegn mikilvægi inn- lendrar dagskrárgerðar í menningarlífi okkar litlu þjóðar. En spumingin er hvort RÚV stendur undir þessu hlutverki sínu. Innlend dagskrárgerð ríkissjónvarpsins þennan veturinn felst í dægurmálaþættinum Dagsljósi, gamanþættinum Öminn er sest- ur og Fjölskylduþætti Hemma Gunn annað hvert laugardags- kvöld. Svo vægt sé til orða tekið hefur risið á íslenskri dagskrár- gerð oft verið hærra. Neðanbeltishúmor höfunda þáttarins Öm- inn er sestur er þvílík lágkúra að skemmtiatriði dmkkinna þorra- blótsgesta á hvaða þorrablóti sem er taka því fram. Frumleiki og hugmyndaflug er ekkert á bak við efnisval þáttarins og ekkert réttlætir að afnotagjöldunum sé bruðlað í framleiðslu á þvfitku efni. Þar ræður lágkúra meðalmennskunnar ríkjum og betur er heima setið en af stað farið með framleiðslu á þvflíku „skemmtiefni”. Hemmi Gunn á ágæta spretti og ef vandað væri betur til við- tala í þáttum hans þá væri um hina bestu skemmtun að ræða. Hemmi tekur púlsinn á því sem er að gerast í lista- og menning- arlífi landans og tekst oft vel upp. Stærsti kosturinn við þætti hans er að þeir höfða til breiðs hóps áhorfenda og geta flestir fundið í þeim eitthvað við sitt hæfi. Hemmi á því hrós skilið fyrir að halda enn úti ágætum þáttum eftir öll þessi ár fyrir framan myndavélarnar. Þótt Dagsljósi hafi hrakað eftir að hinn geðþekki Sigurður Valgeirsson settist í stól dagskrárstjóra stendur það enn fyrir sínu. Á köflum er efnisval þáttanna óspennandi en rís þó hátt á köflum, sérstaklega með óborganlegum innskotum Ómars Ragnarssonar. Svanhildur Konráðsdóttir er skeleggur og hæfur stjómandi og hefur nef fyrir skemmtilegu efni. Má þar nefna efni eins og A beininu og Gaui litli. I það heila tekið stendur RÚV ekki undir hlutverki sínu um framleiðslu vandaðs innlends efnis. Stofnunin er á villigötum með því að mæna eingöngu á gaman- og dægurefni. Það vantar meiri metnað í dagskrárgerðina sem úr mætti bæta með fram- leiðslu á leiknu og sagnfræðilegu efni. Þeirri stöðnun sem ein- kennt hefur stofnunina undanfarin ár verður að linna ef takast á að þagga niður í þeim röddum sem leggja vilja stofnunina niður.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.