Frjáls þjóð - 06.09.1952, Side 4
Merkar nýjungar á iðnsýningunni
Framh. af 1. síðu.
hæð, er til vinstri handar ein
deild, sem sýningarnefnd kall-
ar Skúladeild. Þetta er allmik-
il sýningardeild, eða 4 herbergi,
og er helguð Skúla Magnússyni
og Innréttingunum.
Þar er til sýnis m. a. líkan
af Innréttingunum, gert af Axel
Helgasyni, húsgögn Skúla, vef-
stóll og margt fleira, er gefur
svipmyndir úr þjóðlífinu fyrir
200 árum. Einnig eru þarna
línurit og táknmyndir úr þró-
unarsögu iðnaðarins frá dögum
Skúla.
Þó mætti ef til vill segja að
deildin, með sínum fátæklegu
minjagripum, sýndi greinileg-
ast ræktarleysi þjóðarinnar og
skilningsleysi á að varðveita
sýnileg tákn um sína beztu
menn.
Merkar nýjungar.
Það er augljóst, að iðnsýning-
in hefur haft örvandi áhrif á
iðnrekendur til stórra afreka.
Hafa mörg fyrirtæki þannig
lokið við framleiðslu á nýjum
vörutegundum, sem aldrei hafa
verið framleiddar hér áður, en
hafa verið lengi í undirbúningi,
sumar mörg ár.
Án þess að móðga nokk-
urn má óefað fullyrða, að
merkasta nýjungin og jafn-
framt stærsta afrek, sem ís-
lenzkur iðnaður hefur til
þessa af höndum leyst, sé
fyrsta íslenzka dieselvélin,
sem þarna er. Er alls staðar
litið svo á, að þar sem afl
vélar eru framleiddar, þar|
hafi iðnaðurinn numið land.
Dieselvél þessi er framleidd
af vélsmiðjunni Héðni í Rvík,
en framkvæmdastjóri hennar
er, sem kunnugt er, Sveinn Guð-
mundsson, en hann er jafnframt
formaður iðnsýningarnefndar.
Framleiðslan á vél þessari er
jafn fullkomlega innlend, eins
og framleiðslan hjá dieselvéla-
verksmiðjum erlendis, er full-
komlega erlend. En það eru
fleiri en vélsm. Héðinn, sem
ekki hafa látið sinn hlut eftir
liggja og ekki gefa mikið eftir.
Raftækjaverksmiðjan í
Hafnarfirði, frkvstj. Axel
Kristjánsson, sýnir þarna
nýja heimilisvél. Er það
þurrkvél, sem þurrkar
þvottinn fyrir húsmæðurn-
ar, svo að þær þurfa ekki
lengur á snúrum og klemm-
um að halda, né að bíða
eftir því að þvotturinn
þorni.
Þessar tvær verksmiðjur, er
að framan voru nefndar, sýna
þarna einnig íslenzku þvotta-
vélina, sem þær hafa framleitt
í saméiningu, og nú er komin
á markaðinn.
S. H. Steindórsson frá Ak-
ureyri sýnir þarna fyrsta ís-
Ienzka rafmótorinn, og er
það einnig hin þýðingar-
mesta og merkasta nýjung.
Er því sýnilegt að lands-
byggðin hefur engan hug á að
láta sinn hlut fyrir Reykjavík.
Ofnasmiðjan h.f., Reykja-
vík, sýnir fyrstu íslenzku
rafmagnsuppþvottavélina,
og geta húsmæður, af þessu
séð að þær fara ekki var-
hluta af umhyggju íslenzkra
iðnrekenda.
Þá er þarna einnig íslenzk
byssa, handsmíðuð af Jóni Þor-
steinssyni frá Ólafsfirði. Einn- :
ig má nefna íslenzku harmoník-
una Tónalín, sem áður hefur
verið getið í fréttum.
Enn fleira er þarna af nýj-
ungum, sem ekki verður getið
hér, enda verður eitthvað að
koma sýningargestum á óvart.
Skipulag sýningarinnar.
