Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 29.08.1959, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 29.08.1959, Blaðsíða 7
FRJALS ÞJQÐ — -JlaugarcfaýLnn 29. áýúit 1959 Bækur Russels lávarðar Framh. af 5. síðu. maður mörgu vanur, en að slíkt barbarí væri (og sé) til, kemur víst flestum á óvart, enda vík- ur Russell sjálfur orðum að því (hann segir: „Nevertheless, it will, doubtless, surprise many to learn that vivisection by the Japanese medical aut- horities was practised upon prisoriers of war ...“). Á blaðsíðu 233 segir frá með- ferð á herfanga (lýsing sjónar- votts): ... fanginn var bundinn við tré utan við skrifstofu Hiari Kikan. Japanskur læknir og fjórir japanskir læknanemar stóðu kringum hann. Fyrst fjarlægðu þeir neglur á fingrum, rufu því næst brjósthol hans og skáru burtu hjartað, er læknirinn síðan riotaði til sýnikennsiu (í textanum stendur: with which the doctor then pro- ceeded to give a practical demonstration). í dagbók hertekins japansks liðsforingja er getið annars á- líka atviks: Fann og tók höndum fang- ana tvo, er sluppu síðastliðna nótt og komust í skóg. Til að hindra flótta þeirra öðru sinni var skambyssuskotum ■ beint að fótum þeirra, en I erfitt var að hæfa þá. Fang- arnir voru síðar krufðir kvikir af Yaraji herlækni. Var lifrin skorin laus, og í i fyrsta skipti sá ég innyfli manns. Það var mjög lœr- dómsríkt. (Leturbreyting í texta). Mjög lærdómsríkt, skrifar hann, sem líklega er vottur vís- indahyggju nútímans. — Að minnsta kosti getur höfundur NJÁLU þess ekki, að þeim Úlfi hreðu og Kerþjálfaði konungs- fóstra hafi þótt lærdómsríkt að rekja garnirnar úr Bróður vík- ingi eftir Brjánsbardaga anno 1014! Ótrúlegar iíkamsmeiðingar. Næst tflfærir Russell tvær frásagnir sjónarvotta um ótrú- legar líkamsmeiðingar. Fyrri atburðurinn gerðist á Filipps- evjum: Ung kona, um það bil tuttugu ára gömul, var tek- in, þar sem hún fólst í gras- lendi. Foringi japanska her- 1 flokksins, er fann hana, reif af henni öll klæði, en tveir hermenn héldu henni á með- an. Farið vár með hana í 1-t'ið byr'gi án veggja, þar sem foringinn hjó af henni brjóst og rauf kviðarhol méð i sverði sínu. Hermerin héldu i henni, meðan þessu fór fram. ■ í fyrstu veinaði stúlkan, en lá að lokum þögul og kyrr Japanir brenndu síðan byrgið. Síðara atvikið er frá Balik- papan á Borneó: Ég sá héraðsforingjann og lögregluforingjann á samtali við japanskan liðsforingja. Meðari þeir töluðust við, hafði liðsforingiriri án afláts reitt héraðsforingjanum 6- verka (hann var Hollending- ur): slegið hann með sverð- slíðrinu í andlit og um allan kroppinn. Skyndilega brá hann sverðinu og hjó af báða handleggi Hollendingsins rétt ofan olnboga og því næst báða fótleggi ofan hnésbóta. Limstýfður bolurinn var bundinn við kókoshnetutré og stunginn byssustingjum, unz líf þraut. Þá sneri liðs- foringinn sér að hollenzka lögregluforingjanum og stýfði hann útlimum á líkan hátt. — Lögreglumaðurinn streittist við að standa á leggjastúfunum og náði að hrópa: guð blessi drottning- una, áður en hann féll um koll dauður, stunginn byssu- stirig í hjártastað. Erigu beíri, nema síður sé, er frásagan af sadistískum ó- dæðisvérknaði, er Japanar frömdu á ungum rússneskum liðsforingja 1938, en eigi rakið hér. Mannakjötsáí í japanska hernum. Russell dregur fram órækar sannanir þess, að mannakjöts- át hafi tíðkazt í japanska hern- um. Hér er hluti af frásögn sjónarvotts (átt er við banda- ríska flugvél, er varð að nauð- lenda á Nýja-Bretlandi 12. nóv- ember 1944): Um það bil hálfri stundu eftir nauðlendinguna háls- hjó Kempei Tai flugmann- inn. Ég sá þetta, þar sem ég stóð í skjóli trés og að Jap- anar skáru hold af hand- leggjum, fótleggjum og mjöðmum mannsins og báru til bækistöðva sinna. Ég var lostinn af þessari sýn og fylgdi eftir Japönunum til að sjá, hvað þeir gerðu við mannakjötið. Þeir skáru það í smábita og steiktu. Síðar sama kvölds ávarp- aði háttsettur japanskur liðs- foringi, aðstoðarherforingi að tign, fjölda liðsforingja. Að lokinni rœðu hans var hverjum viðstöddum boðinn biti af steiktu mannakjöti, sem þeir átu hiklaust (ate it on the spot). Umræðu sinni um mannakjöts- át, lýkur Russell með þessum orðum: Neyzla kjöts af fjand- mönnum var engu að síður ekki talin til glæpa. í sann- leikg sagt var mannakjöt stundum haft til eins konar hátíðabrigða í matsal liðs- foringja. Svo sem þegar hef- ur verið lýst, tóku jafnvel aðmírálar og