Frjáls þjóð - 14.08.1954, Side 4
4
FRJALS ÞJOÐ
Laugardaginn 14. •'ágúst 1954.
Sluppu gæðingarnir
við gjaideyrisálagið?
Andlegt frelsi
Berkeley-háskóli í Káli-
forníu œtlaöi aö efna til
akademískrar „frelsisviku“,
sem skyldi hefjast 17. maí.
Einn rœöumanna átti aö
vera Joseph Tassman,
prófessor í heimspeki. En
„vikunni“ varð aö fresta.
Orsökin var sú, aö eitt af
sorpblööum Hearsts í Kali-
forníu veittist aö prófessorn-
um fyrir þœr sakir, að hann
haföi sagt í rœðu um aka-
demískt frelsi, að kommún-
istar œttu aö hafa skyldur og
réttindi viö háskólana
bandarísku eins og aörir
menn. „Ástœðan til þess, að
menn telja það ekki sjálf-
sagðan hlut, hygg ég, að sé
sú, hve margir af okkur hafa
misst trúna á það, að lýörœð-
ið sé heppilegt stjórnarform.
Vegna þess, hve margir trúa
því orðið, að það verði ekki
varið, vilja þeir ekki leyfa,
að það sé gagnrýnt. Fyrst
ekki má leyfa gagnrýni, á
svo að bœgja fólki, sem að
því veitist, frá aðild að skóla-
kerfinu." Þetta voru hin
saknœmu orð Tassmans. —
Blað stúdentanna komst svo
aö orði um þetta mál: „Það
œtti ékki að vera nein ný-
lunda, þótt prófessor hafi
skoðanir. Til þess höfum við
prófessora. Hitt er fréttnœm-
ara, að skoðanir Tassmans
skuli valda slíkum œsingum.
Og það er mjög slœm frétt."
Þegar ríkisstjórnin haföd
fastráðið það snjallræði, að
verja togaragjaldeyrinum til
kaupa á bifreiðum með 100%
gjaldeyrisálagi, er ’síðan skal
aftur notað til styrktar út-
gerðinni, var farið að láta þá,
er bifreiðaleyfi fengu, undirrita
skuldbindingu um það, . að
greiða þetta álag, er bráða-
birgðalög kæmu til fram-
kvæmda.
Skæðar tungur herma þó,
að þessi kvöð hafi ekki verið
undantekningarlaust látin
ganga yfir alla, sem bifreiða-
leyfi fengu á þessu tímabili,
og hafi það ekki verið hinir
snauðustu og umkomuminnstu,
sem við þá undirskrift sluppu.
Er þar tilgreindur einn af
grónari heildsölum höfuðborg-
arinnar.
Ætla má, að bifreiðar, sem
þess háttar menn festa kaup á,
séu ekki af hinum óvirðulegri
gerðum, en nýja gjaldeyris-
álagið á hinar skartmeiri gerð-
ir nemur, samkvæmt útreikn-
ingi Morgunblaðsins 6. ágúst,
30—40 þúsund krónum eftir
verði.
Sé það rétt, að mikils háttar
einstaklingar hafi fengið und-
ariþágu frá því að undirrita
skuldbindingu um greiðslu
gjaldeyrisálagsins eftir á, er
því ekki um neina smáhugnun
að ræða — frá sjónarmiði al-
þýðumanna. Þetta nemur þeim
styrk, sem greiða skal á 15—20
úthaldsdaga togara. Því að valt
mun að treysta því, að gjaldið
verði innheimt með harðri
hendi, ef undirritun skuldbind-
ingarinnar hefur verið sleppt.
Brezkir togarar
bátatniðum
LITIÐ FRETTABLAÐ
Laugardaginn í 17. viku sumars.
UiMBMévli Edens
Anthony Eden, ut-
anríkisráðherra Breta,
sagði í sambandi við
Súezmálið:
„ViÖ veröum aö
venja okkur meir og
meir viö þann skiln-
ing, aö þjóöir, hvar
sem er í heiminum,
vilja ekki hafa erlend-
an her í Idndi sínu ...
HaUdór K. Laxness.
Silfurtunglið
1. sept. verður byrj-
aö að æfa í Þjóðleik-
húsinu hinn nýja
sjónleik Kiljans, Silf-
urtunglið. Lárus
Pálsson verður-'leik-
stjóri, en með aðal-
hlutverk fara Herdis
Þorvaldsdóttir og
Rúrik Haraldsson.
Aðrir leikendur m. a.:
Róbert Amfinnsson,
Valur Gíslason, Gest-
ur Pálsson og Valdi-
mar Helgason.
