Frjáls þjóð - 19.05.1956, Page 9
Laugardaginn 19. maí 1956.
FRJÁLS ÞJÓÐ
$
Tíminn keppir við Moggann í fjóinaræktun
Sú var tiðin, að Mo'rgunblað-
ið var alira blaða frægast fyrir
málleysur og ambögur. Voru
bögumæli þessi kölluð fjólur og
ritstjóri þess Fjólupabbi. Enn er
sú tíð, að Morgunblaðið er fullt
af fjólum, hugsanavillum, röng-
um beygingum og hvers konar
rassbögum, Sú var líka tíðin, að
Tíminn var vel ritað blað, á
góðu máli og með glæsilegum
stíl, og þá gat blaðið djarft úr
flokki talað. Þá var safnað í
Tímann vitleysum Morgun-
blaðsins og þær kallaðar fjólur,
og þá varð FjólUpabbi frægur.
En nú er tíðin orðin önnur.
Það finnast nú fleiri ritskussar,
sem í blöð skrifa, en Fjólu-
pabbi einn. Ritarar Tímans
keppa nú við Morgunblaðið í
fjólugerð, og ljómi Fjólupabba
bliknar nú óðum við hliðina á
hinum nýju keppinautum. í
nærri hverju blaði sjást nú
gömlu bögumælin, sem Tim-
inn hér á árum fyrr var að
<dára Morgunblaðið fyrir.
Ef maður vill fara í fjóluleit
í Tímanurn, er ekki úr vegi að
líta á 2. síðu, slúðursíðuna, þótt
víðar sé gott til grasa. Skulu
hér tekin fáein dæmi nokkurn
veginn af handahófi: ,, . . . Hún
er eiginkona manns sins í áríða-
mcsta fyrirtæki lífsins“ (Tím-
inn 6. júlí 1955). Ekki er ljóst,
hvað átt er við með því að kalla
hjónabandið áríðamikið. Ann-
að dæmi: „ ... Sextiu af hundr-
aði giftra Bandarikjamanna búa
til morgunverðinn, á meðan
konan liggur á sitt græna eyra
eins og gauksungi í hreiðri.“
(Úr sömu grein). At sove paa sit
grönne öre, er á íslenzku að
sofa eins og' rotaður selur. Auð-
lærð er ill danska. Annars
liggur maður á eyranu, en ekki
á cyrað. Líkingin er ekki heldur
heppileg, að konukindin liggi
„á eyrað“ eins og gauksungi í
hreiðri. Gaukurinn verpur í
hreiður annarra fugla, án þess
að þeir viti um. Konunni hefur
líklega verið prangað inn á
manninn að honum óvitandi.
Þriðja dæmi: Það er ekki tek-
Fyrirspurair til Hanníbals
FRJÁLS ÞJÓÐ leyfir sér að
fara þess á leit við hinn nýja
«g sjálfskipaða bandamann
kommúnista, Hanníbal Valdi-
marsson, að bann svari eftir-
farandi spurningum:
1. Var nauðsynlegt að
lcalla hingað erlendan her
vorið 1951?
2. Var sennilegt, að það
núundi hafa heillavænleg
áhrif í för með sér fyrir ís-
lenzkt efnahagslíf og menn-
ingarlíf og sjálfstæði þjóð-
arinnar að hafa hér erlend-
an her og hernaðarbæki-
stcðvar?
3. Frömdu þeir menn
stjórnarskrárbrot, sem
samþykktu að kalla hing-
að eriendan her, gera
samninga um dvöl hans hér
og heimila honum land-
göngu, áður en málið var
lagt fyrir alþingi?
%V-WJVW*VAW%W»%V
Fi/r/r 2J.9 ttruinz
4. Hvort er líklegra, að
erlendar herstöðvai' á Is-
landi tryggi öryggi þjóðar-
innar eða kalii yfir hana
aukna tortímingarhættu, ef
til styrjaldar skyldi draga?
5. Teiur Hanníbal Valdi-
marsson æskilegt að ís-
lenzkir alþingiskjósendur
kjósi þá menn á þing 24.
júní n.k., sem samþykktu
að kaila hingað amerískan
her 1951?
E£ Hanníbal treystist ekki til
að svara þessum spurningum
sjálfur, er honum heimilt, að
láta Finnboga Rút bróður sinn
gera það.
Ef Hanmbal fær ckki svörin
birt í Þjóðviljanum eða Út-
sýn, heimilast honum rúm
í FRJÁLSRI ÞJÓÐ, allt að 400
orð, enda er það eitt áskilið, að
spurningunum só svarað lið
fyrir lið.
ið úr slúðursíðunni og er upp-
haf þýddrar greinar: „Við
fyrstu sýn virkar kínverskt
dagblað alls ekki girnilegt til
Iestrar.“ (Tíminn 5. ág. 1955).
