Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 10.01.1959, Side 3

Frjáls þjóð - 10.01.1959, Side 3
fttJAlS cHattaarcla^inn 10. janúar /939 3 AFGREIÐSLA: INGÓLFSSTRÆTI 8 SlMI 19985 PÓSTHÓLF 1419 Útgefandi: ÞjóGvarnarflokkur Islanda. Ritstjóri: Jón Helgdson, sími 1-6169. Framkvæmdarstjóri: Jón A. Guðmundsson, Askiiitcugiald kr. 9.00 á mánuði, crgjald 1958 kr. 99.00. Verð í Iausasölu kr. 3.00. Félagsprentsmiöjcm h.f. Eftir nýársboðskap "Vrýársræða hins nýja for- ’ sætisráðherra, Emils Jónssonar, mun hafa vakið .nokkra athygli fyrir þær sakir, að í henni gætti minna fagurmælgi og gyllinga en títt er hjá stjórnmálamönn- um,. sem standa í svipuðum sporum og hann við það tækifæri. Það er nefnilega nokkuð útbreidd skoðun meðal almennings — og ekki að ástæðulausu —, að þeir stjórnmálamenn, sem mest guma af fyrirætlunum sín- um og fegurst loforð hafa uppi um kjarabætur og vel- megun, tali um hug sinn í blekkingaskyni. Fólk vill . fremur heyra nakinn sann- leikann en áferðarfallega mælgi, sem borin er fram í silfurkeri, en stenzt ekki mál og vog, þegar á reynir. Nýársboðskapurinn mun því hafa aukið traust á Em- il, frekar en hitt, vegna þess að hann reyndi ekki að villa fólki sýn. ★ ’il/f'eð þessu er ekki sagt, að neinn ljómi hvíli yfir hinni nýju ríkisstjórn. Hún er veik minnihlutastjórn, sem orðin er til með harla óskemmtilegum hætti, þar sem rofinn var með myndun hennar samriingur, sem Al- þýðuflokkurinn gerði við annan flokk í síðustu kosn- ingum, óg gat í rauninni alls ekki hlaupið frá á þessu kjörtímaþili. Aðgerðir þær, sem stjórn Emils Jónssonar hefur í hyggju, eru heldur ekki stórvægilegar — alls- engin lækning til neinnar fram- búðar. Lækning efnahags- meinsemdanna fæst ekki fyrr en afnumdir hafa verið styrkir og uppbætur og nið- urgreiðslur og hver ber á- byrgð sjálfur á sínum rekstri og sgmur um kjör og kaup við verkafólk, án íhlutúnar rikisvaldsins. Þá getur jafn- vægi komizt á, en fyrr ekki, og á rrieðan það frestast, mun þjóðfélagið halda áfrám að rotna. Hitt má segja, að það sé mun skárra að þoka hjólinu ofurlítið aftur en herða sí- fellt verðspennuna, sem auð- vitað er vís vegur til glöt- unar. Það, sem Emil Jóns- son vill gera, er með öðrum orðum að spyrna gegn því, að þjóðfélagið kollsteypist umsvifalaust, — og jafnvel til þess þarf að færa veru- legar fórnir —, en hann hef- ur ekki uppi ráðagerðir um, að bægja hættunni frá til frambúðar með varanlegum aðgerðum. . ★ ¥7'yrsta verk hinnar nýju stjórnar var að auka niðurgreiðslur á allmörgum Ein Afríkunýlendan enn í svefnrofunum algengum neyzluvörum, svo að þær lækka nokkuð í verði — líklega sem svarar allt að tvö hundruð krónum á mán- uði fyrir meðalfjölskyldu í kaupstað. Þetta er mildandi ráðstöfun, sem fer á undan því, er verr mun koma við fólk — lækkun á kaupi laun- þega og verði búnaðarvöru, er nemur um 6%. Allir vita, að bæði laupþegar og bænd- ur standa nokkuð hallara fæti eftir en áður. En allir ættu líka að vita, að þjóðfé- lagið í heild hefur lengi lifað stórlega um efni fram, en getur ekki gert það enda- laust. ★ ‘IT'inhvers staðar þarf að fá fé í hinar