Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.07.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 23.07.1960, Blaðsíða 5
trjáis þjóö . 4. PTÍt Útgelandi: Þjóðvartuirflokkur. lslands. Ritstjórar: Jtagnar Amalds, Gils Guömundsson, ábm., [Y’' Frámkváemdastj'óri: Kristmann EitSsson. j AfgreiSsla: Ingólfsstrœti 8. — Simi 19985. — Pósthólf 1419. Askriftargj. kr. .12,00 á mán. Argj. kr. 144,00, i lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. íslenzkt þjóðerni jk ofanverðri átjándu öld voru uppi hvassar deilur meðal **• íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. Um það leyti voru ýmis teikn á lofti, sem bentu til þeirra vorleysinga, er í vændum voru á fslandi. Um aldabij hafði stefna konungs- stjórnarinnar dönsku í íslandsmálum einkennzt af þrúg- andi afskiptaieysi. Tekjur af ianainu voru notadrjúgar, en hinu var engu skeytt, að íslenzka þjóðin sökk æ dýpra í 'örbirgð, og eðlileg þróun í atvinnumálum staðnaði. Á síð- ari helmingi átjándu aldar markar fyrir. Stjórnin tekur að styðja að ýmsu því, er efla skyldi íslenzkt atvinnulíf. Margt var fálmkennt, en breytingin sjálf þó ótviræð. Og heima og erlendis berst Skúli Magnússon eins og.ljón til verndar innréttingunum nýju, oft við velvilja og jafnvel stuðning stjórnarinnar, en fullan fjandskap kaupmanna. íslenzkir námsmenn í Kaupmannahöfn voru glaðvakandi og hrifust með af hugsjónamóði Skúla og dirfsku. Viðreisn- in var hafin, og ailir voru einhuga um að leggja þar hönd að. En öllu lengra náði eining stúdenta ekki. í þeirra hópi voru uppi tvær stefnur, ósamrýmanlegar. Stúdentar klofn- uðu í tvær andstæðar fylkingar, og helztu oddvitar voru Eggert skáld Ólafsson og Hannes Finnsson, síðar biskup. Eggert og þeir, sem honum fylgdu, lögðu áherzlu á að stæla þjóðarmetnað fslendinga. Andleg og verkleg menning for- íeðranna átti að vísa þjóðinni veg, íslenzkt þjóðerni að vera sá grundvöllur, er reist yrði á. Biskupssonaflokkurinn leit hins vegar á alit skraf um þjóðerni, tungu og þjóðlega menningu sem ónytjuhjal, úrelt og skaðlegt. Erlendis mátti fá nægar fyrirmyndir að þeim framförum og menningu, ^em fslendinga skorti. (gtefna þeirra Eggerts Varð drýgri. Rómantíkin efldi þjóð- ^ ernisvitund íslendinga, sjálfstæðisbaráttan hófst og Jón Sigurðsson sótti sín rök til sögu þjóðarinnar. Og að jokum lýsti íslenzk þjóð yfir fuiiveldi sínu. En því er þessi saga rifjuð upp hér, að það verður engan veginn talið sjálf- sagt, að örfáar hræður norður í höfum ieggi á sig það erf- iði, sem fylgir því að halda uppi þjóðmenningu og varð- veizlu þjóðernis, og vissulega ketnur það mörgum erlend- um manni spánskt fyrir sjónir, að þessir eyjarskeggjar skuli bera við að reyna slikt. Og meðal íslendinga sjálfra munu þeir til, sem líta veldi og framkvæmdagetu stórþjóðanna girndaraugum og bera jafnvel kinnroða í leynum fyrir smæð þjóðar sinnar. En þeim, sem svo