Leikurinn gerist i
Reykjavík á okkar
tímum og er sagður
mjög vel gerður og
eftirminnilega vegið
að ýmsum veilum.
Silfurtunglið verð-
ur sýnt samtímis i
Reykjavík og Moskvu,
og sagt er, að Norð-
menn hafi einnig
keypt sýningarrétt.
Viö veröum meir og
meir aö treysta á UÖ
okkar heima fyrir og
getu okkar til aö fVytja
þaö loftleiöis, hvert
svo sem þörf gerist
fyrir þaö.“
Nýr bankastjóri
Jón Arnason, banka-
stjóri Landsbankans,
mun ætla vestur um
haf og taka viö störf-
um i alþjóöabankam-
um. Er hann eini fjár-
málamaöur Islend-
inga, sem nýtur
trausts erlendis. Al-
þýðublaðið segir, að
mikið makk sé um
eftirmann hans i
Landsbankanum, og
nefnir þar til dr.
Kristin Guðmunds-
son, Eystein Jónsson
og Skúla Guðmunds-
son. Vilhjálmur Þór
vill fá dr. Kristin í
bankann, en Hermann
Eystein. Hitt mun þó
liklegra, að dr. Krist-
inn verði sendiherra
í Þýzkalandi, eins og
fyrirhugað hefur ver-
ið, og Eysteinn taki
við embætti fjármála-
ráðherra um næstu
mánaðamót. Sennileg-
ast er því, að Skúli
verði bankastjóri.
Einn þingmanna
Framsóknarflokks-
ins kom í af-
greiöslu FRJALSR
AR ÞJÖÐAR seint
í síöusttu viku. ,Jfú
mega atlir vera á-
nœgöir“, sagöi
hdnn, — „nóg af
ódýrum bílum og
rekstur togaranna
tryggöur til fram-
búöar." Og hló viö.
Hvemig greiöir
hann atkvæöi um
bráöábirgöajpgin t
Dr. Kristinn G<uð-
mundsson utanríkis-
ráöherra hefur selt í-
búð sína á Akureyri.
Af því þykir sýnt, að
hann ætlar sér ekki
framar búsetu nyrðra
★
Menningarútvarpið
frá Keflavíkurflug-
velli glymur iðulega
linnulaust í mörgum
áætlunarbifreiðum
Steindórs og Land-
leiða, nema farþegar
fari þess sérstaklega á
leit, að þeim sé gefin
griðastund.
★
Yfirmenn á togur-
unum hafa lagt niður
lífeyrissjóð sinn. Þeir
guldu í hann ákveð-
inn hundraðshluta af
kaupi sínu,og var það
skattfrjálst þar til í
ár.
Verðgæzla og verzlun
Ingólfur Guömunds
son verögæzludtjóri
rekur heildverzlun.
Jóhann Fr. Guö-
mundsson, starfsmaö-
ur hjá verögæzlu-
stjóra, er meöeigandi
verzlunarfyrirtækis.
Sveiwn Jónsson,
starfsmaöur hjá verö-
gæzlustjóra, er kaup-
maöur.
Tveir starfsmenn
hjá verðgœzlustjóra
haja hætt þar störf-
um og tekiö iaö sér
rekstur heúdverzJmv-
ar.
K
a
Útvíknamenn við sunnan-
verðan Patreksfjörð kvarta
mjög undan ágengni erlendra
togara nú í sumar, aðallega
brezkra. Þeir eru að staðaldri,
jafnvel margir saman, innan
landhelgislínunnar, en færa sig
út fyrir, þegar íslenzku varð-
skipin eru í námunda. En þegar
þau eru farin hjá, koma þeir
aftur inn fyrir. Gæta þessir er-
lendu togarar að fara ekki í
björtu veðri svo langt inn fyrir
línuna, að þeir verði of seinir
fyrir, en sé þoka, sem oft er á
þessum slóðum, telja þeir sér
óhætt að leita miklu nær landi.
Á þessum slóðum eru mið
trillubáta, sem sækja sjó frá
útvíkunum, og hefur ágengni
togaranna á friðlýstum miðum
hamlað stórum veiði þeirra.
Uppreisnin
Brekku
a
Hörð deila er komin upp
á milli lóðaskrárritara
Reykjavíkurbæjar og bæjar-
verkfræðings. Bæjarverk-
fræðingur telur lóðaskrár-
ritarann heyra undir sitt
embætti, en lóðaskrárritari
vill vera húsbóndi á sínu
heimili og ber bæjarverk-
fræðingi það á brýn, að hann
komi í veg fyrir úthlutun
lóða, er hægt væri að af-
henda.
