Frjáls þjóð - 03.11.1952, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 03.11.1952, Blaðsíða 1
FRJALS ÞJOÐ 1. árg. Mánudaginn 3. nóvember 1952 9. tbl. Stjórnarflokkarnir hafa ákveðið að hafa samvinnu við næstu kosningar Lokun herstöðvanna: Aiit sr. Þorsteins Björnssonar Hr ritstjóri. Sem svar við spurningu heiðraðs blaðs yðar til presta bæjarins um, hvort þeir telji rétt að fá lokað herbúðunum é Keflavíkurflugvelli, vil ég segja þetta: Eins og mér virðist reynslan vera tel ég rétt að fara fram á það. Á hinn bóginn get ég ekki varizt þeirri hugsun, að harla bágborinn sé siðferðisstyrkur- inn hjá þjóð vorri, ef menning hennar og mál er í voða af því að nokkur hundruð útlendra hermanna spígspora hér um götur og sitja á kaffihúsum. Enga tröllatrú hef ég á bönn- um og lagafyrirmælum til verndar siðgæði. En eflaust get- ur þessháttar verið til nokkurs stuðnings fyrir unga og ó- reynda. Og þegar um æskuna er að ræða verður náttúrlega að reyna allt, sem að einhverju gagni getur komið til varnar því, að hún lendi í sorpinu. Ég tel sjálfsagt að vinna að þvi, að það almenningsálit skapist og verði sterkt, að það sé van- sæmd að hafa meiri mök við herliðið en atvinna manna og önnur brýn nauðsyn krefur. Þeir hafa dæmt Alþýðuflokkinn leik“ í íslenzkum stjórnmálum ur Allt til þessa hafa menn búizt við því, að í orði kveðnu yrði látið skerast í odda með stjórnarflokkun- um nú á þessu þingi. Hefur þess einkum verið vænzt af Framsóknarflokknum, að hann mundi leika sama leik og fyrir síðustu kosningar: rjúfa stjórnarsamstarfið og látast taka upp harðvítuga baráttu gegn „allri fjár- plógsstarfsemi“, íhaldsöflum“ og „braskstéttum‘‘, svo að notað sé orðalag Tímans, þegar hann bregður sér í „betri buxurnar“. En þetta verður ekki svo. Stjórnarflokkarnir eru búnir að ákveða það að halda fullum friði sín á milli og ætla ekki að berjast innbyrðis við næstu kosningar. Kjósendanna vegna þora þeir þó ekki að hafa op- inbert bandalag við kosningar. Á yfirborðinu verður þar um sýndarýfingar að ræða, en engin barátta háð í alvöru. í vissum kjördæmum verður boðið „veikt“ fram, til þess að skaða ekki samstarfsflokkinn, og allur kosningaundirbúningur miðað- ur við það, að flokkarnir fái sameiginlega sem flest þing sæti. Ráð Eysteins og Bjarna. Þessi ráðagerð er runnin Öll umgengni vor við það ætti að einkennast af kurteisi og tómlæti. Þorst. Björnsson. Helgi Pétursson furinn restur undan rif jum Eysteins Jónsson- ar og Bjarna Benediktssonar. Þeir eiga vel skap saman og una sér hið bezta í ráðherra- stólunum hlið við hlið. Þeir komust sameiginlega að þeirri niðurstöðu, að heimskulegt, væri að eyða kröftunum í inn byrðis baráttu. Vænlegra væri að snúa bökum saman og hreiðra um sig sem bezt. Þeir telja kjósendafylgi flokkanna það öruggt, að ekki þurfi að óttast um þingmeirihluta þeirra í náinni framtíð. Misjafnan byr fær þessi ráða- gerð hjá öðrum forustumönn- um þessara flokka, þingmönn- um þeirra og fleiri, svo sem að líkum lætur. En því er treyst, að húsbóndavaldið á flokks- heimilunum sé það traust, að engir af áhrifamönnum flokk- anna þori að gera uppreisn Hins vegar gæti hent eitthvert það „slys“, sem hindraði á síðustu stundu góða sambúð flokkanna t.d. í sambandi við mál Helga Benediktssonar. Helgi Pétursson, fram- kvæmdastjóri útflutnings- deildar S.Í.S. er nýfarinn til Ameríku. Mun því verða nokkur bið á því, að lesend- um FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR veitist sú ánægja að lesa grein frá Helga um kjötsölu- málin. För Helga vestur um haf mun væntanlega vera í sam- bandi við markaðsleit fyrir tæp 200 tonn af dilkakjöti af fyrra árs framleiðslu, sem þar liggja óseld enn, að sjálfs hans sögn. Mun hann nú ekki ætla að láta lengur sitja við orðin tóm um að nota þetta árs gamla kjöt „til að kanna sem flesta möguleika og finna sem traustastan grundvöll til að byggja söluna á í fram- tíðinni.