er farið, væri ráð- ]egt að kynna sér örlítið örlög frænda okkar í Orkneyjum og á Hjaltlandi, sem eitt sinn mæltu á sömu tungu og við, en hafa nú glatað máli, menningararfi og drýgstum hluta af þjóðareðli sínu, en orðið í staðinn útkjálkamenn í brezka heimsveldinu. Sjálft heimsmálið getur orðið fjötur. jk fslandi hafa breytingar verið örar nú um hríð. At- •*"* vinnulíf þjóðarinnar hefur eílzt á ýmsan hátt, og margt horfir til bóta, ef skynsamlega væri á haldið. En því er miður, að íslenzkt þjóðerni hefur ekki eflzt að sama skapi. fslendingar voru langa hríð fátæk þjóð og áttu þess lítinn kost að hrinda nauðþurftarmálum í framkvæmd. En í einni svipan vaknaði þjóðin sem aðili í stórveldatafli heimsins, erlendur her settist að í landi,' auðmagn flæddi yfir og leið- ir opnuðust til að afla sér skyndigróða. Að vonum fengu, margir glýju í augu, braskarar þutu upp eins og goi-kúl- ur, gildismat breyttist. Kaupmáttur dollarans var áþreif- anlegur, en rétt mat á íslenzku þjóðerni krafðist nokkurar hugsunar og skilning. Erlend áhrif hafa flætt yfir. Að sumu leyti eru þau runn- in frá erlendum her, sem enn situr í landinu, að sumu leyti frá erlendum kvikmyndum, oft harla lélegum, eða frá þýð- ingum reyfarabóka. Herútvarp glymur í eyrum þjóðarinn- ar og sorprit eru gefin út j stórum stil í gróðaskyni. Er- ]end menningaráhrif eru hverri þjóð nauðsynleg, en öllu skiptir, að þar sé valið úr það eitt, sem bezt er, og eins hitt, að það sé samlagað þeirri þjóðmenningu, sem fyrir er. Eftirherman er auðveldust, en skaðleg hverju þjóðerni. ¥Tér hefur verið drepið á mál, sem er viðameira en svo, að því verði gerð viðhlítandi skil í stuttri grein. Þvert á móti er aðeins minnzt á fátt eitt, mörgu hins vegar alveg sleppt, svo sem h]ut skólanna, að því er varðar varðveizlu og eflingu íslenzks þjóðernis. Hér var aðeins ætlunin að minna á mikilvægt mál í þeirri von, að einhverjir lesenda gefi sér tóm til að staldra við og hugleiða sjálfir. Vakandi þjóðernisvitund er helzta trygging fyrir því, að við höld- um áfram að vera sérstök þjóð. Við undirrituð höfnm ólikar skoðanir á rrwirgum málum, cn cigum það sammcrkt, j : að her og herstöðvar \iljum vi® ekki hafa í landi okkar, •> ■ að við teljum ævarandi hlutleysi íslands í hernaðarátökum í mestu samræmi - viS fortí ð þj óSarhmar og framt íðarhei 11. ViS minnum á þá sérstöðu íslendinga meðal þjóðanna. að þeir hafa ekki um aldir borið vopn né iðkað vígaferli, að þeir hafa aldrei átt I vopnuðum ófriði við aðrar. þjóðír. * 1 Við viljum, að Islendingar varðveiti þessa sérstöðu sína á ókomnum tímum, að þeir verði að því leyti öðrum þjóðum fordæmi, er friðflytjendur i öllum löndum geti með sanni vitnað til sem fyrirmyndar. Við vekjum atliygli á því, að í herstöðvum er engin vörn, eins og vopnabúnaði er nú háttað, að herstöðvar hljóta alltaf að skoðast sem ögrun við einhverja þjóð, er telur