Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.08.1959, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 22.08.1959, Blaðsíða 2
„Nýjungagirni * Æsifregnir ☆ Slúður * Heimska ☆ Flatneskja" Dagblöð handa ólæsum 1 clönsku tímariti, er Dia- log nefnist, birtist í 4. hefti I þessa árs athyglisverð grein, ! sem ber yfirskriftina B. T. ! Et uhy g g eligt tids- f œ n o m e n, eða á ís- lenzku: B.T. Óhugnanlegt i tímanna tákn. Greinin fjall- i ar um blaðamennsku nútím- ans, bœði að því er tekur til f efnis og efnismeðferðar. Eins og yfirskriftin ber með sér, er í greininni tekið fyrir eitt t ákveðið danskt blað, B.T., en i margt það,sem fjallað er um, l er þó svo alménns eðlis og at- hyglisvert, að það á líka er- indi til ísl. blaðalesenda. Sams konar blaðamennska í og lýst er í greininni er j nefnilega ört að breiðast út einnig hér á landi, og eru i Alþýðublaðið og Tíminn Ijós- i ustu dœmi þess, þótt eflaust megi tina til fleiri. Greinin hefst á því, að lýst er hinni hörðu og miskunnar- lausu samkeppni, sem dönsk blöð hafa á árunum eftir styi'j- öldina háð um hylli fjöldans og leitt hefur m. a. til þess, að flest blöð hafa mjög aukið við léttmeti og æsifregnir á kostn- að alvörumeiri greina um stjórnmál og þjóðfélagsmál eða hlutlausra yfirlitsgreina frá öðrum löndum. Tveir starfsmenn Dialog tóku sér nú fyrir hendur að rann- saka eitt útbreiddasta danska ' blaðíð, BT, til þess að fá yfirlit yfir það efni, er svo mikillar hylli nyti. Fylgdust þeir með blaðinu í tvo mánuði, og fer frásögn þeirra hér á eftir. Teikniskrýtlur, mynda- sögur, ljósmyndir. „Alls höfum við blaðað í 52 tölublöðum. Venjulega er blað- ið 48 blaðsíður, þar af eru milli 5 og 12 síður um iþróttir. Heil- ar 3 síður eru helgaðar mynda- sögum, 3 síður eru svonefndar kvennasíður, þrjár síður „með morgunkaffinu11. Þar að auki eru 3 dálkar af teikniskrýtlum, spá dagsins, stjörnuspádómar og „Stjarna dagsins", en það er almynd af kroppfríðum kvenmanni. Svo sem sjá má, er þarna heilmikið efni handa þeim, sem ekki einu sinni þekkja stafina, og þar að auki eru ljósmyndirnar. Við tókum eitt tölublað af handahófi og töldum 67 myndir, og það er trú okkar, . að það sé nálægt meðáltali. Ef þess er svo minnzt, að sumar myndanna eru í fullri síðuhæð eða -breidd og enn fremur reiknað með auglýsingum (og af þeim fær útbreiddasta blaðið mest), þá er augljóst, að það eru ekki alveg 48 síður eftir undir hið eigin- lega hlutverk blaðanna: að fræða, mennta og mynda skoð- anir. Menningin annan hvern dag. Það verður að segjast eins og ér, að BT fórnar t. d1. einni síðu á dag undir utaitrikismál (þar dragdst þó frá auglýsingdr á sömu síðu). Eiginlegar menn- ingarmálasíður voru í nákvæm- lega 25 blöðum af þeim 52, sem athuguð voru, en þá verð- ur líka að leggja víðustu merk- ingu í orðið „menning", því að þarna eru meðtaldar frásagnir af reyfarahöfundum, nýjustu jassplötum o. s. frv. Þegar þetta er haft í huga, skilst undir eins, að það er ekki ófyrirsynju, sem BT hefur hlot- ið gælunöfn eins og Analfa- BT og fleiri þess háttar. Smjattað á slysförum og glæpum. Lesmáli blaðsins fyrir utan íþróttir, „með morgunkaffinu“, kvennasíður, ófullburða utan- ríkismálasíðu og menningar- legar nauðþurftir annan hvern dag, sem áður er getið, má skipta eðlilega í fjóra flokka, og af þeim eru tveir gjörsam- lega ráðandi. Hinn fyrri inni- heldur allt, sem telja má til slysfara og glæpa, og það er þetta, sem dag hvern flennist framan í mann bæði á forsíðu og baksíðu blaðsins. í engu öðru dönsku blaði er gert nánd- ar nærri eins mikið úr slysum, líkamsárásum, íkveikjum, auðg- unarglæpum, barnaafbrotum, heimiliserjum, sem