Vikublaðið


Vikublaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 4
VIKUBLAÐIÐ 29. NÓVEMBER 1996 Pabbavæn fæðingadeild Spjallað við Sólveigu Þórðardóliur bæjarfulltrua AB í Reykjanesbæ Það er ekki heiglum hent að ná sambandi við Sólveigu Þórðar- dóttur ljósmóður og hjúkrun- arfræðing, deildarstjóra á fæð- ingar- og kvensjúkdómsdeild Sjúkrahúss Suðurnesja og bæj- arafulltrúa Alþýðubandalags- ins og óháðra þar í bæ. Klukk- an ellefu að kvöldi var hún loks komin heim eftir langan vinnu- dag. Tilefni símtals til hennar er nýsamþykkt feðraorlof (fæðingarorlof) bæjarstarfs- manna, sem hún átti hvað mestan þátt í að koma á, en í hógværð sinni lagði hún mikla áherslu á samvinnu og sam- starf allra sem að málinu komu og sérstaklega samstarfsmanni sínum og kollega Jónínu San- ders formanni bæjarráðs. Þeg- ar við spurðum hana hvort hún ynni mikið sagðist hún vera í svona 120% starfl. Bæj- arpólitíkin tekur sinn tíma, sérstaklega þegar menn eru í meirihluta. Það er hún reyndar ekki nú, en samt eru alltaf næg verkefni. með góðum vilja og jákvæðu hugarfari samstarfs- manna sinna tekst að komast yfir hlutina. Okkur lék forvitni á að vita svolítið um barnsfæð- ingar í bænum. „Það er ekkert metár hjá okkur núna, en við höldum okkar hlut. Það fylg- ist að góðærið og bameignimar. Svo verður fjölgun þegar stórir árgangar fara að eignast böm. Fyrir 4-5 ámm var líka nokkuð um það að eldri kon- ur væm að eiga böm. Mér sýnist þetta ár ætla að verða svipað og síð- asta ár.” Hvernig hefur ykkur í Alþýðu- bandalaginu gengið í bæjarpólitík- inni? Við lögðum upp með stefnu okkar flokks og Grænu bókina. Annars höfum við þurft að brjóta „prinsip” vegna þess gífurlega atvinnuleysis sem verið hefur hér í Suðumesjum undanfarin ár og lagt mikla peninga í atvinnumálin, og þar á meðal þurft að veita bæjarábyrgðir. Við búum við allt önnur skilyrði nú en áður. Við leggjum eins og alltaf aðal- áherslu á mannúðar- og fjölskyldu- mál og svo það sem upp kemur hveiju sinni, því tökum við á. Það hefur staðið mikil barátta um D- álmu sjúkrahússins. Við leggjum áherslu á að bæta aðtöðuna og búa betur að sjúkrahúsinu. Fyrrverandi formaður okkar Ólafur Ragnar og Guðmundur Bjamason þáverandi heilbrigðisráðherra vora búnir að ganga frá ágætum samningum sem við héldum að stæðu fullkomlega, en Ingibjörg hefur breytt þessu og þó að gerðir hafi verið nýir samningar þá eram við í einskonar skrúfstykki í sambandi við reksturinn. Þó við sýn- um einna lægstan rekstrarkostnað er það ekki nóg, því vinnuálagið hér er einna mest. Mér finnst nú að í þess- um málum sem öðram eigi menn að gefa rétt. En samstarfið á vinstrivængnum? Það hefur gengið vel. Við látum allt dægurþras lönd og leið eins og hægt er og lítum frekar á okkur eins og einhverskonar þjóðstjóm, enda höf- um við mörg og mikilvæg verkefni að fást við, sem reynslusveitarfélag. Ertu ekki ánægð að hafa fengið þetta feðraorlof í gegn? Jú, mér þykir vænt um að hafa feng- ið það samþykkt. Af ellefu bæjarfull- trúum era fimm konur og þar af tveir hjúkranarfræðingar. Þannig að við gátum vel byggt á okkar reynslu. Þegar þetta var lágt fram skrifuðu karlamir bara undir, enda er þetta þverpólitískt mál og það náðist um þett mjög góð samstaða. Við vorum að skoða jafnréttisáætlun bæjarins, sem er nokkuð góð og mér fannst gott tækifæri til að bæta við jafnrétti feðra til að annast bömin sín fyrstu vikumar. I þessu felst að starfsmenn bæjarins fá full laun í hálfan mánuð burt séð frá fæðingarorlofi móður. Þetta er í anda framvarps Ögmundar Jónassonar