Frjáls þjóð - 06.11.1953, Side 3
Föstudaginn 6. nóvember 19S3..
FRJÁLS ÞJÓÐ
3
Verjendur ræksnissiðferð-
isins flæktir í mötsagnir
.stofu fúílltrúans í ráðuneyt.inu)
Eysteinn Jónsson fjármála-
ráðberra lét einn undirmanna
: sinna í fjármálaráðuneytinu
birta vottorð í blöðum, meðai
, annars Tímanum 21. október
síðastliðinn, og síðan skrifa í
sama blað grein 29. október um
hið fræga skúrmál, sem lengi
mun halda uppi stjórnmála-
minningu fjármálaráðherrans
og Björns Ólafssonar. í seinni
ritsmíðinni lýsir þessi undir-
maður, Kjartan Ragnars full-
trúi,-á hendur sér þeirri sök og
ábyrgð, sem ráðherra einn get-
ur borið, samkvæmt stjórnar-
skrá landsins, og í öllu þessu
máli er fulltrúinnn flæktur i
; þær mótsagnir, er gera orð
hans að ómerku hjali.
f vottofði fulltrúans 21. okt.
er svo að orði komizt:
„Var þá fyrir hendi fast-
eignamat á ei gninni Haga í
heild, en ekki einstökum hlut-
um hennar.“
Hinn 29. okt., þegar FRJÁLS
■ ÞJÓÐ hafði upplýst málið nán-
,ar, skrifar sami fulltrúi:
„Það er upplýst, að fast-
.eignamatið í Reykjavík(sem er
til húsa 3—-4 metra frá skrif-
hafði glatað fasteignamats-
gerðinni, sem sýndi mat á ein-
stökum hlutum eignarinnar.“
Hér er m. ö. o. játað, að vott-
<orðið ffrá 21. okt. hafi verið
rangt, hvað þetta atriði snert-
ir, og fráleitt að hugsa sér, að
fulltrúinn hafi ekki vitað það,
ef hann hafði jafn mikið með
þetta mál að gera og hann vill
vera iláta, því að þá tilheyrði
það embættisskyldu hans að
vita um sérmatið á skúrnum,
gem ríláissjóði var ætlað að
taka sem greiðslu á skatti
Björns Ólafssonar.
Enn segir í vottorði fulltrú-
ans 21. ókt.: „Nú kemur í ljós,
að fastéignamatið í Reykjavík
hefur metið eignina að nýju,
eftir að hluti hennar var orð-
in eign ríkissjöðs —“
En 29.' okt. skrifar sami full-
trúi: „Hitt er svo annað mál,
.... að fasteignamatið í Rvík
endurmetur eignina (vegna
þess, að spjaldið var glatað) i
sama mund (þ. e. þegar mats-
gerð fulltrúa Björns Ólafsson-
ar var staðfest og nánar tiltek-
tvær matsgerðm ekki samhljóða
— og var mér ekki kunnugt um
hana fyrr en á.þessu ári.“
Hér er fulltrúinn ennþá í
mótsögn við sjálfan sig, þar
sem í vottorðinu segir, að skúr-
inn hafi verið metinn eftir að
ríkissjóður hafði tekið við hon-
um, en í greininni (29. okt) í
sama mund (þ. e. sama dag) og
matsgerð Björns Ólafssonar var
staðfest, þ. e. áður en ríkissjóð-
ur tók við skúrnum, og bar
fulltrúanum embættisskylda til
að vita það.
í vottorðunum 21. okt. segir
fulltrúinn enn fremur:
„Eignina varð ríkissjóður að
taka á því mati, sem lagt var
til grundvallar skattálagning-
unni, en það var fasteignamat
það sem í gildi var 31/12.1949.“
En 29. okt. segir sami full-
trúi: „Með afsali félagsins
fylgdi matsgerð tveggja dóm-
kvaddra manna, sem borgar-
dómarinn í Reykjavík hafði
tilnefnt eftir ósk félagsins ‘
(Björns Ólafssonar^. Og þrátt
fyrir fyrri ummælin var matið,
sem Björn Ólafsson hafði látið
framkvæma í árslok 1951, lagt
til grundvallar ,á verðmæti
skúrsins, og það enda þótt það
mat væri mun hærra en fast-
eignamat Rvíkur.
Niðurstaðan af þessu öllu
verður þá sú, að Björn Ólafs-
son afhendir ríkissjóði verð-
lausan hluta af eign til niður-
rifs, sem greiðslu á stóreigna-
skatti sínum á rúmlega sjö-
földu fasteignamati í stað þess
að lögin mæltu svo fyrir, að
verðmætar eignir mætti ekki
taka á hærra verði en sexföldu
fasteignamati, til greiðslu á
skattinum.