“ Má vænta þess, að Helgi hafi fréttir að færa, þegar hann kemur að vestan og verði þá viðræðugóður um kjötsölumálin. Þess má svo að lokum geta til gamans, að nokkur fyrir- staða varð á því, að Helgi fengi ferðaleyfi til Banda- ríkjanna. Hann hefur einu sinni gist ríki Stalins, og þótti það ærin ástæða til að fjalla um umsókn hans um vegabréfsáritun til Banda- ríkjanna af þeirri sérstöku varúð, sem við er höfð, þegar öryggi Bandaríkjanna er talið í hættu. Stjórnarvöld í Washington gáfu þó þann úrskurð, að þjóðskipulagi Bandaríkjanna mundi ekki hætta búin, þó að Helgi kæmi vestur þangað, en þá hafði för hans drcgizt um nokkra daga frá því, sem fyrirhugað var. WWWWWWWVWWWVWWVWWVWVWWWWWUWWWVWWVWWWWW^rtíW! Gunnar Thoroddsen tekinn í sátt. Ekkivar unnt að taka endan lega ákvörðun um samstöðu og samvinnu þessara tveggja flokka í framtíðinni meðan allt var á huldu um örlög Gunnars Thoroddsen og fylgismanna hans. Var því undinn að því bráður bugur fyrir skömmu að finna lausn á því máli. Hefur Gunnar nú verið tekinn í fulla sátt af flokksforustunni. Er á ný farið að boða hann og fylg- ismenn hans á fundi í fulltrúa- ráði flokksins og Gunnar sjálf- ur valinn sem einn af fram- sögumönnum á fundi í Varðar- félaginu fyrir nokkrum dögum. Talið er, að einn liður sættarinnar sé sá, að Ólafur Thors láti af formennsku Sjálfstæðisflokksins áður en langt líður og Bjarni Bene- diktsson og Gunnar Thor- oddsen taki báðir við for- mennsku flokksins. Er for- dæmi fyrir slíku tveggja for- manna kerfi hjá Sósíalista flokknum. Ekki veit FRJÁLS ÞJÓÐ fullar sönnur á þessari frétt, en reynslan mun leiða í ljós, hvað hæft kann að vera henni. ilutur Alþýðuflokksins. Allan síðastliðinn vetur og allt fram á vor athugaði sam- eiginleg nefnd Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins möguleika á náinni samvinnu þessara flokka í næstu kosn ingum. Að lokum tók Hermann Jónasson af skarið í þessum efnum. Kvað hann fjárhag A1 þýðublaðsins og Alþýðuflokks- ins með þeim hætti, að öll samvinna þessara tveggja flokka væri útilokuð, áhrifa miklir Sjálfstæðismenn hefðu líf Alþýðublaðsins í hendi sér og gætu stöðvað það, hvenær sem þeir vildu. Væri því úti- lokað fyrir Framsóknarflokk- inn að eiga nokkuð undir sam- starfi við Alþýðuflokkinn. Var þessum viðræðum þá hætt við svo búið. Eru ekki lengur nokkrir minnstu mögu- leikar á samstarfi þessara tveggja flokka. Það, sem gerzt hefur í sambandi við Alþýðuflokk- inn er í stuttu máli þetta: Báðir stjórnarflokkarnir hafa „afskrifað“ hann eins og slitna flík, sem ekki verð- ur notazt við lengur. Þeir telja eymd hans og niður- lægingu svo mikla, að hann geti aldrei orðið athvarf þeirra fylgismanna Fram- sóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, sem una illa hinu nána samstarfi þessara flokka, og þess vegna stafi þeim engin hætta af honum. Þeir treysta því einnig, að kjósendur þessara flokka hverfi ekki í stór- hópum til Sósíalistaflokks- ins vegna andúðar á Moskvudýrkun flokksins. Þjóðartekjur og ríkis- álögur 1935—1950 í nýkomnum Hagtíðindum (okt. 1952) er áætlun um ■ heildartekjur þjóðarinnar 1935—1950, gerð eftir framtöluni i til skatts. Þetta er sú eina opinbera áætlun um þjóðartekjur; okkar, sem kunn er, því að sú þjóðartekjuáætlun, sem fjár- málaráðherra sagði frá í fjárlagaræðu sinni, að hann hefðij látið gera, hefur ekki komið fram, og er jafnvel haldið, að J liún sé týnd. Samkvæmt Hagtíðindum