Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.07.1958, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 12.07.1958, Blaðsíða 6
6 oCauqarcla autýardacfínn 12. júlí 1958 FRJÁLS ÞJÖÐ ey da Silva, kom hingað til lands s.l. sunnudag. Er hann hcr á veg- um ÍR og keppir hér í þrístökki við Vilhjálm Einarsson. HEIMSMETHAFINN í þríst ikki, Brasilíumaðurinn Ferreira| á Norðurlöndunum framundir Evrópumeistaramótið, sem hefst í Stokkhólmi um 20. ágúst, en þar keppir Vilhjálmur. Da Silva er þrítugur að aldri. [Á Ólympíuleikunum í Helsing- fors 1952 varð hann heimsfræg- Ur er hann sigraði og setti nýtt íheimsmet, 16,22 m. Síðan hef- ur da Silva ekki tapað þrí- istökkskeppni. Þetta met lengdi hann í 16.58 á móti í Mexico City í marz ;1955 og stendur það enn óhagg- að. Á Melbourne-leikunum 1956 'tókst Vilhjálmi Einarssyni að bæta Ólympíumet da Silva í 16.26 m., en síðar í þeirri keppni itókst da Silva að stökkva 16.35 og vinna þar með í annað sinn á Ólympíuleikum — á nýju meti. Þess má geta, að þetta er í eina Bkiptið sem Vilhjálmur hefur tapað í þrístökkskeppni. Heima í Rio de Janeiro leggur ’da Silva stund á lögfræðinám, er íþróttafréttaritari við dagblað þar í borg og auk þess er hann lærður iþróttakennari. Einnig hefur hann lagt stund á högg- myndalist. Hann æfir aðeins í hálftíma annan hvern dag, m. a. vegna atvinnu sinnar. Ekki er hann hrifinn af hinni kerfisbundnu þjálfun, sern Rússar og Japan- ir stunda mjög. Hér dvelst da Silva alllengi, hannkeppir hér á Melavellinum á fimmtudagskvöld 10. júlí, 17. júlí munu þeir Vilhjálmur keppa á Laugardalsvellinum. Nú um helgina fer da Silva til Austurlands ásamt Vil- hjálmi, og munu þeir verða við- staddir árshátíð Skógræktarfé- lags Austurlands, sem haldin verður í Atlavík um helgina. Þar mun da Silva tala um skóg- rækt í Brasilíu. Héðan fer da Silva til Sví- þjóðar ásamt Vilhjálmi og munu þeir taka þátt í mótum Ferreira ua Sílva. Á fimmtudagskvöldið kom hingað á vegum Fram úrvalslið frá Knattspyrnusambandi Sjá- lands, S.B.U. Þetta lið mun leika hér fjóra leiki, við Fram, ÍA, KR og úrval Suðvestur- lands. Þessi heimsókn S.B.U. er í sambandi við 50 ára afmæli Fram s.l. vór. Fararstjóri Dan- anna er Edward Yde, en hann er kunnur knattspyrnufrömuð- ur. Eins og áður er sagt leikur S.B.U. fjóra leiki hér. Fyrsti leikurinn, sem er við gestgjaf- ana, Fram, fer fram í kvöld (föstudag) og verður á Laugar- dalsvellinum. Næsti leikur verður á mánudag við Akranes á Melavellinum, þriðji við KR, einnig á Melavellinum, og að. lokum leikur S.B.U. við úrval SV-lands á Laugardalsvellin- | um. í förinni eru 17 leikmenn frá 4 félögum á Sjálandi. 5 þeirra eru frá Köge, en það félag leik- ur í I. deildinni dönsku. Flest- ir leikmannanna hafa leikið í úrvalsliðum og nokkrir í lands- íiðinu danska. T. d. hefur Jörgen Hansen leikið 18 sinnum í landsliðinu meðal annars hér, 1957 Úrval frá S.B.U. kom hingað 1950, þá í boði KR. Vann liðið þá alla sína leiki hér og þótti sýna mjög góða knattspyrnu. Liðið dvelur hér í 10 daga, fer heimleiðis 20. þ. m. og fer meistaraflokkur Fram með gest- um sínum til Sjálands og mun leika þar 5 leiki. Fararstjóri Fram verður Jón Sigurðsson, en formaður mót- tökunefndarinnar hér er Harry Frederiksen. Brasilíumenn heimsmeistarar S.L. SUNNUDAG, 6. júlí, vann Eyjólfur Jónsson sund- garpur glæsilegasta afrek, sem fslendingur liefur unnið í sundi,J er hann synti frá Reykjavík til Akraness, vegalengd, sem er 22 km. í beina línu, en vegna strauma lengdist leiðin sem Eyjólfur synti um 4—5 km. j Eyjólfur lagði upp í sundið frá Selsvör um kl. 12 á hádegi1 á sunnudaginn. Sólarlaust var{ og nokkur gola alla leiðina, sjávarhiti um 12 stig. * Kl. hálf tvö aðfaranótt mánu- dags tók Eyjólfur land á Akra- nesi. Þar var honum fágnað innilega af mörg hundruð bæj- arbúum, sem beðið höfðu komu' hans. Formaður ÍA, Guðmund-j ur Sveinbjörnsson, bauð Eyjólf velkominn með ræðu, en Eyjólf- ur þakkaði með nokkrum orð- um. Hélt hann síðan í Bjarna- laug og fór í heitt bað. Hlaut viðurkenningu frá bæjarstjórn. Á mánudaginn, skömmu áð- ur en Eyjólfur og félagar hans héldu heimleiðis með Akra-^ borginni, mætti öll bæjarstjórn Akraness á bryggjunni. Þar hélt' bæjarstjórinn, Daníel Ágústín- usson, ræðu og kvað Eyjólf hafa sýnt byggðarlaginu mikinn Tvisvar áður hefur Brasilía leikið til úrslita í þessari' heiður með því að velja sund-j Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu lauk á R isundaleikvanginum £ Stokkhólmi, sunnudag- inn 29. júní s.l., með úrslitaleik milli Brasilíu og Svíþjóðar, að víðstöddum rúmlega 50 þús. áhorfendum. — Brasilíumenn u.nnu leikinn, 5:2 (2:1 í hálfleik), og er bað í íyrsta sinn sem þeir hljóta heimsmeistaratitilinn. mestu keppni knattspyrnuíbróttarinnar - heimsmeistarana en b :ðið lægri hlut. — Myndin hér að ofan sýnir - landslið Brasilíu. leið þangað. Afhenti Daníel síð an Eyjólfi kr. 5.000.00 að gjöf! Myndin sýnir Eyjólf ganga á land á Akranesi. frá Akranesbæ. Sagði hann gjöfina vera vott þakklætis og viðurkenningar á þessu fræki- lega afreki. Eyjólfur þakkaði gjöfina og sagði að móttökur allar á Akra- nesi mundu verða sér ógleym- anlegar. FRAAT K.S.Í. ÐA^SKil 1JÍI¥AL#LHII» S.IU. leikur sinn fyrsta leik gegn FRAM, á LA CíiARDALSVElLINUM kl. 8,30 í kvöld (föstu.dag). Dómari: Guðbjörn Jónsson. — Línuverðir: Magnús V. Jóhannsson, Baldur Þórðarson. Aðgöngumiðar seldir á Melavellinum frá kl. 1—7, og í Laugardalnum frá kl. 6. Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 40,00. Stæði kr. 20.00. Börn kr. 5.00. Síðast fóru Danirnir ósigraðir. — Tekst Fram að sigra nú? K.R.R. Nefndin.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.