Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.04.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 16.04.1960, Blaðsíða 5
Þegar líkskoðun var lokið, yfirheyíðj sýslumaður fimm vitni um atburðina í Svína- vallakoti, og hefur þegar ver- ið skýrt frá því, sem þau sögðu. Nú vill svo til, að varð- veitzt hefur skrifleg frásögn manns, sem átti heima í Una- dal, þegar þessir atburðir gerðust. Hann segir svo frá, að hann hafi fyrstur manna komið með félaga sínum að Svínavallakoti, eftir að fólk- ið veiktist, og borið lík brott úr bænum í útikofa, jafnóð- Þegar við komum að Svína- vallakoti, var konan í andar- slitrunum. Það var hryggileg sjón, og af því, sem upp úr henni hafði komið, var megn- asta ólykt í baðstofunni. Þeg'- ar hún var liðin, bað Dagur okkur að bera líkið út í kofa utarlega á hlaðinu . . . Við bárum líkið út, en Dagur tók lampa og ætlaði að lýsa okkur. Þó komst hann ékki lengra en í bæjardyrnar. Þar hné 'hann niður og var með litlu lifsmarki, er við kom- um til baka. Sigurður tók hafi getað lagt trúnað á því- líkt þá. Undir þvílíkar grunsemdir hefur og ýtt, að rannsókn Jóns Espólíns á Hofi 16. októ- ber 1825 var vægast sagt mjög slæm, þrátt fyrir upp- gröftinn, jafnvel þótt fram- hjá því sé horft, að mennirn- ir frá Bjarnastaðagerði voru alls ekki látnir bera vitni. Röggsemdarskortur hans var til þess fallinn að ýta undir grunsemdina, enda ber Er- lendur það á annan embætt- ismann, einn hreppstjóra um og fólkið dó. En hvorugan þessara tveggja manna yfir- heyrði þó Jón Espólín. Þessi maður hét Erlendur Árnason, f jórðungslæknis, Péturssonar, og var á fimmt- ánda ári, þegar þetta gerðist. Mætti ætla, að honum hefði orðið þetta ærið minnisstætt. En þegar frásögn hans er borin saman við þau slitur staðreynda, er nú er kunnugt um, kemur í ljós, að í mörg- um atriðum, er sannreynd verða, er ekki fyllilega rétt frá sagt. En það er skiljan- legt, þegar þess er gætt, að frásagan er skrifuð af göml- um manni i öðru landi sjö áratugum eftir að atburðirn- ir gerðust. Varla fer samt hjá því, að það sé rétt munað, að hann hafi farið að Svína- vallakoti þessa örlaganótt, og verður því tekinn hér upp kafli, sem lýsir aðkomunni þar. Erlendur átti heima í B|jarnastaðagerði í Unadal, og maður sá, sem með honum fór, nefnist Sigurður. Erlend- ur telur, að ungur sonur Dags bónda hafi komið að Bjarna- staðagerði til þess að biðja um hjálp. Hefst svo frásögn Erlends:. „Svaf ég til fóta gamals manns, föður Sigurðar þess-, er sóttur var. Gluggi var yf- ir rúminu á hjörum, og vakn- aði ég við það, að ég heyrði grát inn um gluggann og að þar var barn eða unglingur. Ég opnaði gluggann, fór út á vegginn og þekkti, að þar var kominn Jón litli í Svínavalla- koti. Var hann með boð frá föður sínum til Sigurðar að koma þangað. Sagði Jón litli, að móðir sín væri að deyja. Allir vöknuðu í baðstof- unni. Sigurður sagði mér að klæða m'ig og fara með sér, en drengurinn varð eftir um nóttiha."'"" ' • r hann og bar hann inn, en ég bar ljósið, og eftir litla stund var hann einnig liðið lík. Bárum við hann inn 1 sama kofann. Þegar við komum inn frá þessu, var Jónas farinn að veina af uppsölu og dó að kalla á sömu stundu. Bárum við hann einnig í sama kof- ann . . .