þeim stefnt gegn sér, að jafnvel á friðartímum stafar mikill háski af herstöðvum, en £ heims- stríði bein tortímingarhætta, þar eð þær yrðu fyrstu skotmörk eldflauga, sem flytja vetnissprengjur, að þjóðinni er nauðsyn á að gera sér grein fyrir þeim ógnum, er yfir hana geta dunið á ófriðartímum vegna herstöðva í landinu. Við teljum af þessum sökum og öðrum fleiri, að herseta og herstöðvar á íslandi samrýmist ekki því hlutskipti, sem við ætlum fslendingum: að vera vopnlaus þjóð í friðlýstu landi. Við höfum á framangreindum grundvelli bundizt heitum um að halda áfram þeirri baráttu, sem háð hefur verið undanfarið fyrir uppsögn her- verndarsamningsins við Bandaríki Norður-Ameriku og brottför hersins. Við hyggjumst í sumar: beita okkur fyrir fundahöldum úti um land til að herða á þessum kröfum, gangast fyrir myndun héraðanefnda herstöðvaandstæðinga í sem llestum byggðum landsins, undirbúa landsfund herstöðvaandstæðinga á hausti komanda að Þingvöllum við Oxará. Við ætlum Þingvallafundinum það hlutverk að koma fastri skipan á sam- starf allra landsmanna, sem leggja vilja nokkuð á sig til að fá hersetunni aflétt og herstöðvar allar hér á landi niður lagðar. Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú Alfreð Gislason, læknir Andrés Haraldsson, bifvélavirki Anna Jónasdóttir, frú Anna Loftsdóttir, hjúkrunark. Arnfinnur Jónsson, skólastjóri Arnfríður Jónatansdóttir, skáld Árni Björnsson, læknir Árni Böðvarsson, eand. mag. Árni Gíslason, verksmiðjustj. Árni Guðmundsson, læknir Ása Ottesen, frú Ásdís Thóroddsen, frú Ásgeir Höskuldsson, póstmaður Áskell Snorrason, tónskáld Áslaug Thorlacius, frú Ásm. Sveinsson, myndhöggvari Ásta Sigurðar, rithöfundur Baldur Óskarsson, blaðamaður Baldur Pálmason^- útvarpsfulltr. Baldvin Halldórsson, leikari Barbara Árnason, listmálari Benedikt Davíðsson, trésmiður Benedikt Gunnarsson listmálari Bergur Pálsson, fulltrúi Bergur Sigurbjörnsson viðsk.fr. Bergur Vigfússon, kennari Bergþór Jóhannsson Birna Lárusdóttir, frú Bjarni Arason, fulltrúi Bjarni Benediktsson frá Hofteigi Bjarni Guðnason, lektor Bjarni Jónsson, kennari Björn Bjarnason, iðnverkamaður Björn Th. Björnss., listfræðingur Björn Guðmundsson, forstjóri Dr. Björn Sigfúss., háskólabókav. Björn Þorsteinss., sagnfræðingur Bodil Sahn, menntaskólakennari Bolii Thóroddsen, bæjarverkfr. Briet Héðinsdóttir Dagbjört Eiríksdóttir forstöðuk. Dagur Sigurðarson, skáid Davíð Davíðsson, prófessor Drífa Viðar, frú Eðvarð Árnason, verkfræðingur Eðvarð Sigurðsson, ritari verka- mannafélagsins Dagsbrún Eggert Ólafsson, verkamaður Egili Sveinsson, bankamaður Einar Bragi, rithöfundur Eihar Örn Guðjónsson, verkani. Gúnnar Cortes, ladínir Einar Hannessön Einar.. KristjáTisson, rithöfundur Einar Laxness, eand. mag. Einar, Pálsson, verkfræðingur. Einar Sigúrðsson, stud. raag. Eirikur Pálsson, skattstjóri Eiríkur Smith, iistmálari Elías