Frjáls þjóð - 29.08.1959, Blaðsíða 5
Hvað á að gera til að bæta
menningaraðstöðu íslenzkra
sjómanna? Mál þetta er yfir-
gripsmeira en svo, að því verði
gerð viðhlítandi skil í einni
blaðagrein. En hins vegar tel
ég mikilvægt, að upp verði
teknar umræður um málið. Vil
ég því benda á nokkur atriði
til athugunar.
Meðan ég stundaði sjó fyrir
um það bil 20 árum var aðbúð
fiskimanna yfirleitt á þá lund,
að hún gat á engan hátt talizt
örvandi til iðkunar menning-
arlegra lífshátta. Flest voru
fiskiskipin gömul og mörg smá,
og aðbúðin í verstöðvum í landi
víðast hvar fyrir neðan allar
hellur. Á þessu hefur orðið
veruleg breyting til batnaðar,
þótt enn sé allvíða pottur brot-
inn, einkum eftir að sjómað-
urinn stígur fæti á landjörðina.
Vinsældir stofnana eins og Sjó-
mannaheimilisins á Siglufirði,
sýna þó ljóslega, að sjómenn
kunna vel að meta það, sem vel
er gert í þessum efnum. Slíka
starfsemi þarf að efla stórlega^
þar sem hún er þegar hafin, og
koma upp hliðstæðum stofnun-
um í þeim meiri háttar ver- [
stöðvum, sem enn skortir þær.
Væri ekki ráð að koma upp
eins konar miðstöð, sem hefði
það lilutverk að bæta menning-
araðstöðu íslenzkra sjómanna?
Sjómannastéttin hefur svo sér-
stök viðhorf í þessum efnum,
að skipulagðra aðgerða þarf við,
sem fyrst og fremst væru
sniðnar við þarfir hennar. Bezt
væri sennilega, að frumkvæði
að þessari menningarmiðstöð
kæmi frá sjómannastéttinni
sjálfri eða samtökum hennar,
þar eð þeir aðilar ættu að finna
glögglegar en aðrir, hvar skór-
inn kreppir og hver ráð yrðu
líklegust til umbóta. Síðan yrði
starfsemin að njóta aðstoðar
Alþingis, ríkisvalds og bæjar-
félaga, ef til vill bæði um lög-
gjöf og fjárframlög. Það
liggur í augum uppi, að menn-
ingarmiðstöð þessi hljóti að
(jiti (juitnun4>&Mn:
tilenjkra Ajwanna
beita sér fyrir ýmsum
umbótum, og má gera ráð fyrir,
að störf hennar þróist stig aí
stigi. Meðal verkefna má nefna
þessi:
1. Koma þarf upp í hverri
verstöð bókasafni og lesstofu
fyrir sjómenn. Lesstofan yrði
að vera rúmgóð og vistleg,
hentug til bréfaskrifta og að-
laðandi í alla staði.
2. Koma þarf upp kerfi lít-
illa bókasafna, sem auðvelt er
að flytja milli staða og skipa.
Ætti menningarmiðstöðin að
annast útlán þessara litlu bóka-
safna til skipa og verstöðva.
Skipt yrði um bækur með
nokkru millibili, eftir því sem
hæfilegt og hentugt þykir.
3. Koma þarf á þeirri reglu,
að dálítið fast bókasafn sé í
öllum stærri íslenzkum skip-
um, fyrst og fremst millilanda-
skipum og togurum. í þessum
föstu söfnum eiga að vei-a
handbækur, bæði lexíkon,
kennslubækur og fræðibækur í
ýmsum greinum, hentugar til
sjálfsnáms.
4. Menningarmiðstöðin þyrfti
að koma á bréflegri kennslu
í ýmsum greinum, sem fyrst og
fremst væri miðuð við óskir
og þarfir sjómanna. Flestir
ungir menn, sem til sjós fara
og kunna þar vel við sig, búa
yfir draumum um að afla sér
stýrimanns- eða vélstjóra-
menntunar, og mundu því
væntanlega grípa tækifæri til
undirbúningsnáms fegins hendi,
ekki sízt ef ágæti sjálfsnáms-
ins væri að þeim haldið með
skynsamlegum áróðri.
5. Þegar komið væri upp
kerfi af bókasöfnum og hentug-
um lesstofum víðs vegar um
land, gæti menningarmiðstöð
sjómsnna sent út af örkinni
Siðari t/reita
góða fyrirlesara með fræðandi
erindi um þau mál, sem sjó-
menn hafa áhuga á og vilja
fræðast um. Erindunum mættu
fylgja góðar fræðslukvikmynd-
ir, sem væntanlega verða not-
aðar í ■ síauknum mæli sem
þekkingarmiðill.
6. Forystumenn menningar-
miðstöðvar þessarar yrðu að
kynna sér sem bezt þá menn-
ingarstarfsemi og alþýðu-
fræðslu, sem haldið er uppi með
öðrum þjóðum, og ætla má í
þessu sambandi að komið gæti
að gagni. Yrði síðan að velja úr
hið bezta og samhæfa íslenzk-
um aðstæðum.