lögreglan skerst í, leynivínsölu, smáprett- um o. s. frv. Mál, sem fjallað væri um í tveimur línum eða beinlínis þagað um í heiðarlegri blöðum, er oftast hægt að finna slegið upp með stærsta letri í BT. Draumalandið: flugfreyjur og fyrirsætur. Þegar svo efni þessa fyrsta aðalflokks hefur komið ofur- litlu róti á taugar lesandans, getur hann hallað sér makinda- lega aftur á bak og lesið það efni, sem tilheyrir hinum aðal- flokknum. Þar er hann leiddur í draumalandið. Hér gefur að lesa reiðinnar ósköp um fólk, sem vinnur í happdrættinu. —- Þannig kemst maður næst því að vinna sjálfur. Ellegar mað- ur getur lesið um kónga-, fursta- og heldrimannafjöl- skyldur, leikhúsfólk — og þá einkum leikkonur — nýjustu tízku (sem fæstir lesendur geta veitt sér), óskabörn samtíðar- innar: flugfreyjurnar, eða hálf- guði allra unglinga: Ijósmynda- fyrirsæturnar. Eftir eru þá tveir litlir efnis- flokkar. I annan þeirra flokk- ast það, sem kalla má bjána- skap, t. d. fávizkuleg veðmál og annað slíkt. Hinn flokkur- inn er um það, sem maður geti vænzt, að nánar væri fjallað um í dagblöðum; pólitísk og þjóðfélagsleg vandamál og fleira þess háttar. Kynbombur, bréfdúfur og bílar. Því til staðfestingár, að BT vanræki nokkuð það, sem fyrr- um var talið blaðaefni, skal hér skýrt frá efni þeirra 213 heil- síðugreiria, sem birtust í blað- iiíu þéssa tvö mánuði, serri at- huguniá' stóð' eri það eru meðaltali 4 á dag. Af þessum gréinum voru 38 um leikhús, kvikmyndir, skemmtisýningar, en einkum þó leikkonur, sem þar koma við sögu. 9 greinar fjölluðu á sama hátt um út- varp og sjónvarp, 10 greinar voru helgaðar fyrirsætum og öðrum stúlkum, sem höfðu get- ið sér orð fyrir kynferði sitt. 2 greinar voru um hringleika- hús, 5 um kónga og fursta, 6 um fljúgandi diska (margir blaðamenn við BT trúa statt og stöðugt slíkum sögnum), 6 um fólk, „sem kaus sveitasæl- una“, 3 um bréfdúfur og spil, 7 um glæpamennsku og mála- ferli, 14 um bíla, ferðp:, flug og íþróttir, 6 um hjónabönd, 3 um '• læknaefni, 9 um sumarleyfi, I vorið, veðrið og skróp, 6 voru viðtöl. Með ofurlítilli velvild er hægt að flokka 6 af þessum 213 heilsíðum undir utanríkisfrétta- mennsku og 16 má á sama hátt segja, að fjalli um dönsk stjórn- mál og þjóðfélagsmál. Afgang- inum er varla heiti gefandi og mest af því tagi, að heiðarlegri blöð mundu tæpast fórna því 10 línum í efnishraki. Kann- ske mætti fyrir nákvæmni sak- ir bæta því við, að heill flokk- ur greina þeirra, er nefndar voru, fjalla um „fagrar konur, sem skiptu um trú fyrir mann- inn sinn!“ Hvernig er það ritað? Ekki breytir myndin svip, þótt athugaðar séu 52 tveggja síðu greinar, sem birtust áður- nefnda tvo mánuði. Af þeim eru 8 um leikkonur og útvarps- stjörnur, 3 um stúlkur almennt, 3 um alls konar skemmtanir, 5 um kónga, fursta, aðalsmenn og samkvæmishetjur, 3 um „eigin gæfu smiði“, 2 um glæpamennsku, 2 um bíla- drauma. Aðeins 2 af 52 grein- um eru um utanríkismál og 3 um vandamál, sem ofarlega eru á baugi heima fyrir. Og hvernig er þetta nú allt saman ritað? Mörgum lesend- um finnst það líklega fjörlegt og vel læsilegt. Öðrum þykir sem það sé gróft og óþarflega fært i stílinn. Þar að auki þyk- ir þeim tungunni óleikur ger með flatneskjulegum stílsmáta, sem á að vera fínn, og stælingu á hinum „harðsoðnu“ amerísku höfundum fyrri áratuga, sem blaðamennirnir uppgötvuðu þó fyrst fyrir fáum árum.