Frjáls þjóð - 22.08.1959, Blaðsíða 4
A
J!dúýáuLfinn 22. ágiut' /'959 — FRJALS ÞJ □-Ð
l/ffii dhelgiswn úliö:
Aukin kynning erlendis
— þjóðfundur 1. september
Við höfum verið samtaka, ís-
lendingar, að harma ef ekki for-
dæma framferði Breta hér við
land, en heldur vanmáttugir
að binda enda á það, enda ekki
ávallt sammála um úrræði.
Við erum vopnlaus þjóð, eig-
um sjálfir engin tólin til að
sökkva skipurn og drepa menn
í hrönnum. Og það hefur ekki
sannazt, að bandarískir her-
menn séu hér til að verja ís-
land. Þeirra vopn eru ekki okk-
ar vopn.
Hvorugt er að harma. Hvorki
vildurn við né mættum setja
mannhelgi skör lægra en land-
helgi og verja svo hina síðari
að gerast níðingar hinnar fyrri.
Sú er og bót í máli, að þótt
Bretar eigi morðtólin öll og við
engin, þá hafa þau hvorki reynzt
þeirn sigursæl né skeinuhætt
okkur, og óséð, að þau fái
nokkru sinni ráðið úrslitum í
þessari deilu — enda ekki ólík-
legra, að þau yrðu eigendum
sínum til falls en heilla að lykt-
um.
í þeirra skjóli hefur brezk-
um fiskimönnum að vísu tek-
izt að stunda ólöglegar veiðar
í íslenzkri fiskihelgi, en slíkir
útgerðarhættir eru vafalaust
miður arðsamir og fá auðsjáan-
lega ekki stuðzt við venjuleg
efnahagsleg rök. Þann fisk, sem
Bretar afla innan 12 mílna
markanna, gætu þeir eflaust
veitt með minni fyrirgangi og
tilkostnaði utan þeirra. Enda er
hér ekki um að ræða fiskveið-
ar í venjulegum skilningi, held-
ur þátt í hernaðaraðgerðum,
sem ætlað hefur verið að knýja
íslendinga til undanhalds ■ í
landhelgismálinu. Greinilega
sést þetta á því, að brezku skip-
stjórunum hefur verið fyrir-
skipað að toga ákveðinn íág-
markstíma fyrir innan 'tólf
mílna mörkin, án tillits til afla.
Víst er, að brezka ríkisstjórn-
in hefur með hernaði sínum hér
við land glatt suma þegnia;
drottningar, þá sem eiga sér
hvað úreltastar hugmyndir um
sæmd og rétt, enda hlaut stjórn-
in þegar í upphafi talsvert hrós
fyrir skelegga framgöngu á ís-
íandsmiðum-, er þótti minna á
forna frægðardaga. Hitt er jafn-
víst, að íslendingar eru yfirleitt
ekki svo skapi farnir, að þeir
láti hótanir og ofbeldi mýkja
sig til samninga, nema sé hið
gagnstæða. Hafa Bretar því, ef
eitthvað er, fremur færst fjær
en nær takmarki sínu með þessu
atferli. Ránveiðar þeirra hér
við land eru ekki ábatasamari
sem hernaður en atvin'nugrein.
Verður þá ekki séð, að annað
standi eftir en „skemmtiatrið-
ið“ eitt, handa þeim Bretum,
sem hafa mætur á ofbeldinu of-
beldisins vegna.
Ekki hefur borið á því, að
alþýða manna í Bretlandi láti
sig deilu þessa miklu skipta.
Um hana er naumast nokkurt
„almenningsálit“ þar í landi,
hvorki með né móti. Liklega
hafa flestir Bretar litla hug-
inynd um, hvað er að gerast
hér við land, og æði rangsnúna
það sem er. Enn síður er þeim
ætlandi að þekkja aðdraganda
deilunnar, og þau rök, er hnigu
að stækkun veiðihelginnar. Um
þetta hafa þeir fæstir haft að-
gang að öðrum ,,upplýsingum“
en þeim,sem brezka ríkisstjórn-
in og to.garaeigendur hafa til-
reitt til réttlætingar sinni
stefnu, og hafa þá ýmis atvik
gerzt á aðra lund en við sáum
þau íslendingar, en allt týnzt.
er eflt gæti skilning á afstöðu
okkar, en andúð á háttalagí
brezkra yfirvalda.
