Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.07.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 23.07.1960, Blaðsíða 6
Sjónvarpsstöö Frh. a£ 8. síðu. Dagskrá sjónvarpsins. Tímamenn eiga þakkir skildar íyrir að vekja athygli á máli þessu, en því hefur lítið verið hreyft að undanförnu og má geta þess, að þingmenn Alþýðu- bandalagsins minntust ekki á það einu orði á alþingi í vetur. En það er athyglisvert, að Tím- inn, málgagn bænda, er ekki íið eyða stórum hluta baksíð- Unnar á sunnudag til þess að Jnótmæla svívirðilegu lögbroti, heldur er tilgangurinn sá, að hrefjast þess, að íslendingar íái líka að horfa í sjónvarpið, sem ætlað er bandarískum stríðsmönnum í Keflavík. Og hvað er það þá, sem íslending- ar eru sviknir svo herfilega um? FRJÁLS ÞJÓÐ hefur aflað sér frétta um helzta dagskrár-j efnið í Keflavíkursjónvarpinu. Á sunnudögum er dagskráin óvenjulega hátíðleg vegna hvíldardagsins. Þá er sýnt frá 15—23,30 og fyrst er íþrótta- keppni, aðallega baseball, golf og wrestling (rómversk glíma) •—iþróttir, sem fæstir fslending- ar stunda. Síðan koma skrípa- myndir, dans og söngvamyndir, en loks dagskammturinn, nokkrar glæpamyndir, sem Bandaríkjamenn verða alltaf að ifá undir háttinn, ef þeir ætla áð sofa vel. Frá mánudegi til föstudags er sýnt frá 17—23,30,nær eingöngu skrípamyndir og glæpamyndir og á hverju kvoldi sýnir North- ’ern light playhouse (leikhús norðurljósanna!) gamla glæpa- mynd, oft 20—30 ára gamla, (lágmarksskemmtun/ fyrir Svefninn: morð eða nauðgun). Á laugardögum er svo helzta dagskrá vikunnar og sýnt frá níu að morgni til 23,30, það er hrærigrautur af skrípamyndum, dansmyndum og glæpamynd- um. Auðvitað er aðaláherzlan lögð á kvöldið, og þá hafa ís- lenzku börnin, sem eru svo heppin að eigasjónvarpseiganda fyrir pabba, komið sér vel fyrir við sjónvarpstækið til þess að horfa á eitthvað verulega skemmtilegt. Fyrst kemur leynilögreglusagan um Perry í Olason. Síðan koma þrjár kú- ' rekamyndir í röð, sem taka hálf tíma hver og bera alltaf sömu nöfnin. Það er Gunsmoke ! (Byssureykur), Have gun — will trawl (Hef byssu — ætla að feröast), og loks lýkur há- tíðadagskránni með Wanted, dead or alive (Eftirlýstur, dauð- ur eða lifandi). Að síðustu er kvöldskammturinn, morð eða nauðgun. Hvernig tekst Reykvíkingum !að þrauka við ríkisútvarpið sitt og missa þó af öllu þessu? og er það ekki stórmerkilegt, að fram- sóknarbændur hér á Suðurlandi skuli stunda búskap sinn ró- legir án þess að fá notið þeirra sérstæðu menningarstrauma, sem geisla á blíðum sumardög- um út frá Reykjanesi og kljúfa loftið yfir höfðum þeirra? Nýir Renault bílar Renault-bifreiðasmiðjurnar frönsku framleiða nú nýjar gerðir bifreiða, Dauphine, og Floride caravelle. Sölumaður verksmiðjanna í Norður-Evrópu og stjórnendur Renaultsumboðsins hér sýndu blaðamönnum þær sl. föstudag. Sölumaðurinn kvað Renault- verksmiðjurnar fyrst hafa tekið til starfa 1898 og hefðu starfs- menn þá verið 75 talsins. Sextíu árum seinna hefði tala starfs- manna verið orðin 60 þús. og á síðasta ári hefðu verk- smiðjurnar framleitt yfir 500.000 bíla. 58% af framleiðslunni er flutt út til 98 landa. Á sl. ári fluttu verksmiðjurnar út 285.- 137 bíla og er það 56% af bíla- útflutningi Frakka. Verksmiðj- urnar leggja áherzlu á að upp- fylla sérkröfur hvers lands, þannig er t. d. mjög öflugt hita- kerfi sett í bíla til íslands. BIFREIÐASALAN OG LEIGAN INGÖLFSSTRÆTI 9. Símar 19092 og 18966 • Kynnið yður hið stóra úrval, sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. • BIFREIÐASALAN OG LEIGAN Ingólfsstræti 9. Símar 19092 og 18966. Bifreiðasalan BÍLLINN Varðarhúsinu sínt i 13 - 3 - 33 Þar sem flestir eru bílarnir, þar er úrvalið mest. Oft góðir greiðslu- skilmálar. Norrænt trygginga- mót í Reykjavík Fimmta norræna almanna- tryggingamótið verður háð í Reykjavík dagana 3.