Ótvíræðara ’lögbrot var
naumast unnt að fremja i þessu
sambandi, og verður því ekki
séð, að Eysteinn komizt hjá því
að segja af sér ráðherraembætti
af þeim sökum, því að vit.an-
lega ber hann ábyrgð á þessu
máli, og dregur það þó ekki
úr sök Björns Ólafssonar.
Ekki er heldur ljóst, hve
miklu Kjartan Ragnars hefur
ráðið um skriftamál sín, því að
FRJÁLSRI ÞJÓÐ er a. m. k.
kunnugt um það, að greinina
frá 29. okt. var hann látinn tví-
skrifa áður en samþykkt var
að hún yrði prentuð.
Örari stjórnmáiaþróun -
Framh. af 1. síðu.
drykkju. Ný þjóðleg samtök,
sem æskufólkið í landinu fylkir
sér um, höfðu komið til sög-
unnar, og fyrsta átakið í há-
skóla Islands var að velta frá
völdum í stúdentaráðinu um-
boðsmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins svonefnda. Og meiri tíðindi
munu á eftir fara.
Bending um
bæjarstjórnar-
kosningarnar.
Kosningin í stúdentaráð sýn-
ir, að vakningaraldan » land-
inu rís sífellt hærra og hærra,
og þjóðvarnarmcnn eflast að
fylgi og trausti. Hún er einnig
glögg bending um bað, að nú
hallar undan fæti hjá Sjálf-
stæðisflokknum. Meðal annars
spá bessi úrslit ekki góðu fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í bæjar-
stjórnarkosningunum »' vetur,
allra sízt í Reykjavík. Vænt-
anlega verður tekin upp af
honum taugaspennt hræðslu-
pólitík með gullnum loforðum
um hvers konar yfirbætur, og
ekki ólíklegt, að fleiri hinna
gömlu flokka grípi í örvænt-
ingu sinni til svipaðra ráða. En
hræðsla hefur sjaldan reynzt
sá fylginautur, sem mikla sigra
veitir á stjórnmálasviðinu. —
Hræðslupólitíkin yrði aðeins
vitnisburður um það, að dómur-
inn yfir stjórn íhaldsins í
Reykjavík er í rauninni fallinn
fyrirfram.
ið sama úagj og eru þessar
Fyrst um sinn breytist starfræksla Sundhallarinnar
þannig, að íþróttafélögin í Reykjavík fá höllina til sund-
æfinga 5 daga í viku frá mánudegi til föstudags kl. 7—8,30
síðdegis. — Áuk tíma til sundknattleiksæfinga eftir kl. 10
á kvöldin. Síðdegis fá bæjarbúar almennt aðgang að Sund-
höllinni frá kL 4—6,15 og frá kl. 8,30—9,15.
Bæjarbúar, munið kl. 4—6,15
og kl. 8,30—9,15.
Lá mér við að slumpa á, að
vísast hefðí Jón Landeyingur
sagt Magnúsi söguna og lagað
í hendi sér, en aftur hefði Jón
vitnað til mæðgininna sem
sinna heimildarmanna, og færi
hér lítið eitt á milli mála hjá
Magnúsi. En með því hefði
þeim ráðvanda manni verið
rangt og ómaklega til getið, og
rak mig hér í vörðurnar.
■jVTú í suinar gistí ég á Kvi-
-- ’ skerjum í Öræfum, og bar
þá á góma Valtýssögu milli;
mín og húsfreyjunnar, Þrúðar1
Aradóttur, móður hinrra kunnu
Kvískerjabræðra, og hver væri
líklegur heimildarmaður að
sögunni. Var húsfreyja ófróð
um það, og svo mun vera um
aðra Öræfinga. Bárum við þá
saman bækur um aðflutt fólk
í Öræfum í tíð Magnúsar á
Hnappavöllum, og nefndi hún
í því sambandi Halldór Jakobs-
son, er nokkur ár hefði búið
á Hofi í Öræfum. Ekki vissi
hún, hvaðan hann hafði flutzt í
sveitina, en ljóst var henni, að
það var annar maður en nafni
hans, tengdasonur Magnúsar
ríka á Bragðavöllum í Hamars-
firði; sá Halldór Jakobsson bjó
um hríð í Hestgerði í Suður-
sveit og var að vísu austan af
Fljótsdalshéraði, en ekki var
hann þar upp alinn, heldur frá
því að hann var þriggja ára í
Breiðdal og síðar í Suðursveit.
