Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.12.1958, Síða 15

Frjáls þjóð - 13.12.1958, Síða 15
JOLIN 1958 FRJÁLS ÞJÓÐ 15 Drumraond hét hann, einkar gervilegur náungi og fyrir- mannlegur í framgöngu, ein- hvers staðar á milli þrítugs og hálffertugs, hrokkinhærður með snyrtilega stýfða barta; þetta voru um það bil hin einu deili, sem nágrannarnir vissu á hon- um. Á næstu hleifamessu voru þrjú ár liðin, frá því að hann fluttist í sveitina, og guð einn mátti vita, hvaðan hann var að rekinn. Býlið, sem hann hafði tekið á leigu, hét Drokít og dregur n.afn af gamla brúarskriflinu á síkinu þar suður af, en þetta heiti ásamt fjölda annarra slíkra örnefna á landamærum Skotlands og Englands ber því vitni, að geliska var eitt sinn þjóðtunga gerv.alls Skotlands — Láglandanna ekki síður en Hálandanna. Drokít er varla meira en fimmtán faðma frá þjóðvegin- um, sem liggur í suður frá Edínborg til landamæranna. Kotið er um mílu vegar utan við þorpið og í á að gizka þriggja mílna fjarlægð frá Ankrum — sem er vissulega annað gött og gilt geliskt stað- arheiti. Drokít hafði lengi verið í eyði, þegar Drummond settist þar að, og nú, þegar hann er á bak og burt, eru ekki horfur á, að fyrir því eigi að liggja ■að byggjast nokkurn tíma framar. Þetta er líka argur kotrass. Forn steinbær með gráu hellu- þaki og tveimur gluggaborum; öll landareignin ekki yfir ekru að stærð; tveir eða þrír úti- kofar eiga að heita að hanga uppi. Þá er allt lénið upp talið. 1 Drummond hafði kú á fóðr- um — þótt guð mætti vita, hvað honum varð úr mjólk- inni. Auk þess ól hann tvo grísi, og vera má, að tólf stél- reyttar hænur hafi spígsporað um hlaðið. Það var fljótséð, að manninn óraði ekki fyrir því, hvað hann var að gera hér, og hann hlaut að vera með öllu óvanur þessum lifnaðarháttum. Ökumaðurinn, sem flútti far- angur hans frá St. Bosweil- stöðinni, þegar hann kom hing- að fyrst, hafði haft orð á því, að allmikið hefði farið fyrir sumu góssi hans, hvað sem hef- ur nú verið til í því: bókaskáp- ar, vandað eikarborð, snotrir stólar, vænt rúmstæði; enn fremur blýþungir bókakassar og koffort, senr ekki sást í fyrir álímdum erlendunr merkimið- um. Maðurinn v.ar sannkölluð ráðgáta og rúmlega það. Hann átti eftir að kynna sig að því' að vera með fádæmum blygð- unariaus skratti, eða það töldu nágrannar hans. En svo leið þá ckki heldur á löngu, að hann hefði vit á að hypja sig burt. Hann var hér einbúi; það er að segja hann bjó aleinn fyrstu tvö árin eða svo — þá var það, að blygðunarieysið sagði til sín — því að allt í einu, innan viku frá því að ofviðrið mikfa geisaði í fyrrahaust, varð vart konu á býlinu. Það var föngu- leg kona og eftir því frí'ð sýn- um, ekki vantaði það, en ógn- arleg skerjála. Og hún var hjá honum eftir það, þangað til þau hurfu burt saman. Enginn hefur hugboð um, hvert þau fluttust héðan eða hvar í ver- öldinni þau eru nú niður komin. Hún kom einn daginn inn í sölubúð þorpsins, æði fyrir- ferðarmikil, að kaupa eitthvað smávegis. Hún nefndi sig frú Drummond og kvaðst eiga heima uppi í Drokít. Blygðunarleysið var yfirgang- anlegt, því að hún hafði verið inni í' sömu búðinni óveðurs- kvöldið og beðið beininga. Og eftir það hafði hún hímt inni í kránni hjá Craw, handan götunnar, með þrípenninginn frá Lucky gamla Oliver og hálfa bjórkollu fyrir framan sig frá því klukkan hálfsjö til klukkan níu um kvöldið, þeg- -ar Goggi hafði orðið að vísa henni á dyr. Regnið steyptist niður í fossaföllum, og veðrið mátti heita óstætt, en hvað átti Goggi að gera? Klukkan níu var klukkan níu, og lög voru lög. Og ekki var um að villast, að þetta var útigöngukona, klakaklár, vön öllum veðrum. En Goggi er hjartagóður ná- ungi, og hann hafði gefið henni brauð og ost og sexpenning og síðan vísað henni greinilega til vegar. Og svo skýtur henni upp fá- um dögum síðar, og nú á hún heima á Drokít. Kinnroðalaust segist hún vera kona manns- ins. Auðvitað er það, að úr því að hún var þar til heim- ilis, g.at konuskepnan ekkert annað sagt, því að allir vissu, að í kotinu var aðeins ein mannvist, sem var allt í senn eldhús, svefnherbergi og hvað annað, sem heyrir íbúð til. Það var auðráðin gáta, sem gerzt hafði. Httn hafði farið úr kránni frá Gogga Craw á lokunartíma, klukkan níu um kvöldið, og ráfað suður Edín- borgarbrautina. Hún hlýtur að hafa séð ljós í gluggum hjá Drummond, er hún nálgaðist Drokít, komið þar við til að betla og maðurinn hleypt henni