Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.12.1959, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 19.12.1959, Blaðsíða 6
6 cJ-auflarclaflinn 19. deó. 1959 — FR JÁLS ÞJDÐ Nýjar bækur otj húfundar Reykjavík í lok nítjándu aldar beirra IJtilegumenn og bústaðir þeirra Ólafur Briem, kennari á Laugarvatni, hefur um langt skeið' lagt stund á rannsókn á útilegumannabælum og skráð- um heimildum, sem til eru um útilegumenn og útilegumanna- byggðir. Hefur hann farið margar könnunarferðir um byggðir og óbyggðir, ásamt Gísla Gestssyni safnverði og Guðm. Guðmundssyni trygg- ingafræðingi og fleiri félögum sínum á liðnum árum. Fyrir hans atbeina og þeirra félaga hafa jafnvel verið gerðir út leiðangrar til þess að grafa upp rústir gamalla útilegumanna- byggða á fjöllum. Nú hefur Ólafur Briem skrif- að um þetta efni bók, er hann nefnir Útilegumenn og auðar tóttir (tveir kaflar eru þó skrif- aðir af Gísla Gestssyni), en Menningarsjóður gefið út. Er í henni rakið það, sem með sann- indum er vitað um útilegumenn og lýst þeim útilegumannabæl- um, sem fundizt hafa. Fylgja margar myndir af bústöðum úti- legumannanna og nokkrir upp- drættir. Rök eru leidd að því, hverjir hafzt hafi við á hverj- um stað, eftir því sem tilföng leyfa. Mörg útilegumannabælin eru aðeins lélegir skútar, þar sem bálkar hafa verið hlaðnir til þess að liggja á og skjólgörð- um hrófað upp, en sums staðar hafa útilegumennirnir haft meira við. Á öræfum landsins eru leifar mannvirkja svo mikl- ar, að tæpast geta þau verið eins manns verk, og rök hníga að því, að þar hafi jafnvel verið hafður búfénaður. Ber höfund- ur mikið hrós á handaverk Fjalla-Eyvindar, sem frægast- ur er útilegumanna á seinni öldum og víðast hefur búsetu haft á öræfunum. Alls telst mér tií, að nafn- greindir séu í bókinni rúmir þrjátíu útilegumenn frá því um' miðbik tólftu aldar fram á^ miðja nítýándu öld, er menn struku síðast á fjöll til útilegu.j En til heimilda er vitnað um miklu fleiri útilegumenn, sem ekki er vitað um nöfn á. Ólafur Briem hefur sýnilega innt af höndum mikið rannsókn- arstarf og segir frá niðurstöð-j um sínum á greinargóðan hátt,' eins og vænta mátti. Alla ó-j þarfa mælgi hefur hann á hinn bóginn forðazt og víða orðið að binda sig við fáorða lýsingu, þar^ sem efniviðurínn var svo mik- iU, að verkið hefði að öðrum kosti þrútnað í höndum hansj og fyllt margar bækur í stað einnar. Það er sannfraéðin um' útilegumennina og bústaði þeirra, sem er mark og mið höfundar, og þess vegna er það aukaatriði, sem utan þess sviðs liggur. Ólafur Briem hefur aukið hér einum þætti við þekkinguna á lífi og högum i þessu landi, fórnað til þess mörgum stund- um og áreiðanlega lagt í veru- legan kostnað við ferðalög í torsótta hluta landsins. Hann hefur innt af höndum verk, sem honum er til sóma, og gert það með því hugarfari, sem farsæld fylgir. Þetta er eitt þeirra verka, sem ekki gefur mikið í aðra hönd, umfram góðan orðstír. J. H. Sveit þeirra manna, sem ruddu verkalýðshreyfingunni og jafnaðarstefnunni braut á íslandi á morgni þessarar ald- ar, tekur nú að gerast þunn-^ skipuð. Bára tímans ber hina síðustu þeirra óðum brott. j Einn þeirra, sem enn heldur velli, og ekki hinn sízti, er Ágúst Jósefsson. Hann er nú hálfníi’æður. En þrátt fyrir há- an aldur er hvorki að sjá né heyra, að hugur hans sé neinni lömun sleginn. Hann er einn í hópi þeirra, sem senda frá sér^ bók á jólamarkaðinn í ár. Þessi bók heitir Minningar og svip- myndir úr Reykjavík og er gef- in út af Leiftri. Bók Ágústs skiptist í tvo nokkurn veginn jafna hluta. I fyrra hlutanum lýsir hann Reykjavík á síðustu áratugum nítjándu aldarinnar, um leið og hann rekur nokkuð æviferil sinn í æsku, en í síðari hlutan- um segir frá dvöl hans í Kaupmannahöfn, heimkomu þaðan og ýmsu félagsmála- starfi í þágu verkalýðshreyf- ingarinnar, Alþýðuflokksins