Mar, rithöfundur Erlingm- Gíslason. leikari Erlingur E. Halldórsson Ester Kláusdóttir, frú Eyjólfur Jónsson, sundkappi Eymundur Magnússon, skipstj. Eyþór Jónsson, pósfm. Franz A. Gíslason, form. Félags róttækra stúdenta Eriðbjörn Benónísson, kennari Friðjón Stefánsson, rithöfundur Friðrik Hjartarson, verkam. Geir Gunnarsson, alþingismaður Geir Jónasson, bókavörður Geir Kristjánsson, rithöfundur Gerður Kristjánsdóttir, frú Gestur Magnússon, cand. mag. Giis Guðmundsson, rithöfundur Gísli Ásmundsson, kennari Gísli T. Guðmundsson, póstm. Gisli Marinósson, verkamaður Gislrún Sigurbjörnsdóttir, handa- vinnukennari Grimur M. Helgason, cand. mag. Guðgeir jónsson, bókbindari Guðjón Benediktsson, múrari Guðmunda Andrésd., listmálari Guðmundur Böðvarsson, skáld Guðmundur Gíslason, læknir Guðm. J. Guðmundsson, starfs- maður verkamannafél. Dagsbr. Guðmundur Hansen, kennari Guðm. Kjartanss., jarðfræðingur Guðm. Löve, skrifstofumaður Guðm. Magnúss., verkfræðingur Guðm. Norðdahl, tónlistarmaður Guðm. Thoroddscn, prófcssor Guðm. Vajgeirsson, verkamaður Guðni Jónsson, prófessor Guðríður Gisladótir, frú Guðrún Antonsdóttir, húsmóðir Guðrún Einarsdóttir, frú Guðrún Jónasd., vefnaðarkennari Guðsteinn Þengilsson, læknir Gunnar Benediktsson, rithöf. íírÍHIiÍllillÍÍIí! Gunnar Egilss., hijóðfæraicikari Gunnar M. Magnúss, rithöfundur Gunnlaugur Scheving, listmálari Gylfi Pálsson, kehnari Halldór J. Jónsson, cand. rrtag. Halldór Stefánsson, rithöfundur Halldór P. Stefánsson, verkam. Halidór Vigfússon Halldór Þorsteinss., bókavörður Halldóra B. Björnsson, rithöf. Dr. Hallgr. Helgason, tónskáid Hcdlgrimur Jónasson, kennari Hannes Sigfússon, skáld Hannes M. Stephensen, form. Verkamannafél, Dagsbrún Hannibai Valdimarsson forseti ' Alþýðusamb. Isiands Haraldur Jóhannsson, hagfr. Haraldur Steinþórsson, kennari Heimir Áskelsson, lektor Helga Proppé, frú Helgi Helgason, lögfræðingur Hermann A. Hermannss., forslj. Hermann Jónsson, skrifstofustj. Hermann Pálss., háskólakennari Hildigunnur Sigurðard., starfsst. Hilmar S. Vigfússon, verkam. Hjörleifur Sigurðsson, listmálari Hóimar Magnússon Hrönn Aðalsteins., sálfræðingur Hulda Ottesen, húsmóðir Hörður Ágústsson, listmálari Höskuldur Björnsson, iistrhálari Hreinn Steingrimss., tónlistarm. Ida Ingólfsdóttir, forstöðukona Ingólfur Þorkelsson, kennari Ingvar Hallgrímsson, fiskifr. Ingvar Björnsson, cand. mag. Dr. Jakob Benediktsson Jóhann Hjálmarsson, skáld Jóhann Már Guðmundss., póstm. Jóhannes Guðfinnsson, kennari Jóhannes Jóhanness., listmálari Jóhannes skáld úr Kötlum Jón Múli Árnason, þulur Jón Ásgeirsson, tónlistarmaður Jón Böðvarsson, stud. mag. Jón Guðnason, cand. mag. Jón Heigason, ritstjóri Jón Jóhannesson, skáld Jón Óskar, skáld Jón M. Samsonarson magister Jón úr Vör, skáld • Jón Snorri Þorleifsson, form. Trésmiðafélags Reykjavikur. Jón Þorsteinsson, læknir Jónas Árnason, rithöfundur Jónas