Málsgreinin er raunar ambaga
ein frá upphafi til enda, likust
þvi, að hún væri rituð af út-
lendingi, sem ekkert vald hefði
á íslenzku máli. Fjórða dæmi:
,,. .. ef fugl er tekinn af eggj-
um sínum og difið (sic!) i kalt
vatn.“ (Tíminn 22. sept. 1955).
Sögnin dýfa beygist þannig:
dýfa — dýfði — dýft.
Fimmta dæmi: „Uppreisnar-
menn ná yfirtökunum í Argent-
ínu.“ Þetta er fyrirsögn grein-
ar í Tímanimi 20. sept. 1955.
Sá, sem heíur yfirtökin í hrygg-
spennu, stendur jafnan verr að
vígi en sá, sem undirtökin hef-
ur. En þetta er góð danska, þótt
ekki þyki það rökrænt á voru
máli. Á íslenzku heitir það með-
al annars að hafa yfirhöndina.
Fyrir þessa ambögu meðal ann-
ars dró Tíminn dár að Morgun-
blaðmu á sinni öndvegistíð.
Skal hér láta staðar numið,
þótt af nógu sé að taka. Tím-
arnir breytast og menn-
irnir með. Áður safn-
aði Tíminn fjólum Morg-
unblaðsins í háðungarskyni.
Nú ræktar hann sjálfur
fjólur. En á þeim dögum var
líka ritstjóri Tímans gáfaður
menntamaður.
Úlfljótur.
P.s. Rétt þegar ég var að
senda frá mér greinina, varð
mér litið á slúðursíðu Tímans
(13. nóv. s.l.). Var þar grein
um Margrétu Bretaprinsessu.
Hún hafði farið til Kirkju (rit-
að með stórum staf!) hins
heilaga Páls, og 500 þegnar
hennar (sic!) höfðu beðið við
kirkjudyrnar í kulda og rign-
ingu, og þessi ágæta prinsessa
hafði meira að segja brosað til
fólksins, reyndar af „veikum
mætti.“ (Miklar fréttir það!) í
sömu grein er getið um yfirlýs-
ingu erkibiskupsins „frá“ Kant-
araborg og hafi hún „ollað“
mikilli gremju. Síðar segir svo,
að afstaða biskups til skilnað-
ar prinsessunnar og Péturs hafi
HoHenzkir duggarar hoggva
skipbrotsmenn í Tálknafirli
Áskrifendasöfnun
Við undriirit. . .. óskurn hér með eftir að gerast áskrif-
endur að FRJÁLSRI ÞJÓÐ.
Það befur borið til á þessu
ári, sem hefur ekki gerzt í
átta áratugi, að hafis hefur
komið fyrir Reykjanes og
inn á fiskileitir Nesjamanna.
Inn í þennaa hafís eltu
franskir hvalveiðimenn
hollenzka duggu, og fór svo,
að áleitni þeirra dró Frans-
arana alla til dauða.
Hafísinn rak inn á Flóann
fyrsta sunnudag í sumri, og
hefur hann verið svo sam-
felldur, að sex menn af skipi
úr Garði, sem brotnaði í ísn-
um, gátu gengið á ís til lands.
Einstakir jakar hafa borizt
lengst inn á víkur hér við inn-
anverðan flóann.
Senna við fslandsströnd.
Síðastliðin sjö ár hefur ó-
friður verið á milli Frakka og
Hollendinga, og hafa fiskiskip
þeirra hér við land átzt illt við.
Nokkru eftir vertíðarlokin í
vor réðst franska hvalveiði-
skipið, sem áður hefur verið
getið um, á hollenzka fiski-
duggu og elti hana inn fvrir
Reyltjanes. Þar lagði duggan
undan inn í ísinn, og héldu
Frakkar á eftir henni og brutu
skip sitt í ísnum. Misstu þeir
þar duggunnar, en komust
sjálfir velflestir af, þótt þeir
yrðu að ganga af skipi smu
föstu í ísbreiðunni. Komu þeir
á land á Suðurnesjum, 42 sam-
an. En duggan brauzt norður
úr ísnum.
„olIað“ miklum deilum. Mikil
óskapleg vitleysa getur
ollið upp úr manninum! Þessir
menn, sem þannig rita, eins og
ég hef sýnt með þessum fáu
dæmum, ættu allt annað héld-
ur að gera en fást við ritstörf.
Sami.
Athugasemd blaðsins:
Þessi grein hefur legið lengi
hjá blaðinu, svo sem tilvitnan-
irnar bera með sér.