Þegar þessa er gætt, er ekki
að undra, þótt brezka stjómin
og togaramenn hafi til þessa
getað rekið veiðistríð sitt við
íslendinga óáreittir að mestu
eða öllu af almenningi heima
fyrir. En risi brezkt almenn-
ingsálit öndvert gegn atferli
Eftir Þorvarö Örnólfsson
þeirra, þá hefðum við eignazt
þann bandamann, sem við gæt-
um hvað beztan átt í landhelgis-
deilunni. Beztan — og ólíkleg-
astan, ef til vill.
í því sambandi má þó ekki
gleyma, að það eru einungis
fámennir og takmarkaðir hóp-
ar brezkra manna, sem hags-
muni eiga á íslandsmiðum. All-
an fjöldann snerta þær ekki
nema þá óbeinlínis. Fiskistríð-
ið brezka er stríð fyrir fáa, en
kostnaður greiðist vafalaust af
ríkisfé. Það er einkastríð, en
almenningur borgar brúsann.
Þetta kann að vera smávægi-
legt atriði, en gæti þó orkað á
vinsældir þessa fyrirtækis, eink-
allir málavextir. En betur má,
ef duga skal. Við berum litla
virðingu fyrir hernaðaraðgerð-
um Breta hér við land, og er
það vel. Samt gætum við sitt
hvað af þeim lært. Aðgerðif
Breta eru skipulagðar, sam-
ræmdar, stanzlausar. Þær eru
undir sérstakri yfirstjórn. Svo]
skyldu og andsvör okkar. •—
Þorvarður Örnólfsson.
um ef almennt væri vitað, að
það er byggt á sandi.
Hitt er mikilvægara, að það
er ekki til marks um alla Eng-
lendinga og Skota, þótt sumir
virðist þeir ekki greina milli
valds og réttar (einkum ef vald-
ið er þeirra). Mættu nú Bretar
sem flestir fá að sjá landhelgis-
málið frá íslenzkum sjónarhól,
þá kynni sú skoðun að ná út-
breiðslu, að þetta stríð gegn
íslendingum bæri að stöðva. —
Reynslan ein getur sýnt, hvort
almenn þekking Breta á íslenzk-
um málstað leiddi til slíks skiln-
ings og velvildar, að tæki fyrir
hernað þeirra á íslandsmiðum.
Sú reynsla fæst ekki af sjálfu
sér, og við megum einskis láta
ófreistað að leiða þetta í ljós.
Þegar hefur verið unnið
nokkuð að því að kynnaBretum
íslenzkan málstað. Eiga þar hlut
að máli rikisstjórn okkar, ein-
staklingar og samtök. Ber það
framtak vitni hvoru tveggja:
trú á réttmæti málstaðar okk-
ar og von um réttdæmi brezku
þjóðarinnar, væru henni kunnir
Að öðru leyti förum við eigin ^
leiðir. Mun einna áhrifaríkast
að bjóða í kynnisför hingað
brezku fólki, sem flestu, blaða-
mönnum, stjórnmálamönnum
og fulltrúum ýmissa samtaka.'
Fer vel á því, að hliðstæð sam-
tök íslenzk, ef um er að ræða,
hafi þar hönd í bagga. Mikil-
vægt er að senda brezkum blöð- j
um að staðaldri greinar og frétt-
ir um landhelgismálið, og' má
borga fyrir birtingu ef eigi vill
betra til.Eins mætti freista aðfá
túlkaðan málstað okkar í brezku ^
útvarpi og sjónvarpi. Stutt-
bylgjusendingar héðan, ætlaðarl
brezkum hlustendum, kæmu og
e.t.v. til greina. Hiklaust ættum
við að láta taka fræðslu- og
fréttamyndir um fiskveiðideil-
una og senda m. a. brezkum
kvikmyndahúsum. Síðast en
ekki sízt eigum við að gera út
einstaka menn og sendinefndir
tii Bretlands, til að tala máli
okkar, hvar og hvenær sem
færi gefst.
