Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 11.06.1960, Blaðsíða 12

Frjáls þjóð - 11.06.1960, Blaðsíða 12
Sprengingin í New Jersey: Lærdðmsríkur atburður fyrir Islendinga Otti heríoringjanna sannar, hvílik hætta stafar af kjarnorkustöövum Hin gífurlega sprenging, sem átti sér stað á her- flugvelli í Bandaríkjunum síðast liðið þriðjudagskvöld sýnir, að stöðug hætta er á einhverjum þeim mistökum í meðferð kjarnorkuvopna, sem gætu koslað þúsundir manna lífið. Enn er því tímabært að spyrja: Eru kjarn- orkuvopn geymd í Keflavík? Sveima bandarískar her- flugvélar með atómsprengjur yfir höfðum okkar? Eru kannski meðlimir íslenzku ríkisstjórnarinnar engu fær- ari að svara þeim spurnmgum en aðrir borgarar? Laugardaginn 11. júní 1960 Ríkisstjórnin kaus þögnina. Nýlega var njósnaflug Banda- ríkjamanna í Rússlandi helzta stórmálið á vettvangi alþjóða- mála. Það sannaðist, að vernd- Ætrar okkar stunda njósnir frá ýmsum bækistöðvum sínum, Og fljótt varð ijóst af yfirlýs- inigum ráðamanná í Sovét, að álíkt athæfi kallaði ægilega lhættu yfir löndin, þar sem njósnastöðvarnar væru staðsett- ar. FRJÁLS ÞJÓÐ krafðist þá svars við þeirri spurningu, hvort Keflavíkurflugvöllur væri not- aður við njósnir; spurði, hvað ríkisstjórnin vissi um það mál Og hvort hún hefði ekki í hyggju að rannsaka það. Ekkert svar fékkst við spurn- ingum blaðsins. Sama dauða- þögnin ríkti eins og ævinlega og málið var myrkri hulið: Annað hvort vissi ríkisstjórnin ekki neitt og skammaðist sín, eða hún þorði ekki að segja það, sem hún vissi. Á sama tíma mótmælti Noregsstjórn þessum atburði, en Bandaríkja- menn báðust afsökunar og lof- uðu að nota ekki norska flug- velli til slíkra verka. Mann- dómur Norðmanna varð til að strika hressilega undir ræfil- dóm íslenzkra valdamanna. Engin trygging er til. Nú hafa orðið stórkostleg mistök i meðferð kjarnorku- vopna i Bandaríkjunum. Lengi hefur verið hamrað á því, að LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í 8. viku sumars. Þingskáld Sjálfstæðisflokksins Þegar kunnugt varð um val hins nýja full- trúa Sjálfstæðis- manna í úthlutunar- nefnd listamannafjár lét eitt frægasta skáld flokksins sér svo við bregða, að hann hringdi til eins þing- mannsins og spurði hvort ekki hefði verið hægt að velja neinn sveitamann á vegum fiokksins, sem ómót- mælanlegri verðleika hefði en þessi maður. — Nú, er þetta ekki ágætur maður, spurði þingmaðurinn. — Jú, til þess að sitja á Alþingi, svar- aði skáldið. Ég þykist vita, að hann sé læs, en hefur hann nokk- urn tíma komið á list- sýningu eða i hljóm- leikasal. Ég hygg að jafnvel af Sandsætt- inni hefði mátt finna Aðstoðarmaðui Alþýðublaðið má fara að vara sig. Vísir er i sókn i fréttaþjón- ustunni. Nýlega lás- um vér þar: „Tony Wright kvik- myndaleikari fékk í fyrri viku skilnað frá konu sinni JanetMun- tó kvikmyndaleik- konu. Skilnaðarsök: Janet hafði tekið fram hjá honum með Geald nokkrum O’- Hara aðstoðarkvik- myndaframleiðanda,". einhvern, sem örugg- lega hefur gert það. Þá snéri þingmað- urinn við blaðinu og sagðist viðurkenna, að þetta hefði nú hálfvegis farið í handaskolum. Þegar á málið var minnst í þingmannahópi hefði Jón Pálmason sagt: — Við kjósum auð- vitað skáldið okkar, hann Bjartmar, og byrjaði um leið að klappa og þá tóku hinir ósjálfrátt undir. — Þið hafið nátt- úrlega ætlað að kjósa Pétur sjómann, sagði skáldið og skellti tól- inu á. Jónas Árnason á dönsku Síðastliðinn vetur birtist smásaga eftir Jónas Árnason rithöf- und í sænska bók- menntatímaritinu BLM. Þetta var sag- an „Stríð", sem flestir íslenzkir bókavinir muna eftir úr fyrstu bók höfundar, Fólk, en á sænsku nefnist sagan „Konvoj". Ný- komið hefti af danska bókmenntaritinu Poli- tikens Magasin virðist sanna, að smásaga Jónasar hefur vakið nokkra athygli, hún er þar *þýdd úr sænsku og fylgir stór og skemmtileg teikning henni. Hlufleysisþátlur í úivarpíhu Tveir ungir menn, annar blaðamaður við Morgunblaðið, hafa tekið að sér nýjan út- varpsþátt, sem mun eiga að gegna líku hlutverki yfir sumar- ið og þættir Sveins Skorra í fyrra. •—• Fyrsti þátturinn var algjört hneyksli. Þeir tóku til með- ferðar endalok París- arfundarins og fengu tvo þjóðkunna menn til að segja álit sitt, er Þeir höfðu sjálfir reyfað málið með hæfilegu hlutleysi. Öttu þeir saman séra Sigurði Einarssyni og Hendrik Ottóssyni. Komu þar ekki fram persónuleg sjónarmið, rök annars voru vest- urheimsk, hins rúss- nesk, örlaði ekki á sjálfstæðri skoðun. Nú hefur frétzt að Hendrik Ottósson þykist illa svikinn. Þeir Sigurður höfðu kapprætt um efnið í tæpan klukkutíma, en strákarnir klippt þráðinn svona lögu- lega, að Hendrik varð enn ofstækisfyllri, en þurft hefði að vera. Morgunblaðið fékk aðalfyrirsögn á for- síðu. atomsprengjur gætu ekki ! sprungið nema þær ættu að springa. í þetta sinn sprakk þó greinilega einhver kjarna- hleðsla, sem alls ekki átti að springa. Að vísu varð ekki full- komin sprenging, og eftir á hafa herforingjarnir, sem yfir staðnum ráða, vilijað gera sem allra minnst úr þessum atburði. En breytir það nokkru? í fyrsta lagi er öruggt, að hvað sem komið hefði fyrir, hefðu herforingjárnir í New Jersey gert allt sem þeir gátu til að þagga málið niður. Atvikið er hneyksli, sem skaðar álit banda- riska hersins. í öðru lagi er at- vikið jafn merkilegt, hvort sem nokkur atómsameind hef- úr sprungið eða ekki. Viðbrögð hers og lögreglu sýndu, að þeir óttuðust hið versta ,og fullyrð- ing þeirra sjálfra, að atóm- sprenging gæti. ekki átt sér stað, var þeim sjálfum ekkert traust. Enda augljóst, að slíka tryggíngu er ekki unnt að gefa. Eiga ekki að springa — og springa! Samkvæmt opinberum upp- lýsingum er þriðjungur banda- ríska flugflotans stöðugt á lofti, hlaðinn atom- og vetnisvopn- um og tilbúinn að fljúga inn yfir landamæri Sovétríkjanna, ef Bandaríkíamenn telja ör- yggi siínu ógnað. Blaðinu er ekki kunnugt um, hýar þessi flugkostur hefur helzt; aðsetur, en reikna verður með því, að hann sé aðallega í ýmsum „varnarstöðvúm“, t. d. þeirri, sem varð fyrir sprengingunni miklu á þriðjudagskvöldið. Svo sem Reykvíkingar og aðrir Sunnlendingar vita, er það vani bandarískra flugmanna að leika listir siínar á sólbjörtum dögum yfir helzta þéttbýli landsins og hnita þar hina furðulegustu hringi. Hvað flug- vélar þéírra hafa að geyma í búk sínum, er hins vegar fæst- um kunnugt. Hiítt viita alli|', eftír þau mörgu mistök, sem orðið liafa í eldflauga og kjarn- orkutækni á síðustu árurn, að bessi flóknu mannanna smíð eru síður en svo óskeik- ul. Margbrotin tæki eiga ekki að bila, en bila nú samt. Flugvélar eiga ekki að hrapa og hrapa nú samt. Sprengj- Frh. á 9. síðu. Þannig fór um sparnaðinn Gengisfelling, nýir tollar og skattar, sú ráðstöfun sem nú á tímum ber nafnið „viðreisn rík- isstjórnarinnar“ var upphaf- lega gerð að sögn ráðamanna til bess að bjarga þjóðinni af barmi gjaldþrots. Þeir báðu þjóðina að sýna manndóm, þeir eggjuðu fólkið í landinu til sparnaðar, það var lögeggjan, og sjálfir stigu þeir á stokk með Gunnar Thoroddsen í broddi fylkingar og strengdu þess heit, að nú skyldi sparað hjá