Frjáls þjóð - 06.11.1953, Page 1
FRJALS ÞJOÐ
2. árg. Föstudaginn 6. nóvember 1953. 44. tbl.
Vísbending um bæjarstjómarkosnmgarnar:
Stórsigur þjóÓvarnarstúdenta boðar
örari stjórnmálaþróun í landinu
JFjrawnboð þjóðr>amarmanna
felldi dhaldsmeirihlutann »(/ af-
sannaði grýlu gömiu flohkanna
Urslit kosningar þeirrar til stúdentaráðs, er fram
fór í háskólanum síðastliðinn laugardag, er táknrænt
dæmi um straumhvörf þau í íslenzkum stjórnmálum, er
nú eru að gerast. Hinn mikli sigur þjóðvarnarstúdenta
í kosnmgunum er órækur vitmsburður um það, að sú
stund nálgast óðfluga, að allur hmn frjálslyndari hluti
þjóðarinnar skipi sér í ein þjóðleg, vmstri sinnuð sam-
tök, en leyfi hinum ,,æfðu stjórnmálamönnum“ að
daga uppi á stjórnmálasviðinu, mðursokkna í persónu-
lega valdastreitu og eiginhagsmunabaráttu. Orslit
kosninganna til stúdentaráðsins hafa að vonum vakið
hina mestu athygli, og þau munu beinlínis verða til þess
að hraða til muna þeirri þróun, að Þjóðvarnarflokkur
fslands verði hinn sameinandi aflvaki iðnaðarmanna,
bænda, sjómanna og menntamanna á íslandi.
Hið nýja stúdentaráð á fyrsta fundi sínum: Frá vinstri: Einar
K. Laxness, Sigurður E. Guðmundsson, Sigurður V. Friðþjófs-
son, Valdimar Kristinson, Björn Hermannsson, Sverrir Her-
mannsson (varamaður Ólafs H. Ólafssonar), Brynleifur Stein-
grímsson, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Eyjólfur K. Jónsson.
Þjóðvarnarfélag stúdenta var,
sem kunnugt er, stofnað örfáum
dögum fyrir stúdentaráðskosn-
ingarnar, og lagði það fram
lista, er sýnt var, að ekki tókst
að þessu sinni sameining um
lista gegn meirihluta Sjálfstæð-
ismanna í stúdentaráði. Úrslit
kosninganna urðu þau, að listi
Alþýðuflokksmanna fékk 62
atkvæði og einn fulltrúa (55
og einn fulltrúa í fyrra) Fram-
sóknarmenn 76 atkvæði og einn
fulltrúa (69 og einn fulltrúa í
fyrra), kommúnistar 130 at-
kvæði og tvo fulltrúa (130 at-
kvæði og tvo fulltrúa í fyrra),
Sjálfstæðismenn 301 atkvæði
og fjóra fulltrúa (301 og fimm
fulltrúa í fyrra) og þjóðvarnar-
menn 86 atkvæði og einn full-
trúa. Fimmtán seðlar voru
auðir.
Öjöfn aðstaða.
Þjóðvarnarstúdentar fengu
þannig þegar í fyrstu atrennu
mun meira fylgi en Alþýðu-
flokksmenn og Framsóknar-
menn og slaga orðið hátt upp
í kommúnista að fylgi. Er fylgi
Alþýðuflokksins 9,25%, Fram-
sóknarmanna 11,34%, þjóð-
varnarmanna 12,84%, komm-
únista 19,4%, Sjálfstæðismanna
44,93%, en auðir seðlar 2,24%.
Er sigur þjóðvarnarmanna þeim
mun meiri, er á það er litið,
hve stúdentafélögin stóðu ó-
jafnt að vígi — annars vegar
gömul flokksfélög, sem á
hverju ári hafa reynt að ná til
sín öllum nýjum stúdentum,
sem kostur hefur verið að fá,
en hins vegar alveg nystofnað
félag þjóðvarnarstúdenta. Enn
er á það að líta, að við þessar
kosningar reyndi flokksfélag
annars stjórnarfIokksins,Fram-
sóknarmanna, að gera hosur
sínar grænar við stúdenta með
því, að efsti maðurinn á lista
þess væri algerlega andvígur
hernáminu, þótt hann starfi
í félagi, sem stofnað er til
stuðnings við annan aðalher-
námsflokkinn.
Svipti
Sjálfstæðisflokkinn
meirihluta.
Fyrir kosningar var það eitt
/VWLWVVV^VVWWWAWWWVWVVV^WWVMJVVVVWVVWrtVWWV VWWMWWVWUVW
Ríkið
§kip
kaupi og reki tvö
til olíuflutninga
Þingmenn Þjóðvarnarflokks-
ins, Gils Guðmundsson og Berg-
ur Sigurbergsson, hafa flutt á
þingi frumvarp til laga um að
ríkið láti smíða tvö olíuflutn-
ingaskip, 12—16 þúsund Iestir
að stærð hvort, er ríkið eigi
og reki. Til þessara kaupa er
gert ráð fyrir heimild til lán-
töku erlendis, allt að 80 millj-
ónir króna.
