Frjáls þjóð - 03.11.1952, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 03.11.1952, Blaðsíða 3
Mánudaginn 3. nóvember 1952 FBJÁLS þjóð 3 Ærnór Sigurjónsson: Atvinnu- og efnahagsmál III: Iðiiaðuri nii og framtíð hans Fyrir 40 árum. Þegar ég fyrir nokkrum dög- um gekk um sýninguna miklu á Skólavörðuholtinu, rifjaðist upp gamall sársauki, er nú varð mér fagnaðarefni. Þegar ég var við nám í hinum gamla Gagn- fræðaskóla Akureyrar fyrir 40 árum, veturinn 1912—13, lét íslenzkukennarinn, sr. Jónas Jónasson frá Hrafnagili, okkur nemendurna í bekknum skrifa „heimastíl“ um það, hvort iðn- aður mundi geta átt framtíö hér á landi. Þegar hann skilaði stílnum, lét hann þess getið með ljúfmannlegu, en ofurlítið tvíræðu brosi, að svo virtist sem ég væri allra nemendanna trú- aðastur á framtíð iðnaðar hér á landi. Bekkjarsystkinum mín- um þótti þetta hlægilegt. Ég var á þeim árum haldinn þeirra allra íhaldssamastur og mestur sveitamaður, og mér skildi'st, að mér væri reiknað þetta til for- dildar, ég hefði verið að leitast við að hafa eitthvað það sér- stakt að segja, sem enginn tryði á. Þetta sat eftir sem sár brodd- ur og gleymdist því ekki. Reyndar skildist mér það vel þarna á sýningunni, að ekki gat ég miklazt af barnslegri fram- sýni minni fyrir 40 árum. Allt hafði gerzt með miklu meiri hraða en mig hafði dreymt um og auk þess mjög á annan veg. Þannig minntist ég þess, að ekkert hafði ég séð fyrir af því, sem nú ber framast alls uppi iðnað okkar. En hvað höfðu menn fyrir augum af því, sem iðnaður heitir, fyrir 40 ár- um? Þá var varla nokkuð til, er því nafni nefndist, nema handiðnir, er rugluðu hug- myndir flestra um það, hvað iðnaður er í raun og veru. — Stærsta iðnaðarfyrirtækið mun hafa verið Gefjun á Akureyri, en það fyrirtæki héldu flestir að þyrfti að fara a. m. k. einu sinni enn á hausinn til þess að það gæti staðizt. Fæstir trúðu, að það gæti staðið undir ofur- litlum skuldum, sem á hvíldu. Svo fátt var að sjá af iðnaði hér á landi, að það var ekki á barnafæri að skilja frá- sagnir af erlendum iðnaði. göngu fyrir hinar sérstöku að- stæður fámennis og almennra kynna hér á landi. Miður rétt- lætanleg er frásögn af þessu sama sjúkdómstilfelli í svo- nefndu Fréttabréfi um heil- brigðismál (ágúst, 1951), sem að vísu er ritað af læknum, en beinlínis ætlað almenningt. Þangað átti þessi sjúkrasaga tæplega annað erindi en að vera æsifregn, og er hér þá dæmi þess, að illur andi blaða- mennsku getur, þegar svo ber undir, einnig hlaupið í lækna, en þar á sá andi sízt af öllu heima. Með þessu var skil- litlum blaðamönnum gerður óþarflega óvandur eftirleikur, enda hefur einn slíkur þegar séð sér leik á borði, farið á stúfana og birt í einu dagblað- anna (Alþýðublaðinu, 164. tbl., 1952) umrædda sjúkrasögu upp úr Læknablaðinu tilreidda eftir sínum smekk undir við- eigandi, feitletraðri, en að öðru leyti litið lystilegri fyrirsögn. Vera má, að þetta sé ekki í fyrsta sinn, sem þessi sjúkra- saga er birt í dag- eða viku- blaði, þó að ég hafi ekki veitt því athygli fyrr, en sé því ekki til að dreifa og láti að líkum, En þrátt fyrir