Frjáls þjóð - 06.11.1953, Blaðsíða 2
2
FRJÁLS ÞJÓÐ
Föstudaginn 6. nóvember 1953.
FRJÁLS ÞJOÐ
Útgefandi: Þjóðvarnarflokkur íslands.
Ritstjóm:
Jón Helgason (ábm.), sími 6169, Bergur Sigurbjörnsson, simi
80631, Valdimar Jóhannsson, sími 82156.
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 17. Rvík. Sími 2923. — Pósthólf 561.
Askriftagjald kr. 5,00 á mánuði. — Verð í lausasölu kr. 2,00.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Menn, sem missa glæpinn
í blöðum Framsóknarmanna
og Alþýðuflokksins og komm-
únista, á mannfundum, sem
þessir aðilar standa að, og x
tali manna á milli, má oft sjá
og heyra þá fullyrðingu, að til-
koma Þjóðvarnarflokks Is-
lands verði til þess, að stuðla að
auknu veldi Sjálfstæðisflokks-
ins og jafnvel tryggja honum
þingmeirihluta. Þessi fullyrð-
ing hljómar reyndar nokkuð
hjákátlega í blöðum flokka
og af munni manna, sem árum
saman og jafnvel áratug eftir
áratug hafa notað það kjörfylgi,
sem þeir hafa fengið í landinu
til þess að stuðla að völdum
Sjálfstæðisflokksins og gera
honum kleift að ráða í öllum
meginatriðum stefnunni í
landsmálum. Samt má vel vera,
að einhverjir þeir séu, er nokk-
urn trúnað hafa lagt á þessa
furðulegu fullyrðingu.
Þessari fullyrðingu var meðal
annars beitt til þess að reyna
að níða fylgi af lista Þjóðvarn-
arfélags stúdenta við stúdenta-
ráðskosningarnar á laugardag-
inn var. Um það var sýnilega
hezta samkomulag meðal fylg-
ismanna allra gömlu flokkanna.
En kenningin var röng, og það
sannaðist til hlítar þegar við
þessar kosningar.
í íslandsklukku Halldórs
Kiljans er sagt frá manninum,
sem missti glæpinn. Framsókn-
arflokkurinn, Alþýðuflokkur-
inn og Sósíalistaflokkurinn
hafa misst glæpinn. Þeir hafa
þegar við fyrsta tækifæri orðið
að viðundri með há staðlausu
fullyrðingu sína, að vöxtur
Þjóðvarnarflokks íslands hlyti
að leiða til bess, að Sjálfstæðis-
flokkurinn héldi lengur velli.
Stúdentaráðskosningin sannar,
að bessi fullyrðing var öfug-
mæli, sem þessir hrír stjórn-
málaflokkar hafa notað til þess
að reyna að hræða fólk frá þvi
að fylgja þeim flokki, sem það
treystir bezt og finnur, að það
á samleið með.
Að þessu liggja einföld rök.
Að minnsta kosti Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðuflokkur-
inn hafa nú um skeið verið
allt annað en aðlaðandi stjórn-
málaflokkar fyrir ungt fólk og
raunar alla, sem ekki sætta sig
við þann klíkuskap og það si-
fellda undanhald, er þar hefur
ríkt í hinum mikilvægustu mál-
um. Allmörgu ungu fólki, sem
í rauninni er andvígt öllum
gömlu flokkunum og hátterni
þeirra, hefur jafnvel þótt Sjálf-
stæðisflokkurinn að skömminni
til skárri. En hað, sem nú hefur
gerzt, er einmitt það, að upp er
risinn flokkur, sem unga fólk-
inu er að skapi, og til hans
sópast nú fylgið frá öllum
gömlu flokkunum. Ekki sízt
hnígur til fylgis við hann fjöldi
af ungu fólki, sem alls ekki gat
sætt sig við Framsóknarflokk-
inn og Aþýðuflokkinn, en af
misskilningi hafði um stund
hneigzt til fylgis við Sjálfstæð-
isflokkinn. Þess vegna er það
líka fjarri lagi, að Þjóðvarnar-
flokkur íslands verði til þess
að styrkja aðstöðu Sjálfstæðis-
flokksins í þjóðfélaginu. — Það
mun einmitt verða hlutverk
Þjóðvarnarflokksins að kné-
setja Sjálfstæðisflokkinn og
það spillta vald, sem drottnar
innan hans. Það hlutverk hafa
hinir flokkarnir ekki getað
rækt af því, að heir hafa brugð-
izt frumhugsjónum sínum,
glatað þeim eldi sannfæringar
og baráttuvilja, sem ■' öndverðu
gerðu þá að sterkum stjórn-
málaflokkum.