★
Lóðaskrárritarinn sneri sér'
til borgarstjóra og krafðist
þess, að hann fengi afhent
plögg viðvíkjandi starfi sínu,
er geymd voru í skrifstofu
bæjarverkfræðings, og er
borgarstjórinn sagður hafa
lofað því, að þeirri ósk skyldi
fullnægt. Fulltrúi var send-
ur til þess að sækja plöggin,
en afhendingu var harðlega
neitað. Hringdi fulltrúinn til
borgarstjórans og spurðist
fyrir um það, hvort hann ætti
að biðja lögregluna aðstoðar.
En svo fór, að borgarstjórinn
heyktist á andstöðunni.
Lyktaði þessari togstreitu
að því sinni á svipaðan hátt
og uppreisninni á Brekku í
sögu Gests Pálssonar.
Orðabetgur
Liðþjálfi látinn æfa
flugvallarstarfsmenn
Flugmálastjórnin íslenzka
lætur nú þjálfa íslenzka flug-
vallarstarfsmenn í ýmsum
kúnstum, sem heyra til her-
æfingum. Var maður að nafni
Þorvarður Arinbjamarson
sendur til Englands til náms í
þessari grein, auðvitað á kostn-
að ríkisins, og er hann kom
heim úr þessari námsferð, tók
hann að kveðja flugvallarstarfs-
mennina til æfinga, er fara
fram tvisvar og þrisvar í viku.
Starfsmennirnir eru látnir
ganga í fylkingu undir stjórn
liðþjálfans, standa teinréttir,
heilsa að hermannasið og leika
ýmsa skoplega tilburði. Á
Keflavíkurflugvelli eru allir ís-
lenzkir flugvallarstarfsmenn
kallaðir til þessara æfinga, sem
fara fram í hálfgerðum felum
úti á melum, þar sem fáir sjá
til, því að ekki mun laust við,
að upphafsmenn þessarar nýj-
ungar séu dálítið spéhræddir.
Á Reykjavíkurflugvelli er verið
að færa sig upp á skaftið með
þessar æfingar og láta þær ná
til fleiri.
Lítil rök eru færð þessari
ráðabreytni til stuðnings, nema
þá helzt, að þetta sé „nauð-
synlegt vegna einkennisbún-
inganna“ og flugvallarstarfs-
menn verði að kunna „að heilsa
yfirmönnum sínum.“ Fjölmarg-
ir flugvallarstarfsmenn eru
hins vegar lítið hrifnir af þess-
um skrípaleik og telja sér ekki
skylt að sinna þessum heræf-
ingum, án þess að sérstök
greiðsla komi fyrir, ef þær fara
fram utan vinnutíma, enda hafi
venjulegar kveðjur dugað ís-
lendingum, jafnt yfirmönnum
sem undirmönnum, fram á
þennan dag.
Helsprengjur —
Framh. af 1. síðu.
um brottför hersins af land-
inu. fslendingar vilja ekki
vera „sitjandi önd í dauða-
færi“ — þeir vilja ekki
brenna ■ kjarnorkueldi
— beir vilja ekki kalla
yfir sig það hlutskipti,
sem Winston Churchill
lýsti yfir, að brezku her-
liði við Súez væri búið í
kjarnorkustríði.
FRJÁLS ÞJÓÐ krefstský-
lausra upplýsinga stjórnar-
innar um þetta mál.
Bandarískir hags-
munir alþjóðaréttui
Hermann Phleger, lögfræði-
legur ráðunautur bandaríska
utanríkisráðuneytisins, hefur
birt útdrátt úr fyrirlestri
í tímaritinu Commercial
Fisheries Review, er gef-
ið er út af Bandaríkja-
stjórn, þar sem hann lýsir
þeirri skoðun sinni og banda-
rísku stjórnarinnar, að ríki
eigi aðeins rétt til hafsbotnsins
á landgrunninu og jarðefna, er
þar kunna finnast, en eigi
til sjávarins og fiskveiða í hon-
um.1 Nefnir hann sérstaklega
stækkun fiskveiðalandhelgi við
strendur íslands og fordæmir
það í nafni Bandaríkjastjórn-
ar, að fiskveiðar á rúmsjó skuli
ekki jafnheimilar öllum þjóð-
um.
Þessi túlkun hins lögfræði-
lega ráðunauts Bandaríkja-
stjórnar, er beint tilræði við
eitt mesta hagsmunamál ís-
lendinga. Jafnframt því, sem
hann ver þá stefnu Banda-
ríkjastjórnar að helga sér jarð-
efni á landgrunninu öllu, snýst
hann gegn rétti þjóða til að
takmarka fiskveiðar í hafinu
við strendur landa sinna.
