Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.07.1958, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 12.07.1958, Blaðsíða 4
|'juimunduh jjW/ *<f gullfteit- ingar CrlehtU á filpáréii 4_____________________________ • f síðasta blaði var sagt frá hvarfi gullpeninga Er- lends á Álftárósi. Guðmund- u,r Pálsson sýslumaður kom . vestur á Mýrar og rannsalc- aði málið. Allmargir menn reyndust liafa verið á ferð daginn áður en þjófnaður- inn var framinn .... T?kki féll grunur á neitt af þessu fólki nema Halldór Valdason. Olli því, að hann hafði verið með ólíkindum lengi á leiðinni milli Leiru- lækjarsels og Hamra og ekki komið heim fyrr en klukkan tvö eða þrjú um nóttina, eftir átta til tíu klukkustundir. En Halldór hélt því fram, að hann hefði lasnazt á leiðinni og lagzt fyrir við Heyvatn og selt upp. Síðan sagðist hann hafa sofnað og vaknað skjálfandi að löngum tíma liðnum. Hefði hann þá ver- ið orðinn hressari og komizt að svo búnu heim. Úr hafði hann meðferðis, en sagðist ekki hafa litið á það. Þóttist hann fyrst liafa komið heim um miðnætti, en sagði síðar, að hann myndi hafa komið heim. klukkan eitt eða kannske eitthvað síðar. Frá þessum framburði vildi hann ekki hvika né viðurkenna, að hann hefði komið við á Álftár- ósi né átt þátt í þjófnaðinum þar. Orðrómur tók á hinn bóginn að ganga um það um héraðið, að Halldór hefði látið peninga af höndum við ýmsa menn. Átti hann að hafa greitt séra Magn- úsi á Gilsbakka meðöl, þægt Jóni Oddssyni í Síðumúla fyrir Vistarsvik og borgað Guðrúnu Jónsdóttur í Stangarholti all- mikla fjárhæð. Voru út af þessu yfirheyrslur í mörgum sveitum Mýrasýslu, en á daginn kom, að Halldór hafði aðeins látið tvær krónur af höndum rakna við Guðrúnu í Stangarholti. Við það slævðist heldur grunur sá, er á Halldór hafði fallið. lVTú víkur sögunni aftur að ' Erlendi á Álftárósi, er brátt gerðist mjög vondaufur um það, að Guðmundi sýslumanni myndi takast að róa þjófinn uppi. Kom þar, að hann bjóst heiman með ýmsar afurðir úr búi sínu og létti ekki för sinni fyrr en á Ölvaldsstöðum í Borg- arhreppi. Þar átti heima um þessar mundir Guðmundur Ingi- mundarson, rösklega fimmtug- ur maður, ættaður sunnan yfir Hvítá. Hann var söngmaður góður, ráðfimur og getspakur, og hugðu sumir, sem ekki vog- uðu að afneita allri fyrnsku, að hann kynni sitthvað fyrir sér. Þennan mann bað Erlendur lið- sinnis, en Guðmundur tók dræmt í það, að hann rnyndi nokkurs umkominn í slíku máli. Þó kom þar um síðir, að hann sagði við Erlend, að ekki skyldi liann örvænta um pen- inga sína, því að vera kynni, að þeir kæmu til skila. Engin frekari vilyrði um liðveizlu fékk Erlendur af Guðmundi. Nú leið nokkur tími. Þá var það einn dag, að torkennilegan mann bar að garði á Álftárósi. Hann hafði hött síðan og úlpu víða og bar eitthvað í barmi sér, er líktist bókarkorni. Þessi gestur yrti lítt á heimamenn, er á vegi hans urðu, en vék sér að útiskemmunni og mældi hana á hæð og breidd og lengd. Síðan gekk hann í holt utan túns, skimaði í allar áttir, rölti þar fram og aftur, stundum öfugur og andsælis, kraup á kné og lagðist flatur á jörðina. Virtist hann jafnvel stundum hverfa, eins og holtið hefði gleypt hann. Eftir að þessu hafði farið fram drjúga stund, hélt hann brott, og vissu menn ekki meira til ferða hans. ★ nn leið og beið, og ekki komu peningarnir að held- ur. Var nú ekki laust við, að Erlendi tæki að vaxa í augum hinn mikli skaði sinn, og það jafnvel svo, að hann gerðist ekki 3afnárrisull og áður. Svo var það að morgni hins 11. janúar, að fólk á Áiitárósi heyrði, að hundar geltu úti. Var þá klukkan níu og Erlendur um það bil að fara á fætur. Hann gekk út á hlaðið til þess að huga að því, hverju þessi hundgá sætti. Sá hann fyrst ekki neitt, sem til nýlundu gæti talizt, en þegar hann hafði hvim- að um stund í ýmsar áttir, sá hann, hvar pappírsblað blakti á kálgarðsvegg framan við skemmuna. Hann gekk þá að veggnum