í stað hess að bæta ráð sitt
hafa forsvarsmenn þessara
flokka fundið upp grýluna um
það, að Þjóðvarnarflokkur fs-
lands yrði Sjálfstæðisflokknum
til gengisauka. En nú hafa þeir
misst glæp sinn, eins og maður-
inn í sögu Kiljans.
Brunnar lífs-
hamingjunnar
Það er ekki á hverju degi, að
skemmtilega vitlausar greinar
birtast í dagblöðunum. En eina
slíka forustugrein fengum við
í Tímanum á sunnudaginn. Hún
fjallaði um „brunna lífsham-
ingjunnar“, sem sagt var, að
Þjóðvarnarflokkurinn hefði í
hyggju að „hella eitri“ í.
En andinn að baki greinar-
innar virðist vera þessi: Það er
alveg óviðurkvæmilegt, að
landslýðurinn sé ekki fyllilega
ánægður með stjórnarvöldin og
allar þeirra gerðir. Það jafnast
á við þann höfuðglæp að eitra
brunna. — „Ég vil ekki hafa
neinar annarlegar spekúlering-
ar á mínu heimili,“ sagði Ber-
víkurhreppstjórinn við Ólaí
Kárason Ljósvíking.
Síðan er Þjóðvarnarflokknum
meðal annars kennt um, að
ekki tekst að fá fólkið til þess
að sætta sig við stjórnarfarið.
„Fyrir þessum og þvílíkum
bölvöldum sálarlífsins verður
þjóðin að gæta sín,“ segir þar.
Þó að þessi forustugrein Tím-
ans sé utan við allan veruleika,
er rétt að benda á eina stað-
reynd, sem forustumönnum
Framsóknarflokksins virðist al-
veg sjást yfir. Það „tómlæti“ í
garð Framsóknarflokksins, sem
greinarhöfundur kvartar yfir,
er ekki skapað af Þjóðvarnar-
flokknum. Það er heimatilbúið.
Það er ávöxtur ráðsmennsku
Framsóknarforingjanna, sem
hafa glatað öllum fyrri hug-
sjónum flokksins og ratað í þá
ógæfu að fara illa með trúnað
og völd. Þeir hafa sjálfir átt
sinn ríka þátt í því að skapa
jarðvég fyrir Þjóðvarnarflokk
íslands og gera hann nauðsyn-
legan. Þótt þeir, sem stofnuðu
Þjóðvarnarflokkinn, hefðu
ekkert aðhafzt, hefðu aðrir
menn risið upp og myndað
svipaðan flokk, því að sjólft
stjórnmálaástandið 1 landinu
krafðist hans. Hann var sögu-
leg og óumflýjanleg nauðsyn
og af sömu ástæðu veitist hon-
um létt að afla sér fylgis, bæði
í sveitum og kaupstöðum. Við
því sporna blöð og málrófur
gömlu flokkanna hvorki með
öskrandi vonzku né torskildu
fimbulfambi.
u 'ori veröí
Nýlendustjórnin brezka á
Atburður, sem varpar þungum skugga á vestrænt lýðræði,
hefur nýlega gerzt, og voru þó ærnir skuggarnir fyrir — fram-
koma Bandaríkjamanna í mörgum löndum og meðal annars i
heimalandi sínu, þar sem þeir hafa tekið upp skoðanakúgun og
jafnvel lagt drög að pólitískum fangabúðum, nýlendustríðið i
Indó-Kína, aðfarir Breta í Kenýu, harðstjórn Frakka í Norður-
Afríku. Þessi síðasti athurður er valdbeiting sú, sem Bretar hafa
framið í Brezku Guiana, þar sem löglegum stjórnarvöldum var
steypt af stóli með hervaldi, stjórnarskráin afnumin og brezkum
landstjóra fengið alræðisvald.