Opinber veizluhöld
Blað Verkamannaflokksins
norska, Arbeiderbladet, fer
nokkrúm vel völdum orðum um
opinber veizluhöld. Það er vinur,
sem til vamms segir, því að
Verkamannaflokkurinn stjórnar
bæði riki og höfuðborg og drjúg-
um Iiluta annarra bæjar- og sveit-
arfélaga landsins.
Blaðinu farast orð á þessa leið:
„Er ekki verið að fara með op-
inber veizluhöld út í öfgar? Hér
eiga ríki, bæjar- og sveitarfélög,
félagsfyrirtæki og og einkafyrir-
(æki óskilið mál. Stundum virðist
svo sem hálfopinber félög taki
sig upp, reisi landið á enda og
geri ráð fyrir opinberri móttöku
og veitingum á hverjum staðnum
eftir annan. { þessu efni mæðir
ekki lítið á bæjarfélagi eins og
Osló. En forseti og varaforseti
bæjarstórnarinnar hafa sannar-
lega annað þarflegra að gera en
að taka á móti gestum og halda
ræður. (Athugavert er, að á sjálf-
an borgarstjórann í Osló er ekki
minnzt í þessu sambandi; hann
virðist því hafa öðrum hnöppum
að hneppa). Þeir, sem fyrir þess-
um móttökum standa, mega ekki
gleyma því eitt andartak, að það
eru fjármunir annarra, sem þeir
fara með“.
Síðan snýr blaðið sér að fé-
lagsfyrirtækjum og einkafyrir-
tækjum og segir m. a.:
„Það eru ekki smámunir, sem
hér er um að ræða. Stjórnirnar fá
háar upphæðir til umráða í þessu
skyni. Og það eru hinir hæstlaun-
uðu starfsmenn, sem njóta góðs
af örlætinu. Fjárhæðir þessar eru
teknar út úr rekstrinum, af sam-
eiginlegri eign þeirra, sem að
fyrirtækjunum standa. Og hvern-
ig er um endurskoðun og að-
hald ?“
í þessu sambandi ræðir blaðið
sérstaklega áfengisveitingarnar,
sem það telur fara fram úr öll-
um öðrum kostnaði i sumum
veizlum og fer liörðum orðum
um ógegndina. Vill það láta draga
stórlega úr þeirri eyðslu og helzt
gefa golt fordæmi með því að
fella áfengisveitingar með öllu
niður í opinberum veizlum.
Hvað mundi mega segja um
þessi mál hér á landi, þar sem
liver aðilinn yfirgengur annan í
ógegnd og uppskafningshætti?
Hér, þar sem það er að verða
landstizka að velja menn i hinar
ábyrgðarmestu stöður með sér-
stöku tilliti til þess, hversu mikl-
ir veizlukavalérar þeir eru, en
minna máli þykir skipta, þótt þeir
séu verklausir ráðleysingjar.
Akureyri innan
girðingar
Morgunblaðið segir frá því, að
17Bandaríkjamenn af Keflavikur-
flugvelli hafi nýlega komið til
Akureyrar, heimabæjar utanrík-
isráðlierra, og keppt við Golf-
klúbb Akureyrar. „Með í förinni
var yfirmaður flugliðsins á Kefla-
vikurvelli, Col. Jc. Bailey, og var
liann einn meðal keppenda“.
Ekki fylgir sögunni, í hvoru
golfliðinu dr. Kristinn var.
WSÍVtfWWWVVVWVVWVVWJVVVWVVVlflftNVWtfVVVVWVWV
18-25 daga skemmtiferö
um NORÐURLÖND
Næsta hópferð til útlanda hefst 28. ágúst. — Siglt
verður með M.s. HEKLU til Bergen; — nokk-
urra daga viðstaða í OSLO, STOKKHÓLMI,
GAUTABORG og KAUPMANNAHÖFN. — Iíeim-
ferð frá Kaupmannahöfn með flugvél eða skipi.
Norðurlandaferðirnar eru ódýrar, en skemmtilegar.
Þátttaka tilkynnist fyrir 15. ágúst.
Ferðaskrifstoía ríkisíns, sími 1540.
fíafgeytnar
sérstaklega ætlaðir fyrir dráttarvélar, jarðýtur, krana og
aðrar þungavinnuvélar, stórar bifreiðar og mótorbáta._
Véla- ot/ rafteek/averslunin
Tryggvagötu 23. — Sími 81279.
Ég undirrit.... óska hér með að gerast áskrifandi að
FRJÁLSRI ÞJÓÐ (Áskriftarverð blaðsins er kr. 5.00 á
mánuði).
(Nafn)
(Heimilisfang)
Til FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR, Skólavörðustíg 17, Reykjavík.