Allt þetta — og annað, er
við gerðum í sama skyni —
getur orðið æði kostnaðarsamt.
Þó myndi okkur dýrast að haf-
ast ekki að.
Hinn 1. september er rétt ár
liðið frá þvi að við færðum út
fiskveiðimörkin. Vert væri að
minnast þeirra tímamóta svo,
að eftir yrði tekið. Hefði verið
vel til fundið, að efna til þjóð-
fundar á Þingvöllum af því til-
efni — og þótt síðar yrði en
sjálfan „afmælisdaginn“. Þjóð-
fundur, er sýndi óbifanlega ein-
ingu og sigurvilja þessarar
þjóðar, hlyti að vekja athygli
útlendinga og auka sjálfum
okkur bjartsýni og styrk.
Erfið framboð —
Frh. af 8. síðu.
Barátta
á Vesturlandi.
Samkvæmt, úrslitum kosning-
anna í sumar, á Sjálfstæðis-
flokkurinn að hljóta þrjú þing-
sæti á Vesturlandi nú í haust.
Þar eru fyrir tveir þingmenn
flokksins, Sigurður Ágústsson,
þingmaður Snæfellinga, og Jón
Árnason, þingmaður Borgfirð-
inga. Friðjón Þórðarson náði
ekki kosningu í Dölum og ekki
Ásgeir Pétursson í Mýrasýslu.
Nokkuð mun brydda á því,
að hvorki Sigurður né Jón þyki
sérstaklega álitlegur sem efsti
maður listans. Hvorugur þeirra
er neinn skörungur, og báðir
lítt þekktir utan heimkynna
sinna, einkum þó Jón.
Sagt er, að Ásgeir Pétursson
hugsi sér nú mjög til hreyfings
og stefni að því að verða efstur
á listanum. Úrslit munu enn
engin á því máli, en sumir telja,
að Ásgeir hafi talsverða mögu-
leika á því að hreppa þetta eft-
irsóknarverða sæti. Er þá útséð
um það, að Friðjón Þórðarson
hefur enga von um að verða
kjörinn.
Miklu víðar eru óráðnar gát-
ur og torleyst vandamál í sam-
bandi við þessar fyrstu kosn-
ingar í nýju kjördæmunum, en
hér skal látið staðar numið að
sinni. Má vera, að síðar gefist
tækifæri fil að segja fleiri frétt-
ir af þessum vígstöðvum.
Rósir
og nellikur, mjög ódýrt.
Gróðrarstöðin við Miklatorg.
Simi 19775.
Mell Jóhannesson læknir:
Limlesting, krufning lifandi
fólks og mannakjötsát,/
Gvo hljóðar yfirskrift 12.
^ kafla í bók Russells lávarð-
ar af- Liverpool um óhæfuverk
Japana á árunum 1931—1945,
en þó er einkum fjallað um hin
eiginlegu styrjaldarár 1941—
1945. Bók þessi kallast á enska
tungu The Knights of Bushitlo
(Cassell & Co, London, 1958).
Áður hafði höfundur ritað um
stríðsglæpi Þjóðverja: The
Scourge of tlie Swastika (hér
stuðzt við danska útgáfu, Schþn-
berg, 1955) og milli þessara
bóka birtist Though the Heav-
ens Fall, sem hér ræðir ekki um.
Russell lávarður er einn þess-
ara vandræðamanna, er ekki
vilja þegja eða láta múta sér
með góðum embættum eða bitl-
ingum. Á sínum tíma var hann
viðriðinn réttarhöld yfir flest-
um meiri háttar stríðsglæpa-
mönnum þýzkum, enda um
skeið lögfræðilegur ráðunaut-
ur hernámssíjjóra Breta í Þýzka-
fandi og því málum nákunnug-
ur. Síðar kom Russell heim til
Stóra-Bretlands og settist í
embætti annars aðalherdómara,
og af honum fór litlum sögum.