Þessu athæfi til afsökunar
hefur brezka stjórnin borið það
fram og fréttastofur heimsins
básúnað það um allar jarðir,
að Framsóknarflokkur sá, sem
með völd fór í nýlendunni, hafi
verið hliðhollur kommúnistum
og Rússum, og hefur því verið
haldið á lofti þessu til sönnun-
ar, að kona eins ráðherrans hafi
haldið lofræðu um Stalin. For-
svarsmenn flokksins hafa hins
vegar mótmælt, og mörg
frjálslynd blöð, einnig í sjálfu
Bretlandi, hafa deilt fast á
brezku stjórnina.
En í sjálfu sér skiptir það
engu máli, hvort stjórnarflokk-
urinn í Brezku Guiana var
„hliðhollur" kommúnistum eða
ekki. Það hafa ekki verið born-
ar brigður á, að hann var lög-
lega kominn til valda, og ekki
hefur komið fram, að hann hafi
á neinn hátt rofið stjórnarlög
lands síns. Þess vegna var það
jafnt stjórnlagarof og ofbeldi af
Breta hálfu að steypa stjórn-
inni af stóli, hver svo sem
stefna stjórnar þessa Fram-
sóknarflokks var. Athæfi Breta
var grófasta brot á öllum lýð-
ræðisreglum og lýðræðisanda.
Það er líftaug lýðræðisins, að
það hafi sjálft undantekningar-
laust í heiðri grundvallarreglui
sínar. Ákvörðun brezku stjórn-
arinnar er þess vegna hörmu-
leg spjöll á helgum hugsjónum.
Þetta ber okkur að skilja, þótt
í hlut eigi nýlenduþjóð í fjar-
lægu landi, sem við vitum
harla lítið um.
Byssustingir
í stað réttlætis.
rezki verkamannaþingmað-
urinn Fenner Brockway
hefur ritað í Reynolds News,
aðalblað brezka samvinnu-
manna, mjög skorinorða grein
um þetta mál og stefnu ný-
lendumálaráðherrans yfirleitt.
Heitir grein þessi: Hvernig
kastað er frá sér heimsveldi. í
greininni segir meðal annars:
Oliver Lyttelton nýlendu-
málaráðherra ætti að kæra
fyrir Sameinuðu þjóðunum
fyrir að stofna friði og ör-
yggi í heiminum í voða.
Háttalag hans hefur haft í
för með sér meiri grimmd
og bjáningar í Kenýu en
Mau-mau-menn eru sekir
um. Hann hefur ofurselt
sex milljónir Afríkumanna í
Nýasalandi og Ródesíu
fullkomnu miskunnarleysi.
Og nú ögrar hann fólkinu í
brezku Guiana, einu nýlendu
Breta í Suður-Ameríku, til
uppreisnar.
Allir fréttaritarar í Guiana
eru á einu máli um það, að
þar hafi engin merki uppþota
sézt, þegar brezka stjórnin á-
Y iínt n ntlu r Jónssnn:
Valtýr á grænni treyju
— Höfundur þjóðsögunnar —
Oagan af Valtý á grænni
^ treyju er með eftirminni-
legustu þjóðsögum og svo sér-
stæð, að fróðustu menn um
þau efni hafa viljað synja
henni um rétt til að heita þjóð-
saga. Sögufróðir menn ætla, að
atburðir þeir, sem sagan fjall-
ar um, eigi við engin söguleg
rök að styðjast. Niðurstaða
þessara fræða er sú, að Valtýs-
saga sé rituð í blekkingarskym
sem þjóðsaga, og er metið til
goðgár. Er þó torvelt að átta
sig á rökum til þess, að miður
sæmi að setja saman sögukorn,
er blekkt getur sem þjóðsaga,
en frásögu, er blekkt getur sem
annar veruleiki, þegar þess er
gætt, að allur skáldskapur er
fyrst og fremst blekking og að
jafnaði því betri skáldskapur,
því fullkomnari sem blekk-
ingin er. (Skýrgreiningu þess-
ari á skáldskap er hnuplað frá
Halldóri Kiljan í því trausti,
að eignarréttur hans á henni
sé ekki skilyrðislaust frið-
helgur). Annað mál er það, sem
varðar fræðimenn, að skipa
með gát „uppdiktuðum" þjóð-
sögum fyrirvaralaust í þjóð-
sagnasöfn, að sínu leyti eins
og sagnfræðingum er sæmst að
varast að bera sagnaskáldskap
á borð sem söguleg sannindi,
en á hvoru tveggja vill mönr--
um verða hált.