og bæjarins. Bókinni lýk- ur svo með frásögn af ferða- lagi, er hann fór um megin- land Evrópu, er hann var orð-1 inn áttræður. Það er góð bók, sem Ágúst hefur skrifað, og að mestu laus við ellimörk. En einkan- lega finnst mér varið í þann helming hennar, sem helgaður er Reykjavík fyrir aldamótin. Þar er með látlausum hætti brugðið upp ágætum myndum af sjálfum bænum og fólkinu, sem hann byggði fyrir alda- mótin, og ævikjörum þess lýst á hinn skilmerkilegasta hátt. Jafnhliða leiðir höfundur fram á sjónarsviðið fjölda nafn- greindra manna og segir grein á þeim í stuttu máli. Þeir, sem lesa þennan hluta bókarinnar með athygli, geta hæglega gert sér ijósa hug- mynd um bæjarbraginn og líf fólksins á þessum árum. Það er lesendum sjálfum að kenna, en ekki höfundinum, ef þeir standa ekki upp frá lestrinum miklu auðugri að skiiningi á þessu skeiði í þróunarsögu Reykjavíkur. Kjörum reykviskrar alþýðu er lýst af hinni mestu hófsemi og nærfærni. Þar er hispurs- laust sagt frá því, er henni var stundum boðið, þegar við ódæla bokka var að eiga, en þó án þess að láta dekkja myndina. Höfundur dregur einnig mynd af umhverfinu, Reykjavík þessa tíma, svo glöggt, að við sjáum í huganum sandinn með bikaða báta og þönglana, sem aldan ' hefur skolað upp, þar sem nú er höfnin. Síðari hluti bókarinnar er ekki jafngóður, enda víðast far- ið fljótt yfir sögu, og kann það því að vera um að kenna, að Ágústi mun ekki lagið að halda fram sínum hlut í átökum og’ málefnabaráttu á liðnum árum. Allmargt mynda er í bókinni frá þeim tímum, sem Ágúst fræðir okkur um, og yfirleitt er bókin þokkalega úr garði gerð. Eina smávillu rakst ég á: Guðnabakki, þar sem móðir höfundar var með drenginn sinn í kaupavinnu, er ekki í Hvítársíðu heldur Stafholts- tungum. Það er fyllsta ástæða til þess að þakka Ágústi þessa bók, er hann hefur skrifað að lokinni langri og giftudrjúgri starfsævi. J. H. Hin „baneitraða" bók - Lögmál Parkinsons „Burgeisar skrifstofuvalds og kaupsýslu froðufella, þegar þeir heyra lögmál Parkinsons nefnt, og staðhæfa, að enginn Parkinson sé til. En hann er raunveruleiki og éinnig hin ramma ádeila hans.“ Þannig fórust einum hinna enskumæl- andi ritdómara orð um bók Parkinsons. Og er það raunar nokkur furða, þótt höfðingjar þess ríkis kveinki sér? Þeir eru ekki á hverjum degi dregnir svo sundur og saman í háði sem Parkinson gerir, unz allt hrófatildrið er afhjúpað og hlægilegt orðið. i En því aðeins hittir hið napra háð beint í mark, að hér er stutt á býsna viðkvæman blett. Lýsingar hans og ályktanir eru nefnilega alls ekki út í bláinn, þótt hann láti margt fjarstæðu- kennt fjúka, heldur eru veil- urnar og meinsemdirnar, sem hann fer höndum um, ekki síð- ur staðreynd en ádeilan. Það er sem kunnugt er höf- uðkenning Parkinsons, að emb- ætti og stofnanir hrúgi að sér starfsliði sa;mkvæmt lögmáls- bundinni áráttu, gersamlega án tillits til þess, hvort stofnunin sjálf sé í vexti að öðru leyti eða viðfangsefni hafi aukizt eða jafnvel dregizt saman. Það, sem á vanti raunveruleg verkefni handa sívaxandi starfsliði, verði Si;álfkrafa til við mann- fjölgunina, án þess að auka hið minnsta við afköstin í heild. Færir hann máli sínu til sönn- unar dæmi um stofnanir með minnkandi verkeíni, en hrað- fjölgandi skrifstofuher. Þessu fyrirbæri fylgja svo ýmis fleiri ytri einkenni, með- al annars starfsýsludauði og stofnanadá, er hann nefnir svo. Hann telur, að öll hin beztu verk á sviði starfsýslu hafi ver- ið unnin við erfið skrifstofu- skilyrði, en þegar áhuginn tek- ur að beinast að veglegum söl- um og hinu fullkomna húsnæði, sé skeiðið á enda runnið, og reynslan sanni, að sú starf- sýslustofnun, er kemur að öll- um salarkynnum fullgerðum, kafni í sinni eigin fullkomnun. Kaflinn um stofnanadáið er ekki síður athyglisverður. Höf- undur segir, að greina megi þi’jú