Frjáls þjóð - 29.08.1959, Blaðsíða 2
2
oCaiiCfiU'claCfinn
29. áffúát' 1959 - F R J Á LB Þ JOÐ
iijí ö
ÍVÍL^
H
Leiksýning í Frainsóknarhúsi:
Stúlkan á lnftinu
eftsr George Axelrod
Þaö færist nú mjög í vöxt,
að riokkrir leikarar taki sig
saman á vorin að loknu vetr-
arstarfi hinna föstu leikhúsa,
stofni leikflokk, æfi gaman-
leik og fari með hann í sýn-
ingarför út um landsbyggð-
ina, en leikförin síðan enduð
með nokkrum sýningum í
Reykjavík. Nýjasti flokkur-
inn af þessu tagi mun vera sá,
sem nefnist Leikflokkur Ró-
berts Arnfinnssonar, og hóf
síðastliðinn laugardag sýning-
ar í Framsóknarhúsinu í
Reykjavík. Hann er skipaður
þeim Helga Skúlasyni, Helgu
Bachmann, Róbert Arnfinns-
syni og Stellu Guðmundsdótt-
ur. Hin síðastnefnda hefur
ekki að mér vitandi komið
. fram á leiksviði fyrr en nú.
Viðfangsefni leikflokksins
er bandarískur gamanleikur,
The Seven Year Itch eftir
George Axelrod, en með þvi
að sá titill er heldur erfiður
viðfangs og mundi varla skilj-
ast án skýringa, þótt þýddur
væri, hefur leikurinn í ís-
lenzkri þýðingu einfaldlega
hlotið nafnið Stúlkan á loft-
inu. Þýðingu leiksins gerði
Hjörtur Halldórsson.
Leikurinn fjallar annars
um grasekkjumann, sem feng-
ið hefur ofurlitinn snert af
sjö ára kiáðanum, en svo
nefnir höfundur leiksins það,
sem gjarnan kemur yfir
menn, er þeir um sjö löng ár
(eða þar um bil) hafa þrætt
hið mjóa einstigi hjónabands-
dyggðanna án þess að mis-
stiga sig. Þá dettur þeim
kannske allt í einu í hug, að
það gæti nú verið nógu gam-
an, að þeim skrikaði svolitið
fótur einu sinni, og vita svo
ekki fyrr en þeir eru farnir að
gjóta augum þangað, sem
bannað er að lita. Og þegar
svo ævintýrið flýgur beint í
fangið á þeim með kampa-
vínsflösku í hendinni, hafa
þeir ómögulega brjóst í sér
til að stugga þvi frá sér, enda
er þá sjö ára kláðinn orðinn
illþolandi. Úr því er ekki um
annað að gera en að klóra sér!
— Og um þetta fjallar sem
sagt leikurinn.
Stúlkan á loftinu er vel og
skemmtilega saminn gaman-
leikur og víða bráðfyndinn.
Því miður hefur leikflokkur-
inn vegna mannfæðar orðið
að stytta leikinn nokkuð og
breyta uppsetningu hans í
samræmi við það. Og enda
þótt segja megi, að úrfelling-
ar hafi tekizt mjög vel, er
Helga Bachmann og Róbert.
samt að því nokkur eftirsjá,
sem niður er fellt, einkum
með tilliti til uppsetningar.
Annars hefur Helga Skúlasyni
tekizt prýðisvel stjórn leiks-
ins. Hann hefur áður sýnt
með leik sínum, að hann get-
ur vel farið með kímni og
undirstrikar það nú með því
að nýta hvert tækifæri án
þess að ofgera. Helgi leikur
auk þess tvö hlutverk í leikn-
um. Meðferð hans á dr. Bru-
baker, sálfræðingnum, kom
mér að vísu ofurlítið á óvart,
mest vegna þess að ég hafði
ímyndað mér hann öðru vísi,
en það má líka alveg eins
leika hann eins og Helgi gerði,
sem einhvers konar sambland
af húmorista og kyniker, eink-
anlega þar sem leikur hans
var bráðskemmtilegur og
gervið ágætt. Hitt hlutverk
Helga, Tom MacKenzie, er
svo lítið eftir úrfeliingarnar,
að varla tekur að minnast á
það.
