Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.01.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 09.01.1960, Blaðsíða 3
cHaugardafyinn 9. fanúar 1960 ÞJóö AFGREIÐSLA: INGÖLFSSTRÆTI 8 SlMI 19985 PÖSTHÓLF 1419 Ctgefandl: ÞjóSvamarflokkur lalanda. Ritstjóri: rón Helgason, simi 1-6169. Framkvæmdarst jóri: Jón A. Guómundsson. Aakriftargiald kr. 9.00 á mánuSl. árgjald 1959 kr. 109.00. Verð I lausasölu kr. 3.00. FólagsprentsmiSjan h.f. Uggur við áramót TVTú við þessi áramót skygg- ’ ir Skuld fyrir sjónir sem endranær. En það liggur í loftinu, að senn sé drukk- inn í botn sá veizlubikar, sem teygað hefur verið af all- mörg árin. Enginn mun heldur hafa verið svo grunn- hygginn að ætla, að hánn tæmdist aldrei. Íslendingar eru því við ýmsu búnir. En það hafa þeir raunar verið fyrr. Sumarið 1956, þegar þríflokkastjórn- in var mynduð, mun svo til hver einasti maður í landinu hafa búizt við því, að reynt yrði að kippa efnahágsmál- um landsins í það horf, sem til frambúðar gat verið. Hefði það þá verið gert, vær- um við nú komin yfir örð- ugasta hjallann, og batnandi tímar færu í hönd. En í þess stað rak hver bráðabirgða- ráðstöfunin aðra með ekki góðum afleiðingum. ★ úverandi ríkisstjórn lét svo í öndverðu, að hún væri til þess borin að taka af skarið í efnahagsmálun- um. Hún ætlaði miklu að hætta til og stórt að gera, því að nú væri ekki lengur sætt né vært: Spilaborgin væri að því komin að hrynja yfir kappana. Samt er það fátt, sem frétzt hefur með öruggri vissu um fyrirsetlanir henn- ar, þrátt fyrir hreystiyrði við og við, enda mun það mála sannast, að stjórnarflokk- arnir eru alls ekki á einu máli um, hvað gera skuli, og sjálfir ráðherrarnir næsta reikulir í ráði. Virðist þessi stjórn því standa í harla lík- um sporum og stjórn þrí- flokkanna síðari hluta árs 1956 og ekki vita, í hvorn fótinn hún á að stíga. En þetta mun allt betur skýr- ast næstu vikur, því að sé það rétt, að stjórnin viti í rauninni ekki sitt rjúkandi ráð, verður það ekki lengur duiið en þar til þing kemur aftur saman. ★ TTeimsending þingsins var að sjálfsögðu ótvíræð bending um það, að stjórn- arflokkarnir ættu örðugt með að ákvarða, hvað gera skyldi. Mörgum virtist það vitna um hik, sem ekki spá- ir góðu fyrir stjórnina. Ann- að er það, sem ekki er held- ur góðs viti í fari hennar: Lántaka hennar í Bandaríkj- unum í haust glæðir ekki vonir manna um það, að hún sé sterk á svellinu né einbeitt í þeim ásetningi, ef um nokkurn ásetning hefur yfirleitt verið að ræða, að stöðva hina óheyrilegu skuldasöfnun okkar.' r Þessi lántaka talar þeim mun skýrara máli, að hér var um beint og umbúðalaust eyðslu- lán að ræða, matvæla- og vörulán, þegið með niður- lægjandi hætti. Enn sem komið er hefur hún því farið gömlu braut- ina — acj kaupa sér frið og frest með meiri fjármun- um en unnið er fyrir. ★ itt ér það, sem menn þykjast vita með nokk- urn veginn fullri vissu um fyrirætlanir stjórnarinnar: Hún ætlar að fella gengið til mikilla muna. Gengi íslenzku krónunnar er auðvitað þegar stórfallið — fallið langt nið- ur ' fyrir skráð verðgildi hennar gagnvart erlendri mynt. Hin dulbúna gengis- felíing frá fyrri árum er mikil, og með afnámi gengis- skattanna, kæmi hin fyrir- hugaða gengisfelling ekki frám, nema áð nokkru leyti eða því, sem hún verður umfram þá. Gengisfelling er að sjálf- sögðu aldrei skemmtileg at- höfn. Hún er vitnisburður um vandræði og misvægi. En allra hvimleiðastar eru slík- ar ráðstafanir, þegar svo er að farið, að þetta er aðeins gálgafrestur. Af því tagi hafa allar okkar gengisfellingar verið nú um langt skeið. Gengisfelling nú, án þess að líka séu felldar niður út- - flutningsuppbætur og rekstr- arstyrkir, og sett þvert fyrir, að aftur verði horfið að því- líkum óyndisúrræðum, mun verða af sama tagi og hinar fyrri. Verði ekki jafnframt geng- isfellingunni, sem allir þykjast vita, að ríkisstjórn- in hafi á prjónunum, búið svo urrf hnútana, að atvinnu- rekendur verði framvegis sjálfir að sjá sér farborða og bera ábyrgð á rekstri sín- um sjálfir, þá er hún dæmd til þess að verða feðrum sínum til minnkunar. Stjórn- inni mun og veitast þungt að hamla gegn þeirri ólgu, sem gengisfelling hefur í för með sér í landinu, nema hún komi í veg fyrir verðhækkun að miklu eða mestu leyti með því að stórlétta álögur og af- sala ríkinu tekjum í sama mæli. Það yrði aftur að hafa í för með sér mjög strangan sparnað á rekstri ríkisins og ríkisstofnananna. ★ l%/|"argra grunur er, að rík- isstjórnin muni í fram- kvæmd reyna að fleyta sér um stundarsakir á nýjum og nýjum lántökum erlendis. En erlendar skuldir eru nú orðnar svo miklar, að ný eyðsluián og yfirieitt riý lán 3 Sýslumaðurinn vill innlima Himnaríki f Bristolflóa, nálægt tuttugu og fimm kílómetra út af odda Hartlandsskaga, er lítil kiettaey, sem heitir Lundey. Hún er aðeins örfáir ferkíló.metrar að s tærð, og þar eiga ekki nema sjö menn fast heimilisfang. Eigi að síður hefur þessi ey oft komið við sögu, og enn er hún komin á dagskrá i Englandi. Svo er mál með vexti, að fyrir átta hundruð árum gaf Eng- landskonungur einum eftirlætis- baróni sinum eyna, og var svo litið á, að hann og siðari eigend- ur eyjarinnar þyrftu engum sköttum og skyldum að gegna þaðan, og skyldi eyjan engum öðrum lúta en þeim. Þeir, sem nú eiga eyna, vilja ekki annað heyra en gjöf hins forna kon- ung verði virt út í æsar. Lundeyjarfrímerki og Lundeyjarpeningar. 1/ringum 1930 hafði aðsetur ** sitt í Lundey lávarður einn enskur, sem hét Martin Harman. Hann hafði keypt eyna fyrir ær- ið fé, nálega þrjátíu þúsund sterlingspund. Hann hugðist neyta þeirra forréttinda, sem yfirráð Lundeyjar veittu honum. Árið 1929 hafði hann látið prenta sérstök Lundeyjarfrímerki — og ekki sat við það: Hann lét einn- ig slá peninga og þrýsta á þær myndir af sjálfum sér í stað Georgs konungs fimmta. Fyrir þetta Sætti hann ákæru og málsókn árið 1931. Urðu málalok þau, að lávarðurinn var kúgaður til þess að hætta að nota Lundeyjarpeningana, og Lundeyjarpósturinn var ekki framar afgreiddur, nema á hon- um væru ensk frímerki með Lundeyjarfrimerkjunum. En það var bót í máli, að Lundeyjar- peningarnir