Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 11.06.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 11.06.1960, Blaðsíða 7
á hækjum sínum og tók að breyta vörpunni og bæta hana. Þegar verkinu var lokið, hafði skipstjóri náð allgóðri heilsu. Féllst hann á að fara út með skipinu í fyrstu veiði- förina og vera til leiðbein- ingar nokkra daga. Svo illa tókst til, að brunasárin tóku sig upp við þessa áreynslu, og varð skipstjóri að fara í land aftur að einum degi liðnum. Þó var það sýnt, að varpan hafði stórbatnað. Loks kom í hana fiskur. Nú var fenginn til enskur maður, sem kunnugur var botnvörpuveiðum og gat bætt net. Ekki var hann skipstjórnarlærður. Var síð- an haldið út enn einu sinni. Þá brá svo við, að varpan fylltist á skammri stundu af fiski. En þegar átti að inn- byrða aflann, sem loksins var kominn að borði eftir meira en þriggja mánaða ördeyðu, var kunnáttan og lagnin ekki meiri en svo, að varpan rifn- aði í hengla við borðstokk- inn, og náðust aðeins fáeinar þorskkindur. Var haldið til hafnar við svo búið, til að láta gera við skemmdirnar á botnvörpunni. Nú hafði Jóhann skipstjóri fengið nóg af útgerðinni, og Valgarður þóttist hafa feng- ið nóg af skipstjóranum. Skildu þeir því að skiptum, og varð fátt um kveðjur. Réð Valgarður þá Þorlák skip- stjóra Teitsson til að fara út með skipið og gera nýja til- raun. Var afli þá tekinn mjög togari þessi ,út í flóann, en • aHt'iór-á sömu'-leið. í vörp- ’una kom eitthvað litilræði af kólá/ en enginn þorskur. Tók nú að’köma upp kurr meðal skipvérja ög vildú þeir marg- ir. hætta. Kvað islehzki skip- stjórinn það sýnt orðið, að eitthyað væri við botnvörp- una að athuga, og það meira en lítið. Lagði hann til, að Breiðfjörð rifi gufuvélina, gufuketilinn og allt tilheyr- andi botnvörpunni úr skip- eitt Reykja,víkurblaðið þann- ig að orði, er það sagðrfrá þessum tíðindum: „Fyrir nokkrum dögum kom inn segl-,',tráwlan“ Breiðfjörðs með fáeina skar- kola og grallara. Breiðfjörð þótti skömm til koma og fór út með honum aftur til að heilsa upp á þorskinn í eig- in persónu.“ Ekki breyttist mikið til batnaðar um aflabrögðin, þótt Breiðfjörð færi með slíkt veiðarfæri, hvort heldur það væri dregið éftir Skild- inganesmelum t éða . beztu veiðislóðum. Nú var illt í efni. í fyrsta lagi vantaði allt, sem til þess þurfti að bæta vörpuna og breyta henni. Valgarður hófst þó handa og safnaði saman ýmsu vörpudóti frammi á Seltjarnarnesi og Alftanesi og suður í Hafnar- firði. Voru það leifar frá Vidalínsútgerðinni sálugu. reyndi Breiðfjörð aiít hvað hann gat að fá æfðan botn- vörpuveiðimann í þjónustui sína, en það gekk erfiðlega, því fáir voru þeir orðnir, sem. kunnu fyllilega til verka á! seglskipum með botnvörpu- útbúnaði. Breiðfjörð hefur; sjálfur lýst því allátakan- lega, hversu illa þetta gekk: og hvernig honum var inn- anbrjósts 'um þessar mund- ir. Breiðfjörð segir: „Þegar ég kom út úr þessari verk- smiðju, (fiskimjölsverk- smiðju, sem Breiðfjörð var mjög hrifinn af), kom mað- ur til mín, sem var fáanlegur til að fara með mér heim til aðgerða á botnvörpum mín- um. En þó ég væri varlat mönnum sinnandi af áhyggj— um yfir því,að ég engan mamx. myndi geta fengið, — því ég er viss um, að enga stúlku hefur nokkurn tíma langað eins mikið til að fá sér mann, eins og mig þá langaði til að geta fengið mér mann, til að sjá um og stjórna botnvörpu- veiðinni hér heima, þá var mér ómögulegt að þiggja: þennan mann, því hann var svo hræðilega Ijótur og illi- legur. Viðstaddir kunningjar* mánir brostu að þessu, er ég kom til þeirra, og ég brosti að því sjálfur, þó ekki væri mér þá hlátur í huga. Síðan. frétti ég, að maður þessi var; fyllislarkari og slagsmála- seggur