Róbert Arnfinnsson leikur
stærsta hlutverkið, Robert
Sherman, manninn með sjö
ára kláðann. Þeir, sem sáu
Tom Ewell (hann er vonandi
ekki alveg eins slæmur og
ráða má af leikskránni, þar
sem nafn hans hefur misrit-
azt Evil) í þessu hlutverki í
kvikmyndinni, sem hér var
sýnd fyrir tveim til þrem ár-
um, hljóta ósjálfrátt að kalla
fram í huganum samanburð á
leik þessara tveggja. Róbert
stendur jafnréttur eftir. Leik-
ur hans er svo fyndinn, að un-
un er á að horfa, bæði svip-
brigði og framsögn oft og tíð-
um sprenghlægileg. Hlutverk-
ið gefur góðum leikara mörg
gullin tækifæri, og Róbert nýt-
ir þau hvert öðru betur.
Stúlkan á loftinu er leikin
af Helgu Baclimann. Hún lýs-
ir mætavel þessari treggefnu,
ungu stúlku, sem þykir fátt
meira eftirsóknarvert en að
þurfa ekki aað vera komin
heim fyrir klukkan eitt að
nóttu, og veltir fyrir sér Stóru
spurningunni: Mundirðu sofa
hjá leikstjóra til að fá hlut-
verk? Léttúð hennar er þó
saklaus og mjög í ætt við for-
vitni. Helga tekur hins vegar
engum léttúðartökum á hlut-
verki sínu, vinnur það sýni-
lega af alvöru og skilar því
mjög skemmtilega.
Eiginkonuna, Helen Sher-
man, leikur Stella Guðmunds-
döttir. Hlutverk þetta er eftir
úrfellingar mjög lítið, og
Stella leikur það sæmilega,
þótt auðfundið sé, að þar er
óvanur leikari á ferð. Rödd
hennar er heldur varla nógu
góð, en hún skýtur eiginmann
sinn af mesta myndarskap og
prýði.
Kvenraddir, sem i leiknum
heyrast, eru í leikskrá sagðar
koma frá Guðrúnu Ásmunds-
dóttur, Guðrúnu Stephensen,
Sigríði Hagalín og Margréti
Ólafsdóttur. Það er vafalaust
rétt.
Leiktjöldin eru snotur að
líta og þjóna vel sinu mark-
miði, hver sem þau hefúr
gert. Um það er leikskráin
þöguí.
Leikflokkurinn hefur í sum-
ar haft milli þrjátíu og fjöru-
tiu sýningar á leik þessum úti
um land. Mér kæmi ekki á ó-
vart, þótt þær ættu eftir að
verða nokkrar i Reykjavík
líka. — H. H.
Bæjarstæði Iiigólfs —
œi > ma s >h |1 dji | t »i«t>
Hershöíðinginn -
Framh. af 1. síðu.
um þær upplýsingar í té, að
hann hefði tekið málið upp við
bandaríska sendiráðið í
Reykjavík. Varð ekki annað
ráðið af þeim fréttum en það,
að utanríkisráðherrann liti
málið aivarlegum augum og
hvgðist ekki við það skiljast,
fyri- en fengnar væru viðhlít-
and. lyktir þess. Átti almenn-
ingitr þess fulla von, að inn-
an skamms yrðu kunngerð þau
Vnálalok, er ótvírætt sýndu, að
hvatvísum fyrirliðum í hem-
tim héldist ekki uppi að beita
íslenzka lögreglu að skyldu-
störfum vopnuðu ofbeldi.
Raunin hefur hins vegar
orðið sú, að allan þann tíma,
sem liðinn er, síðan atburð-
ur þessi gerðist, hefur ekk-
ert orð heyrzt frá ráðherr-
anuni. Blaðamenn hafa
nokkrinn sinnum innt hann
eftir fréttum af málsmeð-
ferðinni, en ráðherra hefur í
öll skiptin þverlega synjað
þess að veita nokkrar upp-
lýsingar.
Skýrra svara
krafizt.
Sú þykka hula þ'agnar dg
leyndar, sem hjúpuð' hefur
vérið um þetta mál,, mim aS
Framh. af 1. síðu.
arhúss Silla og Valda við Aðal-
stræti 8—16 væri náð öðrum
áfanga í skemmdarstarfinu á
bæjárstæði þeirra Ingólfs og
Skúla. Fýrs'ti áfangirin var að
sjálfsögðu bygging Morgun-
bláðshallarinnár í Aðálstræti 6.
Það er ljót saga og verður nú-
verandi bæjarstjórnármeiri-
hluta ekki til sóma í framtíð-
inni, að þar voru flokkshags-
munir látnir. sitja í fyrirrúmi
í örlagaríku skipulagsmáli. —
En þrátt fyrir staðsetningu
Morgunblaðshallarinnar á fyrr-
greindum stað er ekki öll nótt
úti enn um að bjarga bæjar-
stæði þeirra Ingólfs og unna
því sæmdar.
