Frjáls þjóð - 03.11.1952, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 03.11.1952, Blaðsíða 2
2 FRJÁLSþjóð Mánudaginn 3. nóvember 1952 FRJÁLS ÞJÓÐ Kemur út á hverjum mánudegi. Útgefendur og ritstjórar: Bergur Sigurbjörnsson, Valdimar Jóhannsson. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 17. Rvík. Sími 2923. — Pósthólf 561. Áskriftargjald kr. 5,00 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 2,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Aiíit fasteigna Sú regla var í gildi um nokk- urt skeið, að fasteignamat fór fram hér á landi á 10 ára fresti. Síðasta fasteignamat fór fram 1940, og var það að öllu miðað við peningagildi fyrir síðustu styrjöld. Ef reglan hefði hald- izt, átti nýtt fasteignamat fram að fara 1950. Full ástæða sýnd- ist vera til þess að flýta því mati heldur en hitt, því að verðgildi peninga hér á landi lækkaði sem kunnugt er stór- kostiega með hverju ári, en verðgildi fasteigna hækkaði að sama skapL En hér hefur annar háttur verið á hafður. Þegar Nýbygg- ingarstjórnin hafði fest sig í sessi, lét hún Alþingi sam- þykkja það, að nýtt fasteigna- mat skyldi ekki fram fara fyrr en 25 ár voru liðin frá síðasta mati, eða með öðrum orðum ekki fyrr en 1965. Engar skyn- samlegar ástæður voru færðar fyrir þessari ráðabreytni, en því helzt borið við, að betta væri gert af sparnaðarástæðum, og þótti skemmtilegt til frásagnar. Almennt var haldið, að aðal- ástæðan til þessa væri sú, að matið var í höndum Fram- sóknarmanna, og vildu hinir nýju ráðamenn taka af þeim vald og bitling, og þó fyrst og fremst skrifstofustjóra fast- eignamatsskrifstofunnar, Hann- esi Pálssyni. Ef slíkt hefur verið rétt skilið, hafa fáir menn á íslandi verið meira og hærra metnir en Hannes, því að þetta hefur efalaust kostað þjóðiina íugi milljóna króna, auk þess sem það hefur valdið margsháttar ranglæti. Nú er svo komið, að bess má finna mörg dæmi, að fasteignir gangi kaupum og sölum fyrir tvítugfalt fasteignamat! - Þetta er þó ekki nema á nokkrum stöðum á landinu, víða er sölii- verð fasteigna nálægt tíföldu matsverði, annars staðar mun lægra og til eru þeir staðir, þar sem það þykir þakkarvert að fá fasteignamatið fyrir eign- irnar. Líklega er ekki fjarri réttu, að verðýgildi fasteigna hafi að meðaltali 10-faldazt. Fasteignir eru framtaldar til skatts samkvæmt hinu lága fasteignamati. Það liggur í augum uppi, að með því missir ríkið af tekjum. Því er reynd- ar við brugðið, að slíkt saki ekki ríkið, því að þeir, sem sjá eigi um ríkiskassann, kunni lag á að ná jafnmiklum tekjum annars staðar, og mun slíkt ekki fjarri öllum sanni. Menn segja líka, að þó að þetta valdi að vísu ranglæti í skattgreiðslu, þá muni ekki svo mikið um það, þar sem svo mikið sé af rang- lætinu hvort sem er. Um þetta skal ekki þrefað að þessu sinni, en það aðeins tekið fram, að ekki er þetta þar með viður- kennt skilyrðislaust. Hér skal aðeins á það bent, að þetta kostar þjóðfélagið í heild stórmikla fjármuni. Af þessu hefur leitt það, að allir þeir, sem einhverja þjóðfélags- lega aðstöðu hafa haft og verið sæmilega viti bornir og látið sig skipta eigin hag, hafa varið öllum þeim fjármunum, sem þeir hafa haft ráð á, í fasteignir. Þeir hafa litið á það sem óvita- æðji að trúa bönkunum eða öðrum lánsstofnunum fyrir peningum til geymslu, nema þá helzt um stuttan tíma, og þeir hafa einnig kosið það miklu heldur að leggja fé sitt í fast- eign en atvinnurekstur. Af þessu hefur leitt það tvennt, að fasteignir hafa meir og meir færzt í hendur stór- eignamanna, sem þó losna við að greiða af þeim nema