og Steingríms J. Sigfús- sonar og mér finnst þetta mikil sigur fyrir málstað nýbakaðra foreldra. í starfi mínu kynnist ég þessu mæta vel og konur hafa sagt við mig að þær vildu gjama að menn þeirra lærðu jafn mikið um þessi mál og þær. Það er mjög mikilvægt að feður kynnist bömum sínum strax við fæð- ingu. Gangi það eftir þrjá fyrstu dag- ana, sinna þeir þeim betur það sem eftir er ævinnar. Kannanir sýna að drengir sem ekki njóta umhyggju föður síns strax frá upphafi eiga það til að verða ofbeldishneigðir og lenda frekar í erfiðleikum. Við höf- um þetta orðið þannig hjá okkur að það er opið fyrir feður hér á fæð- ingadeildinni frá kl. 10 - 10 þannig að þeir eiga að geta séð í augun á bömum sínum og tekið þátt í öllu l sem viðkemur ungbömum, ekki bara að baða þau. óþ Vinnutimi anno 1905 Við fáum eftirfarandi frásögn lán- aða úr TR-fréttum, riti Trésmiða- félags Reykjavíkur, þar sem farið er 90 ár aftur í tímann og umræða rifjuð upp um styttingu vinnutím- ans. „Hinn 20. febrúar 1905 var á fé- lagsfundi lesið bréf frá Iðnaðar- mannafélaginu þess efnis, hvort Trésmiðafélagið vildi ekki beita sér fyrir stytlingu vinnutíma úr 1 1 klst. i 10 klst. á dag. Um mál þetta urðu miklar umræður á nokkrum fundum. Voru ntenn sammála um nauðsyn þess aö stytta vinnutím- ann en þó því aðeins að dagkaupið héldizt óbreytt. en það var þá 4 kr. fyrir 11 tíma vinnu. A fundi 2. marz lýsti Magnús Blöndahl trésmiðameistari því yfir, að hann hefði ákveðið að láta smiði sfna framvegis vinna 10 tíma á dag fyrir óbreytt daglaun. A næsta fundi gaf Bjarni Jónsson húsgagnasmíðasmeistari samskon- ar yfirlýsingu. Brátt fóru aðrir að dæmi þessara manna. Náðist þessi kjarabót því fram með tiltölulega auðveldum hætti og átakalaust.” Hvar eru Magnúsar og Bjarnar nú- tírnans? Einhvers staðar á fundi að tala unt framleiðni? Eitthvað fyrir Björn? I sjálfu sér er Kalda stríðinu lokið í hugum allra nema manna á borð við Björn Bjamason. Hann er sérlegur áhugamaður um fortíðardrauga og um stofhun „heima- vamarliðs” sem kunnugt er. Hann er líka mikill áhuga- maður um Bandaríkin og hefur ósjaldan skroppið á Bil- derberg-fundi víða um heim. Maður verður einhvern veginn að gera ráð fyrir því að umfjöllunarefnin haft breyst í tímans rás hjá Bilder- berg. Að nú sé talað um aðra hluti og í öðram tón en þegar Bjami Benediktsson, Geir Hallgrímsson, Hörður Sigurgestsson og Davíð Oddsson voru virkastir í þeim klúbbi. En eitt hefur ekki breyst og það er sú staðreynd að mik- ið er framleitt af stríðstólum. Og þau eru hægt að kaupa. Við rákumst t.d. á fróðlegar auglýsingar í bandarísku tímariti, þar sem er verið að kynna nýjustu útgáfuna af Sikorsky herþyrlunni (sem Boeing er með- framleiðandi að). Þetta er greinilega mikill kostagripur, með öflugum skotvopnum og nýjustu njósnatækjum, vél sem getur á augabragði sveigt 180 gráður, ef ekki , 360 og getur „fundið” skotmark á innan við 10 sekúnd- um. Vélin er kölluð Comanche, væntanlega í höfuðið á indíánaþjóðflokki. Af einhverjum ástæðum, sem okkur er ókunnugt um. í annarri auglýsingu er Northrop Gramman að auglýsa orrastuþotu af gerðinni F/A-18E/F Homet, sem sam- kvæmt kynningunni er sérlega árangursrík drápsvél og fær um að bera hvers kyns vopn utan á sér. Northrop- fyrirtæki þetta er annars undirverktaki McDonnell Douglas flugvéla- og vopnaframleiðendanna frægu. Hvað segir þú um þetta, Bjöm? Hvers vegna að ein- skorða sig við björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna þegar þvilfk kostaboð era í gangi? Það er ástæðulaust að láta það hefta