Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.07.1958, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 05.07.1958, Blaðsíða 2
oCauqarla, aucfarUatjinn 5. fu 1958 — FRJALS ÞJOD, Tilvuunir vinur — ug óbyggil&g jjörð: Færusíu visindamenn telja, að íieiryk hafi þegar valdsð miiljónum manna heilsutjóni Fæðingum vanskapaðra barna fjölgar ískyggilega Samtök riithöfunda, sem berjast gegn erlendri hersetu á Islandi, hafa gefið út bækling, sem nefnist „Friðlýst land". Þar er gerð grein fyrir þeirri styrjaldarhættu, sem af víg- búnaðarkapphlaupinu leiðir, geislahættum af völdum hel- sprengja, hernaðartækninni, sem hefur upphafið allt, sem heitir varnir og varnarstöðvar, árásarhættunni, sem ísiandi er stefnt í vegna herstöðva á landinu, óvissunni um það, hvort hér eru hafðar eldflaugar og kjarnorkusprengjur á laun og mörgu öðru. Eru í þessum bæklingi dregnar fram í dagsljósið margar óhugnanlegar staðreyndir, er almenn- ingur hefur ekki enn gert sér grein fyrir til hlítar. í kaflanum um helrykið og geislahættuna er gerð grein fyr- ir því, á hve tæpt vað hefur verið teflt með kjarnorkutil- raununum einum, svo að jafnvel má vera, að lífverum á þessari jörð hafi þegar verið unnið ó- bætanlegt tjón. Helsprengjur þær, kjarnorkusprengjur og vetnissprengjur, sem Banda- ríkjamenn, Rússar og Englend- ingar hafa sprengt, eru orðnar um 150, og nú hafa Frakkar boðað, að þeir muni einnig hefja sams konar tilraunir, en líklegt, að fleiri þjóðir komi á eftir, ef ekki tekst að stemma stigu við þeim glæfrum. STRONTÍUM 90 — KOLEFNI 14.' Eitt hinna hættulegustu efna í helryki er strontíum 90, er helzt afar lengi geislavirkt og safnast fyrir í beinum manna og dýra og veldur beinkrabba og hvítblæði. Það getur setzt í gras og borizt þaðan til dýra og frá þeim aftur til manna, til dæmis í mjólk. Tvö hundruð sinnum hættu- legra er þó kolefni 14. Banda- ríski lífeðlisfræðingurinn og Nóbelsverðlaunamaðurinn Lin- us Paulus hefur það frá banda- rísku kjarnorkumálanefndinni, að af geislavirku kolefni sé nú orðið fjórtán ’ sinnum meira magn en strontíum 90. Hann telur fyrirsjáanleg' áhrif þess kolefnis 14, er þegar hefur losn- að úr læðingi, „að meira en milljón böm fœðist stórlega vansköpuð og vangefin og um tvær millj- ónir fósturláta og andvana- fœðinga eigi sér stað“. Sami maður sagði í sjónvarps- viðtali í New York í vetur: „Helryk frá kjarnorkutil- raunum, sem þegar hafa átt sér stað, kann að valda dauða milljón manna af hvítblæði og öðrum sjúkdpmum.“ RÖDD FRÁ ÞÝZKALANDI. Dr. Beck, yfirlæknir fæðing- arstofnunarinnar í Bayruth í Vestur-Þýzkalandi, sagði í grein í læknaritinu „Experimental Therapy“, að fjöldi vanskap- aðra barna, sem fæddust á tíma- bilinu frá maí til október 1957, hafi verið 3,7% af öllum fæð- ingum, en venjuleg hlutfallstala hafi verið aðeins þriðjungur af því, til dæmis 1,1% árið 1950. Hann rekur orsakirnar til kjarn- orkutilrauna stórveldanna. Við athugun komst hann að því, að líkamsgallar byrjuðu að aukast meðal barna, er fæddust nákvæmlega níu mánuðum eftir sprengingarnar. Langflestir þessara líkamsgalla reyndust am vátryggingu veiðaríæra á síldveiðum. Gert hefur verið samkomulag milli ríkisstjórn- arinnar og L.Í.