smá- muni í skatt, og að fjárfesting í fasteignum hefur orðið óeðli- lega mikil, jafnframt því að atvinnuvegirnir eru í hættu að stöðvast sökum framtaksleysis og lánsfjárkreppu. Hér í lítt numdu og byggðu landi er að vísu eðlilegt og heilbrigt, að mikil fjárfesting eigi sér stað, og jafnvel, eins og aðallega hefur nrðið, í byggingum. En hvort tveggja er, að af öllu má of mikið gera, og mikið af þessari fjárfestingu er hrein og bein sóun, sem þjóðin er þegar farin að súpa seyðið af, og er þó meira eftir. Þegar byggt hefur verið fyrir fé, sem á einhvern hátt hefur verið komið undan skatti, TIL ÞESS AÐ LOSNA VIÐ AÐ GREIÐA AF ÞVÍ SKATT Á KOMANDI ÁRUM, er ekki að undra, þó að lítt væri um það hirt að byggja fyrst ogfremst ó- dýrtogáhagkvæmanhátt. Þetta hefur beinlínis leitt til bess, að mikill hluti þeirra íbúða, sem byggður hefur verið á síðustu árum, er þannig, að óbúandi er í þeim nema fyrir fólk með miklu meiri tekjur en hægt er að vænta að hér verði yfirleitt í framtíðinni. Auk þess eru svo allir sumarbústaðirnir, sem flestir eru gerðir af oflæti einu saman og eigendurnir hafa fremur raun af en ánægju Þrátt fyrir allar þessar byggingar, sem eru langt umfram eðlilega þörf, verður f jöldi fólks að sætta sig við ófullnægjandi húsnæði jafnframt því að atvinnuveg- ina er að reka í strand. Það ójafnvægi, sem er í þjóðarbúskap okkar, stafar að miklu leyti af því, að við metum einn flokk eigna okkar, fasteignirnar, til skattálagning- ar á annan hátt en allar aðrar eignir. Þetta hefur þegar kost- að okkur geysilega mikið og verður okkur því dýrara, sem tr Evrópa víöri veröld á krossgötum F.U.F. krefst lokunar her- stöðvanna Eftir itiienm* Bevan Betlarahugarfar og þjóðar- metnaður. Fortíð Evrópu er dauð. Ásýnd framtíðarinnar er geigvænleg öllum þeim, sem nota vilja gömul lyf við nýjum sjúkdóm- um. Það var ekki sósíalismi, sem reið að fullu hinum gömlu samkeppnisþjóðfélögum auð- valdsins í Evrópu. Tvær heims- styrjaldir gengu af þeim dauð- um, svo og það, að þeim tókst ekki að verða samstíga hinni nýju efnahagsþróun, sem þau hrundu sjálf af stað. Nú híma þjóðir Evrópu á krossgötum, ó- færar um að velja, hverja leið skuli halda. Efnahagsaðstoð Bandaríkjanna nægir þeim ekki til viðréttingar. Miklu fremur er hún svefnþorn, sem þeim hefur verið stungið og óhjá- kvæmilega hlýtur að leiða til andlegs dauðamóks. Betlara- hugarfar þjóðar má ekki koma í stað heilbrigðs og öflugs þj óðarmetnaðar. Þriðja leið. Á Stóra-Bretlandi vakti valdataka verkamannastjórn- arinnar vonir um, að lausn fengist á vandanum, sem hvorki væri tilraun til að endurreisa það sem sagan hafði dæmt til falls — né heldur beiting úr- ræða, sem reynzt höfðu harð- neskjuleg í löndum, þar sem alvarlegri þjóðfélagsátök höfðu leitt til öfgafullra aðgerða. Lýðræðissósíalismi er ekki meðalvegur milli kapítalisma og kommúnisma. Ef hann væri það, væri hann frá upphafi dæmdur til að mistakast. Hann getur ekki lifað á lánuðu lífs- fjöri. Lífsorka hans verður að vera grundvallarhugsjón hans sjálfs og sá kraftur, sem hún leysir úr læðingi. Hann er reist- ur á þeirri sannfæringu, að frjálsir menn geti leyst þjóð- félags- og efnahagsvandamál sín með frjálsum samtökum, ef þeim er gefið færi á að gera það. Tröllaukin átök. Enginn sósíalisti mun vera svo skyni skroppinn að van- meta erfiðleikana, sem við er að stríða. Ef hann hefði til- hneigingu til þess, nægðu árin eftir síðustu styrjöld til af kenna honum aðra lexíu. Jafn- vel hinum fáfróðustu var ljóst að tröllaukin átök þurfti til a?