þetta hefur sú kynslóð, sem mér hefur orð- ið samferða, unnið merkilegt brautryðjandastarf fyrir is- lenzkan iðnað. Ýmsir af vösk- ustu fulltrúum hennar hafa í barnaskap séð hið sama og ég í mínum: Landið okkar ræður yfir mikilli gnægð „hvítra kola“, sem er ódýrasta orku- lind þessarar aldar eins og „svörtu kolin“ voru það á hinni næstliðnu. Hér er einnig tölu- vert hráefna, þó að okkar land sé ef til vill ekki eins auðugt af þeim og orkunni. Hér er einnig til hið þriðja, sem þarf til þess að koma upp iðnaði, framtakssamt og duglegt fólk. Margir þessara vösku fulltrúa kynslóðarinnar hafa snúið sinni orku að því að láta einmitt þessa drauma rætast. Þess vegna tókst að hafa mikla sýn- ingu á iðnaðarframleiðslu á Skólavörðuholtinu í haust. Svo skulum við ögn skyggn- ast eftir því, hvað nú getur ver- ið framundan. Orkulindir. Það er okkur miklu ljósara nú en fyrir 40 árum, hvílíkri auðlegð hagnýtrar orku til iðn- aðarframleiðslu landið okkar ræðir yfir. — Þá var alþýðu manna lítið kunnugt um þá orku, nema af fíkni erlendra manna að kaupa hér eða leigja vatnsréttindi í helztu fallvötn- unum. Nú höfum við auk smá- virkjana virkjað Sogið að nokkru og Laxá að ofurlitlu leyti; og það höfum við látið okkur nægja fram á þennan dag til ljósa og eld- unar handa meira en helmingi þjóðarinnar og handa þeim iðn- aði, sem þegar hefur risið á legg. Enn má margfalda virkj- anir við Sog og Laxá, (og a. n. 1. er það í undirbúningi), og önnur fallvötn miklu orkumeiri eru óvirkjuð með öllu. Við er- um byrjuð að nota hverahita til herbergjahitunar og gróður- húsaframleiðslu, en það er að- eins lítil byrjun á virkjun þeirr- ar feikiorku, sem er í hverun- um okkar. Auk þess er mikil orka í þeim miklu breytingum fara því fleiri birtingar á eftir. Geta má nærri hlutaðeigend- um, sjúklingnum sjálfum og aðstandendum hans, hversu þeim muni falla þessi óhrjálegi fréttaflutningur með þar til heyrandi óhjákvæmilegri hnýsni málvina, nágranna og hver veit hverra. Því að víst fer því fjarri, að allur lands- lýður hafi gengið á hönd þeirri nýmenningu handan um höf, þó að mjög vaði nú uppi í þjóðlífi voru, sem met- ur orðspor (publicity) til jafns við orðstír og æðst gæða, enda hefur fætt af sér þá orðspors- græðgi og vakið það framtak til að fullnægja henni, að of margir vor á meðal ganga nú orðið fyrir þessar sakir með þann sálarmýl, sem stíflar því nær alla farvegi blygðunar og velsæmis. Niðurstaða þessarar hugleið- ingar er sú, að svo hagi til hér á landi, að íslenzkir læknar þurfi að gæta ólíkt meiri var- úðar en starfsbræður þeirra erlendis, ef sjúklingar hér eiga að fá að njóta í verki þess trún- aðar um einkamál sín, sem þeir eiga heimtingu á sam- kvæmt landslögum. í mínum lofts og lagar, sem eru yfir landi okkar og umhverfis það. Því má fulltreysta, að lindir ódýrrar og hagkvæmrar orku til iðnaðar verða seint þurr- ausnar hér á íslandi! Hráefni til iðnaðar. Okkur íslendingum hefur oft orðið starsýnt á það, hvað okk- ur vantar af því, sem aðrar þjóðir hafa af efnisvöru til iðn- aðar. Þetta er nokkuð að von- um. Víst hefði okkur verið auð- veldast