stórauknu nið- urgreiðslur. Emil Jónsson lét svo ummælt, að hægt væri að spara tugi milljóna af út- gjöldum ríkisins, án þess að neinn vábrestur yrði. Það mun í fyrsta skipti um langt skeið, að slík orð heyrast af munni „ábyrgs stgórnmála- manns“. Og auðvitað eru þau dagsönn. Stórfé hefur verið eytt þannig, að siðleysi hlýt- ui' að kallast, og auk þess ráðstafað árlega miklum fúlgum, án brýnnar nauð- synjar. En „hinir ábyrgu stjórnmálamenn“ hafa hing- að til ekki viljað viðurkenna það. Þeir hafa bara hrópað að þeim, sem voru svo óá- byrgir að nefna slíkt: „Bend- ið þið á, hvað á að fella nið- ur?“ Nú kemur til kasta ráðu- neytis Emils Jónssonar að sýna þetta í verki, hreinsa fjárlögin og endurskipu- leggja útgjöld ríkisins. Á því verður það að byrja, ef orð forsætisráðherrans eiga ekki að snúast gegn honum sjálfum — en ekki á því að fella niður framlög til verk- legra framkvæmda, nema að því leyti, sem samdráttur fjárfestingar kynni að krefj- ast, og hitt nægði ekki. ískyggilegra var það, sem Emil vék lítillega að — að einhverjar erlendar lántökur kynnu að vera nauðsynleg- ar. Skuldasöfnunin hefur verið mikil og ör. Bráða- birgðastjórn ætti að minnsta kosti ekki að bæta þar á. Þar er þörf gætni og raunsæi. ★ T-^etta blað mun yfirleitt -*- láta dóma um hina nýju stjórn bíða síns tíma. ^yrst verður að koma í ljós, hvað hún gerir og hvers hún er megnug. Það er ekki réttlátt að fella dóma fyrirfram um neina stjórn. En kost og löst má segja á því, sem fi'am er komið, og láta í Ijós hugboð sitt um hana. Af því, sem hév kemur Hfrika er sem óða.st að bregða blundi. Og sem eðlilegt má kalla, þá vakna hinar svörtu þjóðir álfunnar nokkuð hastarlega til meðvitundar um sjálfar sig og mátt sinn og rétt. Þjóðfrelsisbar- áttan í Alsír hefur ekki farið fram lijá öðrum þjóðum Afriku. J>ær hafa veitt þvi athygli, hvernig Nasser hefur skotið vest- rænum þjóðum ref fyrir rass. Þær liafa fylg-zt með bví, að Líbýa, Marokkó, Túnis, Súdan, Gullströndin, Nígería og sá hluti Mið-Af. riku, sem laut franskri stjórn, hafa fengið sjálfstaeði, og fleiri lönd í Afríku eiga sjálfstæði í vonum, áður en langt um líður. Nú síðustu daga hafa brotizt út í Kóngónýleridunni belgísku miklar óeirðir, einkum í höfuð- borginni Leópoldville, og heíur þar orðið ófagur darraðardans, því að fólkið hefur lagt eld i byggingar og farið með ránum. En í rauninni er það sjálfstæðis- krafa fólksins, sem hefur fengið útrás og við múgæsingarnar fall- ið í þ'ni'-’an farveg. Svo vill jafn- an verða, þegar frumstæðar þjóðir eru að leitast við að slíta af sér erlenda fjötra og fær færi sumir þjóðflokkarnir á tiltölu- lega háu stigi. Nyrzt í landinu er þó fólk af Súdankyni, i regn- skógunum dvergakyn, sem talið er, að séu leifar frumbyggjanna, j og i fjallahéruðum við austur- landamærin eru blökkumenn- irnir, sem talsvert eru blandaðir Hamítum. Þess vegna fer þvi fjarri, að þarna sé ein heilsteypt þjóð, og er það raunar sama sagan í nær öllum blökkumanna- löndum Afriku. Þar lýstur nær alls staðar saman allfjarskyld- á að skeyta skapi sínu á eignum i um þjóðflokkum, er hver hef- hinna útlendu herra. — Það sem hratt þessu af stað, var fyrir- skipun yfirvaldanna um hand- töku innlends embættismanns. 