Ef nú rétt er, það sem helzt
er ætlað, að Valtýssaga sé
skáldskapur einn, hver er þá
höfundur þessarar snjöllu sögu,
sem svo vel sómir sér á sínum
stað í bókmenntum íslendinga?
1%/I'agnús Bjarnason, örkumla
maður á Hnappavöllum í
Öræfum, síðar bóksali á
Mountain í Norður-Dakota
(f. 10/10 1839, d. 20/2 1928),
hefur unnið sér það til ágætis
að skrá söguna af snilld og
prýði. En ekki verður hann
vændur um að hafa „diktað“
hana upp, né heldur á hann
heiðurinn af því að hafa sett
hana saman, ef til heiðurs yrði
metið. Hefur Magnús sjálfur
tekið af öll tvímæli um þetta
með því að skýra frá því, að
hann hafi skrifað söguna upp
eftir mjög fróðum manni, er
ólst upp í Vallahreppi (á
Fljótsdalshéraði), og móður
hans; mæðginin nafngreinir
hann ekki, en segir, að bæði
hafi verið á lífi, er hann skráði
söguna. Hér við lætur hann
ekki sitja, heldur hefur hann
' látið eftir sig handrit að sög-
óheillabraut
kvað að senda þangað herskip
og herlið.
Gangur málsins
'17'ið þingkosningarnar hafði
' Framsóknarflokkurinn
fengið 18 þingsæti af 24, og
stefnuskrá hans var slík, að
sérhver jafnaðarmaður hlyti að
styðja hana. Flokkurinn boðaði
þjóðfélagslegar umbætur, þjóð-
nýtingu sykurverksmiðjanna og
sjálfstæði landsins innan sam-
bands Vestur-Indía. í flokkn-
um voru að vísu menn, sem
stóðu kommúnistum nærn, en
því fór fjarri, að allir ráðherr-
arnir væru kommúnistar.
Samvinnan við brezka land-
stjórann og þá sex þingmenn af
níu í efri deild, er hann skip-
aði, var frá upphafi stirð. Og
hún versnaði stórum, þegar til
allsherjarverkfalls kom í
sykuriðnaðinum sex vikum
fyrir stjórnlagarof Breta. Laun
verkamanna voru tvö sterlings-
pund á viku, og hað nægði ekki
fyrir brýnustu lífsþörfum. Að-
búnaður á ekrum var fyrir
neðan allar hellur. Stjórnin
fór fram á sanngjarna mála-
miðlun til að binda endi á
verkfallið. Gegn þessu reis
landstjórinn og embættismeim
hans. Reynt var að tefja fram-
gang tillögu um lausn málsins
á þingi, og þá hóf Framsókn-
arflokkurinn baráttu fyrir því,
að takmörkunum á valdi þings-
ins yrði hnekkt — neitunar-
valdi landstjórans, afskiptum
brezka ríkisráðsins og valdi
þriggja valdskipaðra embættis-
manna á þingi aflétt. Það var
þessi krafa og sá stuðningur,
er hún hlaut meðal almennings,
er leiddi til þess, að landstjór-
inn og Lyttelton nýlendumála-
ráðherra og brezka stjórnin
sendu herlið á vettvang,
steyptu nýlendustjórninni og
afnámu stjórnarskrána með
valdboði.
Stjórnfrelsi —
svikamylla.