að koma upp iðnaði, ef við hefðum haft í höndum alla sömu efnisvöru og nágrannar okkar og getað þess vegna hermt allan okkar iðnað eftir þeim. Víst hefði verið þægilegt að eiga mikla barrskóga eins og Norðmenn, Svíar og Finnar, og geta hermt eftir þeim timbur- og pappírsiðaðinn án nokkurar hugkvæmni. Eða járnnámur til stáliðnaðar o. fl. því líkt. Kapp- ið um markaði fyrir því líka iðnaðarvöru hefði eflaust stælt vinnuþrek okkar, ef við hefðum ekki farið alltof halloka. En ekki er allt misst, þótt við höf- um ekki allt, sem aðrir hafa. Ef við ráðum yfir nægilega miklu af hagnýtum frumleika, getur okkur orðið enn meira úr því, að við búum í sérstæðu landi. Það gefur okkur sxilyrði til þess að framleiða mikið af því, sem heimurinn hefur lítið af og vill því gjarna kaupa miklu verði. Við höfum þegar ofurlitla reynslu af þessu í fisk- iðnaði okkar, og má þar þo miklu lengra komast. Önnur verkefni munu og brátt finnast, sem ekki eru miklu ólíklegri. Hugleiknast af öllu, sem eg sá á iðnsýningunni, varð mér það, sem gert hafði verið úr vikri, gjalli og hrauni. Vikur- steinarnir, gjallsteypan og gos- ullin eru að vísu aðeins iðnaður í byrjun, en það má mikið vera, ef þarna er ekki leið iii að framleiða vöru, sem síðar getur farið langt út fyrir íslenzka landsteina. Mér sýndist þess ekki þurfa að verða langt að bíða, að hér mætti framleiða úr hrauni gólfborð, sem væru allt í senn hlý, mjúk og end- verkahring mun ég eftirleiðis leitast við að hafa þetta sem ríkast í huga, minnugur þess, að illu heilli er fyrirskipað að senda Heilbrigðisskýrslur öll- um opinberum bókasöfnum. Geng ég að því vísu, að þess verði nú ekki langt að bíða, að einhver blaðpurkan taki að snudda þar eftir drafi. En jafnframt tel ég ástæðu til að vekja á þessu athygli lækna yfirleitt — einkum skrifandi lækna — og ritstjórnar Lækna- blaðsins sérstaklega. Beini ég því til hennar að taka til at- bugunar, hvort ekki væri á- stæða til, þegar í blaðinu eru birtar sjúkrasögur, sem hætta er á, að þótt geti fýsilegur mat- ur kámugra blaða, en óviðeig- andi er að bera á hvers manns borð, að láta þá fylgja þeim skýrt og skilmerkilegt bann við að prenta þær upp eða end- ursegja í dagblöðum eða öðr- um ritum ætluðum almenn- ingi. Reykjavík, 28. júlí 1952. Vilm. Jónsson. ÍLœknablaðið 1952, 1. tbl. Birt með leyfí höfundar og ritstjómar.} ingargóð, þilborð og þakplötur einangrunarplötur, er stæðust samanburð við bezta kork, jafnvel sperrur og bita og aðra „burðarviði“. Trúað gæti ég því, að þetta allt komi í byggingar- vöruverzlanir hér og erlendis áður en gólfborð, þilborð og burðarviðir úr Alaskaösp, Sitka greni og risaþöll vaxinni úr ís- lenzkri mold. Ég á jafnvel auð- velt með að trúa því, að þess þurfi ekki að verða langt að bíða, að hraunin okkar leggi okkur í hendur byggingavörur, eigi aðeins til heimaþarfa, heldur og til útflutnings til jafns við það sem skógarnir leggja nágrannaþj óðum okkar í hendur. Þetta er þó aðeins nefnt sem dæmi, og má vel vera, að önnur iðnaðarfram- leiðsla, sem • er sérstæð fyrir okkur, verði enn fljótari að vinna sér markað erlendis. — Okkur