sig þótt múrinn sé fallinn og engar sovéskar fiugvélar eða kafbátar á ferð í námunda við ísland. Hvar er gamli, góði Bilderberg-fílíngurinn? TamonW* btush wats wfl be ii»«rt and unptt.tteL íhe U.S. Arrrry needs a balouidhcí, twn-cr-a-tíim <*rth a skir of spaut a$jc ccrrpcslles, ar- uféy d steatn tec~ oquipmcnt thal can memorwtt nn nrti'e batttefiew m * maKw And, cA cou-se the req.nsAe Uvpvmr. The machtrw ts Comanrhe thc u.S. Arrry* 2tst-c Stkoreky and Boeing aí»Mncet«tUði u , t>J B IW’B ot eli is pattft §ynited Teelinologies Olís' Carrtar Prall & Whilney Böðvar Bjarki Pétursson forstöðumaður Kvikmyndasafns ís- lands og formaður félags kvik- myndagerðarmanna Hvaða bækur og rithöfundar hafa haft mest áhrif á pólitískar skoðanir þínar? Án efa Bréf til Lára eftir Þórberg Þórðarson. Ég las hana á viðkvæm- um aldri, 13 ára gamall. Bókin þótti skyldulesning hjá minni fjölskyldu og var haldið að bömum. Ahrif hennar vörðu svo meðvitað og ómeðvitað fram að falli Berlínar- múrsins. Nefndu eina kvikmvnd, bók ieik- rit, (jóð, lag eða tónverk sem þú vilt að allir lesi, sjái, heyri. Mig langar að nefna kvikmynd. Kvikmyndin Fómin sem Anclrei Tarkovsky gerði í Sviþjóð 198þ kemur fyrst upp f hugánn. Eg sá myndina í Tónabíói'sálugá óg 'hfm hafði slík áltríf á mig, að ég lagðist í rúmið og lá í tvo daga. Bæði var að skilaboð myndarinnar vora áhrifarfk og eins var kvikmynda- gerðin göldrótt. Það liðu mörg ár áður en ég þorði að horfa á mynd- ina aftur, en ég gerði það hins vegar fyrir nokkrum mánuðum. Þrátt fyrir að ég legðist ekki í rúmið, þá fann ég að ekkert hafði dregið úr kraftin- um. Þetta er mynd sem allir verða aðsjá. Hver hafði mest áhrif á.þjg í æsku? • Ég ólst upp hjá móður minui og ömmu og þær höfu auðvitað báðar tnikil áhrif á mig. Það var þó ekki fyrr en við lát.ömmu minmn fyrir nokkram áram að ég áttaði mig á hversu mikill áhrifavaldur hún var. f gegnum hana fékk ég beint sam- band við gamla íslenska sveitasam- félagið og þá heimspeki setn þar var við lýði. Af öðram áhrifavöld- um í æsku þá mælti telja ntarga sterka og sérstæða karaktera í stór- um frændgarði. Hvaða stjórnmálamanni lífs eða liðnum hefur þú mest álit á? Hér hef ég ekkert svar. Af núlifandi stjómmálamönnum treysti ég mér ekki til að setja neinn á stall. Hitt er annað mál að ég hef ágætis álit á stjómmáhunönnum og trúi því að þeir ræki vel störf sín. Þeir era svona sitt á hvað í uppáhaldi hjá mér og gengur sú skoðun þvert á alla flokka. Af erlendum stjómmálamönnum þá hef ég alltaf haldið upp á Katrínu miklu í Rússlandi. þótt ferill hennar ýrði endasleppur. Ef þú gætir farið á hvaða tíma sögunnar sem er og dvaiið þar í 24 tíma. Hvert færirðu og hvers vegna? Ætli ég tnyndi ekki vilja eyða ein- um sólarhring á meðalstóra ís- lensku sveitaheimili, kannski vestur í Dölum, um miðja 18. öldina. Mig hefur alltaf langað að fá tilfmningu fyrir þessu kyrrstæða þjóðfélagi. Það mætti vera vetur og ég tæki þátt í gegningum. Um kvöldið kæmi síðan kvæðamaður í heim- sókn og héldi uppi fjörinu á vök- unni. Hjá hverjum leitarðu ráðlegginga í mikilvægum málum? Ég er nú að vafstra í mörgu og því misjafnt hvert ég leita. í praktískum persónulegum málum þá leita ég alltaf til Skúla frænda míns. Hann hefur báða fætur á jörðinni og kann þá list að rökræða til niðurstöðu. Ef þú mættir setja ein lög hver yrðu þau? Ég ntyndi setja ný kvikmyndalög, sem myndu kveða á unt uin skipu- lagsbreytingar og stóraukin framlög til Kvikmyndasjóðs og Kvikmynda- safns íslands.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.