Frjáls þjóð - 22.08.1959, Síða 6
(^onie Íiuí l<?vfan:
LENGSTI
| Framhaldsfrásögn um
| örlagaríkasta dag |
| heimsstyrjaldarinnar |
síöari, innrásardaginn
6. júní 1944 I
3.
i Þar var komið jrásögn
| írska rithöíundarins Corne-
( lius Ryans í síðasta blaði,
j að Canaris, yfirmaður
I njósnastarfsemi Þjóðverja,
j hafði sagt frá því, að Banda-
j menn mundu boða innrásar-
i daginn með því að senda út
i í tvennu lagi tvær Ijóðlínur
i eftir franska skáldið Paul
, Verlaine. Að kvöldi 1. júní
i var fyrri Ijóðlínan lesin í
, brezka útvarpið: „Les sang-
( lots longs des violons de
i l’automne“ (Langdregin
i ekkasog hörpu á hausti).
; Reichling, sem tilkynning-
; una heyrði, œddi með hana
i til aðaIstöðva Meyers, yfir-
i manns gagnnjósnarsveitar-
innar á vesturvigstöðvunum.
Tp»eii' fóru báðir til hlustun-
■ arstöðvarinnar, þar sem
Meyer hlustaði á segulþráðar-
tækið. JÞarna var þá tilkjmn-
ingin, sem Canaris hafði sagt
þeim að hlusta eftir. Það var
fyrsta setningin í „Chanson d’-
Automne“ (Haustljóði) franska
skáldsins Pauls Verlaines. Sam-
kvæmt upplýsingum Canaris
átti að senda þessa ljóðlínu
Verlaines „hinn fyrsta eða 15.
einhvers Jnánaðar ... „og hún
mun verða fyrri hluti tilkynn-
ingar um innrás Breta og
Bandaríkjamanna.“
Seinni hluti tilkynningarinn-
ar átti að verða önnur ljóðlína
úr kvæði Verlaines: „Blessent
mon coeur d’une langueur
monotone“ („Hjarta mitt angra
með síbyljuhljóm“). Þegar
þessu yrði útvarpað, sagði Can-
aris, að það boðaði, að „innrás
hæfist innan 48 klukkustunda
... talið frá miðnætti útsend-
ingardagsins“.
Jafnskjótt sem Meyer hafði
heyrt fyrri ljóðlínu Verlaines,
gerði hann fcringja herforingja-
ráðs 15. hcíiins, TiTiihelm Hof-
líiann hershöxðingja, viövart.
„Fyrri tilkynningin er komin
fpm,“ sagði hann við Hof-
rrnann. „Nú fer eitthvað að ger-
ast.“
Hofmann gaf þegar í stað
út tilskipun til 15. hersins um
að vera vel á verði.
nÁ meðan sendi Meyer til-
kynninguna til aðalstöðva Hitl-
ers. Þar næst símaði hann til
höfuðstöðva von Rundstedts og
Rommels.
I aðalstöðvum Hitlers var til-
kynningin afhent Alf.red Jodl
hershöfðingja. Þar var hún lát-
in liggja á skrifborðinu. Jodl
gaf ekki út skipun um viðbún-
að. Hann gerði ráð fyrir, að von
Eundstedt hefði gert það: en
von Rundstedt hélt, að höfuð-
stöðvar Rommels hefðu gefið
út fyrirskipunina. (Rommel
hlýtur að hafa verið kunnugt
um tilkynninguna; en af mati
hans sjálfs á fyrirætlunum
Bandamanna er ljóst, að hann
hefur ekkert lagt upp úr
henni).
Meðfram innrásarströndinni
fékk aðeins einn her skipun um
viðbúnað: 15. herinn. Sjöundi
herinn, sem átti að verja Nor-
mandíströnd, fékk engar fregn-
ir af tilkynningunni og var ekki
skipað að vera reiðubúinn.
Að kvöldi 2. og 3. júní var
fyrri hluta tilkynningarinnar
útvarpað á ný. Tæpri klukku-
stund eftir að tilkynningin var
endurtekin að kvöldi hins 3.
júní, heyrðist fregn Associated
Press um innrás Bandamanna
í Frakkland. Meyer vissi, að
hefði viðvörun Canaris við rök
að styðjast, hlyti AP-fregnin
að vera röng. Síðar kom í ljós,
að fregnin stafaði af hinum
fur.ðulegustu mistökum örygg-
isþjónustunnar. Þá um kvöldið
hafði loftskeytamaður frá AP
í Englandi verið áð æfa sig á
vél, sem var ekki í sambandi,
að „sgnda út“ tilkynningu um
innrásina -— i því skyni að auka
hraða sendingarinnar. Fyrir
mistök hafði ræma með „inn-
rásarfregninni“ verið send út
á undan herstjórnartilkynningu
Rússa. Fregnin var leiðrétt inn
an 30 sekúndna, en þetta var þó
nóg til þess, að fréttin komst á
loft.
