Frjáls þjóð - 20.11.1954, Blaðsíða 8
FRJÁLS ÞJÓÐ
3
Laugardaginn. 20. nóvember 1954.
Niðurfelling söluskatts
tillaga þjóðvarnarmanna
Alllr stjórnar|)fngmenn gegn því að létta
söluskatti af skipum, bátavélum og búvélum
Er söluskatturinn var til meðferðar á alþingi, lögðu
þingmenn Þjóðvarnarflokksins, Bergur Sigurbjörnsson
og Gils Guðmundsson, það til, að hann yrði felldur
niður að verulegu leyti. Var það eina tillagan, sem fram
kom um það, þótt stjórnarandstæðingar viðurkenni
allir í orði, að söluskattunnn sé einn hinn ranglátasti
skattur og komi þyngst mður á fátækum fjölskyldu-
mönnum með nnkla ómegð.
Orðabeigur
Tillaga þjóðvarnarmanna var
sú, að söluskatturinn yrði al-
gerlega felldur niður á öllum
vörum í smásölu, þjónustu allri
og að öllu Ieyti á innlendum
iiðnaðarvarningi. Auk þess hvað
söluskatturinn er ranglátur,
icemur þessi hluti hans aldrei
nema að nokkru leyti í ríkis-
sjóð, sizt af svokallaðri þjón-
ustu, þar sem eftirlit er ekkert
og ekki unnt að koma því við,
-og hafa einstaklingar því að-
stöðu til að heimta af almenn-
ingi skatt, án þess að skila
ríkissjóði nema hluta hans.
Súvélar og bátavélar.
Þá lögðu þingmenn Þjóð-
vamarflokksins til, að felld-
ur yrði algerlega niður allur
söluskattur af bátavélum,
öryggistækjum í báta og
fiskiskip, skipum, sem srníð-
uð eru innan lands, dráttar-
vélum, heyskaparvélum og
garðyrkjuvélum.
Báðar þessar tillögur voru
felldar með sameiginlegu at-
kvæðamagni Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknar-
flokksins, sú síðari að við-
höfðu nafnakalli. Þingmenn
stjórnarflokkanna, sem aðra
daga ársins kalla sig fulltrúa
og hjálparhellur bænda og
fiskimanna, létu sig hafa
það að koma í veg fyrir, að
skattinum yrði létt af land-
búnaðarvélum og fiskiskip-
um og vélum og öryggis-
tækjum í báta.
Á að festa
söluskattinn ?
Þingmenn úr hópi kommún-
ista og Alþýðuflokksmanna
báru fram tillögu um það, að
fjórði hluti söluskattsins skyldi
renna til sveitarfélaga, en ríkis-
sjóður halda þrarnur fjórðu
hlutum.
Þingmenn þjóðvarnarmanna
greiddu atkvæði gegn þessu,
því að með slíkri ráðstöfun
væri verið að festa þennan
rangláta skatt til langframa.
Það er beinn loddaraleikur að
segjast í öðru orðinu vilja' fella
skattinn niður, en leggja þó til,
að hann sé festur til frambúðar
og svo búið um hnútana, að erf-
itt yrði að afnema hann. Það er
sanngirnismál, að bæjar- og
sveitarfélög fái nýjan tekju-
stofn, en síðast alls ætti sá
tekjustofn að vera neytenda-
skattur, er leggst þyngst á þá,
er örðugast eiga með að rísa
undir lionum.
Rithöfundar mót-
mæla her og sorp-
ritum
Á fundi, er haldinn var í Rit-
höfundafélagi íslands 31. okt.
voru eftirfarandi tillögur sam-
þykktar:
„Fundur í Rithöfundafélagi
Islands 31. október 1954 sam-
þykkir þá eindregnu áskorun
til íslendinga að rísa til sam-
stilltra mótmæla gegn þeim vá-
gesti, sem útlendur her í land-
inu hlýtur ævinlega að vera.
Lítur fundurinn svo á, að nú-
verandi hernám landsins sé
geigvænleg ógnun við menn-
ingu þjóðarinnar og lýsir
stuðningi sínum við undir-
skriftasöfnun þá, sem nú fer
fram um uppsögn herstöðvar-
samningsins.“
„Fundur haldinn í Rithöf-
undfélagi íslands 31. október
1954 vítir harðlega útgáfu blaða
þeirra og tímarita, sem nær
einvörðungu birta sakamála-
sögur og aðrar hryllingsfrá-
sagnir, þýddar úr erlendum
sorpritum. Fundurinn lítur svo
á, að hjér sé um stórkostlega
ómenningarstarfsemi að ræða,
sem hljóti óhjákvæmilega að
grafa undan smekk og virð-
ingu íslenzku þjóðarinnar fyrir
góðum bókmenntum og ís-
lenzkri tungu. Heitir fundurinn
á íslenzku þjóðina að fordæma
slíkt siðleysi og skorar á stjórn-
arvöld landsins að reisa ramm-
*
Olar úr sama skinni
Almenna blöskrun lief-
ur vakið siðlaust orðbragð Gunn-
ars; Gunnarssonar í orðaskaki
hans við kommúnista i Morgun-
blaðinu, þar sem skáldið kemst
m. a. svo að orði um andstæð-
inga sína: „Sjálfsmyndin saemir
þeim: vargur, máttvana, með
froðu lyga og gífuryrða um flá-
an kjaft.“
★★ Þjóðviljinn þykist ekki
kannast við slíkt orðbragð nema
hjá Júlíusi heitnuni Streicher.
