Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 11.06.1960, Blaðsíða 11

Frjáls þjóð - 11.06.1960, Blaðsíða 11
ELNA heimilissaumavélin er þekkt og dáð um allan heim. ELNA Supermatic er fyrsta sjálfvirka saumavélin í heiminum. Á ELNA Supermatic er hægt að' sauma allan venjulegan saum, bæði þunn og þykk efni stoppa og gera við slitnar brúnir, bródera, sauma perlu- saum og snúrubróderí, hnappagöt, festa tölur og smellur á alian fatnað, margs konar zig-zag, flatsaum, þrenns konar liúllsaum, rúllaða falda og alls konar skrautsaum algjörlega sjálfvirkt. ELNA Supermatic er fyrsta saumavélin, þar sem munsturskífur stjórna nálinni algjörlega sjálfvirkt. —• Munsturskífurnar stjórna nálinni til beggja hliða og færir efnið fram og aftur. • ELNA er sú saumavél, sem gerir verk yðar fyrst og fremst mjög einfalt en getur samt framleitt óteljandi mörg falleg og sigild skrautspor, sem þér munuð hafa mikla ánægju af. • ELNA Supermatic mun auðvelda heimiiisþægindi yðar það mikið, að eftir að þér hafið eignazt eina, getið þér ekki skilið, hvernig þér gátuð verið án hennar áður. .............. ELNA vélin hefur verið reynd' af mörgum tilraunastofnunum og neytendasam- tökum og hefur alls staðar hlotið beztu meðmæli. Þrátt fyrir alla þá kosti, sem ELNA hefur fram yfir margar aðrar saumavélar er hún ódýr, kostar aðeins Áætlað verð kr. 7.840,00. Á ELNA vélunum er 5 ára ábyrgð nema á mótor, sem er 1 ár. Fyrsta sending á Elna-vélunum kemur eftir nokkra daga, en öll sendingin er þegar seld. — Næsta sending kemur um miðjan júní og ættuð þér því að tala við okkuv sem fyrst. — Við höfum fyrirliggjandi sýnishorn af ELNA Supermatic og munum við veita yður allar þær upplýsingar, sem þér þurfið. — ELNA er saumavélin sem allir þurfa að eignast. Heildverzlun Árna Jónssonar h.f. Aðalstræti 7, Reykjavík. — Simar: 15805 — 15524 og 16586. Jón Kristófer, kadett i Hernuml í kvöld verður samkoma háð, og lautenant Valgerður vitnar um vegitin að Drottins náð. Og svo verður sungið og spilað á sitar og mandólin ivö. Ó, komdu og höndlaðu Herrann, Það hefst klukkan rúmlega sjö. Svo kvað Steinn okkar Steinarr í þá „góðu gömiu daga“, þegar ungir menn höföu það helzt til dundurs sakir fátœktar, að géra háv- aða á hersavikomum, af því að þeir höfðu ekki auraráð til að fara i bió. — Þetta var á kreppuárunum, cg frelsis- herinn eða Hjálprœðisherinn, eins og hann var þá kallaður, lifði sitt blómaskeið hér á landi. Fyrir jólin setti hann potta fyrir framan kastalann og Búðina með spjaldi, sem á stóð: „Látið sjóða í pott- inum“. Það var mikil suða af fimmeyringum og smœrri mynt og adjunkt Gunnar passaði pottinn. Svo var sungið á torginu og samkomur á Hernum, þar sem lautenant Valgerður viinaði um það, hvernig hún hefði verið i Satans greipum. Þuldi hún upp slikt synda registur, að strákar mót- mœltu harðlega og sögðu, að hvn hlyti að Ijúga þessu upp á sig að mestu. Hún gœti ómögulega hafa komizt yfir þessi firn af syndum, þó gömul vœri. En þá fœrðist lauienani Valgerður í aukaua og jók synd á synd með hroðaleg- um lýsingum á Satans lœvís- legu brögðum og tálsnörum. Síðan sagði hún Halléljuja og dýrð sé Drottni, ég er frelsuð fyrir Hans blessað blóð. Og kapteinn og kadett þuldu á eftir lof og dýrð til að vegsama það mikla viiskunnarverk, að annar eins vítismaður og lauten- ant Valgerður skyldi frelsast, öðrum villuráfandi sálum til eftirbreytní. Síðan var til- kynnt, að lautenant Val- clerður œtlaði að syngja ein- söng fyrir samkomugesti. Þá byrjaði aðalgrínið fyrir stráka. — Hin hjáróma gam- almennisrödd gerði hvort- tveggja: að springci á hœstu tónunum og fara út af la.g- inu þegar verst gegndi fyrir guðsorðið. Og strákcir fláút- uðu og púuðu undir og stopp- uðu jasstakt i .gólfið, þangað til húsið skalf af hlátri, og meira að segja kapteinn og kadett sneru sér undan til að brosa. En þrátt. fyrir öll lœtiii þótti strákum innst inni vœnt um lautenant Valgefði fyrir það, hvað hún var vond söngkona og lygilega synd'úg. Svo komu striðsárin og Frelsisherinn hvarf í skygg- ann fyrir hernum, enda fóru. strákar þá að hafa auráráð til að fara í bíó. 4 En sagan endurtekur pig. Við höfum nú nýverið eign- ast alveg spánýjan Frelsis- her. Hinn 1. júni síðastliðinn vitriaði þrenningin öll í Morg- unblaðinu: kapteinn Ólajúr-f ^ Bjarni kadett og lautenant Gylfi. . _ Og ekki vantar það, synd-... ug var hún og veitti sannar- lega ekki af því að frelsast. Enn sem fyrr er lautenant Valgarður aðalnúmerið. Það er hrikalegt að heyra, hvernig sá gamli í gervi Fram sóknar og Komma. hefur freistað hennar til syndsam- legs athœfis með girnilegum ávöxtum eins og höftum, bitlingum, mútum, skattsvik•» um, hefndum, ráðum, em- bœttum, ódýru víni, einkabil- um og hvers konar luxus. Qg hvernig blessaður kerlingar- anginn velti sér i öilu þessu, erkióvininum til ánœgju, Og hvernig þessir nafngreindu útsendarar hins vonda tœldií hana til að takmarlca blessgð einkaframtakið og athafna- frélsið, sem Hann hafði út- hellt sinu blessaða blóði fyrir. Já, jafnvel fengið hana til að talcmarka og skerða blessað oerzlunarfrélsið, sem var þó þóknanlegcist af því öllu, og reka dýrðlinga heildsölunnar út úr helgidómnum með vör- ur sínar. Hér œptu strákar eins og i gamla daga og sögðu, að nti vœri hún þá farin að Ijúga upp á sig syndum. Og það var ekki laust við, að kapteinn. ólafur og Bjarni kaástt sœj- ust brosa. Þessi nýi frelsisher hefur iílca sett upp einn heljarinnar Framh. cuS. siðíL. Þá höfum viö eignast nfjan Frelsisher Frjáls þjóð — Laugardaginn 11. júní 1960 11

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.