Eítir að fyrsta ofboðið var
hjá liðið, hafði Meyer veðjað
á Canaris. Nú var hann þreytt-
ur, en honum var þó hughægra.
Friðurinn, sem enn ríkti morg-
uninn eftir, sannfærði hann um,
að hann hefði haft á réttu að
standa. Nú var ekkert að gera
annað en bíða eftir seinni hluta
hinnar mikilvægu tilkynning-
ar, sem gæti borizt á hverri
stundu.
e
l\yTeðan á þessu stóð, bjóst
foringi B-herjanna til að
halda til Þýzkalands. Kl. 7 um
morguninn settist Rommel við
hlið bílstjóra síns, ók gegnum
þorpið og beygði til vinstri inn
á aðalþjóðveginn til Parísar.
Rommel var sérstaklega á-
nægður að geta farið frá La
Roche-Guyon þennan þungbúna
sunnudagsmorgun, 4. júní. Það
var ekki unnt aðvelja betri tíma
I til ferðarinnar. Við hlið hans
(í sætinu var pappaaskja með
gráum, handunnum leðurskóm,
stærð 5y2, handa konunni haps.
Það var sárstök og mjög mann-
leg ástæða til þess, að hann
vildi dveljast hjá henni þriðju-
daginn 6. júní. Það var afmælis-
dagurinn hennar.*)
j Englandi var klukkan orðin
8 f. h. (einnar klukkustund-
ar munur var á tvöföldum
brezkum sumartíma og þýzkum
meðaltíma). í hjólahúsi úti í
rennblautum skógi skammt frá
Portsmouth var Dwight D.
Eisenhower, yfirhershöfðingi
Bandamanna, í fastasvefni, eft-
ir að hann hafði verið á fótum
næstum alla nóttina.
Þótt hann hefði getað látið
fara betur um sig í aðalstöðv-
um flotans í hinu mikla South-
wick-húsi, 3 km þaðan, hafði
Eisenhower hafnað að dveljast
þar. Hann vildi vera eins ná-
lægt höfnunum, þar sem verið
var að skipa út herliði hans,
og nokkur kostur var.
í hjólahúsi Eisenhowers voru
þrjú lítil herbergi: svefnher-
bergi, dagstofa og skrifstofa.
Frá þessum stað stjórnaði hann
nær þremur milljónum her-
manna Bandamanna. Meira en
helmingur þessa tröllaukna
liðsafla var bandarískur, um 1,7
milljónir. Lið Breta og Kanada-
manna nam samanlagt um einni
milljón manna, og þar að auki
voru Frjálsir Frakkar, Pólverj-
ar, Tékkar, Belgar, Norðmenn
og Hollendingar. Aldrei fyrr
hafði amerískur hershöfðingi
um frá svo mörgum þjóðum,
né tekið á sínar herðar svo
þunga ábyrgð.
Fyrirskipunin, sem Eisen-
hower átti nú að framfylgja,
hafði verið afhent honum fjór-
um mánuðum áður af herfor-
ingjaráðinu í Washington. Þar
sagði: ,,Þér eigið að ráðast inn
á meginland Evrópu, fram-
kvæma þar ásamt bandamönn-
um vorum aðgerðir, sem bein-
ast gegn hjarta Þýzkalands og
miði að tortímingu herstyrks
þess ...“
Unnið hafði verið að víðtæk-
um innrásaráætlunum í meira
en eitt ár, en þó hafði verið
farið að hugsa um árásina svo
að segja frá því að Bretar flýðu
frá Dunkerque. Löngu áður en
nokkur vissi, að Eisenhower
yrði yfirforingi Bandamanna,
hafði lítill hópur brezkra og
bandarískra liðsforingja undir
stjórn brezka yfirliðsforingjans
Sir Fredericks Morgans unnið
að fyrsta undirbúningi innrás-
arinnar. Áætlanir þeirra —
sem síðar voru endurskoðaðar
og gefið dulnefnið Overlord —
kröfðust fjeiri hermanna, skipa,
flugvéla óg hvers konar hern-
aðartækja en nokkru sinni í
sögu heimsins hafði verið safn-
að saman til einstakrar atlögu.
