Frjáls þjóð

Ataaseq assigiiaat ilaat

Frjáls þjóð - 19.05.1956, Qupperneq 4

Frjáls þjóð - 19.05.1956, Qupperneq 4
FRJÁLS ÞJÓÐ Laugardag-inn 19. maí 1956. 1 Andbyr hjá Sjálfstæðisflokknum langflestum kjördæmum landsins Míúsufjjafir W\ramsókffi&r S.cndiboðar og áróðurs- meistarar Framsóknarflokks- ins hafa í laumi dreift af mikilli elju Jicirri sögu, að fyrrvcrandi l»ingmaður Sjálfstæðisflokksins eigr liús það, Lækjargötu 8, þar sem Þjóðvarnarflokkuriim hefur herbergi á ieigu. En á dög- unum henti þá sú skyssa að koma þessu einnig áframfæri í Tímanum, hvort sem það er af því, að þeir séu sjálfir farnir að trúa lygi sinni eða almennu skeytingarleysi um rétt og rangt. En fyrir bragð- ið er nú hægt að festa hendur á þessari sögu, sem er heim- ilisiðnaður Framsóknar- foringjanna sjálfra og ber vitni um, til hve lúa- legra bragða er gripið. Um þetta þarf ekki að deila. Eignarhald á öllum húseignum í bænum er skjal- fest i embættisbókum horg- arfógetaembættisins í Rvík. Annars mun mörgum þykja það rausnarlega gert og bera vitni um, að Framsóknar- foringjarnir séu í mikilli þakkarskuld við fyrrverandi þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, ef þéir ætla að gefa þeim hús í miðbænum. Iíverju skyldu þeir þá offra þcim, sem kosnir kunna að verða núna, reiðubúnir til þess að endurnýja samstjórn Fram- sóknar og íhalds? FramboölÖ í Eyjum - Framliald af 3. síðu. íjarðar af hálfu Alþýðuflokks- ans árið 1942, þá 24 ára gamall, -sndurkosinn 1946, en íluttist litlu síð'ar til Eyja. Árum sam- an formaður Alþýðufloldvsfé- lagsins í Vestmannaeyjum og xitstjóri flokksblaðs Alþýðu- ilokksmanna þar, en sagði þeim störfum af sér 1950. Frambjóð- andi Alþýðuflokksins í þing- kosningunum 1949 og kosinn í jæjarstjórn Vestmannaeyja af irálfu Alþýðuflokksins í janú- ar 1950. Var vikið úr Alþýðu- •j'lokknum haustið 1951 vegna ágreinings um stefnuna. Gekk i Þjóðvarnarflokkinn skömmu eftir stofnun hans. Frambjóðandi þjóðvarnar- nanna í Eyjum við kosning- arnar 1953 og kjörinn bæjar- l'ulltrúi af hálfu þjóðvarnar- manna 1954, en þá fengu þjóð- /arnarmenn meira atkvæða- nagn í Eyjum en Alþýðuflokk- jrinn og Framsóknarflokkúr- ánn. Fylgisaukningin frá þing- Aosningum til bæjarstjórnar- Ivosninga reyndist 40%. Hrólfur á sæti i miðstjórn í’jóðvarnarflokksins. Það er nú komið í Ijós, að Sjálfstæðisflokkurinn sætir miklum andbyr um nær allt land. Sendimenn hans eru hvarvetna spurðir, hvaða stefnubreytingu flokkurinn hyggi á til þess að bjarga við efnahagsmálunum, en svörin eru ekki á reiðum höndum. Fólki þykir það tortryggilegt. Aðrir spyrja um það, hvernig sá flokkur geti haldið áfram að kenna sig við sjálfstæði, er vill skjóta hersetumálunum undir dóm þeirra herforingja, er hafa hersetu á íslandi. Allar skil- greiningar á því hafa verið næsta furðulegar. Að fornu leiddu þeir fnenn erlenda áþján yfir land og þjóð, er fundu upp það úrræði að skjóta málum undir úrskurð erlendra þjóð- höfðingja. Öllum greindum mönnum sýnist það enn vís vegur til þess að glata frelsi og sjálfstæði. Fiskimenn og bændur úti á landi geta ekki heldur leyst þá gátu, hvernig það samrýmist sjálfstæði þjóðarinnar að sitja uppi með erlent herlið á mörg- um stöðum í landinu á þeim tímum, þegar allir forsvars- menn stórþjóðanna eru á einu máli um það og hafa marglýst yfir því, að ekki sé hætta á ófriði í heiminum í náinni framtíð. Fólki finnst ekki nein skynsamleg ástæða mæla með hersetu í Hornafirði, Aðalvík, Hvalfirði, á Miðnesheiði og Heiðarfjalli, þótt reikiflokkar Araba og Gyðinga