Frjáls þjóð

Issue

Frjáls þjóð - 06.11.1953, Page 4

Frjáls þjóð - 06.11.1953, Page 4
WVWWWWWWWW1i^WWW%A*WW%ftrt^WWWWW%A/VW sem ekki var til Fjármálaráðuneytið hefur mælzt til þess við FRJÁL.SA ÞJÓÐ, að leiðrétt yrði það orðalag, sem haft var, bæði í blaðinu og við umræður á al- þingi, að Félag íslenzkra íðn- rekenda hefði „kært“ til fjár- málaráðuneytisins með bréfi 17. nóvember 1952 ólöglegan inn- flutning og sölu á tollsviknum varningi á frjálsum markaði. Vildi fjármálaráðuneytið, að bréf F. í. I. væri nefnt „ábend- ing.“ Trútt reglunni að hafa held- ur það, sem sannara reynist, vildi blaðið verða við þessum tilmælum, en setti það skilyrði, að það fengi máli þessu til sönnunar afrit frá fjármáia- ráðuneytinu af nefndu bréfi. En þetta er einmitt sama bréf- ið og Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra neitaði við um- ræðurnar á alþingi, að fjár- málaráðuneytinu hefði borizt, og væri þar ekkert bréf frá F. f. I., dagsett 17. nóvember 1952, þar sem rætt væri um, að toll- sviknar vörur væru seldar hér í búðum. Fj ármálaráðuneytið lét blað- inu hins vegar í té afrit af bréfi þessu, sem er svohljóðandi: Af rit „Félag íslenzkra iðnrekenda. Reykjavík, 17. nóv. 1952. Fjármálaráðuneytið, Rvík. Vér leyfum oss að spyrjast fyrir um það hjá hinu háa ráðuneyti, hvaða aðili annist fyrir þess hönd athugun á og eftirlit með því, að tollsviknar vörur, innfluttar eða innlendar, „Áheyrnarfulltrúi" Hannes Jónsson félagsfræð- ingur, formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur komið að máli við rit- stjóra FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR og skýrt svo frá, að hann hafi ekki sagt við formann F.U.F. í Eyjafirði, er hann kom á átakafundinn hjá F.U.F. í Reykjavík á dögunum, að hann fengi ekki að tala á fundinum, heldur að hann mætti sitja fundinn sem áheyrnarfulltrúi. Raunar ber þar að sama brunni, því að í því orðalagi felst einn- ig, að honum væri ekki ætlað málfrelsi á fundinum, en er þó nokkru mildara til orða tekið, og rétt, að það komi fram. Jafnframt leiðréttir blaðið af sjálfsdáðum, að ekki var kraf- izt leynilegrar atkvæðagreiðslu, enda var það ekki fullyrt i frásögn FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR. Saia oy óamiun^ar Viðtalstími kl. 5—7. Fasteignasala Sölvhólsgötu 14. Sími 6916. séu ekki seldar í verzlunum, eða á öðrum sölustöðum hér í bænum og annars staðar. Enn fremur eftirlit með því, að vörur séu ekki fluttar inn und- ir röngu vöruheiti og þá jafn- fram rangt tollaðar og ef til vill ekki samkvæmt gildandi innflutningsreglum. Virðingarfyllst, Pétur Sæmundsen (sign.)“ Að fengnu þessu afriti fjár- málaráðimeytisins af bréfinu, sem fjármálaráðherrann bar á móti, að til væri, getur FRJÁLS ÞJÓÐ með ánægju fallið frá því að kalla þetta kæru og látið sér lynda, að það sé nefnt á- bending, og leiðréttir þetta hér með. Úr riíiri veröld — Framh. af 2. síðu. og velja ráðherra, fyrst þeir mega ekki tala á sínu eigin þingi? Það verður ekki annað sagt en allt hafi verið gert tii þess að æsa nýlendustjórnina til átaka, en samt hét forsæt- isráherrann á fólkið að gæta hófs og stillingar. Handbendi auðmanna. Oannleikurinn er sá, að bak *' við ofbeldisaðgerðir brezku stjórnarinnar standa tveir að- ilar. Annar er eigendur ekranna og sykurverksmiðjanna, sem eiga traust ítök meðal kaup- sýslumannanna í Lundúnum. Þeir óttast