8
Mér er kunnugt um, að for-
vígismenn Norðmanna eru fyr-
ix; alllöngu vaknaðir til skiln-
ings á þvi, að gera þurfi mynd-
arlegt átak til að bæta menn-
ingarskilyrði sjómannastéttar-
innar þar í landi. Norska al-
þýðufræðslan, ,,Norsk folke-
oplysning“, sem rekin er af
ríkinu, tók að vinna að þessu
verkefni þegar eftir heimsstyrj-
öldina síðari, og hefur að því
er ég þezt veit náð miklum og
góðum árangri.
Bókaútlán til skipa höfðu
tíðkazt allmikið í Noregi fyrir
styrjöldina. Fóru þau fram
með þeim hætti, að skip í ut-
arilandssiglingum fengu lánað-
an bókaskáp með nokkrum tug-
um bóka og gátu skipt um
bækur hjá norskum ræðis-
mannaskrifstofum í hafnar-
borgum víða un^ heim. Síðar
voru uppi háværar raddir um
það að afnema þetta skipulag
og koma upp föstu bókasafni
í hverju skipi í utanlandssigl-
ingum. Hafa verið samþykkt
lög um þetta efni, þar sem að
vísu er aðeins heimilað að
mynda slík söfn, er ríkið kostar
að nokkrum hluta, en útgerðar-
menn og skipverjar að nokkru.
Var þessu svo vel tekið, að fá-
um árum eftir að lögin voru
sett, voru um 90% norskra
millilandaskipa komin með fast
bókasafn eða vísi að bókasafni.
í skýrslu þeirri, sem ég hef
séð síðasta um þessa starfsemi,
segir að söfn þessi séu nú orð-
in um 200 þúsund bindl, ea.
kaupskipaflotinn þurfi 350-400
þúsund bindi, ef vel eigi a®
vera. Hvert skipsbókasafn ér
frá 300-1000 bækur, fáeitt
nokkru stærri. Bækur þessar
eru mjög mikið notaðar, eða
sem svarar því, að hver skíp—
verji fái lánaðar úr safni 30
bækur á ári. Eru þetta marg-
föld útlán borið saman við þa5»
sem tíðkast í almenningsbóka-
söfnum á landi. Og skýi'síaœ
segir, að það sé engan vegina
ruslið, sem sjómenn sækjast
eftir, þegar þeir eiga kosí á
góðum bókum, heldur þvert á
móti. Þeir þrír flokkar bókaj,
sem mest voru lánaðir, vonx
þessir: Handbækur og fræðl-
bækur um hagnýt efni, ferða-
sögur og skáldrit. Er þess jafa-
framt getið, að í bókasöfn þessÉ
séu yfirleitt ekki valin skáld-
rit eftir aðra en klassíska hðf-
unda og viðurkennd samtiðar-
skáld. Reyfararusl og ómerkileg
blöð séu að vísu töluvert miki$
lesin á norskum millilandaskip-
um — en þanri varning verði
skipverjar að útvega sér sjálfir
og greiða fullu verði úr eígia
vasa.
Norðmenn hafa að undan-
förnu haft uppi ráðagerðir uia
að efla menningarstarfsemi
meðal sjómanna og færa hana
yfir á víðara svið. Ég held, að
við íslendingar ættum að taka
Norðmenn okkur til fyrirmynd-
ar í þessum efnum. Þyrftum við
sízt að vera eftirbátar þeirra*
ef vel væri á haldið.
Nú kunna ýmsir efasemdar-
menn að segja sem svo: Er
maðurinn svo barnalegur, að
honum detti í hug, að hægt sé
að útrýma drykkjuskap meðal
sjómanna og gera þá alla að
hálfgerðum vísindamönnum.
eða fagurfræðingum með því
að koma upp bókasöfnum í
skipum og lesstofum í ver-
stöðvum?
Engar tálvonir geri ég mér
um þetta. Meðal sjómanna eins
Framh. á 6. síðu.
rauna í stórum stíl. Krufningar-
stofa fangabúðaspítalans að-
stoðaði dyggilega konu her-
búðastjórans (hina illræmdu
kvensnift Ilse Koch) í handiðn
hennar. Á krufningarstofunni
voru húðflúruð lík húðflett og
liúðin send frú Koch, er notáði
þennan efnivið í lampaskermaj
í hanzka og til bókbands. Svo
mikil var fíkn hennar í fallegt
húðflúr, að eigi reyndist unnt
að bíða, unz fangarnir dæjuj
„eðlilegum dauðdaga“, heldur.
var þeim styttur aldur með inn-
spýtingum.
í Dachau í Bayern, skrifar
Rússel —
voru á árunum 1941—42
gei'ðar um það bil 500 skurð-1
aðgerðir á heilbrigðu fólki.1
Tilgangurinn var að mennta
lækna og læknanema frá SS.!
Margar aðgerðir voru meiri
háttar, t. d. fjarlæging gall-
blöðru, og þessar aðgerðir
gerðu stúdentar með ein-
ungis 2 ára námstíma að
baki.
Russell bætir við, að venju-
legast sé ekki öðrum en æfðum
skurðlæknum trúað fyrir slík-
um aðgerðum og að margir
fanganna hafi látizt á skurðar-
borði eða í kjölfar þessara að-
gerða.