TTalldór Jakobsson á Hofi
- ■ • reynist vera albróðir al-
nafna síns, Halldórs Jakobsson-
ar í Hestgerði, og var Halldór á
Hofi fjórum árum yngri. Báðir
voru fæddir á Hafursá í Skóg-
um á Fljótsdalshéraði, Halldór
yngri 3. janúar 1842. Foreldrar
þeirra bræðra voru Jakob
Kristjánsson, bóndi þar, ey-
firzkur, og kona hans, Sesselja
Þórðardóttir, er áður hafði átt
Hinrik Hinriksson á Hafursá,
og var þeirra sonur Einar, fað-
ir Karls, fyrrverandi sýslu-
manns í Vestmannaeyjum.
Halldór eldri fylgdi ekki for-
eldrum sínum, en það gerði
aftur á móti Halldór yngri.
Ólst hann upp hjá þeim, á
Gíslastöðum á Völlum, frá því
að hann var tveggja ára cil 16
ára aldurs; þaðan fermdist
hann vorið 1856 „vel að sér i
skilníngi og kunnáttu og bók-
lestrí, ei óefnilegur.“ Árið
1858 flyzt Halldór léttadrengur
til bróður síns frá Gíslastöðum
að Hestgerði í Suðursveit, og
þangað flytjast einnig for-
eldrar hans á næsta ári. Vonð
1860 deyr faðir hans í Hest-
gerði, og árið eftir flyzt Hall-
dór í Öræfi með Sesselju móð-
ur sinni, gerist bóndi þar á
Hofi og móðir hans fyrir fram-
an hjá honum, unz hann kvæn-
ist árið 1864 Þórunni Þórarins-
dóttur, ekkju Magnúsar Teits-
sonar, bónda á Hofi. Þá flyzt
Sesselja gamla aftur austur og
nú til Einars sonar síns á Mið-
húsum í Eiðaþinghá Hinriks-
sonar og deyr þar hjá honum
fjórum árum síðar. Halldór bjó
með konu sinni á Hofi til
dauðadags, sem var ekki langt
að bíða. Hann hrapaði til
dauða í Ingólfshöfða 27. júlí
1871, tæplega þrítugur. Þau
Halldór og Þórunn eignuðust
tvo sonu, og komst aðeins ann-
ar þeirra upp, Friðrik Baldvin
að nafni. Varð hann úti á
Eskifjarðarheiði árið 1894, þá
vinnumaður á Þuríðarstöðum í
Eiðaþinghá, 28 ára að aldri, o-
kvæntur og víst án þess að
láta eftir sig afkomendur.
Hér er þá kominn Múlsýsl-
ungur, alinn upp í Valla-
hreppi, heimildarmaður Magn-
úsar á Hnappavöllum að Val-
týssögu, eða höfundur sögunn-
ar, ef menn vilja hafa það svo,
og einnig móðir hans, og er hér
ekki öðrum mæðginum til að
dreifa. Um Halldór þenna
Jakobsson mun nú lítið verða
vitað um fram það, sem hér
hefur verið sagt, enda ekki
ótítt um fyrri tíma höfunda
íslenzka, að fátt segi af þeim.
(Þeir bæta það upp, nútíma-
höfundarnir). Þó á ég í fórum
mínum smásögu um hann eftir
móður minni, og felst að vísu
í sögunni nokkur mannlýsing,
en ekki verður hún sögð hér.
Halldóri Jakobssyni segist svo
frá, að 18 ára að aldri hafi
hann mátað við sig lærleggi
Valtýs á grænni treyju á dys
hans. Samkvæmt því hefði
Halldór átt að bregða sér aust-
ur, eftir að hann fluttist suður
16 ára, en ekki þarf það að
vera, því að hann taldi sig,
er hann kvæntist og jafnan
eftir það, tveim árum eldri en
hann var, enda átti ekkju,
sem var 20 árum eldri en hann.
TTalIdór Jakobsson lýkur
•“ Valtýssögu með því að
miiinast langafa síns, Jóns, er
verið hafi ráðsmaður Jóns
Arnórssonar, Múlasýslumanns.
Til skila kemur Jón þessi, og
vill svo til, að aðeins er um
einn Jón að ræða sem langafa
Halldórs Jakobssonar:
I.
Halldór Jakobsson á Hofi.
II.
1. Jakob Kristjánsson á Gísla-
stöðum á Völlum, f. 24/5
1805, d. 5/6 1860.
2. Sesselja Þórðardóttir, f. um
1800, d. 17/5 1868.
III.
1. Kristján Magnússon í Ytra
Villingadal í Eyjafirði.
