Frjáls þjóð - 24.08.1957, Side 1
■Ses
Bakarar vilja nokkuð fyrir snúð sinn
Brauðvcrlcfall balcara, það
sem almenningur hcfur gcf-
ið nafnið „lucky stritóe1',
heldur enn áfram, og virðast
engar horfur á, að því linni
í bráð. Hins vegar liafa bak-
arar nú brugðið sér í skolla-
leik við verðlagsyfirvöldin,
og má nú segja um þá með
ofurlítilíi breytingu á al-
kunnri vísu, að „beir eru að
baka og þeir eru að baka, þó
að þeir baki ekki.“
Nýjar hernámsframkvæmdir
hefjast innan skamms
Ríkisstjórnin mænir yonaraugum á gjaldeyri frá hernum
og ný framlög úr öryggissjóði Bandaríkjanna
F.yrir nokkrum árum stein-
liættu bakarar bæjarins að
baka kringlur, sökum þess að
þeim var meinað að selja þær
í stykkjatali, cn á því græddu
þeir meira en sölu eftir vigt.
Þá tóku þeir það til bragðs
að baka skeifulaga „kringl-
ur“. Og þessar kringlur, sem
ekki voru kringlur, máttu
þeir selja eins og þeir vildu,
og allt féil í ljúfa löð.
Enn hafa hinir ráðkænu
Jbakarar gripið til svipaðra
úrræða. Nú eru þeir tcknir
að baka litla brauðsnúða á
stærð við „rúnnstykkin“ svo-
kölluðu. Snúðar þessir eru
seldir á 1.20 kr. stykkið. Veg-
ur hver um .sig 65—70
grömm, svo að ca. 7*4 snúð
þarf til að vega jafnt og heil-
brauðin áður. Hvert heil-
brauð er því raunvcrulega
selt á 9 kr. Hækkunin nem-
ur 165%, og má það heita ||!
hraustlega hrækt, þegar tek- !:!:!
ið er tillit til þess, að hækk-
un á brauðverði er bönnuð.
En svo undarlega bregður !!!
þó við, að brauðsnúðar þessir
eru mikið keyptir, og það |
jafnt þótt enn sé hægt að fá !!!
„rúnnstykkin“ fyrir ná- |
kvæmlega helmingi minna |
verð. Scint verður ofsögum j!
sagt af fjármálaspeki ts’end- !!:
inga.
1
Þess er nú skammt að bíða, að hermangið fari að
Mómgast á nýjan leik. FRJÁLS ÞJÓÐ hefur fullar heim-
Mr fyrir því, að verulegar framkvæmdir á vegum her-
imámsliðsins eru fyrirhugaðar á næstunni.
Einnig . er blaðinu það
kunnugt, að ríkisstjórnin
rniænir vonaraugum til þess-
ara framkvæmda sem einu
hugsanlegu úrbóta á sívax-
andi gjaldeyrisskorti, er
sverfur æ harðar að á öllum
sviðum. — Þannig er t. d.
meginástæía liins baga-
Iega semenísskorís sú, að
skorl hefur gjaldeyri til að
greiða með skipaleigur. —
Einnig hefur verið skortur
á flesíum öðrum byggingar-
vörum í uálsga allt sumar.
Öngþveitið í efuahags- og
gjaldeyrismálum þjóðarinn-
ar er orðið slíkt, að liggur
við algerri stöðvun á fjöl-
mörgum sviðum.
Ný hermangsféliíg.
Stofnuð hafa verið í Kefla-
vík tvö öflug hlutafélög með
tilliti til hinna fyrirhuguðu
framkvæmda á vegum her-
námsliðsins. Nefnist annað
Járniðnaðar- og pípulagninga-
verktakar Keflavíkur h.f., en
5. síðan
hitt Byggingaverktakar Kefla-
víkur h.f. Tilgangur hins fyrr-
nefnda er „verktaka í járniðn-
aði og pípulögnum á vegum
varnarliðsins og efniskaup og
sala í sambandi við það“, ein:
og það er orðað i tiikynningu
í Lögbirtingablaði um félags-
stcfnunina. Stofnend.ur hins fé-
lagsins eru ekki svo hrei.nskiln-
ir, aa þeir tengi stofnun félags
síns við hermangið í sjálfum
samþykktum þess, en allir
kunnugir vita fullvel, hver er
megintilgangurinn, seip sé að
tryggja sér rúm við hermangs-
jötuna.
Nú reynir á kappana!
Þegar stjórnarflokkarnir
heyktust á því loforði sínu á
s.l. vetri að láta herinn hverfa
úr landi, lýstu ráðherrar
kommúnista yfir því, að þeir
teldu hér aðeins vera um að
ræða skamma frestun á brottför
liersins '
og þann frest væri algerlega
óheimilt að nota til að hefja
nýjar hernámsframkvæmdir.
Þjóðviljinn er svo ógætinn
s.l. miðvikudag að rifja þetta
sjónarmið upp og árétta, að
þennan skamma frest sé „al-
gerlega óheimilt að nota til
nýrra framkvæmda". Reynir
því senn á kappana, hvort þeim
muni reynast auðveldara að
standa vi3 þessa yfirlýsingu en
allar hinar, sem þeir hafa fót-
um troðið og þverbrotið.
í landi sínu erlendan her. Var
þar ekkert orð ofmælt. Og nið-
urstaðan af máli ráðherrans var
sú ályktun hans, að „betra væri
,að vanta brauð“ en hafa er-
lendan her í landinu.