verkamannasam- tökin í nýlendunni, og þeir óttast þjóðnýtingu. Hinn aðil- inn er bandarískir auðmenn, sem óttast tilkomu „kommún- ismans“ á meginlandi Ameríku. Allt frá kosningasigri Fram- sóknarflokksins í Guiana hafa þeir róið að því öllum árum, að brezka stjórnin léti málið til sín taka. Rétta leiðin. T^eir, sem trúa á mannréttindi og frelsi, harma vöxt og viðgang kommúnismans. En ráðið gegn kommúnisma er ekki kúgun. Hersveitir Lyttel- tons nýlendumálaráðherra og stjórnlagarof mun drjúgum meira efla kommúnisma i Guiana en áróður Cheddi Jagans forsætisráðherra og Janet konu hans. Rétta leiðin hefði verið að ráða bót á hinum hneykslan- lega aðbúnaði verkafólksins á sykurekrunum og sanna það með lýðræðislegum að- ferðum, að íbúar nýlend- unnar gátu sótt fram til stjórnmálalegs og fjárhags- legs frelsis. Bretar áttu ekki að senda hersveitir til Guiana, heldur rannsóknar- nefnd, sem athugaði með hvaða hjálparráðum var hægt að hraða þeirri þróun. Þetta eru aðalatriði í hinni snjöllu og rökvísu grein Fenn- ers Brockway. Brúðargjafir Tækifærisgjafir Verð við allra hæfi. Blóm & Grænmeti h. f. Skólavörðustíg 10. — Sími 5474. Oröahelgur FRJÁLS ÞJÓÐ Föstudaginn 6. nóvember 1953. Fél. ungra þjóðvarnarmanna risið upp í Árnessýslu Síðastliðinn sunnudag vai Félag ungra þjóðvarnarmanna í Árnessýslu stofnað á Selfossi. Formaður félagsins var kos- inn Jóhannes Sigmundsson, Syðra-Langholti í Hruna- mannahreppi, varaformaður Hafsteinn Þorvaldsson, Syðri- Gróf í Villingaholtshreppi, rit- ari Böðvar Stefánsson, skóla- stjóri að Ljósafossi, gjaldkeri Baldur Teitsson, stöðvarstjóri á Stokkseyri, og spjaldskrárritari Matthías Sveinsson rafvirki á Selfossi. Varamenn í stjórn voru kosn- ir Páll Lýðsson, Litlu-Sandvík í Sandvíkurhreppi, og Hallur Guðmundsson, Auðsholti í Biskupstungum. Að loknum kosningum fóru fram almennar umræður, og flutti þá Gils Guðmundsson al- þingismaður erindi um her- stöðvamálið, en meðal annarra, sem tóku til máls voru Jóhann- es Sigmundsson, hinn nýkjörni formaður félagsins, og Bjarni Sigurðsson, formaður F.U.Þ. 1 Bréf til blaðsins Að undanförnu hefur blaðinu borizt mikið af bréfum, þar sem því er skýrt frá alvarleg- um misfellum í ýmsum stofn- unum og næsta varhugaverðri meðferð á almannafé, auk þakkarbréfa og hvatningar. Sum af þessum bréfum hafa verið nafnlaus. Vill blaðið mæl- ast til þess við þá, sem kunna að skrifa því, að þeir láti nafn sitt fylgja, og geta þeir treyst því, að því verður haldið stranglega leyndu, ef þeir óska þess. Jóhannes Sigmundsson, formaður F.U.Þ. í Árnessýslu. Reykjavík. Gestur úr Rangár- þingi, sem á fundinn kom, flutti mjög skörulega ræðu um stjórnrríálaástandið og færði hinu nýja félagi ungra þjóð- varnarmanna í grannhéraðinu árnaðaróskir. Fundarstjóri á fundinum var Eysteinn Þorvaldsson frá Syðri- Gróf, en fundarritari Böðvar Stefánsson. Málfundahópur! F. U. þ. Málfundahópur F.U.Þ. í Reykjavík heldur fund um ut- anríkismál í Aðalstræti 12 á sunnudaginn. Fundurinn hefst kl. 3. Framsögumenn verða Hall- berg Hallmundsson og fleiri. Félagar eru beðnir að fjöl- menna. Afmælismoð „Ég hygg, að Morgun- blaðið eigi hinu ört vaxandl gengi og vinsœldum ekki hvað sízt því að þakka, hve vel því hefur haldizt á starfsfólki sínu.“ (Mbl. 2. nóv. 1953). ★★ ,J>að er verið að þjóna fólkinu, á máli fólksins, tungu- tak þess kveður við frá síðum blaðsins, mál mitt og þitt.