í greinargerðinni er það rak-
íð, að kaup á olíuflutninga-
skipum munu verða hagkvæm
fyrir þjóðina og spara henni
mikinn gjaldeyri, en auk þess
sé þetta mikilvæg ráðstöfun,
þvi að þeir tj'mar geti komið,
að mjög sé háskalegt að vera
algerlega upp á aðrar þjóðir
lcomnir um aðflutning á olíu
til landsins.
Olíunotkun Islendinga er nú
200 þúsund lestir á ári, og eykst
stöðugt. Mikið af húsakosti er
hitað upp með olíu, og land-
búnaður og sjávarútvegur
bygffja vélanotkun sína mjög
á olíu. Fyrir olíuflutningana
til landsins hafa verið greiddar
30—40 milljónir króna til er-
lendra aðila hin síðustu ár. Og
þótt þessi flutningagjöld hafi
lækkað síðustu misseri, nema
þau enn gífurlegum fjárhæðum.
Tvö olíuflutningaskip af
þeirri gerð, sem miðað er við
í frumvarpinu, eru talin kosta
70—80 milljónir, ef látið er
smíða þau, en nýleg skip, sem
ef til vill væri liagfelldara að
kaupa, má fá á allmiklu lægi;a
verði, vegna þess að flutnings-
Igjöld eru nú lægri en áður
var, og því nokkurt framboð
á slíkum skipum. Virðist því
nú hentugt tækifæri til þess að
komast að sæmilegum kaupum
á nýlegum og heppilegum skip-
um.
Þá segir enn í greinargerð-
inni, að rekstur olíuflutninga-
skipa sé talinn svo örugg-
ur og arðvænlegur fyrir okkur,
að öflun Iánsfjár til kaupa á
slíkum skipum muni áð lík-
indum auðveldari en til margra
annarra framkvæmda, og hef-
ur kunnur útgerðarmaður, sem
vel hefur kynnt sér þetta mál,
skýrt frá því á opinberum vett-
vangi, að hann mundi geta út-
vegað lánsfé í þessu skyni.
Tvö olíuflutningaskip af
þeirri stærð, sem frumvarpið
gerir ráð fyrir, eiga að geta
annað olíuflutningum fyrir ís-
lendinga, og mundu spara ár-
lega meiri gjaldeyri en nota
þyrfti til greiðslu vaxta og af-
borgana af stofnláni. Engum
vandkvæðum ætti að vera
bundið að manna þau íslenzk-
\um áhöfnum, og fengju þar
níutíu sjómenn fasta atvinnu.
helzta áróðursefnið gegn þjóð-
varnarmönnum, að framboð
þeirra væri stuðningur við
Sjálfstæðismenn.
Reynslan og úrslitin sýna
hins vegar, svo að ekki verð-
ur um deilt, að framboð
þjóðvarnarmanna varð til
þess að svipta Sjálfstæðis-
flokkinn mcirililutaaðstöðu
sinni í stúdentaráði, og án
framboðs hans hefðu þau úr-
slit verið óhugsandi, nema
um sameiginlega lista gegn
Sjálfstæðisflokknum hefði
verið um að ræða, sem
alls ekki fékkst framgengt.
Reynslan og úrslitin sýna,
að allir gömlu flokkarnir
hafa tapað fylgi hlutfalls-
lega meðal háskólastúdenta,
en mest hó Sjálfstæðismenn
og kommúnistar. Þar eru
þjóðvarnarmenn, sem hafa
unnið þetta fylgi, og svipt
Vöku, félag Sjálfstæðis-
manna, meirihlutanum í
stúdentaráði.
Sigurhátíð snýst
í erfisdrykkju.
Sjálfstæðismenn lögðu í gif-
urlegan kostnað vegna stúd-
entaráðskosninganna, og höfðu
umfangsmikla kosningaskrif-
stofu í Tjarnarkaffi. Leigubif-
reiðir voru fengnar hjá bif-
reiðastöðvum á flokkskostnað
til þess að sækja langar leiðir
út á land stúdenta, er ekki voru
komnir til bæjarins, og í engu
sparað, þar sem fjármunir gátu
greitt veg.
Svo vissir þóttust Sjálfstæð-
ismennirnir um sigur, að þeir
höfðu fyrirfram boðað til sig-
urhátíðar í Sjálfstæðishúsinu,
og var hún byrjuð, þegar hin
óvæntu tíðindi um kosninga-
úrslitin bárust. Urðu geðbrigði
hinna sjálfumglöðu Sjálfstæð-
ismanna í Vöku ærið snögg, og
snerist sigurhátíðin í erfis-
Framh. á 3. síðu.
Annar íhaldsráðherra fer
í slóð Björns Ólafssonar
Rústir síldarstöðvar í eyðiþorpi látnar
upp í storeignaskatt Thdrsaranna
Ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins ætla að reynast
skúrræksnissiðferði sínu trú-
ir. Nú hefur forsætisráðherra
landsins, Ólafur Thors, og
bræður hans þrír fengið dóm
hæstaréttar fyrir því, að þeir
megi greiða stóreignaskatt að
upphæð 445,660 krónur að
langmestu leyti með verð-
lausum kofaþyrpingum í
eyðiþorpi vestur í Sléttu-
hreppi.