er alltaf dulin sýn inn í framtíðina um hið einstaka. En hið almenna eigum við að geta séð, þetta, að einmitt hið sérstæða við okkar land gefur okkur fjölmarga úrkosti, ef við aðeins erum menn til að sjá þá. Þá er annað. Landið er vel sett til þess að taka við er- lendum hráefnum og skila þeini sem fullunninni' vöru til ann- arra landa. Þetta er ekki aðeins vegna auðlegðar landsins af ó- dýrri orku, heldur og vegna þess, að það er á greiðri þjóð- leið, ræður yfir ágætum ódýr- um höfnum. Svo að eitt dæmi sé nefnt: Við höfum betri skilyrði ti‘1 þess en sjálft Stóra Bretland að sækja hveitikorn í tankskip vestur á Hudsonflóa, mala það hér á landi og selja það til Evórpu sem hveiti. Fleira því- líkt blasir við. Niðurl næst. -----*---- Mistök Ragnar Halldórsson hefur gert ,,mistök“, sem eru mjög eftirtektarverð. Sunnudaginn 19. fyrra m. ritaði hann í Tímann stutta spottgrein, (Þess ber að geta, sem gert er) um „hinar nýju reglur“ hernáms- liðsins. Þar hermdi hann eftir málfærslu dómsmálaráðh. og stjórnarblaðanna á hinn spéleg- asta hátt, og lét sem helzti langt væri gengið í því að skerða frelsi hermannanna. En svo undarlega bregður við, að blöðin Þjóðviljinn og Tíminn og flestir Reykvíkingar hafa skilið greinina þannig, að hún eigi að túlka skilning höf- undarins sjálfs. Menn eru svo vanir fáránlegri málfærslu um þessi efni í stjórnarblöðunum, að þeim fannst spémyndin ekkert fáránlegri en sú mál- færsla sjálf. Þessa hefur R. H. ef til vill ekki gætt. Þó er hitt öllu líklegra, að hann hafi ein- mitt ætlað sér að koma af stað þessari umræðu, sem um hana hefur orðið. Sú umræða er a, m. k. enn skemmtilegri en greinin sjálf. Allra skemmti- legast er þó innlegg Tímans á fimmtudaginn. í svartleturs- leiðara á 5. síðu er blaðið að burðast við að þvo af vesalings Rannveigu þær skoðanir, sem Ragnar gefur spémyndina af, en á forsíðunni segir blaðið frá framsöguræðu hennar á Al- þingi um þingsályktunartillögu þeirra Gísla Guðmundssonar og lætur þar mest bera á ótta hennar við, að „varnaraðgerð- irnar“ geti orðið óvinsælar meðal Islendinga. Kekkjan: Inga Þórðardóttir og Gunnar Eyjólfsson. PjcileikkúÁiÍ i Mtekkjan EFTIR JM DE UARTOG MLeikstjéri: Indriöi IVaaye Hjúskaparsaga í sex atriðum. stendur í leikskránni, og held- ur leiðinleg, bætir maður ó- sjálfrátt við í leikslokin. Un. rædd hjúskaparsaga hefs, brúðkaupskvöldið, eins og vera ber, og eru síðan teknar „stikk- prufur“ af samlífi hjónanní. fram úr og vel það. Aðalum- ræðuefni Michaels rithöfundai og Agnesar konu hans erc ástin og rithöfundarframinn sem hvortveggja er upp og of- an, eins og gengur. Er þetta skiljanlegt og eðlilegt framai. af æfi, en heldur uppáhellings- kennt og ósannfærandi undii æfilokin, að ekki sé talað um það, að þau halda áfram að pexa út yfir gröf og dauða um, hvort þeirra elski hitt meira. Hins vegar er ekki fyrir það að synja, að eitthvað hefur það leikrit til brunns að bera, sem sýnt hefur verið í London (að vísu er höf. tengdasonur Priestley’s) í Svíaríki og í New York. Og víst er höfundurinn tungulipur og dettur margt sniðuglegt í hug, enda