Frjáls þjóð - 05.07.1958, Blaðsíða 7
FRJALS ÞJÓO cHaucfarclaginii 5. júlí /938
7
Þjóðareining um
landhelgismálið —
© 2>
fast á rétti vorum, megum vér
að sjálfsögðu ekki grípa til
neinna ofbeldislegra aðgerða
sjálfir. Hvort tveggja er, að vér
höfum ekki bolmagn til þess og
eigi síður hitt, að slíkt getur
aldrei verið stefna smáríkis,
sem á líf sitt undir því, að lýð-
ræði og frelsisást ríki í heim-
inum. Vér verðum að muna, að
smáþjóð á jafnan undir högg
að sækja hjá stórveldum, grá-
um fyrir járnum, og vér meg-
um aldrei viðurkenna anda of-
beldis og yfirgangs. Tilvera vor
. byggist á því, að virðingin fyr-
ir sjálfsákvörðunarrétti þjóð-
anna sé undirstaðan að sam-
skiptum 'þjóða í milli. Þess
vegna eigum vér jafnan að vera
reiðubúnir til að setjast að
samningaborðum um deilumál-
in. Hitt er svo annað mál, að
þar megum vér aldrei undir-|
rita smánarsamninga fyrir
hönd lands vors né semja af
oss sjálfsagðan rétt vorn.
Loks verðum vér að gera oss
fullljóst, að alger þjóðareining'
verður að ríkja um mál eins og
landhelgismálið. Án hennar er
málið tapáð um ófyrirsjáanleg-!
an tíma. Ef stjórnmálamenn-
irnir verða svo lánlitlir að vekja
sundrungu um atriði, sem ekki'
skipta meginmáli, þá verðum1
vér, kjósendurnir, alþýða|
manna, að taka í taumana. Vérj
getum ekki þolað nokkrum
giftusnauðum og óþjóðhollum'
valdaspekúlöntum að leika sér,
svo gálauslega að fjöreggi þjóð-j
arhagsmunanna. Og stjórnmála-
mennirnir mega vara sig í þessu
máli, ef þeir ætla að fara að
nota landhelgismálið til fram-'
dráttar einstökum flokkshags-'
munum. Þeir ættu að gera sér1
ljóst, að almenningur lítur mjög
alvarlegum augum á málið, og
vill halda á því með festu, en'
fullri varúð. Þeim þingmönn-J
um gæti orðið býsna hált á
stjórnmálasvellinu í næstu
kosningum, sem ekki fara að
með gát.
* I
¥^að er gott tækifæri til að
skapa þjóðareiningu um
landhelgismálið. Það gæti orðið
íslenzku þjóðinni mikið happ
á þessum vandasömu tímum, ef
henni auðnaðist að standa fast
saman um eitt stórmál. Það
gæti ef til vill skapað þjóðar-
einingu um fleiri mál, og hvað
skortir oss, íslendinga, nú meir?
Síðasta alþingi varð að horf-
ast í augu við meiri fjárhags-
lega örðugleika og fjárkreppu
en nokkurt þing á undan því,
og engum athugulum rnanni,
þótt hann kæmi hvergi nærri
alþingi og væri réttur og slétt-
ur borgari, gat dulizt, að vá
var — og er fyrir dyrum. Eng-
um gat dulizt, að nú eða aldrei
þurfti að sameinast um að leysa
vandann, en leggja flokkshags-
muni og stéttastreitu til hliðár.
Ég tel öruggt, að yfirgnæfandi
méirihluti ábyrgra kjósenda
óskaði þess, að fulltrúar þeir,.
er þeir höfðu kosið á þing, í
hvaða flokki, sem þeir eruy 1
mætu þjóðarvandann meir en
sérhagsmuni. Þessi von brást
að verulegu leyti. í gegnum
skammirnar og blekkinga
moldviðri í blöðum og á þing-
fundum mátti sjá sæmilega
glögglega, að mikið af ágrein-
ingsefnunum var tilbúið — en
hver|jum til góðs? Jafnvel í því
máli, sem hér hefir einkum ver-
ið rætt um, var gerður tylli-
ágreiningur síðustu þingdag-'
ana, almenningi til mikils við-
bjóðs. Þjóðin er að verða þreytt
á rifrildi og sundurþykkju póli-J
tískra lýðskrumara og blaðaJ
Hún er farin að grilla gegnum
blekkingamóðuna. Hún for-
dæmir fyrirhyggjulausar innan-
landsdeilur um mál eins og
landhelgismálið. Þar heimtar(
hún áræði og fullan rétt, skyn-
samlegan og hófsamlegan mál-(
flutning og varúð. Hún vill
ekki láta angurgapa spila rétt-
inum úr höndum sér, og marg-^
ir gera sér þegar ljóst, að skæð-
ustu andstæðingar vorir í land-J
helgismálinu eru ef til vill ekki
Bretar, þótt harðir séu, heldur
ábyrgðarlitlir valdaspekúlant-
ar, innlendir, sem vanmeta
dómgreind fjöldans.
★
\Tér íslendingar eigum allt
’ undir því, að þjóðfrelsi
smáþjóðanna, mannréttindi og
sanngirni ríki í alþjóðamálum. j
Engin þjóð á meira undir, að
friðar- og frelsishugsjóninnij
vaxi fylgi. Vér verðum öll að.
geta tekið með einlægri sann-
færingu undir orð Nordahls
Grieg:
Sú fullvissa er fædd í oss
öllum,
að frelsið sé líf hvers manns,
jafn einfalt og eðlisbundið
og andardráttur hans.
