Frjáls þjóð - 13.12.1958, Qupperneq 3
JÓLIN 1958
FRJÁLS ÞJÓÐ
3
Séra Bragi Friðriksson:
Raddirnar tvœr
Jólaguðspjallið er að efni tvíþætt. Vér les-
um: „. . . að boð kom frá Ágústusi keisaraum,
að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina“.
Þetta var ekki óvanalegt. Ágústus var hinn
mikli heimsdrottnari. Hann var vanur að
gefa skipanir um stríð eða frið, verzlun og
siglingar, skatta og skyldur. Undirkonungar,
landsstjórar og voldugur her sá um nákvæma
framkvæmd á valdboðum hans. „ ... Og fóru
þá allir til að láta skrásetja sig.“ Hér urðu
allir að lúta einum vilja. Afsökun var vart
tekin til greina. Það var 1 sjálfu sér engin
skemmtiferð fyrir Jósep og Maríu til Betle-
hem, en skipun keisarans varð að hlýða.
Þessi þáttur frásögunnar væri víst löngu
gleymdur, ef ekkert annað hefði gerzt. Tím-
inn er miskunnarlaus. Hinn mikli Ágústus
og veldi hans er löngu liðið, og hver mundi
hafa skrásett eða í minni geymt erfiðleika
þeirra, sem lúta urðu boðum rómverska keis-
arans á löngu liðnum tímum?
En vér heyrum aðra rödd hljóma yfir
Betlehemsvöllu: „ . . . Ég boða yður mikinn
fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því
að yður er í dag frelsari fæddur.“ Hvílíkur
reginmunur á þessum tveim röddum. Skipun
keisarans færði yfir lýðinn þyngri byrðar,
meiri erfiðleika, minni vonir. Boðskapur
Guðs varpaði yfir mannkynið nýjum bjarma
náðar og fyrirheits um frelsun frá hinu illa og
frið hið innra í djúpum mannlegrar sálar.
Breyting er nú orðin á og atburðimir í
Betlehem víðs fjarri fjöldanum, þótt einu
sinni á ári séu þeir rifjaðir upp, en því mið-
ur um of fyrir daufum eyrum við þau Ijós,
er bregða aðeins birtu á hið ytra og gmnna,
en ná ekki að lýsa á kjarnann, svo að dýrð
Drottins fái ljómað í hjörtum og híbýlum
manna.
Rödd Ágústusar er hljóðnuð, en bergmál
hennar berst enn frá hásætum heimsins.
Skipanir eru gefnar og kröfur gerðar um
nýja skatta og álögur. Fórnir þarf að færa í
þágu friðar og réttlætis. Mannslífið er lítils
virði, ef heill ríkisins, flokksins eða höfðingj-
ans er í hættu. Nútíminn þekkir sannarlega
rödd valdboðans, sem heimtar hlýðni við þá
einu stefnu, sem rétt er álitin hverju sinni.
En þær raddir eru samt ekki þær einu, sem
hljóma út í skammdegismyrkrið. Rödd Guðs
heyrist enn. Hann var, er og verður æ hinn
sami. Fullur náðar og sannleika. Fús að veita
af gnægð kærleika síns frelsun og frið.
Lesandi minn! Hin sanna jólagleði er fólg-
in í því, að þú heyrir þessa rödd óma hið
innra með þér. Fögnuðinn, friðinn og frels-
un þína getur þú aldrei keypt þér, hversu
mikið, sem þú vildir láta í té. Þetta eru gjafir
Guðs til vor allra. Takir þú við þessum and-
legu náðargjöfum af einlægum, þakklátum
huga, mun hinn sanni fögnuður jólanna
streyma inn í líf þitt og verða þér aflgjafi
nýrra vona og hærri hugsjóna í þágu hins
góða og varanlega.
Gefi Guð, að öll þau ljós, sem um þessa
hátíð verða tendruð, allir þeir söngvar, er
sungnir verða, öll þau orð, sem töluð verða,
megi minna oss enn á ný á dýrð Drottins, er
Ijómaði forðum, og boðskapinn eilífa:
„YÐUR ER í DAG FRELSARI FÆDDUR.“
Bragi Friðriksson.