hershöfðingjar þátt í þessum hátíðamáltíð- um, og kjöt af myrtum föng- um eða súpa þess kjöts var borin á borð hermönnum af lægri gráðum. Tiltœk sönnunargögn ben la eindregið til þess, að mannakjötsát hafi oftlega verið tíðkað, þegar önnur fœða var tiltæk, það er, ekki af neyð, heldur af lyst. Sé að gáð, er feiknalegur iriunúr á manndrápum og rií'ahriákjötsáti •Jaþ'kri'a' óg þéírtá lijúöfloltka, þar sém slíkt ér trúaratriði eða manndráp liður í ákveðnum athöfnum (sbr. höfðaveiðara á Luzon, er illa geta beðið sér konu, nema bið- ill færi henni mannshöfuð). Með þessum þjóðflokkum er mannát og manndráp í fullu samræmi við lífsskoðun þeirra, það er, jákvæðir atburðir í lífi og þroska hvers manns. Með Japönum (og Þjóðverjum) er ómögulegt að telja mannát, líkamsmeiðingar og viður- stygSileg morð til annars en þess öfugasta í tvíklofnu sál- arlífi sjúkra manna, er við venjulegar aðstæður væri | freistandi að byrgja inni á lok- uðum deildum geðveikraspítala eða skyldra stofnana. Nauðsynleg hugvékjá. Bækur RusSells lávarðar eru fjarri því að vera skemmtilesn- ing og er þó, eins og hann segir í formála að Bushido-riddurun- um, sleppt hundrað frásögnum fyrir hverja eina, sem birt er. Á hinn bóginn eru bækur hans drjúg hjálp hverjum, er vill kynnast eðli manna, og ætti efni þeirra að hljóta tilhlýðilegt umtal í hverri bók um mann- þekkingu. Ekki svo mjög til að sverta Þjóðverja eða Japana sem slíka, heldur sé það liður í almennri menntun ungra manna og kvenna og hvatning til umhugsunar um brennandi vandamál samtiðar eða þó ekki til annars en þess eins að hugsa. Hugsun leiðir til aukins per- sónuþroska og skilnings, en það ætti að vera eitur í beinum ó- bilgjarnra áróðursmanna, sbr. orð Hitlers hér að framan. Við, sem byggjum þann kjálka og sker heimskúlunnar, þar sem mannvirðing og mann- réttindi standa föstum rótum, eigum oft erfitt með að horf- ast í augu við hroðalegar stað- reyndir og viljum helzt gleyma þeim. Hví skyldi lika velnærð- ur Dani með sunnudagsvindil- inn sinn vera að hugsa um, að Belsen liggur aðeins fá hundr- uð kílómetra frá Löngulínu og að i nóvember 1944 var bandarískur flugmaður étinn á Nýja-Bretlandi? Engu að síður er það svo satt, að eins og berklaveiki hæglega gýs upp á ný, hraki fæði okkar, klæði og húsnæði, að einræði og harðræði getur ! risið upp meðal sjálfra okkar, jhraki fæði okkar og klæðum og húsaskipun í óeiginlegum skilningi einungis í litlu einu. Hvenær skyldi verða farið í ' „strætó“ vestur á Valhúsahæð til að sjá krossnegldan mann, eins og skáldið fabúleraði um? Og hvað vitum við annars um ástandið í dag? 1 Kenýa er verið að stefna lögreglumönnum fyrir mis- þyrmingu á pólitískum föngum. í löndurn, er hamla frjálsri fréttaþjónustu, svo sem í Sí- beríu, í Alsír og í Tíbet, vit- um við einungis undan og ofan af því, sem gerist,en hverj- [ um er frjálst að geta sér til um rétt sarriband óljósra frétta við attíúrð’i líðancJi stúndar. KáuprnáKíÉlfínfii, 2Í. máí. FRÁ BARNASKÓLUM REYKJAVÍKUR Börn fædd 1952, 1951 og 1950 eiga að sækja skóla í september. ÖII börn fædd 1951 komi í skólana 1. sept. kl. 10—12 f.h. ÖIÍ börn fædd 1950 komi í skólana 1. sept. kl. 1—3 e.h. ÖU börn fædd 1952 komi í skólana 1. sept. kí. 3—5. FORELDRAR ATHUGIÐ Mjög áríðandi er, að gerð sé grein fyrir öllum börn- um á ofangreindum aldri í skólunum þennan dag, þar sem röðun í bekkjadeildir verður ákveðin þá þegar. Geti börnin ekki komið sjálf, verða foreldrar þeirra eða aðrir aðstandendur að gera grein fyrir þeim í skólunum á ofangreindum tímum. ATH.: Börn fædd 1950, búsett í skólahverfi Eskihliðar- skóla, komi þangað til innrítunar. Kennarafundur verður í skólunum 1. september kl. 9 f.h. Fræðslustjórinn í Reykjavík Kjörskrá til alþingiskosninga í Reykjavík er gildir frá 1. maí 1959 til 31. desember 1959, liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofu borgarstjóra, Aust- urstræti 16. frá 25. ágúst til 21. september að báðum dög- um meðtöldum, alla virka daga klukkan 9 f.h. til klukkan 6 e.h. Kaerur yfir kjörskránni skulu komnar til borgarstjóra eigi síðar en 4. október næstkomandi. Borgarstjórinn í Reykjavík, 22. ágúst 1959. Tannlæknir Staða skóla-tannlæknis við Breiðagerðisskólann í Reykjavík er laus til umsóknar. Umsóknir sendist fyrir 15. september 1959 ti’ borgarlæknis sem gefur nánari upplýsirigar um ráðningarkjör. Stjorn HéilsttVeríiaárstÖSváir Éeykjavíkur.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.