Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.12.1958, Side 21

Frjáls þjóð - 13.12.1958, Side 21
JÓLIN 1958 FRJÁLS ÞJÓÐ 21 VIKINGASYNIR Frh. af 14. siðu. an Sjóborg frá Klakksvík í Fær- eyjum á leið frá íslandi til Aberdeen á Skotlandi með ís- fiskfarm. 13. ágúst var hún stödd í liafi nær 100 sjómílur vestur af Suðurey, er ógurleg sprenging varð undir bógnum. Skipið tættist sundur að fram- an og sökk á skammri stundu. Þrír skipverja fórust við sprenginguna, og skipstjórinn kastaðist á sjó út, þar sem hann náði í sprek til þess að halda sér á floti á um tuttugu faðma frá skipinu. Annar björgunarbáturinn brotnaði í spón, en hinn laskaðist tals- vert. Fjórir menn voru eftir lifandi á skútunni, og tókst þeim að koma laskaða bátnum á flot, áður en skútan sökk, og bjarga skipstjóra sínum. En þessir fimnt menn voru ekki sérlega vel settir. Þeir sátu úti á reginhafi í lekri kænu, illa klæddir og áttavita- iausir. En þeir vissu, að Fær- eyjar voru næsta land. Það var ekki um annað að velja en freista þess að ná þangað. Allt í kringum þá var órofa haf með þungum öldum, sem komu æðandi hver af annarri einhvers staðar langt úr vestri. Fátt var, sem þeir gátu áttað sig á, og Færeyjar voru aðeins sem klettur úr hafinu einhvers staðar í austri. Það mátti ekki rniklu skeika um stefnuna til þess, að þeir færu fram hjá Suðurey. En þeir settu samt upp segl og lögðu út árar. Úr höfðu þeir, og svo miðuðu þeir stefnuna eftir stöðu sólar, vind- átt og öldu. Dagurinn leið, og þeir sigldu og reru. Nóttin fór að, og þá höfðu þeir bjarma í norðrinu sér til leið- sagnar. Þetta varð löng nótt, cn loks rann nýr dagur, og enn héldu þeir áfram í þá átt, cr þeir hugðu iSuðurey vera í. Byr hafði verið hagstæður, og þeirn hafði miðað drjúgum áfram, svo að þeir fóru senn að vonast eftir því að sjá land, ef rétt væri stefnt. Enginn lét í Ijós æðru né kviða, en ef- laust hefur eftirvænting þeirra verið mikil, er kom fram á morguninn. Voru þeir á réttri leið? Og viti menn! Þarna risu hamratindar úr hafi. Suðurey var beint fyrir stafni. Þeim hafði ekki orðið það að fóta- kefli, þótt þeir væru áttavita- lausir, Klukkan fjögur um daginn sigldu þeir að landi r Sunn- bæ. Heimamenn þar sáu litla bátskel koma af hafi og hugðu þar útlenda skipbrotsmenn á ferð. Þeir hrundu báti á flot og fóru á móti þeim, ef hjálp- at kynni að vera þörf. Undrun þeirra varð mikil, er þeir hittu fyrir landa sína, og gleði í byggðinni, þegar þeir stigu þar á land, heilir á húfi. Þó var sú gleði blandin beizkju, því að þrír Færeyingar höfðu hlot- ið hinzta legurúm í Atlants- hafinu, ásamt skipi sínu. En eitt _hafði sannazt. Niðj- um víkinganna skeikaði ekki að finna eyjarnar sínar, þótt engan hefðu þeir áttavitann til þess að styðjast við. KÍMILEGIR SPEKINGAR Frh. af 11. siðu. fornsögurnar. Sagt er, að dag nokkurn hafi hann alveg horf- ið, og það var leitað lengi, áður en hann fannst undir eidhús- tröppunum ákaflega hryggur. Móðir lians spurði áhyggju- full, hvað að honum amaði. „Veiztu þá ekki, að það er ár- tíð iSverris konungs í' dag?“ var svarið. Sú innlifunargáfa, sem þessi saga ber vitni um, entist honum alla ævi. En sam- úð hans með Sverri konungi var brátt á enda. Þessi lág- vaxni maður, sem kom utan frá útskeri og varð konungur í Noregi og gerði út ,af við gamia aðalinn í landinu, var í augum Daae eins konar vinstrimaður, fyrirrennari Ue- lands og Jóhanns Sverdrups. Og þegar Björnson orti ljóð sitt um Ueland og lýsti komu hans til himnaríkis, þar sem Saa mangen gammel Herre Sig reiste og gik fram; Men först blandt dem Kong Sverre: Han var i Slægt med ham! þá hefur Daae getað sagt eins og Piene í „Pál Lange og Þóru Parsberg": „í þetta sinn hefur háttvirtur andstæðingur minn rétt fyrir sér — og bregður þar út af venju sinni!" Daae nefndi •okkur oft sem eina eftirlætisritgerð sína greinina í Historisk Tidsskrift „Var Sverrir konungsson?", þar sem hann þóttist hafa sannað, að Sverrir hefði verið vísvit- andi svikari. Einkennandi eru einnig orð Daae um Björnson einhvern tíma á níunda tug aldarinnar: „Þessi maður hefur alið á öllum auvirðilegustu hvötum þjóðarinnar. Ef hann hefði verið uppi á tólftu öld, hefði hann vafalaust logið því upp, að hann væri konungs- son og fyllt geðslega þrenn- inguna með þeim Sigurði slembidjákn og Sverri presti!" : Nælon-teygju- j korselett : Sterk nælon-teygja, sem J teygist á báða vegu, sex ■ sokkabönd, svo sokkarn- : ir snúist ekki. j OLYMPIA, ; Laugavegi 26. Simi 15186. Höfuðstöðvar Indíánamennmgarinnar Víðs vegar um Suður-Ameríku eru stór- kostlegar rústir ævafornar, sem vitna um háþróaða menningu hinna fornu Indíána- ríkja og alveg sérstæða byggingarlist. Af- ar mikil mannvirki hafa verið hlaðin úr stórum björgum, sem eru felld svo ná- kvæmkgía saman, að þar verður ekki stungið hnífsoddi á milli. Frægastar eru rústirnar í Tíahúanakó, sem taldar eru vera frá dögum þeirrar þjóðar, sem ríkti á þeim slóðum á undan Inkunum. Thor Heyerdahl, hinn frægi norski vís- indamaður, heldur því fram, að menn af þessum forna þjóðflokki hafi siglt á balsa- flekum og sefbátum vestur um allt Kyrra- haf og fengið sér bólfestu á ýmsum eyj- um og hafizt þar handa um svipaða mann- virkjagerð. Þessar kenningar sínar hefur hann rökstutt í bókunum Kon-Tiki og Akú-akú. I hinni síðari segir meðal ann- ars frá fornum mannvirkjum og líkneskj- um, sem hann fann á Páskaey og þóttist þekkja á handlag forvera Inkanna í Suð- ur-Ameríku. Barnabœkur IÐUNNAR í ár: Ævintýri tvíburanna, hörkuspennandi ævintýra- saga, eftir Davíð Áskelsson. ★ Staðfastur strákur eftir Kormák Sigurðsson. Táta tekur til sinna ráða, telpusaga eftir Merete Petersen. -£- Marselínó, spænska barnasagan, sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir. ^ Fimm í ævintýraleit eftir Enid Blyton. -Á Fimm á flótta eftir Enid Blyton. IÐUNN, Skeggjagötu 1 — Sími 1-29-23

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.