★★★ Auðsjáanlega hefur
þvi farið fram hjá Þjóðvilja-
mönnum orðbragð Halldórs Ivilj-
ans i orðaskiptum hans við Val-
tý Stefánsson, svo og gifuryrði
Visliinskis dómara um sakborn-
ingana í réttarhöldunum i
Moskvu, að ekki sé minnzt á
ummæli Pravda um Bería lieit-
inn ekki alls fyrir löngu.
IMámsferð
Tímaritstjórinn dvelst nú vest-
an hafs, og er mælt, að hann
hafi verið sendur þangað upp úr
útvarpsumræðunum um vair-
traust á menntamálaráðherra,
Hannes Jónsson félagsfræð-
ingur, er fékk lóðir og lendur
ríkisins í Kópavogi að eins kon-
ar léni hjá kirkjumálaráðu-
neytinu fyrir síðustu bæjar-
stjórnarkosningar, hefur nú
sent hreppsbúum langt, prent-
að bréf, nokkurs konar hvíta
bók að sið meiri háttar stjórn-
málaforingja, þar sem hann
gerir grein fyrir störfum sínum
sem lénsherra og gefur sjálfum
sér allgóðan vitnisburð fyrir
samvizkusemi og aðrar dyggðir,
eri að haldi máttu koma í hinu
viðurhlutamikla embætti hans.
í þessu bréfi greinir hann
einnig frá því, að hann hafi
sjálfur óskað eftir því við ráðu-
neytið, að hann yrði leystur frá
léni sínu, en í sinn stað kæmi
Þriggja manna nefnd, skipuð
mönnum úr hreppsnefnd og
bygginganefnd Kópavogs-
hrepps. Má ráða af bréfinu, að
Hannes telji sig hafa komið
lóðamálunum í svo gott lag, að
þrír menn ættu að geta klórað
sig fram úr því að halda í horf-
inu fyrst um sinn.
ar skorður við útgáfustarfsemi
af þessu tagi.“
til þess að kynna sér, hvernig
tveir lýðræðisflokkar, sem eru
„tveir vængir á sama ránfugl-
inum“, eigi að ræðast við í blöð-
um.
Kurteisi án beyginga
„Manninum blæddi út á leið til
Keflavík,“ segir Morgunblaðið í
tveggja dálka fyrirsögn.
Það er vitaskuld ókurteisi við
vinaþjóðina að beygja þetta stað-
arheiti. En hví ekki að leggja þá
niður allar erfiðar beygingar og
segja einfaldlega: „Maðurinn
blæðaði út á leið til Kefla‘wick.“
Lýðræðisfræðsla
Heimdallar
Heimdallur hefur stofnað til
pólitískrar fræðslustarfsemi fyr-
ir almenning. Fyrstur var feng-
inn til Gunnar skáld Gunnars-
son, og flutti hann erindi um
vestrænt lýðræði og kommún-
isma.
Mælt er, að næstur verði Hall-
dór skáld Laxness og flytji
fræðsluerindi um austrænt lýð-
ræði og nazisma.
En svo að að þessum málum
sé vikið í alvöru, þá hefur hiði
mesta öngþveiti ríkt síðan
Hannes var skipaður yfir lénið,
enda segir( það sig sjálft, að
ekki getur vel farið, þegar út-
hlutun lóða er falin manni, er
enga samviimu hefur við
hreppsnefnd, sem á þó að sjá
fyrir götum og öðru, sem þar£
í kaupstað, né bygginganefnd,
sem á að samþykkja teikningar
og staðsetningu húsa. Er því
vel, ef einhver skárri skipait
kemst á, og lofsvert, að Hannes
skyldi sjálfur sjá, eða ráðu-
neytið fyrir hans hönd, að óum-
flýjanlegt var að gera hér
bragarbót.
-----♦------
U.M.F.R. eígnast
félagsheimili
Ungmennafélag Reykjavíkur
vígði á sunnudaginn nýtt fé-
lagsheimili, sem það hefur
komið sér upp inni við Holta-
veg í Laugardal. Að vísu er ekki
enn fullgerður nema helmingur
hinnar fyrirhuguðu byggingar,
en eigi að síður batnar nú mjög
öll aðstaða félagsins til félags-
starfs. Hinn fullgerði hluti
byggingarinnar hefur kostað
hálfa milljón króna, en það
þykir tíðindum sæta nú á tím-
um, að kostnaðurinn fór ekki1
fram úr áætlun. Byrjað er þegar
á hinum helmingi byggingar-
innar.