Eftir kosningar hafa þess-
ir flokkar ekki aðeins stung-
ið undir stól öllum yfirlýs-
ingum um brottför hersins
r-y framlenyt dvöl hans í
landinu um ófyrirsjáanlega
fræntíð. heldui hefur núver-
andi ríkisstjórn beinlínis
þegið fé fvrir dvc! hersins
á opinskárri c" blygðunar-
lausari hátt en éður var
Fyrirspurn tif hinna „ábyrgu"
„Lesandi Frjálsrar þjóðar“
sendir blaðinu þessi athvglis-
verðu orð:
„Ég geí ekki stillt mig um
Fra m h. á
'í ?Vll
að varpa fram spurningu, sem
ég hef oft verið að velta fyrir
mcr í sumar: Hvernig stendur
á því, að ekkert íslenzkt blað
— annað en Frjáls þjóð -— sér
ástæðu til að geta þess, hvað þá
að leggja á það áherzlu, að nú
er svo komið þjóðarhögum ís-
lendinga, að þriðjung vantar á,
að þeir vinni fyrir sér með eðli-
legum atvinnuvegum sínum?
Eins og fram kemur í hagskýrsl-
um, nemur útflutningur lands-
rnanna aðeins rúmum 1000
milljónum að verðmæti, en inn
°r flutt fyrir tæpar 1500 millj-
■nir. Það, sem á vantar, hefur
svo verið reynt að jafna með
stopulu sníkjufé og enn stopulli
hermangsgróða. Er það kannski
ái’safiiiæliim
Ljóíur íeriIL
Gils Guðmundsson.
Ferill stjórnarflokkanna og
ríkisstjórnarinnar 1 hernáms-
málum er með þeim hætti, að
lengi mun í minnum haft. Allir
lofuðu þessir flokkar því fyrir
kosningar, að herinn skyldi
I víkja úr landi. Aðalboðskapur
I núverandi forsætisráðherra
svo, að hin „ábyrgu“ blöð
stjórnarflokkanna og einnig
Sjálfstæðisflokksins kveinki
sér við að nefna það við þjóðina,
hvernig högum hennar er kom-
ið undir þeirra stjórn?
En þetta mál hefur einnig
aðra býsna alvarlega hlið. Ein-
mitt vegna þess, að flest blöð
landsins fara með þeíta ástand
eins og mannsmorð, hefur hver
sérhagsmunahópurinn á fætur
öðrum talið sjálfsagt að gera
auknar kaupkröfur og stöðvað
jafnvel aðdrætti til landsins
meginhluta sumarsins til að fá
þeim framgengt. Þetta þarf
engan að undra, þegar þess er
gætt, að hver sem vill, fær að
halda því iram ómótmælt af
stjórnarherrunum, að nóg sé til
skipta.
Jafnframt því sem ég vil
þakka Frjálsri þjóð fyrir þá
djörfung að segja þjóðinni
sannleikann i þessu máli, vil ég
beina þessari spurningu til
hinna „ábyrgu“ stjórnarblaða:
Hvenær finnst ykkur mál til
komið að skýra þjóðinni hisp-
urslaust frá því, hvernig hún
er á vegi stödd?“
Núverandi ríkisstjórn. liafði í uppliafi að sameiningar-
tákni og höfuðbaráttumáli brottflutning hersins úr landi. í þess-
um mánuði átti stjórnin ársafmæli. Af einhverjum ástæðum var
það ekki hátíðlegt haldið hér í bre, en nú liefur vci ið úr þvi
bætt á eftirminnilegan og virðulegan hátt nveð einkar smekk-
legri athöfn á Keflavíkurflugvelli. Var afmælisfagnaðinum í
sparnaðarskyni skellt saman við móttöku nýs hershöfð-
Á 5. sígl blaðsins í dag ritar fyrir kosningar var sá, að lýsa ; ingja „varnarliðsins“. Myndin sýnir liina hátíðlegu stund, þegar
Gils Guðmundsson athyglis-' fyrir þjóðinni með sterkum' Guðmundur í. Guðmundsson, sérlegur utanríkisráðherra Finn-
verða grem um íslenzk hand-1 orðum, hvílíka ófarsæld í efna- ' boga Rúts, býður hinn nýja hershöfðingja, Henry G. Thorne
rit og íslenzka forngripi í vörzlu! hagsmálum það leiddi yfir! yngri, velkonxinn, en hershöfðinginn notar að sjálfsögðu tæki-
Dana. ' þjóðina að hýsa til langframa færið til að óska Guðmundi til hamingju með afmælið.
Svikin þökkuð
Hershöfðingjaskipti urðu fyr-
ir skemmstu í herstöðinni í
Keflavík. Lét þá af störfum
herforinginn White, sem verið
hefur yfirmaður þar síðustu
misseri, en við tók annar, sem
Thorne heitir, og gat nafnið
varla táknrænna verið.
Að sögn útvarpsins þakkaði
Hvítur herforingi í kveðjuræðu
sinni sérstaklega öllum þeirn,
er stuðlað hefðu að því, að
Bandaríkin mættu enn og áfram
halda hér herstöðvum sínum og
áhrifum — og mátti glöggt
skilja, að þar var átt við ríkis-
stjórnina.
Er ekki að efa, að þakkir
sem þessar eigi greiðan veg að
hlustum þeirra Hræðslubanda-
lagsmanna, en jafnvíst er hitt,
að yfrið sætlega hefur þakkar-
gerðin látið í eyrum forystu-
manna yngsta hernámsflokks-
ins, „Alþýðubandalagsins".
Annað mál er það svo, hvað
óbreyttir stuðningsmenn kunna
að hugsa, er þeir heyra sjálfan
yfirmann hernámsliðsins tjá
þessu kosningafyrirtæki komm-
únista sérstakar þakkir sínar
fyrir svikin við þjóðina.