"IVrýlendustjórnin reyndi að
J ” andmæla á lýðræðislegan
hátt. Forsætisráðherrann krafð-
ist þingfundar, svo að þinginu
gæfist færi á að mótmæla
hertökunni. Valdskipaður for-
seti þingsins hafnaði þeim til-
mælum. Er þetta lýðræði? Og
til hvers voru íbúar nýlend-
unnar látnix kjósa þingmenn
Framh. á 4. síðu.
. 1 tifiH'untlitr
Flugfélags íslands h.f. verður haldinn í Kaupþingssaln-
umí Reykjavík, föstudaginn 11. desember 1953, og hefst
hann klukkan 2 e.h.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Aðgöngu- og atkvæðamiðar fyrir fundinn verða afhentir
í skrifstofu félagsins, Lækjargötu 4, dagana 9. og 10
desember.
STJÓRNIN.
unni, eins og hún var honum
sögð, víst ritað af sögumanni
sjálfum árið 1868. Við þetta
bætist svo einn vitnisburður
enn, sem er fyrir það enn
órækari staðfesting á því, að
Magnús skýri rétt frá heimild
sinni að sögunni, að vitnis-
burðurinn felst í lítils háttar
misskilningi hans á heimildinni
og honum því algerlega óvit-
andi. í handriti sögumanns er
talað kunnuglega um Gálgaás,
eins og Vallamanni er eigin-
legt, því að það er örnefni í
Egilsstaðalandi, þar sem er
forn aftökustaður, einmitt þar
sem nú er Egilsstaðaþorp.
Magnús, sem er með öllu
ókunnugur staðháttum, mis-
skilur heitið, er hann ritar upp
söguna, og breytir í „gálgaás‘
(þ. e. gálgatré).
Hver er þá þessi Múlsýslung-
ur, kunnugur staðháttum á
Völlum á Fljótsdalshéraði, sem
sagt hefur Magnúsi á Hnappa-
völlum Valtýssögu? Ekki mun
Magnús hafa gert víðreist til
þess tíma, er hann skráði sög-
una; svo fatlaður sem hann
var, mun hann tæplega hafa
farið út úr sveitinni og alls ekki
út úr sýslunni, nema hafi hann
einu sinni eða svo hangið á
hesti til Djúpavogs. Á þessum
slóðum Magnúsar er því helzt
að leita hins mjög fróða manns,
er sagði honum Valtýssögu, og
móður sögumannsins, en víst
hafa mæðginin getað verið á
ferð um sýsluna, þó að hitt sé
líklegra, að þau hafi haft þar
lengri viðdvöl og þá helzt á
næstu grösum við Magnús á
Hnappavöllum.
á er ég leiddi hug að
því fyrir tilmæli Jóhanns
Gunnars Ólafssonar, er hann
bjó þjóðsagnakver Magnúsar a
Hnappavöllum til prentunar
(1950), hver Múlsýslungur
væri til þess líklegastur að hafa
skemmt Skaftfellingum með
Valtýssögu, varð mér fyrst fyr-
ir að gizka á tvo menn, er ég
hugði báða til þess líklega að
geta farið frjálslega með sögu-
efni, en það voru þeir Hjörleif-
ur ,,læknir“ Jónsson á Lyngum
í Meðallandi, áður á Freyshól-
um í Skógum á Fljótsdalshér-
aði, en hinn Jón Höskuldsson
Landeyingur, faðir Eymundar
í Dilksnesi. Að vísu var hinn
síðarnefndi ekki Múlsýslungur,
heldur Landeyingur, eins og
kenningarnafn hans bendir til,
en dvalizt hafði hann eystra og
var þar þaulkunnugur. Ekki
gat þó Hjörleifur (d. 1843, þá á
Hvalnesi í Lóni) verið sögu-
maður Magnúsar á Hnappa-
völlum, en einhver sona Hjör-
leifs gat e. t. v. komið til
greina, þó að ekki yrði því
eðlilega komið heim við vitn-
isburð Magnúsar um sögu-
manninn og móður hans. Það-
an af miður gat það átt við
Jón Landeying, en hins vegar
var hann samtíða Magnúsi i
Öræfum, einmitt um það
leyti sem'hann skráði Valtýs-
sögu (d. á Hnappavöllum 1877).