ríki og bæ. Það urðu margir glaðir við þær fréttir. Raunar verður að játa, að mörgum þótti undarlegt, þegar sparnaðarpostulinn sjálfur lét af embætti borgarstjóra, að þá skyldu vera ráðnir tveir nýir í hans stað. Þótti mörgum það furðulegur sparnaður. En menn reyndu auðvitað að fyrirgefa þetta í hljóði — sögðu sem svo, að þetta sýndi ljóslega, að Gunngr væri tveggja manna maki og þess vegna mættum við eiga von á sérstökum afrekum í sparnaðarmálunum. í raun- inni voru margir fegnir, að slíkur vitnisburður fékkst. Að nokkrum tíma . liðnum kom einnig í Ijós, að Gunnar ætlaði ekki að láta sitja við orðin tóm. Norskur sérfræðing- ur var kominn til landsins á vegum stjórnarinnar og átti að athuga ríkisreksturinn og gera tillögur um sparnað. Mörg rík- isfyrirtæki voru látin senda honum skýrslur og plögg, og bunkarnir hlóðust upp. Starfs- menn í tolli og stjórnarráði biðu eftir stói-kostlegri endurskipu- lagningu. Norðmenn eru gleðimenn eins og við íslendingar. Að vísu eru engar nákvæmar fréttir til iim: gleðskap þann, sem sérfræðing- urinn norski tók þátt í, en hitt er víst, að margar veizlur og kokkteilboð varð maðurinn að þýggja> áður en hann kvaddi þetta land. Og því miður gat liann ekki staðið lengi við. Hann hafði aðeins sex daga til stefnu til að skipuleggja sparnaðinn. Þegar nokkrir dagar voru liðnir þóttist sá norski skilja, að bezta leiðin til sparnaðar væri að halda fyrirlestur um efnið yfir starfsmönnum ríkisins. Á sjötta degi var ríkisstarfsmönn- um tilkynnt, að þeir mættu koma í Iðnskólann þenuan eft- irmiðdag og hlusta á fyrirlest- ur. Allmargir munu hafa tekið þessu boði, því að salurinn hjá Iðnaðarmálastofnuninni var þéttskipaður, þegar sá norski hóf mál sitt. En eftir nokkra stund fóru menn að hypja sig á brott og salurinn tæmdist fljótt. Klukkan var sem sé orð- in fimm og vinnutímanum lok- ið. Sérfræðingurinn norski sá sér ekki fært að messa yfir tóm- um sal og hætti. Daginn eftir flaug hann út. En hefur nokkur heyrt minnzt á sparnaðinn? Þjóðvarnarfélag Reykjavíkur — Félag ungra bjóðvarnarmanna FUNDUR í Baðstofu íðnaðarmanna, Vonarstræti 1, íöstudag- inn 10. júní n.k., kl. 8]/2 e.h. Fundarefni: Eftirmæli Alþingis 1959—1960. Málshefjandi: Gils Guðmundsson. Þjóðvamarfélögin. Bankastjórasíöður - Frh. af 1. síðu. ráðstöfun. Eins og kunnugt er, hefur það orðið aðalhugsjón Al- þýðuflokksforingjanna í seinni (tíð að koma sjálfum sér í góðar stöður og vel launuð emþætti, og með þá stefnu í huga hefur þeim tekizt flestum að krækja sér í ýmsa þitlinga svo sem for- stjórastöðu við opinber fyrir- tæki og sendiherraembætti. Benedikt Gröndal, þingmað- ur, er ungur og upprennandi leiðtogi, sem enn hefur ekki komizt í feitt. Nú á að slá tvær flugur í einu höggi, auka banka- vald Alþýðuflokksins og útvega Gröndal rólegt starf, og því hafa ráðherrar Alþýðuflokksins í níkisstjórninni krafizt þess, að Benedikt yrði settur í banka- stjórastöðu við Búnaðarbank- ann. Nokkur töf varð á því, að frumvarpið um bankann yrði að lögum, vegna þess að ekki varð samkomulag um þetta atriði, og neituðu sjálfstæðismenn að láta Hilmar víkja fyrir Benedikt. Frumvarpið var loks samþykkt á sðustu stundu, þótt deílan væri óútkljáð. Alþýðuflokkurinn gerir nú kröfu til þess, að bankastjórum verði fjölgað við Búnaðarbank- ann, ef ekki reynist unnt að láta Hilmar víkja úr stöðunni, og mun Benedikt þá væntan- lega fá ósk sína uppfyllta. Þau endalok yrðu sem sagt enn eitt dæmi um sparnaðarviðleitni ís- lenzkra stjórnarvalda.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.