Jafnvel áður en gengið var
frá áætlununum að fullu, byrj-
aði slikur straumur hermanna
og birgða að flæða inn í Eng-
land, að þess voru engin dæmi
áður. Brátt voru svo margir
Bandaríkjamenn í þorpum og
smábæjum Englands, að oft
voru þeir fleiri en íbúarnir
sjálfir, og í maí leit Suður-
England út eins og risavaxið
vopnabúr. í skógunum voru
fa-ldir heljarmiklir staflar skot-
færa. Á bersvæði stóðu skrið-
drekar, herbílar, vörubílar og
sjúkrabílar hlið við hlið —
meira en 50 þúsund talsins. Á
graslendi voru langar raðir af
sprengjuvörpum og loftvarna-
byssum, og feiknarlegar birgð-
ir af efni í bragga og flugvelli
Furðulegast var þó að sjá heila
*) Eftir heimsstyrjöldina hafa
márgir liðsforingjar Rommels
verið samtaka um að reyna að
afsaka, að hann var staddur
fjarri vígstöðvunum dagana 4.,
5. og mestan hluta 6. júní, inn-
rásardagsins sjálfs. 1 bókum,
blaðagreinum og viðtölum hafa
þeir sagt, að hann hafi farið
til Þýzkalands 5. júní. Það er
ekki satt. Þeir halda þvl einnig
fram, að Hitler hafi skipað hon-
um að koma til Þýzkalands. Það
er ekki satt. Eini maðurinn í að-
alstöðvum Hitlers, sem vissi um
fyrirhugaða íerð Rommels, var
aðstoðarmaður Hitlers, Rudolf
Schmundt. Walter Warlimont
hershöfðingi, deildarforingi í her-
foringjaráðinu á þessum tima,
hefur sagt mér, að hvorki Jodl,
Keitel né honum sjálfum hafi
verið kunnugt um, að Rommel
vferi í Þýzkalandi. Jafnvel inn-
rásardaginn sjálfan hélt Warli-
ment, að Rommel væri i höfuð-
stöðvum sínum og stýrði orust-
unni. Óræk sönnun þess, að Rom-
mel fór til Þýzkalands 4. júní,
er í dagbók B-herjanna, þar sem
nákvæmlega er tekið fram, hve-
nær hann fór þangað.
dali fyllta af járnbrautarvögn-
um. Þar voru nær 1000 nýjar
eimreiðir og um 20 000 flutn-
ingavagnar af öllum gerðum.
Þessa vagna átti að nota á járn-
brautum Frakklands í stað
þeirra vagna, sem eyðilegðust.
Þarna var líka að finna alls
konar nýjan herbúnað og upp-
finningar. Til dæmis voru þar
skriðdrekar, sem gátu synt, og
aðrir, sem höfðu stóreflis fálm-
ara, sem sprengdu jarðsprengj-
ur, áður en skriðdrekinn ók yf-
ir þær. Ef til vill voru þó furðu-
legastar af öllu tvær hafnir,
sem átti að draga yfir Ermar-
sund til Normandístrandar. —
Fyrst átti að koma fljótandi
brimbrjótur úr stáli. Þar næst
komu geysistór steinker af
ýmsum stærðum, /og átti að
sökkva þeim og láta þau mynda
innri brimbrjót. Stærstu stein-
kerin höfðu íbúð handa áhöfn-
inni og loftvarnarbyssur, og
þegar þau voru dregin yfir
sundið, litu þau út eins og finnn
hæða íbúðarhús á hliðinni. í
þessum höfnum var unnt að
afferma skip á stærð við Lib-
erty-skipin i pramma, sem
fluttu farminn til strandar. —
Smærri skip mátti afferma við
bryggjur, en þar tóku flutn-
ingabílar við farminum og
fluttu hann eftir flotbrúm til
lands. Til frekara öryggis átti
að sökkva 60 steinsteyptum
skipum utan við hafnirnar.
Hvor þessara miklu innrásar-
hafna í Normandí átti að verða
á stærð við höfnina í Dover.
Allan maímánuð voru menn
og vistir fluttar niður til hafn-
anna í Suður-Englandi. í brögg-
um og tjöldum sváfu hermenn
eins þétt og kostur var. Steypi-
böð og salerni voru af svo
skornum skammti, að langar
biðraðir mynduðust framan við
þau. Fjöldann má marka af
því, að 54.000 manns þurfti til
að þjóna liðinu, þar af voru
4500 nýútskrifaðir matsveinar.
Síðustu vikuna i maí var byrj-
að að flytja herlið og birgðir
út í skipin. Stundin var loks
runnin upp.
UTSAIA
Karlmannaföt Kvenkápur
Frakkar
Skyrtur
Stuttjakkar
og fleira
mikid úrval