og ríkisreikningum J hafa þjóðartekjurnar og ríkistekjurnar verið sem hér segir: i Þjóðartekjur Ríkistekjur Hluti ríkisins a Ár millj. kr. þús. kr. þjóöartekjum 1935 106 15.826 14.93% 1936 108 16.143 14.94 - 1937 118 18.296 15.50 - 1938 120 19.533 16.28 - 1939 129 19.931 15.45 - 1940 213 27.311 12.82 - 1941 349 50.382 14.44 - 1942 544 86.736 15.94 - 1943 710 110.785 15.60 - 1944 794 127.395 16.04 - 1945 862 165.845 19.24 - 1946 1025 198.650 19.38 - 1947 1216 242.827 19.97 - 1948 1199 264.698 22.08 - 1949 1184 294.931 24.91 - 1950 1320 306.236 23.20 - Árið 1951 voru tekjur ríkisins 413.542 þús króna, en áætl- un um þjóðartekjurnar er ekki til. Líklega hafa þær verið eitthvað meiri en 1950 að krónutölu, en þó má telja víst, að ríkið hafi tekið til sinna þarfa meira af þjóðartekjunum það ár en nokkru sinni áður. Berast búfjársjúkdóm- ar með herliðinu? Klíkurnar telja sig öruggar. Þetta er í stuttu máli við- horfið í íslenzkum stjórnmálum í dag. Klíkurnar, sem hafa breiðrað um sig í valdastöðum þjóðfélagsins, telja sig ekki eig-' neinn hættulegan andstæð- ing á stjórnmálasviðinu. Þess ^’egna sé óhætt að skipta bráð- inni bróðurlega á milli sín 1 stað þess að berjast um hana. Hin víðtæka óánægja kjósend- r.nna er þeim að miklu leyt: Framhald á 4. síðu. Sá hluti Bandaríkjahers, sem staðsettur hefur verið hér á landi frá því í maí 1951, hefur ekki talið sér henta, eða e.t.v. ekki talið sér samboðið að leggja sér til munns okkar ágætu búvöru, MJÓLK og DILKAKJÖT. En þar sem hann heils- unnar vegna, gat ekki án þessara vörutegunda verið, hafa þær verið fluttar hing- að til lands x ríkum mæli, m. a. frystar. Vegna slæmra geymsluskilyrða á Keflavík- urflugvelli, hafa þessar frystu vörur stundum þiðnað upp og skemmzt svo, að þær voru taldar óætar. Hefur þeim þá á stundum verið fleygt í sjóinn. FRJÁLS ÞJÓÐ hefur snúið sér til sérfræðings í búfjársjúkdómum og fengið það álit staðfest, að þarna geti verið um stórkostlega gróðrarstíu fyrir búfjársjúk- dóma að ræða, og að mjög mikil hætta geti verið á því, að slíkir sjúkdómar berist til landsins með þessum bú- vöruinnflutningi herliðsins. Það þarf ekki að lýsa því fyrir almenningi, hver voði væri á ferðum fyrir þjóðina í heild, ef þessi þarflausi bú- vöruinnflutningur hersins skyldi verða til bess að crlendir búfjársjúkdómar bærust til landsins. Til þess eru dæmin of nærtæk. En vesaldómur ríkis- stjórnarinnar gagnvart þessu framferði herliðsins, er þeim mun átakanlegri, sem þau dæmi eru ljósari. Síðastliðin ár hefur barátta við erlenda sauðf jársjúkdóma kostað þjóðina hundruð milljóna króna, ef framleiðslutapið er meðtalið. En þegar Banda- ríkjaher gerir sér það að leik að þarflausu að flytja þennan voða að bæjardyrum íslenzku þjóðarinnar, horfir ríkisstjórnin á þann ljóta leik mánuðum saman án þess að hafast að. Hefðu þó margir í lengstu lög viljað trúa því, að ríkis- stjórnin hefði það lágmark manndóms til að bera, að hún snerist til varnar bú- smala landsmanna, ef hættur steðjuðu að honum, bó að hún léti sér hættu bá, sem mannfólkinu stafar af dvöl hersins hér í léttu rúmi liggja. Tímabær hugvekja í nýútkomnu Læknablaði birtist grein eftir Vilmund Jónsson landlækni, sem höf. nefnir Mýll og miski og fjallar um trúnaðargát lækna. — Með því að FRJÁLS ÞJÓÐ taldi hér um tímabæra hugvekju að ræða, mæltist blaðið til þess að mega birta greinina. Varð höf- undurinn og ritstjórn blaðsins góðfúslega við þeirri beiðni og birtist greinin neðanmáls á 2. og 3. síðu blaðsins. Landlæknir ritar grein sína í tilefni af því, að fyrir nokkru birti eitt dagblaðanna hér í bæ Framh. á 4. síðu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.