Formaður Ungmennafélags
Reykjavíkur, sem orðið er öfl-
ugt félag, þótt ungt sé, er Bald-
ur Kristjónsson, en formaður
byggingarnefndarinnar er Stef-
án Runólfsson, er með fórnfýsi
sinni, elju og bjartsýni hefur
únnið félaginu ómetanlegt gagn.
LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ
Laugardaginn % 5. viku vetrar.
Menningaw'braguw
Meðal Þingeyinga er
uppi hreyfing um það
að hætta að nota
haglabyssur við
rjúpnaveiðar og taka
i þess stað upp riffla.
Meginástæðan er sú,
að af haglaskotum
særast og limlestast
fuglarnir iðulega, þótt
þeir náist ekki, eink-
um ef skotið er á
hópa. Hinir særðu
fuglar dragast siðan
upp með harmkvæl-
um.
Það er menningar-
bragur að þessum
samtökum Þingeyinga
Hervegurlnn
Hervegurinn fyrir
ofan Hafnarfjörð var
sagður gerður til þess
að létta umferð af
götum kaupstaðarins.
Svo bregður þó við, að
ofan við bæinn sunn-
anverðan á vegurinn
að liggja um svæði,
sem nú þegar er að
byggjast og ekki stein-
snar frá húsum, sem
þar eru risin upp. Af
umferð um þenna
veg mun þó stafa
jafnvel meiri hætta en
umferðinni gegnum
aðalbæinn, því að fyr-
irsjáanlegt er, að
hraðar verður ekið um
nýja veginn. Það er
háskalegt forsjárleysi
aö láta hann liggja
um svæði, þar sem út-
hverfi er að rísa upp.
og vert að vekja á
þeim athygli, frum-
kvöðlunum til lofs og
öðrum til eftirbreytni.
Ekki er siðuðum
mönnum samboðið að
strá í kringum sig
harmkvælum og þján-
ingum að þarflausu,
enda þótt fuglar eigi
í hlut.
./«rð<*/n i
Ágætt efni til gler-
gerðar eru fáanleg
víða hér á landi, með-
al annars í Hvalfirði,
Norðurárdal og á
Snæfellsnesi. Eitt sinn
kom til orða, að gler-
verksmiðja sú, sem nú
er í smíðum í Reykja-
vik, yrði reist á norð-
anverðu Snæfellsnesi,
þótt ekki yrði af þvi.
Sigurður Blöndal
skýrir frá því í nýju
ársriti Skógræktarfé-
lagsins, að á Kamts-
jatka, Sjakalín og
gusturströndum Siber-
fu vaxi ýmsar tegundir
skógartrjáa, lerki,
greni, björk, ösp, og
fura, auk víðis, reynis,
sembrafuru og þyrnis,
og fieira, er líkiegt
sé, að myndu dafna
Þjóðfegar
skemmtamV
Séra Erlendur Sig-
mundsson á Seyðis-
firði flutti nýlega at-
hyglisvert útvarpser-
indi um þjóðlegar
skemmtanir. Hann
sýndi fram á nauðsyn
og þýðingu heilbrigðs
skemmtanalífs, en
lagði áherzlu á, að
fólkið ætti sjálft þátt
í að skemmta, í stað
þess að láta aðra
skemmta sér einvörð-
ungu. Skemmtanirnar
ættu að standa á þjóð-
legri rót, og í lok út-
varpserindis síns stakk
hann upp á því að úti
á landi yrðu nokkrum
sinnum á vetri haldn-
ar skemmtanir með
nýju og þó fornu sniði,
þar sem endurvakt-
ar yrðu þjóðiegar
skemmtanir, vikivak-
ar og fleira.
hér á landi. Á sumum
vaxtarstöðvum þess-
ara trjáa eru sumur
styttri en á ísiandi og
hiti, sumarmánaða
ekki meiri.
Erfiðleikar munu
hinsvegar á að fá fræ
eða græðlinga af sum-
um tegundanna, er
eiga sér heimkynni í
óbyggðum þar eystra.
*
Trjágróður frá Asíu ?
IIWU■WU^.'V«VVWU%fVWVbWWJVW%AftíVSdVVVWWSiVVVUVWVV
Skemmtun
halda þjóðvarnarfélögin í Reykjavík í skátaheimilinu viðj'
Snorrabraut föstudaginn 3. desember, og hefst hún klukkanj!
hálf-níu. 'I
Tvær stuttar kvikmyndir (Dýralíf á sjávarbotni og Úrj!
lífi mauranna.) 1!
Upplestur (Baldvin Halldórsson leikari). j
Dans. '!
Öllum heimill aðgangur. j!
Aðgöngumiðar verða seldir að Skólavörðustíg 17 föstu-1!
daginn 3. desember kl. 5—7 og við innganginn. Aðgöngu- 1!
miða má og panta í síma 2923 dagana fyrir skemmtunina. j!
Skemmtinef ndin. j 1
'WAVWAVVWWWVWWmV.W^.VWVWéWWWWWV^
tii þrerbrotÍMMS iýðs :
Afsalsbréf frá lénsfaerranum