Feigðarför vestur á fjörðu.
Hinir frönsku skipbrotsmenn
vildu þegar komast til Vest-
fjarða, því að þar hugðust þeir
hitta fyrir sina landsmenn.
Fengu sumir skipbrotsmanna
tvo báta á Miðnesi og fóru á
þeim í góðu veðri vestur undir
Jökul og síðan þaðan í Vest-
firði.
Aðrir gengu inn Nes, mjög
óðfara, og síðan vestur um
land. Léttu þeir ekki, fyrr en-
þeir komu í Tálknafjörð. Lá
þar skip eitt, sem þeim sýndist
líkt frönsku hvalveiðiskipi.
Héldu þeir ekki uppi neinum
spurnum um skip þetta, heldur
hröðuðu sér til sjávar, alls-
hugar fegnir, að lokið var
langri og erfiðri ferð.
En er þeir komu á skipið,
voru þar Hollendingar fyrir.
Höfðu Hollendingamir eng-
ar vöflur á, Tóku þeir hina
frönsku skipbrotsmenm
höndum og lijuggu þá þegar
alla fyrir borð þar á legunm
í Tálknafirði.
Níðingsverk Frakka.
Litlu eftir að hinir frönsku
hvalveiðimenn voru farnir af:
Suðurnesjum,komu þangað átta
skipbrotsmenn skozkir, er kom-
ið höfðu á land í Vestmanna-
eyjum á ísjaka.
Þeir höfðu verið á skipi, sem:
sigla skyldi til Vestur-Indía, en
voru teknir af Frökkum undir
Englandi og rændir öllu góssi.
Síðan höfðu þessir menn verið
flúttir norður í höf á franska-
hvalveiðiskipinu, sem brotnaðí
í ísnum við Suðumes. Er
Frakkar komu að ísnum fyrir
sunnan land, voru Skotamir
reknir út á hann, nálega klæð*
lausir og skildir þar eftir;
Hrakti þá á ísnum í fjögur-
dægur, áður en þeir komu að
Vestmannaeyjum. Þótti þeim ■
sem Frakkarnir hefðu hlotið
makleg málagjöld fyrir til-
tekjur sínar.
okkar sei
KJÓSTU
MKi EKKI!
Til FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR
'! Skólavörðustíg 17, Reykjavík.
WWWWWWVWAWVWWWWWWWWWWWIWWÍ
Mörgum kjósendum, sem
áratugum saman hafa lagt sig
í framkróka um það að efla eða
viðhalda fylgi flokks síns i sínu
kjördæmi, þykir undarlega við
bregða í þessum kosningum.
jNú er nefnilega víða komið í
Ijós, að'þetta starf hefur allt
verið unnið fyrir gýg. Flokks-
tvyggð þessa fólks hefur verið
á röngum forsendum reist,
og fórnarstarf þess einskis vert.
Flokksforingjarnir í Reykjavík
segja nú kjósendum þús-
undum saman að kjósa fram-
bjóðendur annarra aðila, jafn-
vel flokka, er þeir hafa átt í
hörðum deilum við.
Þannig mun Alþýðuflokk-
urinn ekki bjóða frain í
átján kjördæmum landsifts
af 28. Jafnvel á Siglufirði,
þar sem framboðið verður
þó á hans nafni, lýsir fram-
bjóðandinn yfir því, að hann
sé utan flokka.
Framsóknarflokkurinn hafn-
ar líka kjósendum sínum í ell-
efu kjördæmum, býður þar alls
ekki fram. Gamlir kjósendur
i þeim kjördæmum komast nú
skyndilega að raun um, að þeir
hafa verið á villigötum, er þeir
gerðust fylgismenn hans.
Loks er svo sjálfur Samein-
ingarflokkur alþýðu — Sósíal-
istaflokkurinn. Hann gengur
rösklega til verks, þiví að hann
býður hvergi fram í eigin nafná.
Öll árvekni kjósenda þessa
flokks var nefnilega á eintóm-
um misskilningi byggð, líkt og
aðdáunin á Slalín. Sameining-
arflokkur alþýðu var ekki til'
neinnar sameiningar fallinn. —
Það er á þá bræður, Finnbogá'
Rút og Hanníbal, sem á að
veðja.
Allir hrópa þessir flokkar1
ákaft á fyrri kjósendur sína að
hlýða hinni nýju dagskipatt
marskálkanna í höfuðstaðnum.;
Þið eigið ekki að kjósa okkur,
heldur hlna — hina. — Svoná
broslegt getur fálmið orðið,1
þegar flokksforingjar gerast’
smeykir um sig.