og hafði ýmislegt til að bera, sem sliíku er sam- fara, og þakkaði ég þá sktp- aianum að vera laus viS GILS 6UÐMUNDSSGN: ,,Valtýr“, áður „Anna Breiðfjörð“, fyrsta togskip íslendinga. inu, hætti þessari tilraun og gerði það út á handfæraveið- ar. Ekki vildi Breiðfjörð sinna þessu. Stndi hann skip- ið nú suður fyrir land til að vita, hvort þar gengi bet- ur en i Faxafla. Leið nú á fjórðu viku, og fréttist ekk- ert af útgerðinni. Komu þeir Breiðfjörðsmenn þá inn fisk- lausir að heita mátti, en höfðu týnt skipsbátnum á heimleiðinni. Fáeinir skarkolar og grallarar. Breiðfjörð fannst þetta ekki einleikið og ákvað að fara sjálfur út í næstu veiði- för til að sjá með eigin aug- um, hvernig vinnubrögðin væru. Tóku menn nú að hafa útgerð þessa í flimtingum, eins og oft vill verða, þegar tilraunir mistakast. Komst sjálfur til að taka á móti veiðinni. Var reynt váða, en allt bar að sama brunni: afli var nær enginn. Sinnaðist Breiðfjörð við veiðiskipstjór- ann enska, er hann taldi gagnslausan, dreif hann um borð í brezkan togara, er var á leið til Englands, og bað hann aldrei aftur koma. Enn voru farnar nokkrar smáferðir út í flóann, en árangurinn varð enginn. Þeg- ar þetta basl hafði varað í hálfan þriðja mánuð, án þess að nokkur ljósglæta sæist í svartnætti hinnar einstæðu útgerðar, vildi svo til, að þaulvanur enskur togara- skipstjóri kom inn á Reykja- víkurhöfn og sá útgerð Breiðfcörðs. Var hann feng- inn til að athuga vörpuna og leizt honum ekki á grip- inn. Sagði hann, að varpa þessi væri með öllu ónothæf og kvað jafnmikla fiskvon i V arpan lagfærð. Ekki var allt fengið með þessu. Hvergi í Reykjavík eða nágrenni var til maður, sem kunni hið minnsta til breytinga og lögunar á botn- vörpu, sizt af öllu stórvið- gerðar. Datt Valgarði helzt í hug að fara út í Faxaflóa og reyna að fá menn hjá botn- vörpungunum ensku til að endurbæta vörpuna. Þegar hér var komið, frétti Val- garður, að enskur togaraskip- stjóri, sem hafði brennt sig inni í Laugum, lægi í sárum á Landakoti, en þó á bata- vegi. Fór Valgarður þegar á fund mannsins, og lofaði hann að gera við vörpuna, strax og heilsan leyfði. Nokkrum dögum síðar var vörpunni ekið á blett á Landakotstúni. Staulaðist skipstjóri þangað dag hvern að þverra í Faxaflóa og flest skip að hætta, en þó fékkst dágóður reitingur í vörpuna. Ekki var veiðin svo mikil, að Valgarður teldi borga sig að halda henni áfram, en ákvað að bíða vors og láta þá til skarar skríða um útgerðar- tilraun þessa. Voru menn því afskráðir og skipinu lagt inni á sundum. Þótt Valgarður hefði þeg- ar beðið stórtjón á útgerð sinni, var hann engan veginn af baki dottinn né vonlaus um það, að tilraunin gæti tekizt. Varla mönnum smnandi. í desembermánuði fór Breiðfförð til útlanda, Dan- merkur og Englands, en því var hann vanur á hverjum vetri, og gerði þá jafnan inn- kaup til verzlunar sinnar. Þegar til Englands kom, hann.“ Útgerð seglatogara var þa að heita mátti alveg úr sög- unni í Englandi. Þó tókst fyrir milligöngu velviljaðra Englendinga að ráða manix til starfans, nákunnuganc botnvörpuve^ðum. Konx hann hingað til lands með Breiðfjörð í janúarmánuði 1902. Hófst hann þegar handa við að endurbæta botnvörpuútbúnaðinn. Eng- lendingur þessi skýrði Breið- fjörð svo frá, að botnvörpu- útbúnaður hans hafi í upp- hafi verið svo langt fyrir neðan allar hellur, að engu. tali tók. Viðgerð enska skip— stjórans var að vísu spor í rétta átt, en þó hvergi nærri fullnægjandi, enda óvinnandi fyrir einn mann að gera þar á skömmum tima þær stór- breytingar, sem þurfti. Hinn enski maður, semi Pramh. á 5. siðu. Frjáls þjóð — Laugardaginn II. júní 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.