“ (Mbl. 2. nóv. 1953). ★★★ „Ástkæra, ylhýra mál- ið!“ Morgunblaðið í guðs- barnatölu „Bezta ósk mín til afmælis- barnsins er sú, að það haldi áfram að vera víðsýnasta, sann- söglasta og merkasta blað landsins .... Afmælisgjöf min er sú ein að ráða blaðinu til þess að halda uppteknum hætti. er það eitt íslenzkt blaða ann andstæðingum sínum sannmæl- is“ (Ólafur Thors, Mbl. 2. nóv. 1953). „Um Kristínu (Gottsvins- konu) er sagt, að hún hafi þótzt af guðrækni sinni. Á hverjum degi las hún húslestur í Vída- línspostillu og talaði þá stund- um upp úr og heimfærði þau orð, er henni þótti að kveða til þeirra, er henni sýndist. Þá er talað var um „djöfulsins börn“, sagði hún við mann sinn: „Þetta átt þú, Gottsvin! “ Þá er talað var um „heimsins börn“, sagði hún við böm sín: „Þetta eigið þið, krakkar!“ En þá er talað var um „guðs börn“, sagði hún. „Þetta á ég sjálf!“ (Sagan af Þuriði formanni og Kambráns- mönnum). Ekki von, að blæði Tíminn ber sig hörmu- lega undan því, að skuggi skuli falla á Eystein fjármálaráð- herra í sambandi við lagakróka, sem „tveir aðilar", þ. e. með- ráðherrar hans, Bjöm Ólafsson og Ólafur Thors, hafa „notfært sér“, ekki aðéins til að komast undan því að greiða réttmætan hundruð þúsunda króna stór- eignaskatt, heldur annar þeirra, ef ekki báðir, til að hagnast beinlínis á ríkissjóði á skatt- greiðslunni. Gerir Eysteinn kröfu til að fá svarið af sér alla hlutdeild í þessinn „verknaði þeirra" aðilanna. ★★ Leitun mun á kröfu- hafa svo gersneyddum öllu fjármálaviti, að hann láti ekki niður falla innheimtu heldur en taka við greiðslu, sem kostar stórfé að þiggja. Og ráðherra með sómatilfinningu á ætíð leik á borði gegn ófyrirleitnum meðráðherrum, er vilja „not- færa sér“ aðstöðu sína til að drýgja ótilhlýðilegan „verknað'* í skjóli ráðherrans, þ. e. að neita að eiga slík viðskipti við þá og víkja heldur úr ráðherra- sæti. ★★★ En „þar sem engin æð er til, ekki er von, að blæði.“ Og stendur á gullsúlum „Já, þér hafið misst ástvin.... Það er einn ástvinur hér fyrir handan, sem vill tala við yður, en hann er svo einkennilegur í laginu, ég veit ekki við hvað ég á helzt að líkja honum, mér sýnist hann einna helzt vera í laginu eins og afskaplega stórt hús.... Æ, munið þér þá ekki lengur eftir skúrgreyinu, sem stóð sunnan undir húsinu yðar, sagði röddin.... .... Ég er orðinn höll í öðrum heimi og stend á gullsúlum, sagði skúrinn.“ (Halldór Kiljan Laxness: Höll sumarlandsins, bls. 182—183). Orðsending til Hannibals Valdimarssonar Góði kunningi. Laugardaginn 31. október s.l. birtir þú í blaði þínu forýstugrein, sem nefnist. „Frjáls þjóð skrökvar“. Þar segir að Frjáls þjóð hafi skýrt svo frá í síðasta blaði, að Har- aldur Guðmundsson hafi lýst því yfir á alþingi, að Alþýðu- flokkurinn sé „á einu máli um það, að bandaríski herinn ætti að vera hér meðan svo horfði sem nú væri.“ Síðan bætir þú við: „Það eru tilhæfulaus ó- sannindi, að Haraldur Guð- mundsson hafi gefið nokkra slíka yfirlýsingu.