Frjáls þjóð - 12.05.1956, Síða 3
Laugardaginn 12. maí 1956
frjAls þjóð
Þjóð og saga
F'yw'siu skáldalaun
Éslendinga
jL seinni árum hefur margt
verið rætt um skáldalaun
á fslandi og ærið misjafnt til
mála lagt. Er það raunar ekki
nýjung, að íslendingar séu á
öndverðum meiði í þeim efnum,
og má þá svo fara, að sumir
hafi þar lítinn sóma af, er tím-
ar renna. Má þar minnast
þeirrar hatrömmu togstreitu, er
varð um smávægileg skálda-
laun Þorsteini Erlingssyni til
handa snemma á þessari öld.
Mundu nú fáir vilja vera í
sporum þeirra, er spornuðu
gegn því af smásmugulegum
sárindum, að Þorsteini væri
nokkur sómi sýndur.
"■^vað er gaman að rif ja upp, að
einhvern tíma á næstu ára-
tugum eru þúsund ár liðin síðan
íslendingár inntu sem þjóð af
höndum sín fyrstu skáldaláun.
Sýnir það, hversu skáldskapur
hefur verið í miklum og al-
mennum metum að fornu, að
þjóðfélag landsmanna, sem enn
var í deiglu, samfélag ein-
þykkra og stærilátra útflytj-
enda, víkinga og óðalsbænda, er
ekki átti að baki nema svo s'em
nokkra áratugi í nýju landi, tók
sig til og heiðraði útlent skáld
með ríflegum fégjöfum fyrir
lóflegt kvæði. Svo mikiis þötti
þeim það vert, að skáld austur
í Noregi hafði ort um þá drápu,
sem efldi orðstír þeirra og lik-
leg hefur þótt að halda á lofti
minningu þeirra á komandi
tímum.
Því miður ér þessi verðlauna-
drápa týnd og gleymd, en sögn-
in um launin, er voru af hönd-
um reidd fyrir hana, lifir enn
og er órækur vitnisburður um
sjálfsvirðingu þeirra, sem
skáldalaunin guldu, og drýldni
landnemaþjóðar á úthafseyju,
þegarhenniþóttisér gert vel til.
Það var kveðið um karlana hér
á íslandi, líkt og sjálfa kon-
ungana — slíkt bar að launa
að verðugu!
T^essi atburður gerðist það bil,
er Njáll Þorgeirsson var
miðaldra maður og Rannveig á
Hlíðarenda orðin roskin kona.
Skáldið var Eyvindur skálda-
spillir, Finnsson hins skjálga,
Eyvindarsonar lamba og Sig-
ríðar á Sandnesi, ekkju Þórólfs
Skallagrímssonar, er Haraldur
konungur hárfagri lét drepa.
Hið norska skáld var því ná-
frændi Rangæinga, því að föð-
ursystir hans, Rannveig (eða
Geirlaug, eins og hún er nefnd í
Egils sögu) giftist Sighvati
rauða, er narn íand á Rangár-
völlum í skjóli Ketils hængs,
einmitt þess manns, er hefndi
Þórólfs Skallagrímssonar með
því að drepa Hildiríðarsyni
norður á Torgum á Háloga-
landi. Rannveig á Hliðarenda
og Mörður gigja, börn Sig-
mundar SighvStssonar rauða,
voru því tvímenningar við
skáldið, og frá Eyvindi lamba,
er var sonur Berðlu-Kára úr
Firðafylki í Noregi, hefur
Lambanafnið sennilega verið
komið inn í ættir Rangæinga.
En Baugur, fóstbróðir Ketils
hængs, var afi Hámundar, föð-
ur Gunnars á Hlíðarenda.
Skáldið norska hefur því ver-
ið náskylt og tengt fjölda
manna hér á landi, einkum í
Rangárþingi, og mörgum öðr-
um vel kunnur.