Sýningarsvæðið sjálft er
bæði úti og inni. Utan við að-
aldyrnar hefur verið komið fyr-
ir einskonar básum, þar sem
vélsmiðjur og annar þungaiðn-
aður sýnir vélar, líkön og fleira,
en sami iðnaður hefur einnig
1. hæð hússins til umráða. Á
annarri hæð er, eins og áður er
fram tekið, Skúladeild, en auk
þess er á þessari hæð matvæla-
iðnaður alls konar, niðursuða,
sælgæti, gosdrykkir og snyrti-
vörur, gúmiðnaður, bíla- og
reiðhjólaviðgerðir og málning-
arframleiðsla. Þá er þar og
Sölumiðstöð Hraðfrystihús-
anna, þar sem getur að líta
framleiðsluvörur frystihús-
anna, en einnig má þar sjá þró-
unarsögu hraðfrystingarinnar
frá byrjun og hvernig mark-
aðsgreiparnar spanna veröld-
ina.
Veiðarfæragerðirnar eru
þarna rétt hjá.
Á þriðju hæð eru raftækja-
verksmiðjurnar og rafmagns-
iðnaðurinn, blikksmiðjur, bygg-
ingarefnaiðnaður, plastvörur,
skipasmíðastöðvar og Atvinnu-
deild Háskólans. Þarna hefur
Rafha innréttað sitt eldhús, með
eigin eldavél og ísskáp, en í
þvottahúsinu hefur hún þvotta-
vélina og þurrkvélina, sem áð-
ur er minnzt á.
Um þriðjungur þessarar hæð-
ar er helgaður iðnaði Sambands
íslenzkra samvinnufélaga. Þar
sýna verksm. Gefjun, Iðunn,
Hekla og útflutningsiðnaður-
inn. En í eldhúsinu geta hús-
mæðurnar kynnt sér það,
hvernig framreiða á ljúffenga
ostarétti.
Á fjórðu hæð sýnir vefnaðar-
vöruiðnaðurinn og leðuriðnað-
urinn, en þar eru einnig prent-
smiðjur og listiðnaður. Þá er á
þessari hæð veitingasalur sýn-
ingarinnar og veitingasvalir,
bar og bakarí. Framleiðir bak-
aríið að sjáfsögðu til sýnis og
sölu fyrir þá, sem vilja.
Á 5. hæð eru húsgögn, Hand-
íðaskólinn og heimilisiðnaðar-
félagið með glæsilega sýningu.
Eitt er það þarna, sem fáir
munu veita þá athygli er skyldi,
en það er hið mikla skipu-
lagsafrek, er þeir hafa leyst af
hendi, Skarphéðinn Jóhannsson
arkitekt og Helgi Bergs, frkv.-
stjórar sýningarinnar.
Þakkir þeim, sem ber.
Áður en lokið er við þessa
frásögn af „Iðnsýningunni
1952“ ber að gera tilraun til að
þakka þeim, sem að þessu
merka afreki hafa unnið.
í sýningarnefndinni eiga
þessir menn sæti: Sveinn Guð-
mundsson, formaður, Axel
Kristjánsson, varaformaður,
Guðbjörn Guðmundsson, ritari,
Helgi Hallgrímsson, gjaldkeri,
Harry Fredrikssen, Sveinn Val-
fells, Ólafur Þórðarson og
FRJÁLS ÞJÓÐ
■ Laugardaginn 6. september 1952
Framboð og kosningar
Yestur-ísafjarðarsýslu.
21. þ.m. fer fram aukakosn-
ing í Vestur-ísafjarðarsýslu.
Fjögur þingmannsefni eru í
boði, og þótt ekkert þeirra fari
í umboði aðstandenda þessa
blaðs, þykir við eiga að fara
um það fáum orðum, á hverju
Vestur-ísfirðingar eiga völ.
