Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.07.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 23.07.1960, Blaðsíða 8
 Iil$pIff>x ■•> ípl ÍIÍIæ!Í!liliililiÍillÍÍip£1ilÍllÍS Tiginn gestur áhyggjuefni ríkisstjórnar A föstudag kemur hingað til lands Hr. Eugene Black, bankastjóri við Alþjóðabank- ann. Black þessi er einn valdamesti maðurinn í við- skiptaheimi Vesturlanda, enda má líkja ferðum hans við reisu þjóðhöfðingja — hann kemur með tíu manna föruneyti og stórblöð um álfuna fylgjast vel með ferð- um hans. Erindi hans til ís- lands er að líta eftir því, hvernig gengur að innleiða nýja efnahagskerfið, þar eð segija má, að hann hafi yfir- stjórn á „viðreisninni" margfrægu. Það er ekki ótrúlegt, að maðurinn sé fyrst og fremst að grennslast fyrir um, hvað orðið hafi um 20 milljón dollarana, sem íslendingar fengu í vetur tii þess að kaupa fyrir vörur frá Vest- ur-Evrópu. En lilílega mun maður og gestgjafi útlend- ingsins, yrði kallaður af lög- reglunni úr dýrlegum veizl- um til réttarhalda eða jafn- vel eitthvað enn verra kæmi fyrir Seðlabankastjórann í miðri heimsókninni? Þannig er þá komið fjár- hagslegu sjálfstæði okkar ííslendinga, að hingað er kominn útlendingur í heim- sókn til þess að líta eftir hvernig gangi að framkvæma fyrirskipanir hans, en st'jórn- arvöld landsins vita ekki, hvernig þau eigi að dylja ósómann, sem hér þrífst, fyr- ir húsbóndanum. Það verð- ur að játa, að Alþjóðabank- inn og gjaldeyrisstofnunin eru ekki versti húsbóndinn, sem við hefðum getað feng- ið og líklega fremur sá skap- legasti af þeim erlendu vald- höfum, sem vilja fúsir ráða málum okkar. En íslending- ar eru ekki búnir að glata sjálfstæðinu að fullu ennþá og almenningur á enn kost á því að velja yfir sig íslenzka ráðamenn. Nú er eftir að vita, hvort þjóðin sættir sig við þá skipan mála, sem ver- ið er að innleiða. honum þykja undarlegt, að búið er að eyða þessu fé að mestu og samt bólar ekkert á verziunarfrelsinu, sem verða átti ávöxtur af þessu eyðslu- láni. Það er betra, að Gylfi er nú loksins kominn heim frá Rússlandi til þess að standa fyrir svörum. Það mun valda miklum áhyggjum hjá ríkisstjórninni, svo sem skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu, hvað gera eigi við Vihjálm Þór, seðlabanka- stjóra, meðan stendur á heimsókn hins tigna gests. Herra Black gat víst alls ekki komið á óheppilegri tíma. En hvort er nú betra að víkja aðalbankastjóra landsins frá störfum vegna stórsvika- máls um leið og húsbóndinn, herra Black, birtist í dyrum stjórnarráðsins eða að eiga það á hættu, að Vilhjálmur Þór, sem að öðrum kosti myndi vera helzti þjónustu- Laugardaginn 23. juli 1960 'íiHIMIilllfllnh-ilillllHlliHlliniHHOHIHIIIIIIIIIIISIiliílliniilllHníiHíhi'illlníllilNiyillnllfHIIHilIiHHHHllilfi.Mlíil-íllíHllilluiiiiiluiiíniilíuf Sjónvarpstæki í verzlun í Reykjavík; Smyglmálið Upplýsingar i síðasta biaði FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR um smygl á skófatnaði frá Keflavíkurflugveili hafa vakið mikla athygli, eins og vænta mátti, enda kipptu toilayfir- völdin strax við sér og var lagt hald á töluvert magn af smygli nemma í vikunni. f Við þær upplýsingar, sem áður voru komnar getur j blaðið bætt því, að enski verzlunarhringurinn, sem hef- ur útsölu á flugvellinum, mun heita Saxon og þaðan berst j stór hluti af smyglinu. FRJÁLS ÞJÓÐ vill ítreka það, sem áður liefur verið i sagt, að þetta mál er stóralvarlegt og krefst rannsóknar j þegar í stað, enda þótt segja megi að þessi hluti smyglsins sé aðeins lítill angi af ósómanum öllum. Einnig ítrekar blaðið þá kröfu, að ríkisstjórnin láti rannsaka tafarlaust mál enska verzlunarhringsins, sein þar er starfræktur % utan við íslenzk lög og rétt. LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í llf. viku sumars. Viðreisn og vanskil Á skrifstofu borgar- fógeta, nánar tiltekið úppboðsdeild, eru miklar annir um þess- ar mundir. Okurvext- ir og óðaverðbólga ríkisstjórnarinnar hafa orðið þess vald- andi, að þeir, sem af litlum efnum hafa reynt að byggja, kaupa eða verða sér úti um aðrar nauð- synjar, sem kostað hafa lántökur, rísa nú ■ekki lengur undir fimbulþunga „við- reisnarinnar“ og eiga nú hver af öðrum undir hamar að sækja hjá borgarfó- .geta. Til skýringar má geta þess, að 1945 munu vanskilakröf- ur hjá borgarfógeta hafa verið um 100. 