Kristjánsson. skjalaVörður Jónas Þorbergss., fv. útvarpsstj. Jökull Jakobsson, rithöfundur Karl Kvaran, listmálari Karólína Einarsdóttir, cand. mag. Karólína S. H. Halldórsd. hárgrk. Katrín Guðjónsdóttir, frú Katrín Thöroddserí, læknir Kári Arnórsson, kennari Kári Tryggvas. frá Víðikeri, rith. Kjartan Guðjónsson, listmálari Kjartan Ólafsson Kolbrún Þorvaldsd., húsmóðir Kristinn E. Andrésson, magister Kristinn Björnsson, læknir Kristinn Gisiason, kennari Kristinn Pétursson, skáld Kristín Jónasdóttir, frú Kristín Thorlacius Kristín Thóroddsen, hjúkrunark. Kristín Anna Þórarinsd., leikk. Kristín Þorsteinsd., hjúkrunark. Kristján Baldvinsson, stud. med. Kristján Bender, rithöfundur Kristján frá Djúpalæk, skáld Kristján Jóhannss.. verkamaður Kristján Bersi Ólafsson, fil. stud. Kristrnanh Eiðsson, form. Þjóð* varnarfél. stúdenta, Lárus Bjarnfreðsson, málari Lárus Pálsson, Icikari Lárus Rist, iþróttakennari Leifur Haraldsson, póstmaður Lúðvík Kristjánsson, ritstjóri Magnús Á. Árnason, listamaður Magnús Bjarnfrcðsson, þulur Magnús Kjartansson, ritstjóri Magnús T. Ólafsson, ritstjóri Margrét Auðunsdóttir, form. Starfsstúlknaféélagsins Sókn Margrét Sigurðardóltir, frú Dr. Matthias Jónasson, prófessor Matthildur Matthiasson, frú Nanna Ólafsdóttir, magister Oddur Björnsson, bókavörður Ólafía Stephensen, frú Ólafur Jensson, læknir Ólafur Jónsson, læknir Ólafur Jónsson, fil. stud. Ólafur Pálmason, stud. mag. Ólafur Jens Pétursson, kennari Ólafur Jóli. Sigurðsson, rith. Ólafur Bergþórsson Theódórs, stud. med. Ósk Sigurðardóttir, hjúkrunark. Óskar Halldórsson, cand. mag. Óskar Magnússon, skólastjóri Páll Bergþórsson, veðurfræðingur Páll Kr. Pálsson, organleikari Páll Théódórsson, eðlisfræðingur Pétur Lárusson, verkamaður Pétur Ragnarsson, verkamaður Ragnar Arnalds, ritstjóri Rannveig Jónsdóttir, kennari Rannveig Tómasdóttir Ríkarður Jónsson, myndhöggv. Avarp til Islendinga Rósberg G. Snædal, rimöfundup Síra Rögnvaldur Finnbógason Sibyl Urbancic Sigfús Daðason, skáld -. Sigrður Eiríksdóttir, hjúkrunark® Sigriður Friðriksdóttir, verkak. Sigríður Sæland, Ijósmóðir Sigrún Guðbrandsdóttir, frú Sigrún Gunnlaugsdóttir Sigurður Elíasson, tilraunastjóri Sigurður Guðnason, fyrrv. alþm. Sigurður Róbertsson, rithöf. Sigurður Sigurðsson, listmálari t; Sigurður Örn Steingrimsson y Sigurður Thoroddsen, verkfr. Dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfr. Síra Sigurjón Einarsson Sigurjón Ólafsson, myndhöggvarii Sigurjón Pétursson, forseti Iðn-* nemasambands íslands Sigursv. D. Kristinsson, tónskákH Sigurvin Einarsson, alþingism. Skafti Ólafsson, hljóðfæraleikari Skúli Thoroddsen, læknir Skúli Þorsteinsson, kennari Skúli Þórðarson, sagnfræðingurt Snorri Hjartarson, skáld Snorri Jónsson, formaður Félaga járniðnaðarmanna Stefán Hörður Grímsson, skáld Stefán Jónsson, fréttamaður Stefán Jónsson, rithöfundur Stefán Sigurðsson, kennari