Tveir þessara frambjóðenda
eru innanhéraðsmenn, Sturla
hreppstjóri á Suðureyri og
Eiríkur kaupfélagsstjóri á Þing-
eyri. Sturla hefði tæpast þjóð-
kunnur maður talizt, ef hann
hefði eigi verið svo heppinn að
eiga fimmtugsafmæli og fá hlý-
lega afmæliskveðju í Alþýðu-
blaðinu í sama mund og fram-
boð hans var ráðið. Hann einn
frambjóðenda er aðstandendum
þessa blaðs ókunnugur. En
sagður er hann þekkilegur
maður jafnt í fásinni og á
mannfundum og mjög vinsæll
í næsta umhverfi sínu. Verður
því að óreyndu trúað, að hann
mundi geta orðið góður fulltrúi
héraðs síns á Alþingi, en varla
mundi hann í byrjun fá sterka
aðstöðu í flokki sínum eða vera
líklegur til að hafa áhrif á
stefnu hans í landsmálum.
Eiríkur á Þingeyri er kunn-
ari maður utan héraðs en
Sturla. Hann er skemmtilegasti
nýr frambjóðandi, sem Fram-
sóknarflokkurinn hefur teflt
fram árum saman. Hann er
áræðinn jafnt til framkvæmda
sem þess að mynda sér skoð-
anir, alla vega fyrirferða-
mikill, en ef til vill ekki alltaf
fyrirleitinn. Líklegri er hann til
þess að vilja segja flokksstjórn
sinni fyrir verkum en hlusta
vandlega eftir fyrirskipunum
hennar, ef honum þykja þær
ekki góðar. Fram til þessa hef-
ur hann reynzt einbeittur
flokksmaður, én betur mun
honum treystandi sem fulltrúa
héraðs síns og til fylgis við
þann málstað, er hann hefur
gert að sínum en til auðmjúkrar
flokksþjónustu.
Líklegt má telja, að baráttan
um þingsætið verði milli þess-
ara tveggja innanhéraðsmanna.
Eftir kynningu af Eiríki og af-
spurn af Sturlu mundi kjör-
dæmið fullsæmt af hverjum
þeirra, er væri.
Tveir frambjóðendurnir eru
utanhéraðsmenn, en upprunnir
úr sýslunni. Þorvaldur Garðar
hefur orðið þjóðkunnur af
þessu framboði. — Af því
að fyrrverandi þingmaður
Vestur-ísfirðinga hafði hlaðið
undir hann til nokkurs fjár og
frama og einhverju sinni feng-
ið hann sem meðreiðarmann
sinn um kjördæmið hugðist
hann nú skríða upp eftir bak-
inu á honum inn á Alþingi og
gerast erfingi að þingsætinu.
Svo áleitinn var hann í áfergi
sínu, að hinn fráfarandi þing-
maður komst ekki hjá að hrista
af sér óværðina, rétt áður en
hann gerðist forseti landsins.
Eigi hefur Þorvaldur látið sér
segjast að heldur, enda munu
þeir til, er veita honum harð-
fengilegan stuðning til þess að
komast í hið auða sæti. Það
mun verða á margvíslegan
hátt fyrir Vestur-ísfirðingum
gyllt, að þeim megi verða það
hagkvæmt, hverjum einum og
öllum til samans, að gefa fram-
bjóðanda svo stórs, auðugs og
valdamikils flokks, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn er, atkvæði
sitt. En það mega Vestur-ís-
firðingar vita, að aldrei verður
Þorv. Garðar fulltrúi þeirra
á Alþingi, þótt hann yrði kos-
inn, heldur fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í Vestur-ísafjarðar-
sýslu, og er það af þeim sök-
um, að fast er fyrir hann róið.
En þegar er nóg til af þvílíku
fólki á Alþingi, og fylgir því
heim í héruðin sú óværð, er
aldrei mun linna, fyrr en
kjósendur hrista hana af sér.
Væri Vestur-ísfirðingum það
hollast að fara nú að dæmi
öldungs síns.