Vafalítið hefur verið um að
ræða fyrsta flokks sýnikennslu,
en jafnframt skóladæmi þess,
hversu tilgangurinn má ekki
helga meðalið og hversu einföld-
ustu og sjálfsögðustu siðgæðis-j
boðorð hvers læknis verða þver-(
brotin. Sagt er, að lengi búi að(
fyrstu gerð. Þessir ungu menn,l
er námu gallblöðruaðgerðir ,í
Dachau á árunum 1941—42, eruj
nú í blóma lífsins og nærtækt
að ætla, að margir þeirra séu
starfandi læknar hér bg hvar
um allt Þýzkaland og víðar. Nú
eiga þeir að heita „demókratí-'
séraðir“, en varla þarf mikið
hugarflug til að ímynda sérj
hverjar tilhneigingar þeirraj
væru, ef þeir væru settir til
starfa í fangabúðum á ný, jafn-
vel þótt í nafni lýðræðis væri.
Sýktir með malaríu.
Fleira af þessu tagi fór fram
í Dachau. — 1200 fangar voru
sýktir með malaríu. Fjöldi
fánga dó af lungna- eða heila-
blæðingum eftir tilraunir, er
uku þeim háþrýsting og/eða
lágþrýsting. Gerðar voru ó-
þokkalegar tilraunir með lík-
amskælingu, allt niður að
stofuhita. Sumir fangar voru
vermdir á ný með því, að þeir
voru lagðir milli tveggja
kvenna. Voru einkum valdar
til slíks vændiskonur. Þótti
Himmler það hin ágætasta
skemmtun og bauð oft vinum
sínum á að horfa!! Loks var
spýtt sáragrefti í æðar fjölda
fanga, og létust þeir, eins og
nærri má geta, hópum saman
úr blóðeitrun.
Russell bendir á, að ekki einn
fanganna hafi veitt samþykki
sitt til tilrauna sem þessara, að
fjöldi þeirra hafi farið fram á
hinn sóðalegasta hátt og að
margar tilraunir hafi ekkert
lœkningalegt eða vísindalegt
gildi haft.
I kvennabúðunum i RAV-
ENSBRÚCK, skammt frá Ber-
lín, sat fangin norsk kona,
SYLVIA SALVESEN að nafni.
Var hún gift þekktum norsk-
um lækni og prófessor. Henni
farast svo orð um ELISABETH
MARSCHALL, er var yfir-
hjúkrunarkona í Ravensbrúck
og illræmd mjög:
Þar eð hún var fullmennt-
uð hjúkrunarkona, held ég,
að við höfum allar gert okk-
ur einhverja hugarmynd af
Florence Nightingale: Við
héldum, að hjúkrunarkonu
bæri að veita hjálp, að hún
væri sóma sínum samkvæmt
skyldug að aðstoða, hvenær
sem þörf væri og án tillits
til þjóðernis. Ég held, að
það, sem særði mig og fé-
laga mína mest, hafi verið
að sjá lækna og hjúkrunar-
konur leg'gjast svo lágt, að
þau gleymdu skyldum sín-
um.
Gleggra verður tæpast að orði
komizt.
Segja má, að mörgum SS-
böðlinum megi meta til vor-
kunnar, að hann vissi ekki bet-
ur, enda oft með öllu ómennt-
aður göturæsamaður eða ó-
bermi, kominn af versta götu-
skríl, áþekkum þeim, er nú
drepur menn á götum úti í
skuggahverfum Lundúnaborg-
ar. Um læknaliðið gegndi allt
öðru máli. Hér var um að ræða
háskólað fólk, .er notið hafði
góðrar menntunar í einu mesta
framfaralandi í læknavísind-
um. Þeim er ekkert til afsök-
unar. — ARNULF ÖVERLAND
á að hafa hrópað, byrgður inni
í fangalest á járnbrautarstöð í
Osló, er hópur norskra nazista
á leið til vígstöðva í Rússlandi
gekk hjá: „F yrirgefið þeim
ekki, þeir vita livað þeir gera!“
Hvergi eiga sér þessi orð betri
stað en um óhæfuverk lækna
og' hjúkrunarliðs í þýzkum
fangabúðum.
Krufðir lifandi.
í bók Russells lávarðar una
stríðsglæpi Japana eru raktir
glæpir þeirra á sama hátt og
í fyrri bók hans. Oft ber lítt
á milli, hvorir taki öðrum fram
í glæpaverkum. Þó virðist
grimmd Japana vera enn há-
þróaðri eri grimmd Þjóðverja,
enda drápu Japanar fremur af
íþrótt, en Þjóðverjar meir sam-
kvæmt tæknilegri áætlun ogþví
ugglaust stórtækari (12 millj-
ón morð). ^
Við lestur Bushido-riddar-
anna verður staldrað við 12.
kafla, er hefur, sem fyrr segir,
titil þessa þáttar að yfirskrift.
Frá útvarpi, blöðum, bókum,
já, af bókum Russells sjálfs, er
Framh. á 7. síðu.