Steinþór Sigurðsson, listmálari Svava Þorleifsdóttir, fv. skólastjo Svavar Guðnason, listmálari Sveinn Skorri Höskuldsson, mag. Sverrir Bergmann, stud. med. Sverrir Haraldsson, listmálari Sverrir Kristjánsson, sagnfr. j Theódór Skúlason, læknir í Tómas Sigurþórsson, verkam. i Torfi Sigurðsson, verkamaður j Tryggvi Emilsson, verkamaður Unnsteinn Stefánsson, efnafr. Valborg Bentsdóttir, skrifstofustjo. Vigdís Finnbogadóttir, frú Vigfús Guðmundsson, veitingam. Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari Vilhjálmur frá Skáholti, skáld Dr. Þorgeir Einarsson Þorsteinn Björnsson, fríkirkjupro Þorsteinn frá Hamri, skáld Þorvaldur Skúlason, listmálari Þorvarður Helgason Þorvarður Örnólfsson, kcnnari Þóra Árnadóttir, frú Þóra Elfa Björnsson, prcnlari Þóra Vigfúsdóttir, ritstjóri Þórarinn Guðnason, læknir i Þórarinn Jóhannsson Þórbergur Þórðarson, rithöf. i Þórður Jörundsson, kennari Þórliallur Bjarnason, prentari Þórir Hallgrimsson, kennari Þóroddur Guðmundsson, rithöf. Þórbergur Þórðarson. Einar Bragi: Þrír vitnisburöir um yrkingarhraða Á dögunum var ég að blaða í bók sem nefnist „Afmælis- kveðja til Ragnars Jónssonar 7. febrúar 1954.“ Á'bók þessa ritar Þórbergur Þórðarson bréf til Ragnars um „deilu, sem risið hefur í landi voru um þær listir eður lystisemd- ir, sem bundnar eru yið iðk- un stuðla og höfuðstafa og hendinga í rímuðu máii.“ í bréfinu segist Þórbergur hafa „ort nokkur ljóð í svo nefnd- um atómsfcil“, og heldur síð- an áfram: „Mér reyndist þessi rím- list svo auðveld viðfangs, að ég held ég myndi treysta mér til að yrkja 365 átóm- Ijóð á ári og 366 hlaupérin. Ef ég ætti að skila jafnmiki- um afköstum á jafnlöngum tíma í stuðluðum ijóðum, og þó ekki betri að gæðum, þá myndi blóðþrýstingurinn í mér vera kominn í spreng- 'ingarstöðu, áður en fyrsti mánuður ársins væri liðinn. Sumarið 1947 orti ég þrjú atómljóð í járnbrautarlest miili Leeds og London, sitj- andi í klefa, þar sem fleiri voru, og bætti við fjórða kvæðinu um kvöldið, þegar ég sá fætur á kvenmanni upp á kálfa niður undan viðar- greinum í garðinum á móti. hót|linu, sem við Margrét bjúggum á. En þennan dag var ;ég nú reyndar irínblás- inn og tapaði fyrir bragðið einhvers staðar í lestarklef- anum lyklunum að íbúðinni okkar heima á Hringbraut 45.“ Þannig hljóðaði vitnis- burður Þórbergs. Þórðarson- ar 1954. Hér kemur annar frá . árinu 1922. í inngangi að Hvítum hröfnum ritar hann: „Kvæði þau, er hér koma fyrir sjónir þínar, Ijóðelski lesarf!!, eru flest augnabliks- smíð. Tvö lengstu kvæðin, Stefánsstikki og Hallbjarnar- drápa, eru ort á nokkrum klukkustundum (hið fyrra á fjórum, hið síðara á hér um bil sex), en hin öil á fimm til tuttugu mínútum, að Sigurð- arkviðu fráskilinni, sem er ort á tveim tímúm á afmæl- isdegi Sigurðar'.“ I Hvitum hröfnum eru 54 ijóð, öll með rími, stuðlum og höfuðstöfum.