80 simium stærra en Belgía. Belgíska Kóngó er afar mikið ** land, nær áttatíu sinnum stærra en Belgía og byggt um fjórum milljónum fleiri mönn- um. Það er líka auðugt að nátt- úrugæðurn, námaland mikið með stórfljótum, sem til virkjunar eru fallin og hentugt til kvik- fjárræktar, þar sem tsetse-flug- an torveldar ekki slíkan búskap. I skógarhéruðunum eru tré, sem gefa af sér kátsjúk og margir fleiri nytjaviðir eru þar. En, mest þykir Belgum sennilega vert um úrannámurnar, eins og nú er högum háttað i heiminum. Óeirðirhar í landinu, sem raunar mega uppreisn kallast, þótt ekki sé skipulögð, heldur miklu fremur tjáning almenn- ingsviljá, er brýzt fram í fyllingu timans, hefur því valdið Belgum áhyggjum. Þeir hafa sótt þang- að mikinn auð og enda ráðizt þar í miklar framkvæmdir, en nú blasir það við, að þann auð nytja þeir ekki öllu lengur, án þess að landsmenn geri tilkall til þess að taka við sínu senn hvað líður. Náttúrugæðin or um veitast ærið erfitt að hafa hemil á jafnfjölmennri þjóð í svo stóru landi og eiga um langa vegu að sækja með lið og vopn. Þá væri nær fyrirsjáanlegt, að eins færi fyrir þeim í Kóngó og Hollendingum í Indónesíu, nema því aðeins að stórveldin skærust í leikinn vegna áhuga síns á úrannámunum. Aö þessu sinni mun þó vart við því að búast, að herinn snúist gegn húsbændum sínum. Nýlencluskijmlagið ur helgað sér sitt landsvæði end- ur fyrir löngu. Talsverðar framfarir, en lítil pólitísk réttindi. Pfnalegar framfarir hafa orðið ** talsvert miklar á stórum svæðum i Kóngó, og þar eru ýmsar borgir með miklum bygg- ingum og nýtízkusniði. Menntún er þar lika furðumikil, enda mun um ein milljón barna rijóta skólafræðslu á hverju ári, en alls eru íbúarnir um tólf milljónir. Allmargt barna fér því á rriis við skólafræðslu, en þó tiltölu- lega færri en fjölda annarra Afríkulanda. Pólitísk réttindi Kóngómanna eru aftur á móti nauðalítil. Þar hafa Belgíumenn ráðið öllu eða nær öllu. Landinu er skipt í stór fylki, er stýrt er af belgískum fylkisstjórum, en undir þeim eru aftur héraðsstjórar. Nokkurn her hafa Belgiumenn í landinu, þó ekki fjölmennan, og óbreytt- ir liðsmenn eru yfirleitt Kóngó- menn, en liðsforingjarnir belg- ískir. Það er því mjög háð þvi, hversu Belgum tekst að berja niður óeirðirnar, hvoi-t Kóngó- mennirnir í her þeirra fást til þess að herja á landa sina. Snú- ist þeir á sveif með fólkinu, svo að til raunverulegs ófriðar og vopnaviðskipta komi, mun Belg- landsfólkið. T andið er afar mikil hásléttameð fjallgarða að austan og sunn- an. Miðbaugur er um landið norðan til, og þar er allan ársins hring 24—26 stiga hiti að jafn- aði og jöfn úrkoma, en meiri árstiðaskipti, er dregur suður og norður. Næst miðbaug eru því afar miklir regnskógar, en víð- áttumiklar grassléttur, er frá honum dregur, með miklu og margbreytilegu dýralífi og skóg- um meðfram ám og vötnum. Samgöngur fara mjög fram á hinum miklu fljótum landsins, en auk þess eru þar járnbrautir, akvegir og flugvellir. Landsmenn eru mestmegnis af