Frelsi og rétt þjóðar vorrar
eigum vér að setja ofar öllu.
En þá eigum vér að sýna það i
verki, að vér viljum eitthvað I
sölur leggja fvrir þessi gæði, til
dæmis það að leggja deilur og’
nart til hliðar í stórmálum og
koma fram sem ein og samfelld
þjóðarheild, ekki sízt í deilu-
málum vorum við útlendipga;
hvort sem um er að ræða her-
varnasamning, handritamál eða
landhelgismál.
Þegar býður þjóðarsómi,
þá á Bretland eina sál,
sagði Einar Ben. um þá þjóð,
sem vér eigum nú í deilu við
um stórmál. Og orðin eru sönn,
þess vegna varð England stór-
veldi, og þess vegna hefir ekki
verið gerð innrás í England síð-
an Vilhjálmur bastarður gerði
það 1066, — þrátt fyrir fullan
vilja Napóleons og Hitlers.
Enn verðum vér að vona, að
hollar landvættir séu til, eigi
síður nú en á dögum Haralds
konungs Gormssonar. Vér trú-
um því líklega ekki lengur, að
þær hollvættir komi úr fjöll-
um og tindum í líki dreka,
gamma, griðunga og bergrisa,
en vér viljum mega vona, að
þær búi í sál og hjarta þjóðar-
innar og hvers íslenzks manns
og konu. Á örlagastundum er
það dauðasynd við frelsi ís-
lenzku þjóðarinnar að leika sér
gálauslega að fjöreggi hennar,
og ein minnsta þjóð veraldar-
innar má þá ekki við því að
dreifa sínum litlu kröftum.
„Sameinaðir stöndum vér,
sundraðir föllum vér“.
Með einurð og karlmanns-
þrótti skulum vér sækja rétt
vorn og verja hann, með fyrir-
hyggju og fullri varúð skulum
vér beita vopnum vorum — og
um fram allt: sameinuð og ó-
sundruð verðum vér að standa.
Svo kvað Einar:
Hér þarf hugar og máls,
skilja málstað sín sjálfs,
og að muna, hvað skeð er,
— sú þraut virðist létt,
bara að sitja við borðið og
segja eitt orð,
vera sammála aðeins um
það, sem er rétt.
Og sé mál vort ei laust og
ef trú vor er traust
á vort takmark og framtíð,
er sigurvon enn.
Þá skal losna um vor bönd,
þá er líf fyrir hönd,
þá skal ljós skína um
eyjuna, komandi menn!
til síldarútvegsmanna varðandi tryggíngu
síldarnóta og nótabáta.
Þeir síldarútvegsmenn, sem þurfa að tryggia
nótabáta í flutningi eða tryggja nót og bát, eða
báta fyrir hærri upphæð samanlegt en 135.000
kr. sbr. auglýsingu Útflutningssjóðs, geta fengið
þessar áhættur tryggðar hjá einhverju undirrit-
aðra vátryggingafélaga. Öll félögin taka sömu ið-
gjöld og nota sömu tryggingaskilmála.
Almennar Tryggingar h.f.
Brunabótafélag Islands.
Saintrygging isl. botnvcrpunga.
Samvinnutryggingar g.t.
Sjóvátryg£Í;iv«;afélag Ísíands h.f. *
Trygging h.i.
Tryggingannðstöðin h.f.
Vátryggingafélagið h.f.
Vátryggingaskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar h.f.
Oanslagakeppni S.K.T
Eins.og þegar hefur verið getið í dagbiöðum,
efnir S.K.T. til danslagakeppni á komandi hausti,
hinnar 8. í röðinni. Keppt verður bæði í nýju og
gömlu dönsunum, ef nógu mörg góð lög berast.
Frestur til að skila handritum verður að þessu
. sinni til 15. september.
Eínt er jaínframt til nýstárlegrar aukakeppni
í sambandi við aðaikeppnina, og til ýmsra verð-
launa verður að keppa, s. s. ókeypis farmiða milli
landa, peningaverðlauna o. fl. og tryggt hefur
verið, að eitthvað af lögum keppninnar verður
gefið út á plötum. Um allt land geta menn lesið í
reglum þeim um keppnina, er fást keyptar, ásamt
nýjum danslagatextum, í Bókabúð Æskunnar,
Reykjavík. Ættu sem fiestir að kynna sér reglur
þessar og hina nýju texta. Hver tónsmíði skal
bera gerfinafn höfundar síns, og henni fylgja í
lokuðu umslagi, hið zætta nafn hans og heimilis-
fang.
Utanáskriftin er: Danslagakeppni S.K.T. 1958,
Pósthólf 88, Reykjavík.
Slysa- og ferðatryggingar
Hjá oss getið þér keypt ySúr
atvinnuslysatryggingar
og víðtækar
ferðaslysatryggingar.
Hin hagkvæmustu kjör
og tryggingarskilmálar.
MUNIÐ HINAR HAGKVÆMU
HEIMILISTRYGGiNGAR.
Umboðsmenn um Iand allt.
Branabótaféiag íslands
Símar: 14915 - 16 - 17.
Síninefri:: Brmiabót.
i «
m þessar vmsælu tegundlr:
Sinálco
Spur €o!a
Engiferöl (Ginger Ale*)
Arpelsín
Sóclavatri
Mi textrakt
Filcner
Djór
Hvtöl
• f. Ölijerðiii
Skallagrímsson