“ Ég samdi að vísu ekki þá frétt, sem Frjáls þjóð birti um ræðu Haralds, en játa hins vegar fúslega, að ég er heim- ildarmaður blaðsins um það, hverju Haraldur lýsti yfir í þessu efni. Hlýddi ég gaum- gæfilega á ræðu hans og skrif- aði hjá mér fáein minnisatriði, þar á meðal þau orð — að ég hygg nokkurn veginn orð- rétt — sem hann lét falla um þetta. Heyrði ég ekki betur en hann segði með allþungri á- herzlu, að Alþýðuflokkurinn teldi ekki tímabært, eins og nú væri ástatt í alþjóðamálum, að segja upp varnarsamningn- um frá 1951. Þessa yfirlýsingu heyrðist mér Haraldur endurtaka með lítið breyttu orðalagi síðar í ræðunni. Hafi ég tekið rétt eft- ir ætla ég, að hver læs maður geti dæmt um það, með hversu miklum rétti þú kallar orð Frjálsrar þjóðar „tilhæfulaus ósannindi“. í þessari sömu forystugrein kemst þú þannig að orði: „En hvernig stendur á því, að blaðið (þ.e. Frjáls þjóð) skuli þegja um fyrstu þingræðuna, sem Gils Guðmundsson flutti um utanríkismál? í þessari ræðu sagði Gils, að það „færi eftir ástæðum" hvort hann teldi íslendinga eiga að veita Banda- ríkjamönnum og Bretum sömu aðstöðu í stríði, sem brjótast kynni út, og þessar þjóðir höfðu hér í síðasta stríði. Gils taldi það geta komið til mála, ef vissar ástæður væru fyrir hendi, að gerður yrði samning- ur við Bandaríkjamenn og Breta um hersetu í stríði.“ í framhaldi af þessu fullyrði þú, að ég „telji vel geta komið til mála að víkja frá stefnu flokksins (þ. e. Þjóðvarnar- flokksins) í utanríkismálum, þeirri stefnu, sem flokkurinn var stofnaður til þess að berjast fyrir.“ Nú þykist ég vita, hverju ég hélt fram í fyrrgreindri ræðu. j Þú leggur mér í munn orð, sem ég kannast ekki við að hafa sagt, og gerir mér upp skoðanir, sem ég tel mig ekki hafa haldið fram. Hér ber því allmikið á milli. Okkur greinir á um veiga mikil atriði í báðum þeim ræð- um, sem þú gerir að umtals- efni í fyrrgreindri forystugrein. Þar sem við erum að sjálfsögðu báðir sömu skoðunar og Ari fróði, að „skylt sé að hafa það heldur, er sannara reynist1', vil ég gera þér tilboð, byggt að nokkru á ágætri fyrirmynd sænskri, sem ég hygg að þú kannist við. Fyrir nokkrum árum bar svo við í kosningabaráttu í Sví- þjóð, að frambjóðandi, sem skipaði baráttusæti eða jafn- vel öruggt sæti á framboðslista sósíaldemókrata í Stokkhólmi, bar það á andstæðinga sína (mig minnir Þjóðflokkinn), að þeir hefðu úr vafasömum stað þegið fégjafir til kosningabar- áttunnar. Vakti þessi aðdróttun mikla athygli. Formenn flokka þeirra, sem hlut áttu að máli, ákvaðu þá að rannsaka þetta í félagi og gefa síðan út sam- eiginlega yfirlýsingu um niður- stöður. Rannsóknin leiddi í ljós, að aðdróttun þessi var alröng. j Flokksbræður þínir í Svíþjóð tóku hinn óheppna frambjóð- anda burt af lista sínum og lýstu því yfir í blöðum flokks- ins, að aðdróttunin gegn and- stöðuflokknum hefði ekki við neitt að styðjast. Nú vil ég gera þér eftirfar- andi tilboð: Við tveir, þú og ég, ákveðum að athuga í samein- ingu hvernig orð féllu um þau atriði, sem um er deilt í fyrr- greindum ræðum. Á það að vera auðvelt, þar eð báðar ræð- urnar liggja frammi í lestrarsal alþingis eins og vélritarar þingsins hafa ritað þær orðrétt af segulbandi. Síðan göngum við frá sameiginlegri yfirlýs- ingu, þar sem greint verður frá niðurstöðum þessara athugun- ar, og birtum hana í Alþýðu- blaðinu og Frjálsri þjóð. Tel ég víst að þú takir fúslega þessu boði rriínu, þar eð hvorugur okkar mun kæra sig um að gera mönnum vísvitandi upp orð, sem þeir hafa aldrei við- haft, né eigna þeim skoðanir, sem þeir hafa ekki haldið fram. Mundu, hvað flokksbræður þínir í Svíþjóð þorðu að gera rétt fyrir kosningar. — Þeir unnu sigur samt. í fullri vinsemd. Gils Guðmundsson.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.