voru svo góð mynt, að þeir féllu ekki í verði, þrátt fyrir þetta. Eftir þetta málaþras hækkaði gengi þeirra fyrst, því að ferðamenn, sem til eyjarinnar til annars en þess, sem borgar sig örugglega frá sjónarmiði utanríkisvið- skipta, verða ekki annað kallað en misnotkun valda og glæpsamleg athöfn. Slík ráðsmennska er ævinlega háskaleg, en hún er voðaleg- ust stórskuldugri þjóð með sífelldan halla á búskap sín- um. Og ■ í hnjúkana tekur, þegar með lántökunum verð- ur líka að krjúpa að fótskör þjóða, sem hafa hersetu í landinu og vígdreka á mið- unum til þess að kúga þjóð- ina í því máli, sem henni ríður lífið á að halda til streitu. Það er því ekki síður brýn nauðsyn, að menn hafi vak- andi auga á meðferð hinnar óráðnu ríkisstjórnar á fjár- málunum út á við en inn á við. Stjórnmálamönnum okkar hefur nú lengi hætt við því að falla í freistni, ef þeir gátu skotið erfiðum mál- um á frest með útlendum peningum, sem keyptir eru þyngsta gjaldi, er nokkur þjóð getur látið í staðinn. Sú tilhneiging virðist enn rík í stjórnarherbúðunum, þótt verkin séu ekki enn far- in að tala, nema við lántök- una í haust. En vel væri það, ef þetta reýndist • :ómakieg > hraksþái ,,^ komu, gerðust sólgnir í þá. Það var þvi siður en svo, að lávarð- urinn yrði fyrir fjárhagslegu tjóni. Blika á lofti. Uú hefur aftur dregið bliku á ^ loft og hálfu dekkri en 1931. Forráðamenn Devonsýslu í Kornvall hafa skrifað yfirvöld- unum í Lundúnum bréf og farið þess á leit, að Lundey verði form- lega innlimuð í héraðið. Segir meðal annars í bréfinu, að æski- legt þyki, að þessu sé nú ráðið til lykta, svo að enginn vafi leiki á því, hver skuli fjalla um mál, er varða Lundey, til dæmis ef þar yrði einhvern tíma framið afbrot. Nú ríkir á Lundey nýr lávarð- ur, Albion Harman, sonur Mart- ins Harmans, og að sjálfsögðu má hann ekki heyra slíkt nefnt. Hann heldur því fram, eins og þeir, sem átt hafa Lundey á und- an honum, að hún sé sjálfstæð og óháð. Albion lávarður var á villi- dýravéiðum í Afríku, þegar hon- um bárust ótíðindin og varð að hraða sér heim til þess að verja ríki sitt og réttindi þess. Lundeyingafélagið á verði. ' 1 "'■■■' lllbion lávarður er þó ekki einn ** í vörninni. Ýmsir, sem láta sér annt um Lundey, höfðu risið upp til varnar sérstöðu hennar, áður en lávarðurinn sjálfur kom heim, og sérstakt Lundeyinga- félag, sem til er á meginlandinu, hafði þegar birt mótmæli í ensk- um blöðum og skrifað yfirvöld- unum i Lundúnum rækilega um það, hvilíka ósvinnu sýslumaður- inn I Devonsýslu væri að fara fram á. Nú er þess beðið með ekki lít- illi eftirvæntingu, hver málalok- in verða. Þvílikt vandamál verð- ur þó varla útkljáð í snatri, þvi að það þarf vel að athugast og ihugast frá öllum hliðum, svo að úrskurðurinn verði sómasamlega Tfpp úr síðustu aldamótum ” hafði engin þjóð i heimi þró- azt frá aldagamalli kyrrstöðu og einangrun í volduga iðnaðarþjóð á jafnörskömmum tima og Jap- anir. Þessi mikla iðnvæðing og tækniþróun hélt áfram hröðum skrefum, þar til í heimsstyrjöld- inni seinni, að útþenslupólitík þeirra