2. Kristrún Halldórsdóttir.
3. Þórður Gíslason á Finnsstöð-
um í Eiðaþinghá.
4. Eygerður Jónsdóttir.
Langafinn er enginn annar
en Jón pamfíll, faðir Hermanns
í Firði í Mjóafirði, hinn mikli
ættfaðir Austfirðinga. Tímans
vegna getur það vel átt sér
stað, að Jón pamfíll (f. um
1718, d. 22/2 1796) hafi verið
ráðsmaður Jóns Arnórssonar,
er var lögsagnari í Múlasýslu
1769—1778. Faðdr Jóns pamfíls
var Jón Hjálmsson, er um
skeið bjó á Eyjólfsstöðum a
Völlum, einmitt þar sem Valtýr
Nýtt hefti kemur í bókaverzlanir í dag. Þetta er 3.
hefti af hinu vinsæla og sérstæða tímariti. Efni m.a.:
Sagan af Vatnsleysuströndinni.
Samtal við hina þjóðfrægu landeigendur,
er undirrituðu mótmæli gegn landráni hers-
ins. — Myndir af bændunum fylgja grein-
inni.
Ársafmæli hersins á í.síandi.
Keflavíkurflugvöllur og lífið þar.
(Fyrsta grein).
Útlagar og fangar.
Þar segir frá heimkomu 304 íslendinga,
er komu með Esju að styrjöld lokinni.
Islendingar i brezkum fangelsum.
Frásagnir og skýrslur um lævíslegar pynd-
ingaaðferðir í víti þagnarinnar vikum og
mánuðum saman. — Skýrslur, sem ekki
hafa birst fyrr frá Magnúsi Kjartanssyni
ritstjóra, Hinriki Guðmundssyni verkfræð-
ingi, Sigurði Kristj ánssyni vélfræðing og
Leif Jóhannessyni rakara.
íslendingar snapa úr sorpi hersins.
Kvæði
eftir Vilhjálm frá Skáholti og Jón Helga-
son. Enn er ónefnt nokkuð af efni ritsins,
svo sem þátturinn Við veginn, Satt og ýkt
og önnur síðan, sem flytur ýmsan fróðleik.
Heftið kostar aðeins 12 kr. til áskrifenda. Þeii, sem
hafa áhuga fyrir samtíðarsögunni og þjóðernismálunum
ættu að fylgjast með útgáfunni og gerast strax áskrif-
endur. 2—3 hefti á ári. Einstök kostakjör fyrir nýja
áskrifendur nú. Áskriftarsími 6470.
Utanáskrift: Útg. Virkið,
Pósthólf 1063, Rvík.
i
Tilkynning
til félagsmanna Brunabótafélags íslands
um iðgjaldalækkun.
Vér viljum vekja atygli félagsmanna vora á því, að
vegna hagstæðs reksturs undanfarin ár, hafa iðgjöld veriö
lækkuð frá og með 15 október s.l. um 5—25% eftir bygg-
ingarflokkum. Lækkun þessi samsvarar rúmlega einnar
milljón króna árlegri arðsúthlutun.
Virðingarfyllst,
á grænni treyju á að hafa búið
samkvæmt sögunni, og er hér
rakin leið, að geymzt hafi með
þessum kynþætti fornar — e. t.
v. ævafornar — sagnaminjar
um voveifleg örlög Valtýs ein-
hvers í einum eða öðrum
tengslum við Eyjólfsstaði, ekki
sízt, þar sem einmitt á þessum
slóðum er frá fyrri öldum
kunnugt um menn með Valtýs-
nafni (ekki fyrirferðarlitla og
vel líklega í vænum treyjum)
og ekki annars staðar á landinu
(Sýslumannaævir 111,434). Það
er ekki eingöngu svó um þjóð-
sögur, heldur einnig skáldsög-
ur, að þær eru yfirleitt smíð-
aðar úr einhverju efni. Hafi
Halldór Jakobsson „diktað“
sögu þá, er hér um ræðir, af
skáldlegri íþrótt sinni, gegnir
I nokkurri furðu, að hann finni
upp á því af hyggjuviti sínu
einu saman að nefna söguhetj-
una einmitt Valtý og klæða
hana í græna treyju, og er sýnu
nær að ætla, að til þess liggi
einhver rök. En vilji Frjáls
þjóð fá sögu þessa rakta lengra
aftur í aldir, ræð ég henni til
að koma sér vel við Stein Dofra,
því að hann veit ég manna vís-
astan til að taka þar upp sögu-
þráð, er aðrir enda.
1/11 1953.