og sá þar stokk, og stóð upp úr honum bréfsnifsi. Gerðist Erlendur léttbrýnn við þessa sjón, því að þarna var komin peningaskúffa hans. Lágu í henni tveir bréfbögglar og voru þung'ir í hendi, þegar Erlendur tók þá upp. Hann rakti í skyndi utan af þeim bréfin og sá, að í öðrum voru margir tíu króna gullpeningar, en í hinum tuttugu króna gull- peningar og nokkrir silfurpen- ingar. Þegar Erlendur hafði handleikið þetta um stund, lét hann allt í stokkinn aftur, kall- aði til Gróu vinnukonu sinnar og bað hana að segja heimilis- fólkinu að koma og sjá jarteikn- in. Benti hann fyrst á stokk- inn, er fólkið hópaðist undrandi í kringum hann, en taldi síðan peningana í viðurvist þess. Virtust þeir vera 295 krónur og tíu aurar. Að aflokinni þessari bráða- birgðatalningu gekk öll hers- ingin til bæjar. Þar var talið á ný, og reyndust þá þarna vera sex tuttugu króna peningar, eitt sterlingspund, fjórtán tíu króna peningar og sjö krónur og tíu aurar í silfri. Hafði Er- lendi mistalizt í fyrstu um tíu krónur. Utan um peningana voru sömu bréf og þeir höfðu verið geymdir í, er þeim var stolið — tveir gamlir reikn- ingar frá kaupmönnum. Nú var farið að gá, hvort ekki sæjust mei’KÍ mannaferða. En svo reyndist ekki. Hvergi sáust hestaför né neitt annað, er til þess gat bent, með hvaða FRJÁLS ÞJDÐ. faraldi peningarnir voru komn- ir á kálgarðsvegginn. En sögn var það í héraði, að Erlendur þættist vita, hverjum hann ætti að launa. Það fylgdi og sög- unni, að Guðmundi á Ölvalds- stöðum kæmi þetta ekki á ó- vart, er honum var borin frétt- in, en sagði þó slíkt ekki happa- verk, þótt löngum hefði hann gert annað eins. ★ essi tíðindi spurðust brátt í Arnarholt. Brá Guðmundur sýslumaður við og reið vestur á Mýrar. Ekki þótti honum mál- ið til lykta leitt, þótt pening- arnir væru komnir fram — eða meginhluti þeirra. Gerði hann nýja hríð að Halldóri Valda- syni og fór meðal annars með hann að Álftárósi og sýndi hon- um stokkinn, reikningana og kistuna. Varð ekki séð, að Hall- dóri brygði hið minnsta, og þverneitaði hann enn sem fyrr að vera við þetta þjófnaðarmál riðinn. Það kom að vísu á dag- inn, að hann hafði farið einu sinni að heiman eftir nýárið 1 og gist á Hundastapa, en það var nokkru fyrr en peningun- um var skilað. Er skemmst frá því að segja, að Halldór gekkst aldrei við því, að hann hefði hér átt hlut að máli. Næsta sumar fór hann til Vesturheims, hvort sem hann hefur hrökklazt brott vegny þessa málarekstrar og þess á- mælis, sem hann kann að hafa hlotið af honum, eða ekki. En eldci fluttist bann einn brott úr þessum byggðarlögum. Á þess- um árum var straumur fólks brott af vestanverðum Mýrum og úr sunnanverðri Hnappa- dalssýslu — til Vestui’heims, Reykjavíkur og Akraness. Á annað hundrað manns fluttist á ári úr sumum prestaköllun- um. Það þurfa engin sérstök atvik að hafa valdið brottför Halldórs. Framh. á 7. síðu. í BraUahlíð — Framh. af 3. síðu. eins, drengirnir þrír eru í skjjannahvítum spariúlpum, svörtum buxum og selskinns- skóm, Anna Soffía, dóttir Motzfeldts, er í hinum marg- lita þjóðbúningi, sem amma hehnar, Elísabet gamla Frede- riksen, hefur saumað henni á löngum vetrardægrum. Hin telpan er í hvítum kjól að dönskum sið, en selskinns- skórnir 'gægjast fram undan kjólfaldinum. Aðeins helm- ingur kvennanna í kirkjunni er í þjóðbúningum, en karl- menn allir í hvítum úlpum. Marþonmessa í Brattahlíð. Joelsen kennari leikur und- ir sálmasönginn á orgel, göm- ul dönsk lög, en þau hljóma öðruvísi og betur en í dönsk- umkirkjum. Grænlendingarn- ir geta nefnilega sungið án þess að vera í kór, raddirnar hljóma frá þéttsetnum bekkj- unum og hrynjandin helzt lagið á enda. Barnahóparnir sitja í fyrstu prúðir með hend- ur í skauti, en smám saman læðast hin yngstu út, þar sem hundar geyja. Fermingar- börnin og hinir fullorðnu eru á váldi prestsins. Einungis fám sinnum ár hvert kemst hann hingað inn eftir, og þá verð- ur að