Það virðist einhvern tíma eft-
ir miðja tíundu öld, að hingað
berst drápa sú, sem Eyvindur
skáldaspillir orti „um alla ís-
lendinga“. Varð það þá að ráði,
að „þeir launuðu svo, að hver
bóndi gaf honum skattpening.“
Er vart að efa, að þau ráð hafa
verið ráðin á alþingi. Þessi
skattpeningur „stóð þrjá pen-
inga silfurs vegna og hvítur í
skor. En er silfrið kom fram á
alþingi, þá réðu menn það af
að fá smið til að skíra silfrið.
Síðan var gjör af feldardúkur,
en þar af var greitt smíðakaup-
ið. Þá stóð dálkurinn fimm tugi
marka. Hann sendu þeir Ey-
vindi.“
Þetta þarfnast nokkurrar
skýringar. Feldardálkur var
næla, sem höfð var í feldi og
skikkjur og krækt í innri föt á
hægri öxl, segja fróðir menn.
En skattpeningur er talinn vera
mótuð mynt, engilsaxnesk, þar
/•jfe .
POLYÖRAPH
umboðið á íslandi tilkynnir:
Útvegum frá Austur-Þýzkalandi allar tégundir
prent- og bókbandsvéla, svo og hverskonar vélar
aðrar, sem vinna úr pappír eða pappa, þ. á m. vélar
til f ramleiðslu á pappírspokum og pappaumbiiðum.
Umboðið á lslandi
Orð þeirra sgátfra I:
„Harddur og Gylfi hafa
brugðizt öllum loforðum,i
Eftir ritstjóra Tímans
Hinn 28. maí 1953 fengu
núverandi bandamenn
Framsóknarflokksins, Har-
aldur og Gylfi, svohljóðandi
kveðjusendingu í Tímanum:
„Fyrst Alþýðublaðið er
byrjað að tala um svikin lof-
orð, er ekki úr vegi að benda
því á tvo þingmeivn, sem
hafa brugðizt öllum loforð-
um, sem þeir gáfu fyrir sein-
ustu kosningar. Þessir tveir
heiðursmenn eru Haraldur
Guðmundsson og Gylfi Þ.
Gíslason. Fyrsta verk þeirra
eftir kosningarnar 1949 var
að bregðast öllum loforðun-
um á einu bretti, draga sig í
hlé og segja, að nú bæri öðr-
um að taka við, eftir að
stjórn Stefáns Jóhanns var
búin að sigla atvinnuvegun-
um í algert strand. Þeir
neituðu allri þátttöku í
stjórnarstörfum vegna erfið-
leikanna, er framundan
voru, og hugðust að hagnast
á stjórnarandstöðu á erfiðum
tímum. Þeir hafa gagnrýnt
flest það, sem gert hefur
verið, en varast sjálfir að
benda á önnur úrræði. Ef
stefnu þeirra — eða réttara
sagt stefnuleysi — hefði ver-
ið fylgt, myndu atvinnuveg-
irnir alveg hafa stöðvazt,
þúsundir manna hefðu geng-
ið atvinnulausar, vöruskort-
urinn og dýrtíðin hefðu
margfaldazt. Þetta hefur
þjóðin líka gert sér ljóst. í
stað þess að hagnast á stjórn-
arandstöðunni er Alþýðu-
flokkurinn nú klofinn og
sundraðúr og horfir fram á
fylgistap.“
BORGARFELL H.F. c
Klapparstíg 26, sími 1372.
eð ekki var hér önnur mynt
mótuð á tíundu öld. Á Englandi
var skattur greiddur með þess-
ari mynt, og voru gæði silfurs-
ins reynd með því að rista skor-
ur í rendur peninga. Væru pen-
ingarnir „hvítir í skor“, var í
þeim allhreint silfur. Þyngd
hvers skattpenings hefur verið
nálega 1,35 grömm, enda
svarar það vel til þyngdar
hinna ensku skattpeninga. Sé
gert ráð fyrir, að silfrið hafi
létzt nokkuð við skírsluna, þarf
160 skattpeninga í hverja mörk.
