Frjáls þjóð - 20.11.1954, Blaðsíða 7
Laugardaginn 20. nóvember 1'954.
frjAls þjöð
T
Dulbúnir auðkingar sópa
íil sín fé á alntannakostnað
♦ Semja sín á milli um verð og gæði
i; Slaiii okkar... :■
rfVV^^^WVWWWWWSrtrt^VW^rf
Mú eru nokkrar vikur liðnar
n siðan blaðið okkar, FRJÁLS
ÞJÓÐ, stækkaði, og menn eru
farnir að venjast nýjum svip
blaðsins. Markmiðið með stækk-
uninni var að gera blaðið fjöl-
breyttara og læsilegra. En til
þess, að það takist svo vel sé,
verða vinir blaðsins og lesendur
að rétta því hjálparhönd. Þess
vegna er því beint til þeirra að
skrif a og senda blaðinu frásagn-
ir úr daglegu lífi og starfi,
greinar um héruð og byggðarlög,
sögu og sagnir, nýmæli og
framfarir, þjóðmál og atvinnu-
mál. Einnig eru vel þegnir
stuttir pistlar eða bréf um eitt
og annað til birtingar í Rödd-
um lesenda og frásagnir um
sérkennilega viðburði eða nýj-
ungar, sem ekki hefur verið
getið í öðrum blöðum.
*
rins og gefur að skilja hefur
*-* stækkun blaðsins í för með
sér aukinn kostnað við prentun
og pappír. Þess vegna leyfir
bláðið sér að benda á þá nauð-
syn, að kaupendur greiði blað-
gjaldið skilvíslega. Það væri
mjög kærkomið, ef kaupendur
kæmu árgjaldinu í afgreiðsluna
á Skólavörðustíg 17 eða sendu
það í pósti, alveg sérstaklega á
þeim svæðum, þar sem inn-
heimta er enn í molum. Blaðið
okkar hefur engum peninga-
brunnum af að ausa og getur
ekki á annað treyst en skilvísi
fólks og velvild. Það er lika far-
sælasta líftryggingin, er nokk-
urt blað getur notið.
*
Wú er það aldarskeið, að þreyta
og undanhald einkennir allt
stjómarfar. Gegnum prentsvert-
una á síðum gömlu blaðanna
skína gremjuþrungin leiðindi
manna, sem týnt hafa þeim
hugsjónum, er yljuðu þeim
forðvun. Látum líf og fjör ein-
kenna okkar unga blað. Með
þjóðinni býr þróttur, og landið
okkar er gott atorkusömum
bömum sínum, ef þeim er ekki
bundinn fjötur um fót. Látum
þann þrótt birtast í blaði okkar.
Leggið ykkar skerf til þess, unn-
endur FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR.
Hér á landi hafa á undanförn-
um árum þróazt dulbúnir auð-
hringar, sem með samtökum
sín á milli hafa skarað eld að
sinni köku á kostnað almenn-
ings. Þrátt fyrir sífellt gort um
frjálsa verzlun, sem raunar er
alls ekki hér á landi, dettur
stjórnarvöldunum ekki í hug
að stemma stigu við þessari
auðhringastarfsemi, sem er
beint tilræði við nytsemd
frjálsrar samkeppni.
Innlimun Græn-
lamðs
Gils Guðmundsson hefur lagt
fram á Alþingi eftirfarandi
fyrirspurnir til ríkisstjórnar-
innar:
1. Hefur sú ákvörðun Dana að
lýsa Grænland óaðskiljanlegan
hluta danska ríkisins komið til
umræðu á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna?
2. Hafa fulltrúar íslands tekið
afstöðu til þess máls?
3. Ef svo er, hver var þá af-
staða þeirra?
AFLIÐ
FRJÁLSRI ÞJÓÐ
nýrra áskrifenda
AHt sama smjörlíkið.
Smjörlíkisgerðirnar eru ef til
vill nærtækasta dæmið um
þessa hringa. Þótt smjörlíki fá-
ist í ýmiss konar umbúðum og
með margs konar vörumerkj-
um, er undantekningarlítið um
sömu v'öruna að ræða. Það er
blanda sömu efna á sama verði,
hrærð í sama keri, samkvæint
gerðum samningum, er kveða á
um það, hvað mikið skuli búa
um í þessum eða hinum um-
búðunum.