“ Þetta segja þeir í dansl\i tímaritinu Dialog. Grein i er talsvert lengri en það, sem > hér er lauslega þýtt, en þvi er sleppt sökum þess, að þa: fjallar að mestu urh sér danskt efni og hefur þvi ekki eins alménht gilcLi. Eins og lesendúr hafá ef til vill fund- ið, er greinin ekki álveg hlutlaust rituð, og vérður pólitisk andst'aðá víð BT éhn Ijósari í hiðúrlágri gréirtarihn- ar. Eh þrátt fýrir þá& e* gréihih skehimtiiegfa'éirrí&úkr hugvekf*, émiþ frffr múr Höfum opnað útibú ab r«MVS,UMI\(,V 17 [fnalaug Austurbæjar S/i ipu lag&má tin Franih. af 1. síðu. verið hefur undarlega hljótt um, en er þó tvímælalaust mesta slys, sem hent hefur í skipulágs- og byggingarmálum á íslandi. Það mun skoðun flestra, sem einhverja þekkingu hafa á skipulagsmálum, að eðlilegast sé, að Reykjavík byggist til suð- urs, þannig að hún og Hafnar- f jörður myndi í framtíðinni eina borg. Raunar þarf ekki að fjölyrða um, hvað sé rétt eða rangt í því máli. Reynslan sannar, að þessi þróun er þegar komin vel á veg. Kópavogs- kaupstaður og Silfurtún, sem sprottið hafa upp á síðustu ár- um, sýna, hvert stefnir í þess- um málum. írinan tiðar verður Kópavog- ur miðsvœðis í Reykjavík. En hvernig hefur þá tiltekizt í þess- um framtíðar-„miðbœ“ Reykja- víkur? Þaf er skemmst frá að segja, að öll þau mál eru, og bafa frá öndverðu ver- ið í slíkri botnlausri vit- leysu og sukki, að með fuílkomnum ólíkindum má teljast. Sjálft skipulag byggðarinnar (skipulags- uppdrátturinn) er flaust- ursverk og handaskömm. Þar við bætist svo, að vel- fíestar verklegar fram- kvæmdir bæjarins eru kák og handabakavinna. Það mun t. d. allt að því óþekkt í ríki Finnboga Rúts, að endanleg hæðarlega gatna sé ákveðin áður en byggð rís. Húsunum er „dritað“ niður af fullkomnu handa- hófi hvað hæðarsetningu viðkemur, og tíðum með stórum skekkjum varð- andi byggingalínur. Eftir- ]>{ með hjrggingum er mjög ófullkomið og lóð- arh’afar komast upp með að hröngla upp hversu af- skræmislega Ijótum kumb- : vm sem vera skal, án þc: að byggingamefnd fi legg eða lið. . Vmsar framkvæmdir, sem bærinn stendur fvrir, sem holræsagerð, er rneð fullkomnum endem- úm. ilýr mistök. Hiklaust má fullyrða, að þau tv mál,. sem drepið var á hér islendihga. Kanhske vildi einhvér lesandi taka sig til og gera sárhs konar rann- sökn á íslehzkum dagblöð- úhi. — FRJÁLSRl ÞJÓÐ riiuhái þýkja férigur að slikri skýrshi til birtingar. að framan, og Reykvíkingar eruf stöðugt að ergja sig yfir, ena hreinir smámúnir samanboricS við Kópavogshneykslið. i Það er algjör misskilningur, að álíta, að Reykvíkingum komiI þetta ekki við, vegna þess að Kópavogur sé sjálfstætt lög* sagnarumdœmi. Hvað sém hver segir, þál verður byggðin í Kópavogi inn* án tíðar ihhi í miðri Réykja«' víkurborg, hvað svo sem nafnú giftum og „hreppamörkunú* líður. I Hér er um að ræða eina afV leiðingu þess, hversu skamrrw sýnir og trassafengnir ráða« menn Reykjavíkur eru og haíal frá öndverðu verið í skipulags* málum. I Reykjavikurbær hefði fyriil löngu síðan átt að vera búinril að eignast allt land á millll Reykjavíkur og HafnarfjarðaQ með það fyrir augum, að þaq risi nýtízku borg, sem værí byggð og skipulögð sem eirs( heild, og héldi ákveðnUm tek< niskum „standard“. ö 1 stað þess að hugsa á þennani veg, hefur meirihluti bœjar* stjórnar Reykjavíkur fagnað, því í hjarta sínu, að Kópavoguti létti á Reykjavík í lóðamálunM um og tœki við efnalitlu fólkS, til búsetu. Árangurinn er nú[ sem óðast að koma í Ijós, og| liann er með þeim hætti, act, öllum, sem skyn bera á þessi mál og til þekkja, hrýs hugwt) við. 1 Frjáls þjóð mun ræða þessj mál nánar á næstunni. I Lærið að bjarga yður sjálf . . . á ferðalögum erlendis. ] PÖNTUN j Sendið mér . .eint. af SAMTALSBÓK á kr. 35.-. 1 • • m Burðargjaldsfrítt, ef gréiðsl* fylgir pöntun. j ÁSAÞÓR, Pósth. 1352-R: \

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.