þýðing Tómasar Guðmundssonar með þeim ferskleik og glæsibrag, að unun er að. Þá er höfundurinn hugkvæmur í samningi og skip- an atriða innan þeirra þröngu skorða, sem hann setur sér, og nýtur hann þar góðs af reynslu sinni við samning kvikmynda- handrita, sumpart með aðstoð tengdaföðurins. Höf. hefur sem sagt góða kunnáttu til að bera, tæknilega séð. Hins vegar virðist sjálft lífið og lögmál þess hafa gleymst hjá höfund- inum, að verulegu leyti, við samning leikritsins fyrir á- huga hans á ástinni. Persónur leiksins eru leiknar af Ingu Þórðardóttur og Gunn- ari Eyjólfssyni, og verður leik- urinn í meðferð þeirra undir prýðilegri stjórn Indriða Waage góð afþreying eina kvöldstund. Bæði leika þau af miklum dugnaði, enda þarf mikið til, að tveir leikarar beri uppi heil- an sjónleik einir leikenda. Inga þórðardóttir náði víða ágætum tökum á hlutverki sínu sem Agnes. Leikurinn rökfast- ur og svipbrigði hrein og skýr og hraðinn góður hjá þeim báð- um. Röddin vildi aðeins bila í fyrri atriðunum, þegar á hana reyndi í sterkum geðshræring- um. Leikarinn þarf alltaf að gæta sin að slaka vel á, hvert augnablik sem færi gefst á svið- inu og vera undir hverja raun búinn. Á „aet“-svæðinu er Inga sterkust og burðarmagn raddarinnar mest, enda hefur hún beitt því æ meira í seinni tíð. Þetta langa hlutverk reyndi á alhliða þroska leikkonunnar og sýndi Inga líka, að hún er miklum vanda vaxin, þótt ekki sé gerð krafa til að hún tæmi alla þá möguleika, sem hið vandasama hlutverk hefur upp á að bjóða. í leik Gunnars Eyjólfssonar sem Michael rithöfundur var mikið af lífi og orku. Gunnar er skapmikill leikari og býr yf- ir mikilli grundvallar tækni, þótt hann beiti henni einstöku sinnum til lýta. Rithöfundur- inn er barnalegur, kenjóttur, ráðríkur og sjálfselskur, en þess á milli ástríðufullur og blíður. Það reyndi því tölu- vert á Gunnar sem leikara og dró hann hvergi af. Sérstak- lega hefur hann góðar og hraðar skiptingar látbrigða, en hins vegar mætti segja, að hann sé helzt til hávaðasamur á stund- um. Eitt er þó helzt aðfinnslu- vert, að svipbrigðaleiku# hans stendur stórum að baki annari tækni. Þess vegna hættir leik hans til að minna á mannvirki, sem er fokhelt og traust, en ekki hefur verið lögð síðasta hönd á. Gunnar þarf að taka sig betur saman í andlitinu — bókstaflega talað. Með gamla manninum í síðasta þætti dró Gunnar upp skemmtilega og frumlega mynd, aðeins hefði ég kosið að hafa drættina nokkru dýpri. í heild bar leikurinn með sér kunnáttumikla og röggsama leikstjórn. Það voru þéttings- föst tök á leiknum hjá Indriða og varð þannig hvert smáatriði leikur í einni samfeldri keðju, og er það því óþarfa hæverska af honum að sýna sig ekki í leikslok. Hann á lófatakið skilið. Leiktjöld Lothars Grundt gáfu sviðinu svalan og hress- andi blæ. í leikhúsinu á sunnu- dagskvöldið var hvert sæti skipað, og voru þau Inga, Gunnar og Indriði sízt verr að vinsældum komin en höfund- urinn. Sv. B. Velunnarar blaðsins! ■[ Aflið því áskrifenda og'[ stuðlið á annan hátt að[í útbreiðslu þess. [|

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.