Þfjú þeirra eru ort á 12 klukkustundum sam- tals, hin á 5 til 20 mínútum hvert. Sé miðað vi'ð meðgl- yrkingartíma liinna síðar- nefndu, reiknast kvæðin í Hvítum hröfnum, samkvæmt orðum skáldsins sjálfs, vera ort á tuttugu og tveim klukkustundum, þrjátíu og sjö mínútum og þrjátíu sek- úndum, eða tæplega einum sólarhring samanlagt. Þriðji vitnisburðurinn um yrkingarhraða Þórbergs stendur skráður í Bréfi til Láru, tolfta kapítula og hljóðar þannig: „í haust lá ég hálfa þriðju viku -í hálsbólgu. Eina nótt- ina hafði ég töluverðan sótt- hita og svaf lítið. Klukkan tíu vaknaði ég . og horfði svona upp í loftið eins og ég er vanur. Veit ég þá ekki fyrri til en vitund mín víkkar og upplýsist í einu andartaki. Samstundis streymá niður í mig þrjú kvæði fullort. Rétt í því, er fyrsta -erindið úr fjórða kvæðinu líður fyrir hugskotssjónir minar eins og kvikmynd á tjaldi, stekkur köttur upp í rúmið til mín og bitur mig og rífur . . . í sömu andrá lokast fyrir inn- leiðsluna, og ég iigg eftir lieimskur og hugmyndalaus.“ Af þessum þremur vitnis- búrðum meistara vors virðist mega draga eftirfarandi á- lyktanir: 1. Þórbergur Þórðarson er fljótur að yrkja, þegar hann er iilnblásinn. •2. Þegar Þórbergur Þórðar- son er svo innblásinn, að hann tapar lyklunum að íbúð þeirra- hjóna-heima á Hringbraut 45, getar hanri ort þrjú atómljóð sama daginn. 3. Fætur á kvenmanni niður undan viðargreinum í garði geta opnað fyrir innleiðsluna á ný, svo að fjórða Ijóðið fæðist. 4. Þegar Þórbergur Þórðar- son liggur í hálsbólgu með sótthita og horfir ■ svona upp í loftið eins og hann er vanur, geta þrjú kvæði í hefðbundnum stíl streymt niður í hann full- ort. 5. Ef köttur stekkur upp í rúmið til Þórbergs og bít- ur hann og rífur, hefur það þveröfug áhrif við fætur á kvenmanni niður undan viðargreinum í garði: lokar fyrir inn- leiðsluna, svo að fjórða kvæðið kafnar i fæðing- unni. 6. A yngri árum orti Þór- bergur Þórðarson heilal ' kvæðabók — 54 kvæði — á tæpum sólarhring sam- tals. Á efri árum segisfc hann „halda að hanix myndi treysta sér til“ að" yrkja eitt atómljóð á dag. Þegar umbúðirnar hafa verið teknar utan af mál— flutningi meistarans og vitn- isburðirnir þrír bornir .sam- an, sýnist mér sem í ljós komi andstæða þess, er hann hugð- ist sanna: ef hann ætti að skila jafnmiklum afköstum i gerð óbundinna Ijóða og yrkingum hefðbundinna kvæða, myndi blóðþrýsting- urinn í honum vera kominn í sprengingarstöðu, áður en fyrsti sólarhringur ársins væri liðinn. Þess vegna þori ég ekki fyrir mitt litla líf að bera fram þá frómu ósk — sem virðist þó sanngjörn — að hann yrki eitt atómljóð á dag í svo sem sex mánuði og leyfiokkur að sjá árangurinn. Verkin sjálf eru jafnan óljúg- fróðari en laust tal um hvað' .menn halda, að þeir mynda treysta sér til \ Frjáls þjóð — Laugardáginh 23. júli 1960 Frjáls þjóð — Laugardaginn 23. juH 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.