1959 voru þær orðnar 500, og á fyrstu 6 mánuðum ársins 1960 ■eru Þær orðnar 500 •og eiga eftir að stór- aukast. Það fer ekki milli mála, aö vegur við- reisnarinnar er beinn og breiður, beint fram af brúninni. Fram á þá brún, sem vinstri stjórnin sálugu komst, og þegar hestvagn Ól- afs fer þar fram af, verður þar eflaust komið fyrir hættu- merki með áletrun- inni: ....hæg er leið til helvítis — hailar undan fæti“. I áttunda slnn Litið fréttablað er ekki vant að skýra frá nýjustu fæðingar- fregnum, trúlofunum, giftingum og öðrum slíkum fréttum, sem nálgast feimnismálin. Að þessu sinni verður þó brugðið út frá venjunni, þvi að fx-étzt hefur, að Kristmann Guðmundsson, rithöf- undur, hafi gift sig um daginn. 1 áttunda sinn. — Sú hamingju- sama ér Steinunn. Briem, ungur pianó- leikari. Harðsnúinn Þegar færð hafði verið i letur sú frétt, að Kristmann Guð- mundsson hefði gift sig í áttunda sinn, þótti það óhjákvæmi- legt að segja frá öðr- um miklum afreks- manni, sem Lítið fréttablað hefur haft spurnir af. Sá maður er bilstjóri austur í sveitum og vann það afrek i vetur að gera konu sína þung- aða og auk þess þrjár aðrar ung- meyjar, sem hann hitti á ferðunx sínum um nágrannaþorpin. Um hann mætti segja eins og Espólin kvað um annan hraustan mann: Hér er bær þess mikla manns, sem mikið getur. Harðsnúinn og heitir Pétur, hrútur bæði sumar og vetur. Svar viö vangaveltum Tímans á sunnudag: Útvarps- og sjónvarpsreksturinn í Keflavík er ólöglegur Helzta stórmálið, sem dagblaðið Tíminn heíur upp á að bjóða á sunnudag, er sú krafa, að ísiendmgar íái að horfa á bandaríska sjónvarpið frá Keflavík. Þá er mjög kvartað yfir því í blaðmu, að illa gangi að draga upp úr starfsmönnum varnarmálanefndar nokkrar upp- lýsingar um útvarps og sjónvarpsrekstur Bandaríkja- manna á Islandi. Sú máltregða, er Kér um ræðir, þarf þó engum að koma á óvart, því að öll þessi starfsemi er ÖLEGLEG og Islendingum til mestu háðungar. Leyndarmálið mikla. í Tímanum á sunnudag er mestöll baksíða blaðsins til- einkuð útvarps- og sjonvarps- sendingum Bandaríkjamanna af Keflavíkurflugvelli. Ungur blaðamaður, sem er nýkominn heim frá Bandaríkjunum eftir ársdvöl þar, skrifar mjög áber- andi grein undir nafni og krefst þess, að íslendingum sé leyft að horfa á sjónvarpið frá Keflavík. Ríkið selur mönnum sjónvarps- tæki, segir hann, en eyðileggur sendinguna, svo að varla sést annað en stórhráð í tækjunum. Blaðamaðurinn kveðst hafa aflað sér þeirra upplýsinga, að með lögum nr. 30 frá 27. júní 1941 hafi ríkið fengið einkarétt til þess að reka útvarp á íslandi, en Bandaríkjamenn hafi seinna fengið leyfi hjá Landsímanum til útvarpsreksturs. Hann seg- ist hins vegar hafa átt tal við starfsmann varnarmálanefndar og spurt eftir reglum og samn- ingum um rekstur stöðvanna. Blaðamaðurinn skrifar: „Samn- ingur þessi virðist vera mikið j leyndarmál eftir viðbrögðum, opinberra starfsmanna að dæma, er undirritaður innti eft- ir innihaldi hans,“ en síðan nokkurn leyfis, og fór svö fram í eitt ár. Þá fóru íslenzk stjórn- arvöld fram á, að Bandaríkja- menn bæðu leyfis fyrir siðasak- ir að mega reka útvarp. Var þvl strax hlýtt og leyfið síðan veitt. Á það hefur hvað eftir annað verið bent, að ríkið hefur sam- kvæmt lögum einkaleyfi til út- varpsreksturs og ríkisstjórnm getUr ekki látið ríkið afsala sér , . , , . þessum rétti, án þess að alþingi grexnir hann fra arangurslausu , . , . . , . ... , . komi þar nærn. Levfið, sem þjarki smu við starfsmann varn- „ , „ . , „ . , i Bandarikjamenn hafa fengið er rma anptnriar FRJÁLS ÞJÓÐ yill benda'því á, að máltregða þeirra kump- ána hjá varnarmálanefnd þarf engum að koma neitt á óvart, því að samningurinn um útvarpsrekstur í Kefla- vík er ólöglegur, en samn- ingurinn um sjónvarpið er ekki til. Getur bver sem er íengið að selja tóbak og brennivm? Skömmu eftir, að bandaríski herinn kom til landsins hóf hann útvarpssendingar frá Keflavik án þess að spyrja en atferli þeirra brot á íslenzk- um lögum. Eða getur kannski ríkisstjórnin ákveðið á morgun að veita Vilhjálmi Þór sérstakt leyfi til þess að flytja inn tóbak og áfengi í samkeppni við ríkið. Og segði enginn neitt við því? Líklega ekki, þvd að hér er uin sama lögbrotið að ræða og við- gengist hefur í Keflavík um ára- bil, þrátt fyrir stöðug mótmæli hernámsandstæðinga. Þetta er enn eitt dæmið um þá svívirðu og skömm, sem íslendingar hafa af veru bandaríska hersins í landinu. Frh. á 6. síðu. I þessum bröggum er til húsa „Voice of Information“ úívarp og sjónvarp Amerikana.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.