“ Ekki þarf að fara ií graf- götur með það, að margrætt varð um dauða þessa fólks og sjúkleika hins, sem hjarnaði við. Almæli var, að eitrun hefði vaidið þessum firnum, og um það þarf ekki að efast. En á þessum tíma var fólki mjög gjarnt að ætla, að þeir, sem snögglega fórust og vo- veiflega, án þess að skýrt yrði til hlítar, hefðu látið lifið af mannavöldum. Svo var einnig hér. Sýslumaður héraðsins, Jón Espólín, segir að vísu í Árbókum sínunv. „Enginn þóttist vita, hver valda mætti, ef af manna- völdum væri.“ Þetta er þó fjarri sanni. Það þóttust ein- mitt fjölmargir vita. Erlendur Árnason fer ekki í launkofa með þetta atriði. Hann segir, að Dagur hafi lát ið Havsteen fá sauðina upp í jaitSarafgjald, en komið með þá síðar ií kaupstað en vera bar, og hafi kaupmanni mis- þóknazt það. Hann hafi síðan boðið Degi salt í blóðið og fleygt um leið í það einhverju hvítu. Þannig mun einnig hafa verið sú saga, sem gekk staflaust um landið um að- draganda þessara atburða. Því þarf ekki að bæta hér við, að fólk ætlaði, að það hefði verið eitur, sem kaupmaður kastaði í blóðið. Þetta er að vísu tröllasaga, sem lætur nú ótrúlega í eyrum manna, en menn skilja ekki rétt viðhorf fólks fyrir nálega hálfri ann- arri öld, ef þeir ætla, að fáir sveitarinnar, að hann hafi steypt slátrinu í Hofsá. svo að ekki væri hægt að rann- saka eituráhrif þess. Einkennilegt var og, að rokið var til að grafa fólk- ið, þótt allir á Höfðaströnd mættu vita, að í vændum var Hkskoðun, og það stingur í augun, að í prestsþjónustu- bókinni er alls ekki getið, með hvaða hætti fólkið dó, þótt dánarmeina sé getið við alla aðra. Að manni læðist sú hugsun, hvað presturinn sé að fela. Getur það verið, að hann hafi í hjarta ætlað, að fólkið hafi verið viljandi drepið af ægisvaldi, sem hann þorði ekki annað en lúta? Nú á ttímum dettur engum manni í hug, að Jakob faktor Havsteen hafi kastað eitri í matföng Dags bónda Snorra- sonar, þótt hann hafi ef til vill komið seinna með sauð- ina í kaupstaðinn en um hafði verið samið. Hann hef- ur eflaust verið harður í horn að taka, en slíkt og annað eins hefur aðeins ver- ið hugarsmíð fólks, sem var trúgjarnara en góðu hófi gegndi. Það er saga í ætt við blámennina, sem útlendir skipstjórar áttu stundum að koma með hingað til þess að glíma við sterka óvini sína. Hafi Jakob Havsteen ein- hverju kastað í blóðið hjá Degi. hefur það verið salt og annað ekki. En þegar öllu er á botn- inn hvolft: Hverju átti fólk að trúa? Ætli menn hafi kunnað mikil skil á slátur- eitrun á sveitum landsins á þessum árum? (Helztu heimildir: Ðóma- og þingabók, manntals- bækur og málskjöl Skaga- fjarðarsýslu, prestsþjón- ustubók Hofsþinga, Gríma). Frjals þjóð — Laugardaginn 16. apríl 1960 t iír handraðanum Ur annálum 19. aldar Drukknun Fagureyjar-bræðra. Þetta ár drukknuðu Fag- ureyjarbræður fjórir saman, synir Einars Pálssonar, Gunnarssonar prests í Staf- holti, Pálssonar, á leið inn eftir úr Dritvík. Páll var for- maðurinn, en Bjarni, Jón og Guðmundur hásetar. Fimmti maðurinn var Símon frá Saurum í Helgafellssveit, um sextugt, 6. Guðný. dóttir Páls, gjafvaxta, og 7. Þuríður, vinnukona Ebenesers sýslu- manns Þorsteinssonar. Reru mörg skip um daginn og lentu á Maríusandi, því ófært þótti inn á Pollinn. Þegar þeir bræður komu inn undir land, er sagt, að -einhver þeirra hafi ráðið til, að lagt væri að Maríusandi, væri þar og næg mannhjálp móti þeim að taka, en Páll hafi svarað: „Svo hef ég oftast lent, að eigi hafa