Frjáls þjóð - 29.08.1959, Blaðsíða 3
& i
fnjáls
þjóð
Útgefandi:
ÞjóOvarnarflokkur lslancla.
Ritstjóri:
Jón Hélgason, sími 1-6169.
Framkvæmdarst jóri:
Jón A. Guömundsson.
AFGREIÐSLA:
INGÓLFSSTRÆTI 8
SlMI 19985
PÓSTHÓLF 1419
Askriitargjald kr. 9.00 á mánuSi,
árgjald 1959 kr. 108.00.
Ver5 1 lausasölu kr. 3.00.
FélagsprentsmiSjan h.í.
Svaríð við spurningunni
egar rétt vika var liðin
frá kjördegi í vor, birt-
ist í Morgunblaðinu þýðing
á leiðara úr New York Times
um kosningarnar hér í hinu
„vestræna virki“, eins og
blaðið kemst að' orði. Meðal
annars í leiðara þessum var
yfirlætislaus klausa, er
þannig hljóðaði: „Lítill þjóð-
ernissinnaflokkur, sem hafði
fyrir stefnuskrá: „Amerík-
anar, farið heim,“ missti allt
fylgi.“ Það var auðséð, að
hinu bandaríska blaði þóttu
þessar kosningar í „virkinu"
harla góðar.
★
Afleiðingar þess, sem
þarna er sagt í aðeins
tólf orðum, hafa verið að
koma í ljós í allt sumar, þær
létu ekki lengi á sér standa.
Þennan sama dag og Morg-
unþlaðið birtir áðurnefndan
leiðara er í blaði utanríkis-
ráðherrans, Alþýðublaðinu,
skýrt frá húsbroti og líkams-
árásum ,,varnar“liðsmanna á
íslenzka borgara í Hvera-
gerði. í sama blaði er einnig
þann sama dag greint frá
blóðugum bardaga íslenzkra
lögreglumanna á næturþeli
við ,,varnar“liðsmenn í
Reykjavík. Nokkrum dögum
síðar er enn í sama blaði rak-
in uppivöðslusemi og sví-
virðileg framkoma „varnar“-
liðsmanna á Þingvelli. Sú
frásögn varð ekki vefengd,
þar skýrði sjálfur þjóðgarðs-
vörðurinn og presturinn á
Þingvelli frá. Þetta leiddi til
þess, að ,,varnar“liðsmönn-
um var þannaður aðgangur
að Þingvelli. Sú aðgerð utan-
ríkisráðherrans var þó í eðli
sínu ekki annað en kattar-
þvottur.
★
ftir þetta hafa í allt sum-
ar sífellt verið að berast
nýjar og nýjar fregnir af af-
brotum og misjöfnu atferli
„varnar“liðsmanna. Þeir
hafa verið að veiðiþjófnaði í
Hvalfirði, búnir ö.llum beztu
hjálpartækjum til undan-
komu, ef reynt yrði að hafa
hendur í hári þeirra, svo
sem sendistöðvum og þyril-
vængjum. Þeir hafa búizt
um vopnaðir gegn íslenzkri
og bandarískri lögreglu á
heimilum vinkvenna sinna í
Reykjavík, og þannig mætti
lengi telja. Alvarlegasti at-
burðurinn af þessu tagi er þó
sá, sem fyrir kom hinn 5.
ágúst síðastliðinn, er 30—40
manna vopnað herlið um-
kringdi og hindraði íslenzka
lögreglumenn í störfum sín-
um við hlið Keflavíkurflug-
vallar og kom þannig með
grímulausu ofbeldi í veg fyr-
ir, að brotamaður yrði lát-
inn sæta ábyrgð að íslenzk-
um lögum. . _
★
T Tndarlega hljótt hefur síð-
^ an ^ærið um þennan at-
burð; ■ svo alvarlegur sem
hann er. Einstaka blöð, jafn-
vel úr hægri fylkingunni,
hafa þó haldið uppi fyrir-
spurnum til utanríkisráð-
herra um það, hvað liði rann-
sókn þessa máls, en að venju
enga áheyrn hlotið. Það er
óhagganleg sannfæring ís-
lenzkra ráðamanna, að þeir
séu ríkið.