hleypi við og við af skotum á eyðimörkum við botn Miðjarðarhafs, Bretar dæmi menn til dauða á Kýpur og þess sé heínt með launvígum eða Márar eigi í höggi við Frakka í Afríku. Engin hætta þykir á, að stórstyrjöld verði út af þeim átökum, og ekki munu Marar né Gyðingar fara með her að ísiandi. ' 'U Af þessum sökum öllum og mörgu öðru hafa sendimenn Sjálfgtæðisfiokksins fengið mjög lélega áheyrn í fundar- fex-ðum sínum víðast á landinu. Sjálfstæðisflokkuiánn hefur líka á undanförnum árum hald- ið svo á stjói'nartaumunum, að öll efnahagsmál eru komin í meira öngþveiti en hér hefur áður þekkzt. (Auðvitað er Framsóknarflokkurinn samá- byrgur.) Og þá spyr margur sjálfan sig: Er Sjálfstæðisflokk- urinn einna líklegastur til þess að bjarga því, er bjargað verð- ur? Skyldi Óiafur Thors reisa aftur allt það, sem sýnilega er komið í rúst í stjói’nartíð hans? — Varla er þeirra afreka af honum að vænta á gamals aldri. Varla yrði ný samstjórn hans og Framsóknarflokksins betri þeim, er setið hafa. Raunar þarf engan að undra, þótt kosningahorfur Sjálfstæð- isflokksins séu daui'ar að þessu sinni. Ferill flokksins og stefna hans öll reisa skorður við því. Staðreyndirnar tala gegn Sjálf- stæðisflokknujn. Rök stað- reyndanna eru þyiigstu rökin i stjórnmálabaráttu. Þannig er þegar fyrirsjáan- legt, þótt enn séu fimm vikur til kosninga, að Sjálfstæðis- flokkurinn verður fyrir veru- legu fylgistapi, ekki síður úti á landi en 1 Reykjavík. Hann er dæmdur til að tapa. Hann hefur brugðizt vonum fólks. Þótt Sjálfstæðisforingjarnir reyni að kenna öðrum um, hve stjórnarstefnan hefur gefizt illa, þá er það ekki hægt. Samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknar hefur haft margfaldan þingmeirihluta á bak við sig og gat gert hverjar þær ráðstaf- anir, er hún taldi þjóðarnauð- syn að gera. Ef hún samt sem áður taldi sig ekki hafa bol- magn til þess að spyrna fótum við því, er hún taldi þjóðarvoða, gat hún skotið málunum undir dóm þjóðarinnar. Það var henni raunar skylt, ef svo var. En það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki viljað gera — ekki einu sinni nú. Þessar kosningar eru gegn vilja hans. Foringjai’nir hafa látið sér vel lika, þótt allt stefndi norður og niður. Þeir vildu aðeins sitja áfram í ráð- hei-rastólunum með Framsókn. Þeir hafa því engar varnir fram að færa fyrir því, hvern- ig stjórnarstefna þeirra hefur gefizt. Þeir geta ekki komið sökum á aðra, nema meðábyrgð á samráðherra sína og flokk þeirra. Þeir stjórnuðu og eiga sök á því, hvernig komið er. Og nú verða þeir að þola dóm kjósenda. Sjálfir hafa þeir nú sannfærzt um það af ferðum sínum um landið, að dómur kjósendanna mun ganga gegn þeim. Orð p&is'B'cu tifttWra ITSS — Engin httil hrú i fíannihaí SSS Bjóðið fram gegn Hanníbal! JfJftir rit&tjjára fífáðrilýa'ns Fyrir síðustu alþingiskosningar birtist leiðari í Þjóð- viljanum (6. júní 1953), þar sem ráðizt var harkalega á Þjóðvarnarflokkinn fyrir framboð hans. Þar segir m. a.: „Þjóðvarnarflokkurimi leitast við að bjóða fram hvarvetna þar sem andstæðingar hernámsins hafa mögnleika á að vinna stóra sigra. Hann reynir að koma í veg fyrir, að Gunnar M. Magnúss, forustumaður and- spyrnuhreyfítigarinnar gegn her í landi, nái þingsæti i Reykjavík. Hann býður fram gegn Finnhoga Rúti Valdimarssyni til þéss að gcra aðstöðu Olafs Tliors og Guðmundar hernámsstjóra sem bezta. En hann lætur sér ekki til hugar koma að bjóða fram gegn þeim, sem herfilegast hafa svikið málstað Íslendingíi, eins og Hanníbal Valdimarssyni.” Hernámsandstæðingar, sem