inn. Vafalaust hefur manngarmurinn verið búinn að fá nægju sína á einlífinu, og hún hefur verið meira en feg- in húsaskjólinu. Kona af henn- ar tagi hikar ekki við að halla sér að hjá ókenndum karl- manni til að fá næturgistingu á annarri eins nóttu og þess- ari. En Drummond hefði átt að vera svo hæverskur að koma henni af sér út á þjóðveginn í bítið morguninn eftir, áður en nokkur gat fengið vitneskju um næturgreiðann. Þá hefði þetta ekki verið svo hneykslan- legt. En að setjast þar upp og bjóða heiðarlegu fólki upp á aðra eins kroniku — það var sjálft blygðunarleysið ótilhaft; og skömm hans var engu minni en forsmán hennar. Vitaskuld vissi enginn, hvern- ig þau höfðu komið sér fyrir fyrstu nóttina eða hvað í raun og veru hafði gerzt, en það var svo sem ekki vandi að fara nærri um það. Og hún var hugnanlegur kvenmaður, ekki vantaði það . . . Hér á eftir verður allur sann- leikurinn sagður; þetta var það, sem gerðist: Stormurinn æddi úti fyrir, og regnið, sem hafði hellzt niður linnulaust allan daginn, buldi á gluggarúðunum af þeim ógnarkrafti, að ætla mátti, að þær mundu þá og þegar bresta. En innan dyra á Drokít vantaði ekkert á þæg- indin. Mikill arineldur bálaði snarkandi í kolum og græn- viði, teygði langar logatungur upp í gímald reykháfsins og þeytti funheitum hitabylgjum og flöktandi Ijóssveipum út í hvern krók og kima rúmgóðrar stofunnar. Gríðarmikill járnketill hékk í hó yfir eldinum. Vatnið í' honum hveraði og spýttist út um stútinn. Jón Drummond svifaði katlinum til hliðar og ýtti bala fulluni af vatni nær eldinum. Undan rúminu dró hann langt baðker úr tini. Snarpheitt bað, skerpt með mustarði, var einmitt það, sem hann þarfnaðist eftir vosið við að ganga til hænsnanna og grísanna beggja. Kýrnytin stóð í hvítri gleraðri fötu úti við annan gluggann. Sjálfum sér ætlaði hann flóaðan mjólkur- bolla með viskídropa út í til áréttingar, áður en hann gengi til náða. Afganginn fengju grísirnir, eftir að Júdý hefði fengið sinn skammt. Júdý hringaði sig á ábreiðuhorni fyrir framan arineldinn. „Helvitis slagviðri er þetta, Júdý,“ sagði hann við hund- inn, „og guð líkni þeim vesal- ingum, sem eru úti í þessum ofsa.“ Tíkin lygndi augunum og dillaði rófunni; hún kærði sig kollótta, því að um hana væsti ekki. „Kondu kerling, flyttu þig um set." Hann ýtti tíkinni til hliðar, um leið og hann dró baðkerið fram fyrir arininn, Júdý stökk upp í' stól. Maðurinn tók fram hand- klæði og sápu. Hann byrjaði að afklæðast, áður en hann hellti vatninu úr katlinum og balanum í bað- kerið. Hann var kominn að því að smeygja axlaböndunum út af öxlunum, þegar hundur- inn kerrti sig og stökk niður úr stólnum. Júdý sperrti eyr- un, og rófan stóð aftur af henni eins og spýta. Síðan urr- aði hún og trítlaði nasandi til dyra. Maðurinn leit í kringum sig og lagði við hlustir. Honum virtist hann heyra gegnum storminn, að höggum væri drepið á dyrnar. Tíkin sneri frá dyrunum geltandi. „Hver fjandinn getur þetta verið?“ tautaði maðurinn, að hálfu leyti við sjálfan sig og að hálfu leyti við hundinn, sem enn hélt áfram að urra og gelta. „Vertu stillt," skipaði hann, og síðan kallaði hann gegnum lokaðar dyrnar: „Hver er þar?“ Einhver virtist anza, en mað- urinn heyrði ekki orðaskil fyrir látunum í hundinum og gnýnum í veðrinu. Hann sneri stórum lykli i skránni og skaut slagbrandin- um frá. Veðrið tók af honum hurðina, og regnhryðja stóð inn um gáttina. Kona stóð á dyraþrepinu — kona vot inn að skinni, flak- andi, lamin og tætt af veðr- inu. Hún leit upp og deplaði augunum ótt og títt gegn birt- unni. Vatnið fossaði fram af hattbarði hennar. Vott, dökkt hárið feyktist í flygsum fyrir augu hennar. „Guð sé oss næsturl" Drum- mond starði á þessa ömurlegu hryggðarmynd uppmálaða fyr- ir framan sig í umgerð dyr- anna. „Hafðu þig inn fyrir." Hann skellti aftur hurðinni, sló slag- brandinum fyrir á ný og læsti dyrunum tryggilega fyrir storm- inum. Konan stóð hreyfingar- laus innan við þröskuldinn. „Dragðu þig nær eldinum. Ja, drottinn minn!" Hann ýtti baðkerinu frá og dró fram hægindastól. Hundur- inn, sem hafði stillzt, er hann sá háttu húsbónda síns, nálg- Frá Hálöndum Skotlands / Hálöndum Skotlands er landslag viða mjög sviþað þvi, sem gerist hér á landi, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. RONALD MACDONALD DOUGLAS: ■ ■ ■ m * tftiaöHmkcHa m m m m m ■ ■ Saga frá Skotlandi j ■

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.