FRJÁLS ÞJÓÐ varpaði í
síðustu viku fram þeirri
spurningu, hvort ráðherrann
væri samsekur um þann at-
burð, sem hér um ræðir. Eins
og lesa má annars staðar í
blaðinu í dag, bendir allt til
þess, að þeirri spurningu
verði aðeins svarað játandi.
Það var sjálfur hershöfðingi
„varnar“liðsins, sem stjórn-
aði ofbeldisaðgerðunum
gegn íslenzku lögreglunni í
Keflavík hinn 5. ágúst.
Gagnvart honum virðist ís-
lenzki utanríkisráðherrann,
Guðmundur í. Guðmunds-
son, ætla að glúpna. En
þögnin getur ekki skýlt hon-
um. Með henni gerðist hann
aðeins samsekur hershöfð-
ingjanum um að fótumtroða
íslenzk lög, sem hann hefur
sjálfur tekið að sér að
vernda. Þögn í þessu máli
væri þannig grófasta mis-
ferli í opinberu embætti.
★
Qú var tíðin, að nafn Bjarna
^ Benediktssonar var öðru
fremur tákn undirlægjuhátt-
ar og takmarkalausrar
þjónkunar við herveldið í
vestri. Svo langt gekk jafn-
vel, að á tímum samstjórnar
íhalds og Framsóknar var á
flokksþingi Framsóknar-
flokksins borin fram van-
trauststillaga á Bjarna. Að
vísu varði flokksforysta
Framsóknar hann fyrir heil-
agri vandlætingu hinna ó-
breyttu flokksmanna, en til-
lagan sýndi þó þann hug,
sem borinn- var til þáverandi
utanríkisráðherra, jafnvel af
stuðningsmönnum þeirrar
ríkisstjórnar, sem hann sat í.
En einn kemur öðrum
meiri. Met standa sjaldnast
lengi óhögguð. Eins og nú er
komið, munu næstu dagar
skera úr um það, hvort Guð-
mundi í. Guðmundssyni
tekst að hnekkja meti Bjarna
Benediktssonar og hljóta
sess í íslandssögu framtíðar-
innar sem undirlægja nr. 1.
★
”T ítill þjóðernissinnaflokk-
ur, sem hafði fyrir
stefnuskrá: „Ameríkanar,
farið heim,“ missti allt
fylgi.“ Þannig hljóðaði hin
yfirlætislausa klausa í leiðara
bandaríska stórblaðsins. Er
ekki kominn tími til þess, að
íslendingar fari að opna aug-
un fyrir afleiðingum þeirrar
sögu, sem þarna er sögð í
stuttu máli? Eða hafa þeir
þegar, að fordæmi utanrík-
isráðherrans, látið þau gróa
saman?
3
Fjölskylda lokuð inni í 15 ár
Gúmmisti.mp. I a T.
Srhó pren.fu n
íjegar börnin fóru að komast á
F legg, sáu þau umheiminn að-
eins í gegnum gat, sem var ekki
þumlungur i þvermál. Þau voru
allan daginn að hjálpa föður sín-
um að búa til rottueitrið — allt
frá því um dagrenningu og þang-
að til myrkrið batt enda á önn
dagsins. Þau gengu ekki í skóla,
og orðaforði þeirra nam 300 orð-
■ Hveriisgöiu 50 - Reykjayik
tykiavik 10615
Heimurinn aðeins
eitt herbergi.
fjað, sem bar fyrir augu leyni-
r lögreglumannanna, var helzt
hægt að líkja við að koma inn i
myrkur miðaldanna. Heil fjöl-
skylda hafði verið lokuð inni i
einu herbergi í 15 ár. Kona og 6
börn höfðu ekki þekkt annan
heim en eitt herbergi. Móðirin
hafði tvo leirpotta og nokkra
diska. Það var kveikt á kerti á
kvöldin, þegar bezt lét. Baðið var
smáskonsa í vegginn, rúmin
voru tréborð, sem hlaðið var
hverju ofan á annað. Maðurinn,
sem gætti fjölskyldu sinnar á
þennan hátt, var kominn á sex-
tugs aldur, og starf hans var að
selja heimaunnið rottueitur.
Þegar húsbóndinn kom heim,
beið leynilögreglan hans. Þegar
komið var til lögreglustöðvarinn-
ar, var þessi ótrúlega staðreynd
afhjúpuð. Þessi óheflaði og beizki
maður hafði misst annan hand-
legginn i járnbrautarslysi. Hann
trúði hvorki á guð né menn og
treysti fáu öðru.