Ú. um, að Útflutningssjóður kosti vátryggingu nótabáta og herpi- og hringnótar allt að 185 þúsund króna, allt að tvo mánuði og þó ekki eftir 1. september. Fyrirkomulag þessarar tryggingar verður með þeim hætti, að íslenzk endurtrygging annast um vátryggingamar fyrir hönd Útflutningssjóðs. — Þeim útgerðarmönnum, sem ekki hafa þegar til- kynnt til einhvers vátryggingarfélags tryggingar- upphæðir og hvenær þeir fóru á veiðar, ber að tilkynna það íslenzkri endurtryggingu. Þeir sild- arútvegsmenn, sem þurfa að tryggja fyrir hærri upphæðir en að framan greinir eða þurfa að tryggja báta í flutninga milli landshluta, verða sjálfir að kaupa þá tryggingu hjá einhverju vá- tryggingarfélagí, Otfluíningssjóðiir Islenzk endurtrygging. ekki erfðagallar, heldur komnir fram vegna utanaðkomandi á- hrifa. MANNKYNIÐ ÞOLIR EKKI MEIRA. Rannsókn þriggja vísinda- manna, er störfuðu á vegum bandarísku kjarnorkumála-1 nefndarinnar, birtu í vetur þá niðurstöðu, að börn allt að fjög- ‘ urra ára gömul hefðu nú tíu sinnum meira magn af strontí- um 90 í beinagrindinni en fólk á þrítugsaldri og eldra. Varaforstjóri eðlisfræðideild- ar mjólkureftirlitsins í Kiel skýrði frá því í vetur, að hættu- leg efni í mjólk hefðu aukizt um helming á einu ári. Vísindamenn, sem stefnt var fyrir kjarnorkumálanefnd Bandaríkjaþings vorið 1957, skýrðu henni frá því, að geisla- verkanir, sem þegar væru orðn- ar, myndu valda heilsu milljóna manna verulegu tjóni. Yrði kjarnorkutilraunum ekki hætt, myndi af því hljótast æ hraðari; úrkynjun mannkynsins. Einn j taldi geislun í andrúmsloftinu orðna svo mikla, að mannkynið þyldi ekki meira. Þýzki Nóbelsverðlaunamað- urinn Ottó Hahn sagði í Vín í nóvember 1957: „Það er ekki minnsti vafi á því, að nú þegar deyja árlega þúsundir manna af völdum geislaverkunar. Stórveldin hafa framleitt nóg af kjarnorku- sprengjum til að útrýma öllu mannkyni.“ STRONTÍUM 90 MEST A ÍSLANDI. Kjarnorkumálanefnd Banda- ríkjanna hefur látið mæla strontíummagn, er fallið hefur til jarðar víða um heim, meðal annars á íslandi. Fram til júníloka 1956 hafði fallið meira strontíum- magn til jarðar á íslandi en á nokkrum öðrum stað við Atlantshaf, þar sem mæling- ar höfðu verið gerðar. Á ís~ landi höfðu fallið seytján millíkúri, en svo heita mæli- einingar þœr, sem notaðar eru. Uppdráttur, sem sýndi niður- stöður þessara mælinga, birtist í tímaritinu Life. Veðurfræðing- ar hérma, að straúmar í háloft- unum dragi helrykið saman yf- ir tempraða beltinu á norður- hveli jarðar. Síðustu misseri hefur magn geislavirkra efna í efri loftlögum yfir Bretlartdi íífaldazt. Rannsókn á beinum barna, er látizt hafa í Englandi, sýna, að í þeim er ískyggilega mikið strontíummagn og fer sí- vaxandi. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Svíþjóð og Noregi, sýna, að géislaverkanir eru þár nú í vetur meiri en áður. Héðarí frá Islandi eru ekki enn til hýjar mælingar, en vart er að efá, að hér hefur einnig orðið mikil aukning. G A L A OF LONDON Naglalakk — Varalitir Hreinsunarcream — Foundatioin-cream Næturcream — Varalakk Cream Puíí — HandáburSur Gala vörur eru viðurkenndar að gæðum og metsölu-merki í Bretlandi og Danmörku. Til dæmis hafa selzt á íslandi yfir 14.000 stk. af Gala-varalit, Sari Peach no. 17 einum. Gala vörur eru seldar í öllum helztu snyrtivöruverzlunum og apótekum um land allt. Einkaumboð: Heildverzlun Péturs Péturssonar, Hafnarstræti 4 . Sími: 1-12-19 TILKYNNING Nr. 11/1958. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt hámárksverð á unnum kjötvörum: Heildsala Smásala Miðdagspylsur, pr. kg... kr. 22.90 kr. 27.50 Vínarpylsur og bjúgu, pr. kg. — 25.00 — 30.00 Kjötfars, pr. kg......... — 15.80 — 19.00 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verðinú. Reykjavík, 2. júlí 1858. V erolagsstjórimi. Skrá J nm skatt á stóreignum samkvæmt lögum nr. 44/1957 liggur franuni á Skattstufunni í Reykjavík, Hverfis- götu 8, dagana 3.—16. júlí n.k. að báðum dögum með- töldum, kl. 10—12 og 13—16 dag hvern, bó aðéins kL 10—12 á laugardögum. | * Athugasemdir við skrána skulu sendar til Skattstof- Tinnar í Reykjavík á sama tíma. Reykjavík, 2. júlí 1958, Skattstjórinn í Reykjavík. Auglýsið í FRJALSRI þjóð

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.