Vel virðist unnt að
hugsa sér að reisa ráðhús
bæjarins í sunnanverðu
Grjótaþorpi — þrátt fyrir
Morgunblaðshöllina — ef
menn setja sér að rýma
burt í framtíðinni þeim
húsum, sem nú standa á
Austurvelli vestan Thor-
valdsensstrætis. Með því
móti nyti ráðhúsið sín vel
fyrir enda Austurvallar,
auk þess sem stækkun
Austurvallar yrði til hinn-
ar mestu prýði fyrir allan
Miðbæinn.
Einstakt
tækifæri.
Þess eru ótal dæmi í sögu fs-
lendinga og annarra þjóða, að
hin mestu menningarleg
hermdarverk eru framin í al-
geru hugsunarleysi valdhafa og
við fullkomið sinnuleysi al-
mennings. Þessi grein er rituð
til þess, að slíkt verði ekki sagt
í þessu máli um síðarnefnda
aðilann.
Að lokum skal spurt:
Vilja forráðamenn bæjar-
ins stofna til þess, að um
ókomna framtíð verðí
Reykvíkingum meinað að
geta svarað spurningunni
um, hvar öndvegissúlur
Ingólfs hafi staðið, með
því að segja hróðugir: „í
sjálfsögðu engan undra, ef þaS
er rétt, að verknaðiim hafi
framið sjálfur hershöfðinginn
á vellimun. íslenzkir valda-
menn hafa ekki hingað til sýnt
þá einurð í skiptum við „herra-
þjóðina11, þótt í hlut hafi átt
þeir, sem lægra eru settir. En
það má utanríkisráðherrann
vita, að þetta mál er ekki litið
mildum augum af almerrn-
ingi.
Þéss er krafizt, að hann
rjúfi þögriina og geri hreint
fyrir sínum dyrum. Og
skömmin riiun lengi á horr-
um brenna, ef háriri skortir
manndóm og eihurð tH að .
reka þetta mál tii þeirra úr- j
slita, sem viðuriáudí nisotíu !
teljavt. i
salargólfi ráðhúss höfuð-
borgarinnai’“, óg hljóti
þess í stað að svara með
blygðan: „í pörtínu á bak
við Silla og Válda.“ En ef
bæjaryfirVÖldin bregðast,
þ er hér einstakt tækifæri
til höfðingSSkápar gefið
Iúrium mikilsiriegandi éig-
éridufti lóðanna við Aðal-
stræti — hiifðingsskapar,
sem minnzt mundi í sögu
landsins um alla framtíð.
Þórhallur Vilmundarson.
JPóiagsbrói
ÁM
Félagsbréf Almenna bókafé-
lagsins, 13. hefti, er nýkomið
út. Efni þess er að þessu sinni
sem hér segir: Steingrímur J.
Þorsteinsson prófessor skrifar
um Gunnar Gunnars.son sjötug-
an, og grein er eftir Helga
Hjörvar, er hann nefnir Ræðu á
þjóðhátið. Sigurður Benedikts•
son Gröndal á þarna sögu, Ljós-
brot í húmi, og ljóð eiga þeir
í heftinu Jón frá Pálmholti og
Gísli Halldórsson.
Þá er þarna þýdd grein, Lög-
mál Parkinsons úr samriefndri
bók eftir C. Northcote Parkin-
son. Jóhannes Ásgeirsson ritar
vísnaþátt, en um bækur skrifar
Ragnar Jóhannesson.
í þessu hefti Félagsbréfa eru
kynntar tvær næstu mánaðar-
bækur AB. Septemberbókin er
Sívagó lœknir, en október-bók
Endurminningar Jóns Krabbe.
lýáincjaiímL
FRJÁLSRAR
ÞJÓÐAR
er
1-99-85
Verzlunin Gnoð
selur málningu frá þremur verksmiðjum. — Fyrir eftir-
talin hverfi er fjótlegast að kaupa málninguna í Verzl.
Gnoð: Voga, Langholt og Heima, enn fremur fyrir Sogamýri
og Bústaðahverfið, byggðina frá Blesugróf að Háaleitisvegi.
Verzlunin Gnoð stendur við strætisvagnaskýlið, þar sem
Langholtsvegurinn kemur á Suðurlandsbrautina. — Verzl-
unin Gnoð selur snyrtivörur, smávörur, vinnufatnað, barna-
fatnað og metravöru.
Ver/iiinÍH GnoiH
Gnoðarvog 78, sími 35382.
Húsmæður! Húsmæður!
Sólþurrkaður saltfiskur. Niðurskorinn í plas’ un búðum. —
Sendum heim ef þess er óskað. Tekið á mó ntunum í
síma 10590.
Sattf
FraSffjStfi? 13:
rY