Fyrsta barn þeirra hjóna hlaut
nafnið „Sonur sólarinnar". Þeg-
ar hann veiktist af blóðkreppu-
sótt, sagði faðirinn við konu
sína: „Náttúran mun lækna
hann.“ Sonur sólarinnar dó. Ári
síðar fæddist „Sköpun jarðar-
innar", hún dó vegna skorts á
hjúkrun. Þegar þriðja barnið, er
bar nafnið „Ótemjan", veiktist af
lungnabólgu og móðirin óskaði
eftir læknishjálp á nýjan leik,
ógnaði eiginmaðurinn henni með
skammbyssu, og upp úr þvi hófst
fangelsisvistin. Börnin, sem síð-
an hafa fæðzt, hafa samt haldið
lífi. Ótemjan er 17 ára, Óháður
er 15, Konungur 14, Sigurvegari
12, Góð ævi 10 og Þróun frjálsrar
hugsunar hafði fæðzt fyrir
nokkrum vikum.
Blótsyrði og ör.
Faðirinn, sem lokaði inn fjölskyldu sína, og börnin innan við
gluggann.
halda aga á heimilinu og missti
hann þá stundum inn úr skinn-
inu. Þau máttu ekki biðja um
meiri mat eða að fá að fara út í
sólskinið til að leika sér.
Út í sólskinið.
Jkað var Ótemjan, sem hafði.
kastað miðanum með orð-
unum hr. dómari, út. Hún |
'kunni ekki annað orð í lagapiáli. I
skotvopna, barsmið og ofbeldi,
framleiðsla og sala á eitrinu,
sem ekki var talin til tekna,
og rangt framtal. Hann svaraði
þessum ákærum með þvi að
segja: „Ég er frjálshyggjumað-
ur. Hvað hefur umheimurinn að
bjóða konu minni og börnum?
Saurlifnað, glæpi, drykkjuskap,
rokk and roll og þetta viðbjóðs-
lega sjónvarp. Nei! herrar mínir,
ekkert slíkt fyrir mitt fólk!“
Pantanir:
S. Jlónóion (Jf ((o. h.j-.
Þingholtsstræti 18
Sími 24333.
í síðustu viku voru börnin flutt
i lögreglubifreið, og þá hjúfruðu
þau sig hvort að öðru í skelf-
ingu. Þó vildi Sigurvegari von
bráðar fara að stýra vagninum.
Óháður trúði ekki eigin augum,
er hann sá kvikmynd i fyrsta
sinn. Ótemjan brast í grát, er
hún sá börn að leik. Á meðan
góðviljað fólk býður móðurinni
atvinnu, sitúr heimilisfaðirinn
bak við lás og slá. Kærurnar, sem
á honum dynja, eru misþyrm-
ingar á börnunum, ólögleg eign
|Jag nokkurn fann sendisveinn x Mexíkóborg miða fyrir framan
hrörlegt liús umgirt háimi múrvegg, og á hann voru skrif-
uð þessi orð: „Herra dómari, taktu okkur með þér.“ Sendillinn
varð svo undrandi, að hann fór með þennan merkilega seðil til
húsbónda síns, sem kom lionimi á lögreglustöðina. Rétt á efttr
knúðu tveir leynilögi-eglumenn dyra á hröriega húsinu, og
kvenrödd spurði fyrir innan: „Eruð þér frá dóinaranum-?“ „Svo
má það heita,“ svöruðu leynilögreglumennirnir. „Pabbi minn fór
út, og ef hann kemur og sér ykkur hér, mun liann drepa ykkur."
Leynilögreglumennirnir lögðu
bifreið sinni við vegginn og kom-
ust yfir hann með hjálp þar til
gerðs stiga. Þegar þeir komu
aftur, sögðu þeir: „Það, sem við
höfum séð, er næstum óhugs-
andi, að geti átt sér stað á 20.
öld.“
um, en blótsyrði kunnu þau full-
komlega jafnt og aðrir. Á hálsi
þeirra mátti sjá ör eftir hníf föð-
ur þeirra, sem notaði hann til að
Sendið vinum yðar erlendis þess*
fallegu myndabók af landi og þjóð. —>
myndir, betri — fallegri.
næstu bókabúð. i