En gripurinn fullsmíðaður vó
fimm tugi marka, eða sem næst
21,4 pund. Þar að auki voru svo
smíðalaunin, sem tekin voru af
fénu, en erfitt er að ákveða,
hversu mikil þau hafa verið.
Skáldið hefur því hlotið all-
veruleg kvæoalaun. En ekki
hefði það verið öfundsvert af
því að skarta á öxl sér með
feldardálk, sem meira var en
tuttugu pund aö þyngd!
TVTú er að segja lítillega frá
’ Eyvindi skáldaspilli. Virð-
ist svo sem honum hafi ekki
verið sýnt um búskap og fé-
sýslu. Feldardálkinn mikla lét
hann þó höggva sundur og
keypti sér fyrir hann bú. Sýn-
ist það að vísu allbúmannlega
gert. En eitthvað hefur tekizt
illa til með búskapinn hjá Ey-
vindi skáldi. Af vísu eftir hann
má ráða, að ári síðar hafi allt
verið til þurrðar gengið. Þá
kom síldárhlaup við útver í
Noregi. Fór Eyvindur til fundar
við síldarkarlana og keypti af
þeim síld fyrir bogaskot, því að
fé hans allt var þrotið. Segir
hann hallæri valda hvoru
tveggja, að gjöfin íslenzka er
farin forgörðum og örvar hans
verða að ganga upp í síldar-
verðið.
Þetta er sagan af fyrstu
skáldalaununum, ér Islendingar
reiddu af höndum.
Við þetta verður að gera ofur-
lítinn eftirmála. Lengi hefur
svo verið talið, að Hafursfjarð-
arorrusta yrði árið 872 og Har-
aldur hárfagri léti drepa Þór-
ólf Kveldólfsson 877. En nú er
svo komið, að nær fullsannað
þykir, að þessi ártöl eigi að
færast fram um sem næst þrett-
án ár. Fall Þórólfs ætti þá að
hafa verið um 890. Haustið eft-
ir mælti konungur svo fyrir, að
Sigríður á Sandnesi, ekkja Þór-
ólfs, skyldi giftast Eyvindi
lamba, og Rannveig (eða Geir-
laug), dóttir þeirra, getur því
ekki verið fýrr fædd en á ár-
unum eftir 890. Sigmundur,
sonur þeirra Rannveigar og
Sighvats rauða, sá er féll við
Sandhólaferju fyrir Snjall-
Steini Baugssyni, er báðir vildu
fara fyrr yfir Þjórsá, getur ekki
verið fyrr fæddur en um 910 og
Rannveig Sigmundardóttir,
móðir Gu-.nars á Hlíðarenda, og
I.lörðar-gígja ekki 'fyrr en um
eða eftir 930, enda þótt Mörður
gígja sé í tímatali eldri útgáfna
Njálu talinn fæddur 910 og
Gunnar á Hlíðarenda 945.
(Njála sleppir úr ættlið,' telur
Mörð son Sighvats rauða, en
ekki Sigmundar). — Þá stenzt
ékki heldur hin gamla tíma-
setning um útkomu Skallagrímjg
878 né Ketils hængs 877, þar eð
hvorugur fór úr Noregi fyrr
en eftir dauða Þórólfs Skalla-
grímssonar.
Ríkisstjórnarár Haralds grá-
felds færast þá og aftur í sam-
ræmi við það, hve Hafursfjarð-
arorrusta er talin hafa orðið
síðar en áður var talið, en á
valdatíma hans er helzt að
skilja, að Eyvindur skáldaspill-
ir hafi fengið skáldalaunin frá
íslendingum. Það hefði þá
væntanlega verið einhvern tíma
kringum 980.
FRJÁLS Þ)ÓÐ
Sími R-29-35.
» i < m m m