■ endurreisa brezkan iðnað eftii stríðið. Öllum nema grunn- hyggnum mönnum var einnig ljóst, að því aðeins var hægl að vænta þess, að verkalýður- inn tæki svo þungar byrðar á sig, ef stjórnin hyrfi frá þeirri stefnu, sem leitt hafði til hnignunar Bretlands á árunum milli heimsstyrjaldanna. Nýir menn og ný ráð. Landið þarfnaðist nýrra manna og nýrra ráða. Þvi hlotnaðist hvort tveggja. Ár- angurinn varð einhver tilþrifa- mesta endurreisn, sem sagan kann frá að herma. Þegar við lítum um öxl yfir farinn veg, er gerlegt að sjá aðalástæðu þess, hve vel tókst til. Hún var sjálfstraust okkar og sá styrk- ur, sem það veitir. Það sjálfs- traust var reist á þeirri trú, að við vissum, hvað óhjá- kvæmilegt var að gera. Þjóðin hafði veitt meirihluta Verka- mannaflokksins í neðri deild þingsins eftir kosningarnar 1945 skýlausa heimild til að gera ákveðnar ráðstafanir, sem útskýrðar höfðu verið fyrir þjóðinni í kosningabaráttunni og með látlausum áróðri um nokkra áratugi. Okkur entist vit og andlegur styrkur til að takast verkefni okkar á hend- ur. Nauðsynleg kjölfesta. Það er háttur margra höf- unda að hæðast að Verka- mannaflokknum fyrir það, að hann hangi í því, sem þeir kalla „kreddukenndar" megin- Aneurin Bevan. reglur. Af því, hvernig þessum árásum er hagað, mætti ætla, að skortur á meginreglum væri hæfilegastur heimanbún- aður stjórnmálamanna. Enginn heiðarlegur stjórnmálamaður fær risið undir erfiðleikum nú- tíma stjórnmála án þeirra hug- arrósemi, sem tryggð við á- kveðin stefnumið er ein fær um að veita. Án slíkrar kjöl- festu kastast hann til og frá fyrir hverjum vindblæ, sem á hann gustar. Engin klókindi eða pólitísk fimi geta komið í hennar stað. Það hefur alltaf verið mér ógeðfellt, er ég hef heyrt fyrirsvarsmenn Verka- mannaflokksins leitast við að réttlæta löggjöf í sósíalska stefnu með því einu, að hún væri „hagnýt“. Þegar stjórn- málastefna er mörkuð, verður að hafa að minnsta kosti tvennt í huga. Vissulega verður hún að henta ríkjandi ástandi. En hún verður einnig að vera í samræmi við þær meginreglur, sem eru uppistaðan í þeirri heimspeki, sem við aðhyllumst. Án þess að hins síðara sé gætt, verður stjórnmálastarfsemin einungis eins og hver önnur atvinna. (Aneurin Bevan: In Place of Fear, London 1952). Dagl. bætast kröfu FRJÁLSR- AR ÞJÓÐAR um LOKUN HERSTÖÐVANNA OG AL- GERA EINANGRUN HERSINS nýir liðsmenn. Þannigvar eftir- farandi samþykkt samhljóða á fundi í Félagi ungra framsókn- armanna 28. okt. sl. „Fundur haldinn í F.U.F. í Rvík-----vekur athygli á því alvarlega ástandi, sem skapazt hefur í Iandinu vegna dvalar erlends hers á íslandi. Fundurinn telur brýna nauð- syn bera til þess, AÐ æskulýð landsins verði forðað frá óþörfum samskiptum við setuliðið--- AÐ brýnt verði fyrir þjóðinni, m.a. með markvissu starfi skóla og útvarps, að beztur árangur næst í hinni NÝJU ÞJÓÐERN- ISBARÁTTU (lbr.F.Þ.) með því að beina henni inn á við, og gera íslendinga meðvitandi þess, hver ábyrgð hvílir á hverjum einstaklingi vegna tvíbýlisins í landinu. AÐ dvöl varnarliðsins verði takmörkuð við þá staði sem liðið hefur til afnota-“ FRJÁLS ÞJÓÐ telur sérstaka ástæðu til að fagna því ljósa orðalagi, sem er á tilvitnuðum ummælum, og þeim skilningi, sem þar kemur fram á nauðsyn hinnar NÝJU ÞJÖÐERNIS- BARÁTTU. — Er og sérstök ástæða til að fagna þessu, þar sem því verður ekki mótmælt, að flokksbræður þeirra, sem umrædda tillögu samþykktu, hafa markvisst unnið að því, ásamt öðrum, að gera hina NÝJU ÞJÓÐERNISBARÁTTU óhjákvæmilega og nauðsynlega. Og FRJÁLS ÞJÓÐ vonar að sá skilningur, sem bak við þessa tillögu felst, og sú krafa, sem Framhald á 4. síðu