birgja söfnuðinn upp að andlegum nauðsynjum. Þessi hámessa stendur yfir í þrjár stundir og fjórðung að auki, það eru sungnir níu sálmar, sjálf prédikunin er meira en klukkutíma löng, og danne- brogsorðurnar glamra á brjósti prestsins, þegar hann útleggur ritninguna' og slær út örmum til áherzlu. Það er fylgzt með af ákafa og kvíða, þegar fermingarbörnin eru spurð, rétt eins og það væri 10 þús. kr. getraun. Börnin eru í fyrstu feimin og lágmælt, en presturinn hefur ágætt lag á að fá þau til að gleyma hátíð þessarar stundar, og brátt fær prófið á sig svip af vingjarn- legu spjalli. Nú eru þau fermd, og séra Egede talar til feðra barnanna og lýkur þess- ari maraþonmessu með altar- isgöngu. Hálfri klukkustund áður en útgöngusálmur er leikinn,hafa flestar konurnar skundað heim í eldhús. Nú verður mikill annatími hjá þeim. Ferming- arbörnin fá gjafir sínar í flýti, allt nytsemdarhluti. Dreng- irnir fá veiðibyssu eða sjó- stígvél, telpurnar armbands- úr og föt. Notið grœnlenzkrar gestrisni. Eftir lát Otto Frederiksens er Motzfeldt kóngur í pláss- inu — og þar sem hann hefur að auki tekið í höndina á Friðriki konungi og er æðsta yfirvald byggðarinnar, leiðir af sjálfu sér, að gestir verða að koma fyrst til hans. Prest- inum er boðið til kaffi- drykkju ásamt dönskum og amerískum liðsforingjum frá Bluie West og hinum forvitna blaðamanni. Það er veitt á józka vísu, hrúgur af alls kyns kökum og „fínt, gamalt vín“ og tóbak. Margar ræður eru haldnar fyrir minni Önnu litlu Soffíu, og það er skegg- rætt um laxveiðina í ánum, þrengingar Frakka, fyrirhug- aða ferð H. C. Hansens til Grænlands — og alla furðar, að hann skuli ekki ætla að koma við í Brattahlíð — úrantilraunirnar lengra úpp með firðinum, en langmest um sauðfé. Smám saman hefur nær öll byggðin safnazt saman í litlu, heitu stofunni. En svo allt í einu dreifist hópurinn, og menn hraða sér, ríðandi, gang- andi eða róandi, til kaffi- drykkju á næsta heimili, þar sem barn var fermt, og nú endurtekur sig sama sagan um veitingar og alía háttu, nema hvað laxarnir í ánum eru orðnir lítið eitt stærri. Þetta er mikil þraut fyrir þann, sem ekki hefur áður notið grænlenzkrar gestrisni, því að alls staðar gægist hús- móðirin yfir glerperlukragann sinn fallega og gætir þess, að gesturinn fylli disk sinn og bolla. Svona gengur það líka á síðasta staðnum, þar sem Jakobínu litlu Mathíassen er veizla haldin. Hún á þar heima hjá sauðfjái’bónda á- samt sex systkinum. Faðir Jakobínu var fiskimaður. En nótt eina fyrir fimm árum sigldi vélbátur á húðkeipinn hans, og ekkjan liggur á spít- ala í Júlíönuvon. Fjölskyldan hefur tekið að sér börnin sem væru þau hennar eigin, það er í þriðja sinn, sem slíkur barnahópur er tekinn á heim- ilið. Og á Grænlandi er þetta hversdagsleg saga. Varla hefur maður sopið úr 17. kaffibollanum og hellt í sig 21. glasinu af „fínu, gömlu víni“ fyrr en Motzfeldt vísar aftur heim tií sín, rólegur en ákveðinn. Miðdegisverður er fram reiddur fyrir 20 gesti, lambasteikin er borin um sjö sinnum og skálað í Álaborgar- eldvatni. Ocr sólin dansar með. Nú eru íbúarnir 1 Brattahlíð að komast í essið sitt. Gólfið er rutt, hreppstjórinn sezt við stofuorgelið, og gömlu dans- arnir hljómá út í kvöldkyrrð- ina. Danir fluttu með sér dansa þessa fyrir mörgum öldum, afkomendur þeirra í Dan- mörku hafa flestir týnt niðiir sporunum, en Grænlendingar kunna hver sitt afbrigði. Dans- kunnátta og dansgleði altekur allt plássið. Eldhúsborðin svigna undir náttverðinum, sauðasultu og fleira góðgæti, og það er borin inn hver kann- an á fætur annarri af imiak, heimabrugguðu, grænlenzku öli. Og fyrst maður er í dans- veizlu hjá Motzfeldt, þá er ekki nema sjálfsagt að koma í dansveizlu hjá hinum fjór- um líka. Klukkan er orðin þrjú að morgni, og tvær klukkustund- ir síðan sólin kom upp. Allt plássið ymur af dansi, sólin dansar með . ..

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.