stig þess sjúkdómsástands á viðhorfum starfsmannanna sjálfra. Þegar stai’fsmenn stofn- unar fai’a að hafa orð á því, að engin von sé til þessa, að þeir geti keppt við þessa eða hina stofnunina, er þeir telja búa við meiri fullkomnun, enda eins farsælt að vinna sér hægt, þá er hún á fyrsta stigi sjúk- dómsins. Afrekamælikvarði þessarar stofnunar er tekinn að gerast stuttur. Einkenni ann- ars stigsins er drýldni. Markið hafði ekki verið sett hátt og þess vegna auðvelt að uppfylla að mestu leyti sett skilyrði. Jafnframt er talað af lítilsvii’ð- ipgu um öll umbrot og breyt- ingar, en þeim mun meiri á- hgrzla lögð á ,,farsældina“. Á þriðja stigi hefur svo sljóleik- inn tekið við af drýldninni. Það tekur því ekki lengur að trufla svefninn með því að láta drýgindalega. Jafnhliða skorti á starfsvilja einkennast slíkar stofnanir af drabbi og ytri hrörnun, svo að hver gestur getur af því séð, hvers kyns er. ★ Höfundur fjallar mjög um nefndir, og ætti það að höfða sérstaklega til manna hér á landi nefndanna. Hann segir, að menn séu í nefndum af tveimur ástæðum: Til þess að gera gagn og til þess að hafa upp úr því. Einkum dvelur hann við ríkisstjórnir, sem dæmi um hina síðari tegund nefnda. Leiðir hann rök að því, að ríkisstjórnir vei'ði því verr starfhaefar sem þær eru fjöl- mennai’i. Þegar tala ráðherra hafi náð vissu marki, myndist innan ráðuneytis dálítill kjarni, sem öllu ráði. En vei'ði hún mjög há, geti ekkert fleytt því foi’mi hinnar æðstu stjórnar lífs í gegnum bárur tímans til lang- frama. Þannig hafi ríkisstjói’n Englands fimm sinnum vaxið út úr því hlutvei’ki, vegna fjöl- mennis, að vera raunvei’uleg ríkisstjórn, svo að önnur valda- stofnun varð að taka við. Park- inson segir, að nefnd sé ekki mannavei’k (nema þá líklega í upphafi), heldur jurt, sem skjóti í’ótum, vaxi, blómgist, visni og deyi og sái út frá sér fræjum að nýjum nefndum. í ljósi þessarar kenningar mætti ef til vill rannsaka og skilja, hvers vegna störf, geta og vald alþingis íslendinga hefur farið minnkandi með vax- andi fjölda þingmanna, unz það er nú orðin samþykktarstofn- un. í framhaldi af þeirri athug- un mætti svo lesa kafla Park- insons um það, hvers vegna Bretar hafa að jafnaði skipzt í tvo stjórnmálaflokka, en Frakk- ar í marga, og hvernig að því er farið, að fá menn, sem fara með atkvæði í umboði annarra, Framh. á 8. síðu. Storbrotin skáidsaga Út er komin hjá Norðra skáld- saga eftir sænska rithöfundinn Vilhelm Mobei’g, Vesturfararn- ir — fyrsta bindi mikils rit- verks. Segir þar frá sænskum bændum, sem tóku sig upp og fluttust brott úr heimahögum sínum til Vesturheims um mið- bik nítjándu aldar. Er sögunni þar komið, þegar þessu bindi lýkur, að vesturfararnir ganga á land í New York. Moberg er einn öndvegishöf- unda á Norðurlöndum, og þessi saga ber öll beztu einkenni hans. Hér og þar er frásögnin krydduð nokkuð hispurslausum sögum, eins og hans er vandi, en kjarni bókarinnar er lýsing hans á lífinu í sveitum Smá-- lands um miðja öldina sem leið, og viðbrögðum moldarbarn- anna á langri leið þeirra yfir hafið. Viðhafnarútgáfa þriggja Eddu- kvæða Þrjú Eddukvæði er lítil bók en mjög vönduð, sem Almenna bókafélagið hefur gefið út. f henni er Þrymskviða, Völund- arkviða og Völsungakviða hin forna. Eru kvæðin búin til prentunar af Sigurði Nordal prófessor, sem jafnframt hef- ur skrifað formála, þar sem á það er lögð áherzla, hve Eddu- kvæðin eru í rauninni alþýð- legur skáldskapur, þótt þau séu líka tilkomumikill skáldskapur og dýrmætasti fjársjóður. Jó- hann Briem listmálari hefur myndskreytt bókina, sem öll er með eins miklum nútíma- svip og fært hefur þótt að gefa henni. Þessa bók nefnir útgáfufyr- irtækið gjafabók, og hana fá ókeypis allir þeir félagsmenn, sem keypt hafa sex bækur þess eða fleiri á ái’inu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.