„Eignir“ þær, sem þessi
ráðherra Sjálfstæðisflokks-
ins mun nú jafna með skatt-
reikninginn við ríkissjóð, eru
rústir gamalla bækistöðva
útgerðarfélagsins Kveldúlfs
á Hesteyri, er staðið hafa
auðar og ónotaðar um langt
skeið, enda þorpið verið yf-
irgefið og mannlaust árum
saman, þótt einn maður
þraukaði lengi í þessu forna
byggðarlagi.
Meðal „eignanna“ á Hest-
eyri, sem ríkissjóður fær nú
í sinn hlut sem stóreigna-
skatt frá Thórsurum, er sagt
að sé svínastía, kolageymsla,
smiðja og bryggjuskrifli, en
allar eru þessar „fasteign-
ir“ nú einskis virði vegna
niðurníðslu, þótt enn væri
byggð á þessum slóðum.
Þessar Hesteyrareignir
Kveldúlfs eru virtar á 390
þúsund krónur og duga því
ekki alveg fyrir stóreigna-
skattinum, því að ekki fara
þó enn sögur af því, að for-
sætisráðherrann hafi útvalið
sér menn til þess að fram-
kvæma á þeim nýtt mat til
hækkunar, sem flokksbróð-
ir hans í ráðherrastól, Björn
Ólafsson, gerði, er hann
greiddi sinn skatt með þeim
hluta Hagaeignarinnar, sem
átti að rífa.
En að öðru leyti er þetta
skatthneyksli jafnvel enn
svívirðilegra eðlis en mál
Björns Ólafssonar, bar sem
hér eru Thórsararnir að
borga einkaskatt sinn með
einskis nýtu rusli annars
skattaðila, hlutafélagsins
Kveldúlfs. — Lengi getur
vont versnað, segir máltakið.
Lögin um stóreignaskatt-
inn voru samin og samþykkt
af Sjálfstæðisflokknum og
Framsóknarflokknum og
gefin út af Birni Ólafssyni
sjálfum. Það er ekki tilvUj-
un, heldur táknrænt dæmi
um stjórnmálaspillinguna og
ræksnissiðferðið á hæstu
stöðum, að tveir af ráðherr-
um Sjálfstæðisflokksins
skuli nær einir manna nota
misfellur þeirra laga, er þeir
sjálfir gerðu úr garði, til þess
að koma sér og sínum vanda-
mönnum undan því að greiða
stóreignaskattinn á hlið-
stæðan hátt og aðrir menn.
FRJÁLS ÞJÓÐ skírskotar
til réttarvitundar íslenzku
þjóðarinnar og leggur það
undir dóm hvers alþýðu-
manns til sjávar og sveita,
hvað slík beiting valds og
trúnaðar í rauninni er. —
Hver, sem gerir sér grein
fyrir því, en Ijær þó slíkum
mönnum atfylgi til þess að
skipa áfram málum á þingi
og í stjórn, er samsekur um
þann verknað, sem fótum-
treður lýðræðið í landinu og
gerir það að skrípaleik ó-
svífinna eiginhagsmuna-
braskara, sem telja sig ekki
einu sinni þurfa að hafa fyr-
ir því að reyna að dyljast.
— Enginn hæstaréttardómur
getur réttlætt slíka skatt-
greiðslu sem þessa af hálfu
forsætisráðherra Iandsins.
Slíkir menn sem ráðherrar
þeir, er hlut eiga að þessu
máli, eiga að þoka af stjórn-
málasviðinu.
Stiidentaráð
Fulltrúar þjóðvarnarstúd-
enta, Alþýðuflokksmanna,
kommúnista og Framsóknar-
manna hafa komið sér saman
um starfsgrundvöll í stúdenta-
ráði.
Stjórn stúdentaráðsins var
kosin á þriðjudaginn og er hún
skipuð Birni Hermannssyni frá
Félagi frjálslyndra stúdenta,
sem er formaður, Brynleifi
Steingrímssyni frá Þjóðvarnar-
félagi stúdenta, sem er gjald-
keri, og Jóni Hnefli Aðalsteins-
syni, sem er ritari og úr flokki
Sjálfstæðismanna, er höfðu bol-
magn til þess að koma einum
manni í stjórnina.
í blaðinu í dag birtist neðanmálsgrein eftir Vilmund Jónsson
landlækni um höfund 'þjóðsögunnar um Valtý á grænni treyju.
En um þessar mundir er Þjóðleikhúsið einmitt að hefja sýningar
á samnefndum sjónleik, er Jón Björnsson hefur samið, og er
efnið sótt í þjóðsöguna. Vilmundur leiðir rök að því, að höf-
undur þjóðsögunnar sé Halldór Jakobsson, er bjó að
Hofi í Öræfum allmörg ár á síðari hluta nítjándu aldar. Myndin
hér að ofan er af bænum að Hofi í Öræfum.