Viliiiiiiidnr Jónsson: Myll og miski Itugleiöing utn trúnaöargút isienskra íaskna í síðasta tölublaði Lækna- blaðsins (10. tbl. 36. árgangs, 1952) er birt fróðlegt erindi Friðriks læknis Einarssonar um óvenjulega fyrirferðarmik- inn mýl (trichobezoar), sem numinn var burtu með skurði úr maga 15 ára stúlku á hand- læknisdeild Landsspítalans á síðastliðnu hausti. Verður að telja vel við eigandi, að jafn- sérstætt innlent sjúkdómsfyr- irbrigði sé kynnt íslenzkum læknum, og auðvitað er Læknablaðið réttur vettvangur slíkrar kynningar. Engu að síð- ur verður birting þessarar sjúkrasögu mér nokkurt hug- leiðingarefni. Jafnvel þegar sjúkrasögur lengur dregst að leiðrétting fáist á því. Því á að færa allar fasteign- ir til réttara mats svo fljótt, sem auðið er. eru birtar í læknaritum, má læknum þeim, sem þar eiga hlut að máli, ekki gleymast sá trúnaður, sem læknar eru áv- allt bundnir gagnvart sjúkl- ingum sínum. Sérstaklega mega íslenzkir læknar vera minnugir þessarar trúnaðar- skyldu, því að hér á landi er hún ekki einungis óskráð lög lækna, heldur skilmerkilega fest í landslögum (sbr. ákvæði 10. greinar laga nr. 47/1932). Auk þess leiðir það af fámenni voru og þar af leiðandi kunn- ugleika fólks hvers af öðru, að það, sem engum mun detta í hug a,ð meta trúnaðarbrot af læknum erlendis, getur hér jafngilt því, að launungarmál manna séu æpt í hvers manns eyru. Sjaldan er um þau sjúk- dómstilfelli að ræða, að eðlileg trúnaðargát íslenzkra lækna þurfi að hamla því, að þeir birti hispurslaust ýtarlegar skýrslur um þau í innlendum læknaritum, svo sem í Lækna- blaðinu, Heilbrigðisskýrslum eða skýrslum sjúkrahúsa, ef þeir gæta þeirrar sjálfsögðu hefðar að dylja nöfn hlutað- eigandi sjúklinga með viðeig- andi skammstöfunum eða enn rækilegar, þegar skammstaf- anir kunna að þykja fullgagn- sæjar. Að vísu eru hvers konar sjúkdómstilfelli jafnaðarlega algert einkamál þeirra sjúki- inga, sem fyrir þeim verða, en hversdagsleg tilfelli sjaldnasf viðkvæm leyndarmál, og hinu sama gegnir reyndar um frá- brigðileg tilfelli, ef þau eru á engan hátt líkleg til að vekja forvitni almennings, enda eru næsta lítil líkindi til, að nokk- ur fari að gera sér þá fyrirhöfn að rekja slík tilfelli til ákveð- inna aðila, þó að takast mætti. Að sjálfsögðu ber þó læknum ætíð að hafa á sér allan vara, þegar um banvæna eða alvar- lega ólæknandi sjúkdóma er að ræða, á meðan hlutaðeig- andi sjúklingur er enn á lífi. En allra helzt eru hér aðgæziu- verð þau sjúkdómstilfelli, serr. særandi er fyrir sjúkling láta bendla sig við eða metin mundu sjúklingi almennt til niðrunar, háðungar eða jafn- vel mannskemmda, og skipt.ir ekki máli, hversu ómaklegt það mat kann að vera, en ó- maklegt er það langoftast frá sjónarmiði lækna. Þó tekur út yfir, þegar slík sjúkdómstil- felli eru auk þess sérstaklega löguð til að vera efni í æsi- fregnir óvandaðra blaðasnápa, en svo er því einmitt háttað um sjúkdómstilfelli það, sem orðið hefur tilefni þessarar hugleiðingar. Frá almennu sjónarmiði verður ekkert sett út á erindi Friðriks læknis Einarssonar. Þar er að öllu leyti læknislega farið með efni, og mundi hvar- vetna þykja tilhlýðilegt a* birta slíkt erindi í læknariti. Að venjulegum hætti er nafn hlutaðeigandi sjúklings tákn- að með upphafsstöfum einum, auk þess sem skýrt er frá aldri sjúklingsins og systkina- fjölda. Ef slík birting þessar- ar sjúkrasögu, ein út af fyrir sig, með ekki nánari vísun til sjúklingsins, teldist geta orðið hlutaðeigendum til ang- urs eða miska, væri það ein-

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.