verið menn að taka á móti mér, og svo mun enn verða“. Stýrði hann þá beint á Pollinn, og er kom þar.sem þrengst var milli Víkurkletts og Brjósts, sneri brimaldan skipinu flötu og hvolfdi. Drukknuðu bræðurnir þar, en brimið fleygði Símoni og konunum svo upp, að nað varð til þeirra. Lifnuðu þær skjótt við, en hann seint; hafði hann kvosazt innvortis, komst nauðulega heim að Saururn og andaðist eftir viku. Töldu sumir það spá- sögu, er Jón prestur Þorláks- son hafði eitt sinn kveðið við Pál í gamni: Páll er orðinn mesti mann: meður sínu hyski situr, stendur, sefur hann, seinast deyr í fiski. Bjarni, sá er þá drukknaði, var Bjarni hinn yngri; kona hans var Guðrún Hákonar- dóttir Gunnarssonar, og var þeirra son Guðmundur í Saurlátri, skáldmæltur, átti Guðrúnu Eiriksdóttur, syst- ur Sigurðar skálds Breið- fjörðs. Bjarni hinn eldri bróðir hans bjó að Hrafnkels- stöðum, síðan að Vatnsbúð- um; átti Ingibjörgu úr Skor- eyjum Jónsdóttur Steinólfs- sonar. Annáll 19. aldar 1809. Greifinn og ferjumaðurinn. Trampe greifi reið um sumarið vestur um land og gisti í Haga hjá Guðmundi Scheving; er það talið til dæmis um ljúfmennsku hans, að þegar hann fór suður aft- ur, vildi hann hafa flutning suður ■ yfir Breiðafjörð til Brjánslækjar, og fór Guð- mundur með honum þangað. Hélt- þá staðinn Jóhann prestur Bergsveinsson. Bað þá Scheving hann að ljá skip og formann að flytja greifann til Flateyjar. Þá bjó í Mávahlíð Jón skipa- smiður Pálsson, gamall for- maður; sendi prestur þegar eftir honum og kvað annan ekki til færari, en veður var eigi alltryggilegt. Jón var maður ófríður og heldur farinn að eldast, og er mælt, að greifanum hafi ekki þótt hann forustulegur, en lézt trúa verða þeim Scheving og presti og fór með Jóni. Veð- ur var hvasst og þverstætt. Og er þeir voru komnir nær á miðja leið, tók veðrið að harðna; þótti Jóni greifinn sitjja meira til hlés en vera skyldi og mælti: „Berðu þig að sitja á helvítis borunnl réttari í skipinu“. SkildL greifinn gerla orð Jóns og þokaði sér til. Spurði þá ein- hver hásetanna, hvort Jón væri vitlaus að tala svona við greifann. Þá sagði greifinn: „Hann er hér yfir mér, en ég eigi yfir honum“. Og er þeir lentu í Flatey, gaf hann Jóni spesíu, og það þótt yfirvöld heimtuðu þá venjulega ó- keypis flutning. Annáll 19. aldar 1805. Rætt um orgel í ' 1 ' Reykjavíkurdómkirkju. ’ 1. panúar gerði Markús Magnússon stiftprófastur í Görðum messugjörðina þar hátíðlegri en venjulega með • samspili þriggja fíólína, og telur Magnús Stephensen, er hafði áhuga á söng, eins og öðrum framförum þjóðar vorrar, þennan menntasmekk hans heiðursverðan, enda hafði kansellíið 'eftir tillögu Magnásar nýlega gjört þá fyrirspurn til stiftamtmanns og biskups, hvort eigi væri nauðsynlegt þá þegar að fá orgel í Reykjavíkurdóm- kirkju. Annáll 19. aldar 1803. Aldrei verður Ljótunn ljót. Á páskadaginn andaðist að Stóru-Ásgeirsá Tómas Tóm- asson af skyndilegum verkj- um, er 'hann fékk hinn sama dag; var hann útskrifaður úr Hólaskóla 1775 og vel að sér um margt, settur sýslumaður í Húnaþingi 1804—5, en nú var hann hreppstjóri í Víði- dal. Kona hans hét Ljótunn, gæzkukona mikil; um hana var þetta kveðið: Aldrei verður Ljótunn ljót, ljótt þó nafnið beri, ber af ölíúm snótum snót. snótin blessuð veri. Annáll 19. aldar 1811. .5

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.