Gunnar M. Magnúss er einnig
þjóðkunnur maður, einkum fyr-
ir sitt mikla rit um hernáms-
sögu landsins. Hvað sem ann-
ars er um framboð hans að
segja, þarf enginn að ganga
þess dulinn, að hann berst vit-
andi vits til falls. Er líklegast
að honum hafi gengið það eitt
til framboðsins, að hann hafi
viljað gera Vestur-ísfirðingum
ljóst það, sem honum má vera
vel kunnugt, hvílíkur háski er
að hinu nýja hernámi og kalla
á menn til baráttu gegn því.
Það er af misskilningi sprottið
að hann býður sig fram fyrir
Sósíalistaflokkinn, því að hann
á ekki samstöðu með flokknum.
En um þetta misheppnaða
framboð tjóar nú ekki að sak-
ast við hann, enda mun eng-
inn gjalda þess meira en hann
sjálfur.
Gunnar Friðriksson. Fram-
kvæmdarstjóri sýningarinnar
er Helgi Bergs, verkfræðingur,
arkitekt er Skarphéðinn Jó-
hannsson og skrifstofustjóri
Ólafur Hjartar.
Blaðið færir þeim öllum sín-
ar beztu þakkir, svo og öllum
þeim hundruðum manna og
kvenna, sem þarna hafa lagt
hönd á plóginn.
#■
Islenzkt heimsmet
á Ólympíuárinu
í danska íhaldsblaðinu Börsen birtist 8. ágúst s.l. grein
eftir Jens P. Jensen, fréttaritara blaðsins, er sendur var til
Islands og Grænlands í sumar. Hann kynnti sér ástandið á
íslandi, átti m.a. tal við Ameríkumenn á Keflavíkurvelli og
hefur eftir herpresti þar:
„Er bað ekki ömurlegt, segir amerískur herprestur, að
heyra New York-búa lýsa því, með eftirfarandi orð-
um, hvernig honum hefur komið ísland fyrir sjónir:
„Reykjavík er stærsta hóruhús í heimi. Betur að eg gæti
brugðið um það bandi og dregið það heim til Nevv York,
þá yrði nóg fyrir okkur alla að gera allan sólarhringinn.“
Þetta var niðurstaða hans eftir 11 mánaða dvöl hans í landi
þjóðar, sem framar öllum öðrum þjóðum í veröldinni er
fulltrúi sögu, listar og menningar.“ (Á dönsku: „Er det ikke
deprimerende, siger en amerikansk Feltpræst at höre cn
ung New Yorker beskrive sit Indtryk af Island í fölgende
Vending:“ — „Reykjavik er Verdens störste Bordel. Gid jeg
kunde slaa et Reb om det og tage det med hjem til New
York, saa vilde der være nok at göre for os alle Dögnet
rundt.“ Det var hans Resultat af 11 Maaneders Ophold i et
Land, hvis Befolkning frem for nogen anden i Verden,
repræsenterer Historie, Kunst og Kultur.“)
Óhagstæður við-
skiptajöfnuður.
Svona er það í Svíþjóð.
Á Skáni hefur bæjarstjóra
einum verið vikið frá embætti
um stundarsakir, og höfðað mál
á hendur honum fyrir misfellur
í embættisrekstri í sambandi
við meðferð hans á almannafé.
í ákæruskjalinu er þess kraf-
izt, að hann verði sviptur em-
bætti, og dæmdur til þyngstu
refsingar.
Ákæruatriðin eru fjögur. —
Fyrsta atriðið er það að nefnd-
ur bæjarstjóri, hafi ferðazt með
járnbrautarlest á kostnað em-
bættisins. Að vísu hafði hann
heimild til þess, en það sann-
aðist í málinu, að hann hafði
ferðazt á III. farrými, en tekið
greiðslu fyrir eins og hann ferð
aðist á II. farrými. Mismuninum
kr. 50,00. hafði hann stungið í
eigin vasa.
I Svíþjóð er þetta talið til
Samkvæmt Hag'tíðindum hef-
ur verzlunarjöfnuðurinn við
útlönd verið óhagstæður um
252 millj. króna fyrstu 7 mán-
uði þessa árs, frá 1. janúar til
júlíloka. Fluttar hafa verið inn
vörur fyrir 540,6 millj. króna,
en út fyrir 288,8 millj. króna.