Styrjöldinni var lokið, og
sættir tókust með Þjóðverjum
vestan Saxelfar og fjandmönn-
um þeirra í vestri. Rás viðburða
tók þá kúvendingu, að sigur-
vegarar tóku undrafljótt að
hlaða undir hinn sigraða á all-
an hátt og efldu hann til hern-
aðarátaka enn á ný. Komst því
mjög úr tízku að minnast á fyrri
væringar og hryðjuverk, og ný^
kynslóð, er óx úr grasi, þekkti
til slíks eindngis í óljósri minn-
ingu, af afspurn eða frásogn,
og gleymska breiddist yfir ný-
liðna atburði. Mörgum var þessi
þróun þyrnir í augum, og einn
þeirra var Russell lávarður.
Bók Russells, er kalla mætti
í ægiskugga hakakrossins, er
eingöngu reist á staðreyndum,
skjalfestum eða vottfestum, auk
athugasemda og skýringa frá
brjósti höfundár. Virðist höf-
undur í fyllsta mæli gæta lög-
fræðilegrar sanngirni og réttar- ,
kenndar í orðum sínum, svo og!
í bók sinni um stríðsglæpi Jap-j
ana, *og má þó geta nærri, að ^
víða er stórum erfitt að stilla í(
hóf. í ægiskugga hakakrossins
má því ætla verulegt sagn- ]
fræðilegt gildi, og sama gegnir
uin Bushjdo-riddarana. Engu j
að síður gerði brezka stjórnin
Russell það kostaboð, að annað-|
hvort læsti hann handritið nið-
I
ur í skúffu eða léti af embætti
herdómara. Russell lét því af
embættisstörfum og gaf út bók
sína, er óvænt seldist stórlega
vel í Englandi.
Hvers vegna
rifja betta upp?
.Margir munu eflaust spyrja,1
hví rifja allt þetta upp og hvort
það sé nokkrum til gagns? Hér!
er til andsvara, að fjöldi fanga-!
búðavarða,. gestapómanna og'
Kempei Tai-manna (japanska'
gestapó) gengur laus. Sálufé-
lagar þeirra Tojo og von Rund-
stedts í herstétt eru í fullu fjöri,
sé. vel að gáð, og samvizkulitlir
iðjuhöldar á borð við Krupp von
Bohlen und Balbach eru í bezta
gengi. Síðastnefndir efldu Hitl-
er svo drengilega til valda, að
án þeirra hefði Hitler aldrei
orðið annað en stundarfyrir-
brigði í þýzkum stjórnmálum
(les m. á. á. F. Thyssen: I paid
Hitler, London 1941). Sök sér
er, að fjölda þessara manna er
unnt lífs, því að dauðadómar
orka jafnan tvímælis. Kynlegra
er, að þessum mönnum er
hampað i háum embættum og
í virtum stöðum, sumir stór-
auðugir, aðrir á vænum eftir-
launum af almannafé og fáein-
ir jafnvel verðandi leiðtogar í
hernaðarbandalögum í lýðræð-
isnafni.
Á því er hamrað, að verja beri
lýðræðið með öllum ráðum gegn
kommúnistiskri ásókn. Nauð-
synlegt sé, að Þýzkaland sé
„sterkt", Frakkland sömuleiðis.
,,Sterk“ stjórn þarf að vera í
Persíu, í Kóreu, í Víet-Nam o.
s. frv., ella gleypi kommúnistar
þessi lönd. „Sterk“ stjórn þýðir
ekki annað en stjórn, sem að
meira eða minna leyti ríkir í
krafti kúgunar með stoð í lög-
reglú og herliði, nákvæmlega.
eins og á sér stað víðast austan
tjalds. Liður í þessari baráttu
er linnulaus, einlitur pólitískur
áróður. — Pólitískur áróður
stefnir að einstrengingshætti í
skoðunum og óbilgirni, er aftur
leiðir til svívirðingar mannrétt-
indum, Er þá jafnan skammt
til einræðis.
Áróður er gifurlegur í út-
>
f