kusuð Sósíalistaflokkinn 1953, leggið ykkur þessi orð á minni! ÞÁ ætlaði Þjóðviljinn að ærast út a£ framboði Þjóðvarnarflokksins í Reykjavík, sem hann taldi stefnt gegn Gunnari M. Magnúss, en átaldi Þjóðvarnarflokkinn fyrir að bjóða ekki fram gegn svikaran- um Hanníbal. En eins og menn muna, hafði hinn nýstofnaði Þjóðvarnarflokkur ekki bolmagn til að bjóða fram nema í fáum kjördæmum. NÚ er ekki minnzt einu orði á „and- spyrnuhreyfmguna“ í Þjóðviljanum óg Gunnari M. Magnúss hrundið út í yztu myrkur. í stað hans er Reykvíkingum nú boðið upp á að kjósa Hanníbal Valdimarsson, sem kallaði hingað til lands ameríska herinn arið 1951 og varði í líf og blóð fyrir fáum r.iánuðum í leiðurum Alþýðublaðsins her- námsbælin í ættbyggð sinni og fyrra kjördæmi, radar- stöðvarnar í Aðalvík. Hver vill vcrðlauna slíkan loddaraleik með atkvæði sínu í kosningunum 24. júní í sumar? Mægir iðrun fyrir réttihum? Framsóknai’flokkurinn hefur lengst af síðan 1939 verið í stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn og óslit- ið síðan 1946. Ekki er kunn- ugt, að nein veruleg snurða haf-i hlaupið á þráðinn hjá þessum flokkum. Þeir hafa jafnan staðið saman run all- ai’ ákvarðanir, er nokkru varða. Það er aðeins, þegar kosningar hafa nálgazt, að þeir hafa staðið upp í hárinu hvor á öðrum. Það er sjón- leikur, sem settur hefur ver- ið á svið fyrir kjósendur, svo að fr'ambjóðendur þessara flokka kærnu ekkl fram al- veg eins og jábræður á framboðsfundum. Ekki er fremur kunnugt unx nokkurn ágreining þess- ara flokka á. síðasta kjör- tímabili en endranær. Og enn sitja þeir saman í stjóm, þótt á þingi í vetur væri möguleiki á myndun nýrrar meirihlutastjórnar, ef Fram- sókn hefði viljað, eins og jafnan hefur verið öll sam- stjórnarár Framsóknar og Sjálfstæðisflokks En þegar til kosningabar- áttunnar kemur, afneitar Framsókn þeirri stefnu, sem hún fylgdi í ríkisstjórn fram á allra siðustu daga þings- ins, og veitir raunar enn stuðning með setu simii í ríkisstjórn undir forsæti Olafs Thors. í kosningábar- áttunni læzt Framsókn vera á móti þeirri stefnu, sem stjórnarsamstarfið er reist á — móti hersetu, móti verð- bólgu, móti spillingunni, sem ríkisstjórnin hefur góðfús- lega lofað að dafna. Meðal hugsandi jnanna vaknar sú spurning, hvort það eigi aó nægja stjórn- málaflokkum, er stýrt hafa málefnum þjóðar sinnar úf í ófæru, að snúa við blaðinu, er kosningar náJgast. Eiga stjórnmálafloklcar að tborga fyrir sína stefnu, eða er það æskileg leið til þess að þroska stjórnmúi asiðgæði i landinu, að beir sleppi við hegningu, ef þeir söðla um — vikurnar fyrir kosning- ar — jafnvel bótf það kumú að vera gert í blekkingar- skyni einu? Nægir brota- numni iðrun fyrir réttinum? Og ef slík iðrun á að nægja — er hún jaíngóð og gild, þótt sami aðili hafi hvaS eftir annað fleytt sér á sams konar iðrun rjxeð þriggja eða fjögurra ára nullibili, en lialdið síðan jafnan áfram sinni fyrri óhappaiðju, eff dómsúrskurður var fnllinw. Iionum í vil? Við kosningar ganga stjórnmálaflokkar undír dóm þjóðarinnar. Það er sá alþýðudómstóll, sem við þekkjum í þessu landi. — Metur h.ann gilda iðrun Framsóknarflokksins, sem enn er í ríkásstjórn með íhaldinu — iðrun, sem Framsókn hefur jafnan fleytt sér á við allar síðustu kosningar, en ætíð kastað fyrir borð að kosningum loknum? Grímur. Undirritaður óskar upptöku í Þjóðvarnarflokk íslands: (Nafn) (Heimilisfang) Til skrifstofu Þjóðvarnarflokks íslands, Lækjargötu 8, Reykjavík.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.