Bantú-kynþætti, og standa dauðadæmt;. Ifm það er erfitt að dæma hér w norður á Islandi af bókum einum og misjafnlega grunduð- um ferðasögum, hversu þrosk- aðir Kóngómenn eru til þess að taka við fullri stjórn sinna mála sjálfir. En ef nýlenduþjóöir fær- ast ekki við áratugalanga stjórn hinna svokölluðu lýðræðisþjóða neitt að ráði nær þvi marki, þá virðist rökrétt, að reyndar séu aðrar leiðir til þroska. Þá er skiljanlegt, að þær gerist ó- þreyjufullar og vilji reyna að þroska sig sjálfar og taka af- leiðingum þeirra skakkafalla, sem reynsluleysið kann að búa þeim á þróunarbrautinni. Að minnsta kosti má það liggja öllum í augum uppi, að sjálf- stæðisþráin fer eins og eldur í sinu um alla Afríku. Asía hefur náð því marki, að þar eru öll meginsvæði orðin land heima- þjóðanna sjálfra. Og þegar Af- rika gengur sama veg, þá er ný- lendudrottnuninni i hinni fornu mynd lokið í heiminum, þó að vafalaust muni lengi eima eftir af henni í nýju gervi með aðstoð leppstjórna og fjármagns. En einhvern tíma mun koma úr hinni miklu deiglu skír málmur. Áður en það verður, getur þó átt sér stað samruni margra landa i eina ríkjaheild að meii’a eða minna leyti, og sú verður kannske ekki þróunin í Afriku einni, þar sem þeirri kenningu er markvisst haldið á lofti, til dæmis bæði af Nkrumah og Nasser, heldur einnig í Evrópu, eins og þegar bólar á með við- leitni til þess að koma á toll- bandalögum og gagnkvæmu markaðsfrelsi margra landa. dnenit verður rekin af SlBS Féiagsmólanefnd S.f.B.S. liélt fund með fréttamönnum fyr- ir skömmu. Var þar skýrt frá því, aff samtökin væru nú aff koma á fót í Reykjavík vinnustofnun fyrir öryrkja. Formaður nefndarinnar,! landa okkar, var það einróma fram, má ráða, að þessu blaði þótti nýársboðskapur Emils í heild hræsnislaus, en býst ekki við stórvirkjum. Enn er ekki einu sinni sýnt, hvernig tekst að komast aft- ur í sömu sporin og fyrir hækkanirnar miklu síðastlið- ið sumar, en hærra hefur markið ékki verið sett. Kjartan Guðnason, skýrði m. a. frá eftirfarandi: Síðasta þing S.Í.B.S., sem haldið var að Reykjalundi á sl. vori, veitti stjórn sambandsins heimild til að koma á fót vinnu- stoíu fyrir almenna öryrkja í Reykjavík. Strax að þingi loknu hóf stjórn sambandsins undirbún- ing að þessu verkefni, og fól félagsmálanefnd sinni að hefj- ast þegar handa um útvegun húsnæðis og val verkefna, sem hvort tveggja í senn hæfðu ör- yrkjum og þrengdu sér sem rninnst inn á svið starfandi iðn- rekstrar. Eftir að hafa rannsakað nýj- ungar í iðnrekstri nágranna- álit undirbúningsnefndar, að hefja skyldi framleiðslu iðn- varnings á svæstum (rafsoðn- um) plastvörum, svo sem skjól- fötum ýmiss konar fyrir börn og fullorðna á sjó og landi, bíla- áklæði, svo og ýmsan smávarn- ing úr plasti, t. d. skjalatöskur, seðlaveski, umbúðir o. m. fl. Má geta þess, að framleiðsla skjólfatnaðar með þessum hætti er mjjög ung iðngrein í heim- inum. í Þýzkalandi og á Noi'ður- löndum er þessa dagana verið að byggja verksmiðjur eða end- urskipuleggja gamlar, til að hefja framleiðslu á svæstuift Franih. á 6, síðii.

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.