Þetta er mjög alvarlegt fyrir-
bæri, þar sem verzlunarjöfn-
uðurinn var mjög óhagstæður
s.l. ár og horfur eru á, að enn
haldi áfram á sömu braut, ef
ekki er að gert.
Morgunblaðið og aðrir þeir,
er einkum bera ábyrgð á þessu
ástandi, hafa verið að reyna að
hugga almenning við það, að
þetta stafi mest af þeim stór-
framkvæmdum, sem nú er ver-
ið að gera. En þetta er aðeins
að litlu leyti rétt. Vélar og
efnisvörur til virkjananna og
áburðarverksmiðjunnar eru eigi
nema a. n. 1. komnar á inn-
flutningsskýrslur, jafnvel eigi
nema nokkur hluti þess, sem
þegar er komið til landsins, og
stafar það af því, að enginn
innflutt vara er tekin á inn-
flutningsskýrslu, fyrr en
greiddur hefur verið af henni
tollur. Ef skýrsla Hagstofunnar
um innfluttar vörur á árinu er
borin saman við innflutnings-
skýrslur sömu mánaða s.l. ár
kemur í Ijós að minna hefur
verið greitt fyrir aðalfjárfest-
ingavörurnar, vélar, áhöld og
flutningatæki, en í fyrra.
Af yfirliti Hagstofunnar yfir
reikninga bankanna mætti svo
virðast að greiðslujöfnuðurinn
við útlönd hafi ekki verið jafn
óhagstæður og verzlunarjöfn-
uðurinn, og hafi því verið ein-
hver hagnaður á hinum duldu
greiðslum. Hagur bankanna
gagnvart útlöndum hefur ekki
hallazt nema um 74 millj. kr.
frá árslokum 1951 til júlíloka
1952. Auk þess er svo það, sem
flutt hefur verið inn af er-
lendu lánsfé, sem ekki er
fullkunnugt hve mikið er, og
gjafafé, 33 millj. króna, sem
ekki er kallað afturkræft, en
er þó bindandi a. m. k. sið-
ferðilega. Þá má gera ráð fyrir
að eitthvað hafi verið flutt inn
af eignum einstaklinga og fé-
laga erlendis og einstaklingar
og félög hafi stofnað til skulda
erlendis, en ólíklega nemur
þetta mjög mörgum tugum
milljóna króna. Líklegt má
telja, að hallinn á viðskiptun-
um við útlönd, opinberum og
duldum nemi 150—200 millj.
króna, eftir því hvort við telj-
um milljónirnar, sem þeir
Björn Ólafsson og Benjamín
sóttu til Ameríku, með í þeim
reikningi.
Annars hafa „duldu greiðsl-
urnar“ ekki verið gerðar vand-
lega upp hin síðari ár, og væri
þó ástæða til að gera það engu
síður en hina opinberu verzlun.
Svo mikið vitum við þó, að þær
eru okkur alls ekki nærri því
eins hagstæðar og verzlunar-
jöfnuðurinn er óhagstæður, og
fer hagur þjóðar okkar því ört
versnandi með hverju ári.
Það er nokkur bót í máli,
að vörubirgðir í landinu hafa
vaxið verulega hin síðari ár.
Þó er þess að gæta, að birgðir
hafa farið minnkandi af sum-
um vörutegundum og einkum
þeim allra nauðsynlegustu, eins
og matvörum, og mikið af þeim
vörum, sem nú eru mestar
birgðir af munu ekki taldar
bráðnauðsynlegar þegar að
kreppir fyrir alvöru.
afbrota.
TJWVW%#^WWWWWUWWWWWWWV^J,V'UVWWVWWWWWU-UVWW^/WWWWU*u%JW
CjerLzt áóLrijendur aL
FHJÁLSHI ÞJÚÐ
IJtbreiðið blaðið og styðjið á allan hátt.
Afgreiðsia Skólavörðustíg 17. — Sími 2923.
WWWVrtrfWWWV^/VWV^WVW't^WWVW1