beið hinn mesta ósigur og helsprengjurnar tvær féllu á Nagasaki og Hírósjima. Allt þjóðlíf Japana var í rúst- um eftir styrjöldina og hungur og kvöl í landinu, og það þvi fremur, að þar er svo þröngbýlt, að fullerfitt er að brauðfæða landsmenn, þegar allt leikur í lyndi. Þeim mun meiri tiðindi mega það þykja, að síðasta áratug hefur orðið svo stórkostleg fram- leiðsluaukning í Japan, að slíks verða fá eða engin dæmi fundin. Þjóðarframleiðslan i heild er nefnilega orðin nær þvi þrefalt rökstuddur, þegar hann að lok- um verður kveðinn upp. Þættir úr sögu Lundeyjar. ¥ undey var einn þeirra staða, “ þar sem norrænir vikingar bjuggust um endur fyrir löngu og gáfu nafn á sínu máli. Henn- ar getur i Orkneyinga þætti, og þangað flúði enski höldurinn Hróðbjartur undan Sveini Ásleif- arsyni á róstutímum á eyjunum vestan við England. Seinna gerðu víkingar af öðru þjóðerni þar áhlaup. Spánverjar, Tyrkir, Frakkar og Hollendingar herjuðu líka á eyna. Einn lendingarstaður er á eynni, og þar var kastali reistur til varnar á miðöldum. Hann heitir Angevin-kastali, og þegar barónar, sem báru nafnið de Marisco, sátu þar, gerðu þeir þaðan eitt sinn árás á strönd Englands. Þar hafðist og við um skeið enskur sjóræningi, sem nefndi sig Nutt sjóliðsforingja, og hann sigraði þar ensk kon- ungsskip, sem send voru gegn honum. Alkunnur smyglari, Tómas Benson, hafði þar aðset- ur og skaut þaðan úr fallbyssum á öll skip, er fram hjá sigldu, nema þau sýndu þá lotningu að heilsa kastalaliðinu með fána- kveðju. Loks var þar eitt sinn ætt, sem kenndi sig við himin- inn og kallaði veldi sitt ekkert minna en Himnariki. Ótal sinnum hafa skip farizt við Lundey. Þar sigldi á grunn stórt skip úr spænska flotanum ósigrandi, og þar fórst nýtt og voldugt stríðsskip úr enska flot- anum, Montagu, árið 1906. Ein tegund fólks velkomin. pins og áður er sagt er Lundey- “ ingum ekkert gefið um af- skipti eða Shlutun úr landi. Þó er ein sú tegund manna, sem þeir vilja gjarnan sjá, enda þótt þeir hafi búsetu á meginlandinu. Það er skemmtiferðafólkið. Þegar vorar, fjölgar mjög heimafólki í Lundey. Þótt þar séu aðeins sjö menn árlangt, eru starfsmenn í eynni um áttatiu á hverju sumri. Þeirra hlutverk er að ganga um beina og annast að- Framh. á 5. síðu. meiri en hún var í byrjun þessa áratugs, og kemur á hvern ein- stakling hálfum þriðja sinnum meiri og verðmætari framleiðsla en þá. Fjölmörg stórkostleg iðnver og verksmiðjur hafa risið upp og aldrei jafnört sem síðustu misseri, og á sama tima og þetta gerðist, hafa Japanir verið færir um að leggja nálega jafnvirði tuttugu billjóna íslenzkra króna i framkvæmdir erlendis og eru í I fyrsta skipti í sögu sinni orðmir eigendur stórra lána erlendis, í stað þess, að þeir höfðu alla tíð fram á síðustu misseri verið skuldugir öðrum. Afrek Japana er dæmi um það, hvernig samhent og eljusöm þjóð getur reist állt úr rústum og hafið sig yfir þrengingar og örbirgð á undrafáum árum, *ef vilji og stjórnhyggindi haldast i hendur, Foi'dæmi Japana

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.