Með þessu fyrirkomulagi er
úr s ögunni öll samkeppni um
gæði vörunnar, verð og annað.
Samningsaðilar hafa skipt við-
skiptavinunum á milli sín, —
þessu eiga þeir völ á og öðru
ekki. Þetta fyrirkomulag veldur
stöðnun, ef ekki afturför, og er
engum hagkvæmt nema sjálf-
um eigendum smjörlíkisgerð-
anna.
Eftirlit með auðhringum.
í öðrum löndum, jafnvel í
Bandaríkjunum, er stjórnskip-
að eftirlit með auðhringum, og
þar ber það iðulega við, að
starfsemi auðhringa er dæmd
ólögleg og samningum þeirra
um að halda uppi verði og nota
léleg hráefni er hnekkt.
Hér er aðeins eitt dæmi
hringastarfsemi lauslega nefnt,
þótt víðar eigi sér eitthvað
svipað stað. Það sannar, að slíks
eftirlits er líka full þörf hér.
Frestur tií þess að skila
ritgerðum
í ritgerðasamkeppni þeirri, er New York Herald
Tribune efnir til, hefur verið framlengdur til 20.
nóvember næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið.
Glersteypan —
nýtt iðjuver í
smíðum
Það er ástæða til að fagna
því, að stór glerverksmiðja er
nú að rísa upp við Súðavog við
Elliðaárvog. Gler er nú flutt til
landsins fyrir margar milljónir
króna á ári, og þrjá fjórðu
hluta þess glers á að vera hægt
að búa til í hinni nýju verk-
smiðju, er væntanlega tekur til
starfa næsta ár. Meðal annars
á að framleiða þar ódýrt gróð-
urhúsagler.
í henni munu áttatíu menn
fá vinnu, auk þeirra, sem vinna
við efnisnám, og allt að 80%
þess, sem til glergerðarinnar
þarf, fæst hérlendis. Fyrirsögn
um byggingu vei’ksmiðjunnar
hafa belgískir menn, og fyrst
um sinn mun þurfa tíu útlend-
inga til vinnu við verksmiðj-
una. Verða það Belgar, Brazil-
íumenn og Þjóðverjar.
Framkvæmdastjóri þessa
fyrirtækis er Ingvar S. Ingvars-
son, en í stjórn hlutafélagsins
eru Björgvin Sigurðsson hér-
Sveínsóííar og
bólstruð húsgögn.
Húsgagnaverzl. Guðmundar
Guðmundssonar,
Laugavegi 166.
Fundur þjóð-
varnarmanna
Aðalfundur Þjóðvarnarfé-
lags Reykjavíkur var haldinn
í baðstofu iðnaðarmanna síð-
astliðið þriðjudagskvöld. Var
þar rætt um skipulagningu
starfa flokksmanna við söfnun
undirskrifta gegn herstöðvum.
Þá urðu og miklar og almenn-
ar umræður um skýrslu stjórn-
arinnar og skipulagsmál flokks-
ins í Reykjavík. Kosningu fé-
lagsstjórnar og nefnda varð
ekki lokið, og verður fram-
halds-aðalfundur haldinn bráð-
lega.
aðsdómslögmaður, Gunnar
Ingvarsson, Stefán Björnsson,
Hjalti Geir Kristjánsson og
Ingvar E. Einarsson.
HAPPDRÆTTI
VÍJMNINGVR
Glæsileg Dodge Custom Royal bifreið, smíðaár 1955
Rregiö v&röwír ú RorÍúkstnessu 23- desemher n-kL
Aðeins 8000 miðar.
Happdrættismiðarnir eru til söhi m. a. á eftirtöitlum stöðum:
Bókaverzhui Braga Brynjólfssonar, Hainarstræti 22
Bokavérzlun Isafoldar, Austurstræti
Hafliðabúð, Njálsgötu 1
Verð kr. 100.oo
Verzlunin Fálkinn, Laugavegi 24
Bækur og ritföng, Austurstræti 1
Bókaverzlunin Helgafell, Laugavegi 100
Ágóöi af Happúrm*tiin-u rennssr tél Styrktarfélugs iatnaöra og fattaöm