—5. ágúst. Koma hingað um 100 fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Nor- egi og Svíþjóð auk 60 ísl. þátt- takenda. Fundarmenn skiptast í fjórar déildir, slysa-, sjúkra-, lífeyris- og atvinnutryggingadeild. Auk deildafunda verða sameiginleg- ir fundir. Ás> fundunum verða flutt 9 erindi, eitt þeirra flyttrr Gunnar J. Möller, framkvæmds- stjóri. Mótið verður sett í hátíðasal háskólans að morgni 3. ágúst og slitið á Þingvöllum 5. ágúst. Það er í fyrsta sinni sem slíkt mót er haldið hér. Monp apfikS , ÖltUGÓA ÖSKUBAKKA! Húseigendafélag Reykjavíkur Stórt úrval af karlmanns- fötum, frökkum, drengja- fötum, stökum buxum. — Saumum eftir máli. attima Tllkynning frá Húsmæðrakennaraskóla íslands. Húsmæðrakennaraskóli íslands tekur til starfa um miðjan september í haust. Upplýsingar um skólann eru gefnar í símum 15245 og 33346 eða svarað skrif- iega. Umsóknir sendist sem fyrst. Helga Sigurðardóttir, skólastjóri, Drápuhlíð 42. niuifi . j ' m i« ii Kjallarapistill I j Á seinni árum hefur ekkert | áhyggjuefni þjakað íslend- J inga jafn meinlega og gjald- eyrisskorturinn alræmdi. í j síðari heimsstyrjöldinni þén- uðu landsmenn stórfé á við- skiptum sínum og eignuðust dágóðan gjaldeyrisforða í er- lendum bönkum, en nokkru eftir, að morðæði þessu slot- j aði og eldar voru slökktir í j fangabrenslum nazista kom- ust Islendingar í hallæri j með gjaldeyri. Þá var gripið til þess ráðs, svo sem frægt er orðið, að leigja annarri þjóð hluta af landinu og fá hingað herlið til þess að reisa stríðsbækistöð, en þúsundir íslendinga gerðust þjónar hjá Ameríkumönnum. Það hringlaði í gulli og silfri og margir héldu, að öll vand- ræði hefðu drukknað í fjár- hirzlum Bandaríkjamanna. Færeyingar voru auk þess svo hjálpsamir, að manna fyrir okkur togarana og veiða þorsk og karfa, svo að við gætum staðið við gerða samninga og svikjum ekki undan okkur allt traust. Og íslendingar græddu á tá og fingri. Það var líf í tuskun- um, þegar herinn lét sópa gólfíð hjá sér þrisvar á dag. Nú eru tímarnir breyttir. Hervinnan hefur dregizt sam- an, og landsmenn hafa upp- götvað, að þrátt fyrir allan moksturinn vantar nú gjald- eyri meir en nokkru sinni fyrr. Hvað varð um gróðann? spyrja menn. Ja, allir vita, að við græddum spillingu, dýr- tíð og ónýtt efnahagskerfi á hernum. En hvað varð um gjaldeyrinn? Sumir segja reyndar, að Færeyingar hafi fengið hann. Aðrir segja, að við höfum étið hann. En ekki dugar að sýta orð- inn hlut. Gjaldeyri, gjaldeyri, það er neyðarhróp íslendinga á tuttugustu öld. Og nýspá- menn Mammons hafa komið fram og sýnt okkur, hvaða björg við eigum úr vandan- um. Úrræðin eru að vísu gömul, en þau eru sögð ó- brigðul og ómissandi. í fyrsta lagi: Hleypum erlendu fjár- magni inn í landið, og látum auðhringa reisa hér stórkost- legar verksmiðjur. í öðru lagi: Gerum ísland að ferða- mannalandi!! Bæði þessi bjargráð hafa fallið í mjög góðan jarðveg hér á landi og þykja næst- um því sjálfsögð. Hið síðara virðist þó njóta langtum al- mennari viðurkenningar, enda skiljanlegt, að erfingj- ar landsins, sem hefur að geyma mörg ski’ýtnustu furðuverk náttúrunnar, vilji sýna það forvitnum útlend- ingum og hafa af þeim fé í leiðinni. Spámenn gjaldeyrismála hafa verið óvenjuháværir nú í sumar og hafa margtuggið í okkur hina, að ísland geti með náttúrudýrð sinni dregið til sín að minnsta kosti þús- undir og tugþúsundir ferða- manna. Við séum þess vegna tilneyddir að auglýsa landið betur og búa okkur undir að taka á móti útlendingum.. Þorskurinn í sjónum er brigð- ull, segja þeir, — borgar sig ekk'i að treysta honum. En ferðamannagróðinn er pott- þéttur. Og svo auglýsir ferða- fólkið auðvitað þorskinn fyr- ir okkur, þegar það kemur heim. Vandinn er sem sagt leyst- ur og glæst framtíð blasir við. Við breytum íslandi í skyndigistihús, og þessar fáu vikur, þegar sumarið heim- sækir okkur hér norður frá, þá leggjum við öllum bátum og fiskiskipum og lokum skrifstofum. Við erum að vísu fámennir, en ef við tökum á, getum við vafalaust safnað því liði, sem þarf til þess að þjóna nokkrum tugþúsund- um útlendinga. Við sýnum þeim sjóðandi hveri, teymum þá upp á eldfjöll og týnum gullpening úr hverju spori þeirra. Sumir okkar verða leiðsögumenn eða bílstjóraiv aðrir túlkar eða burðarmenn,, þjónar eða kokkar o. s. frv. Það eru engar ýkjur, að yrði landið fjölsótt af ferða- mönnum, myndu áhrif þeirr- ar bi'eytingar á lifnaðarhætti íslendinga verða margfalt sterkari en yfirleitt er með öðrum þjóðum. Þessu. veld- ur fámennið. En máski eru íslendingar í svo -miklumi nauðum staddir með gjald- eyri, að þeir séu fúsir að kallæ yfir sig þúsundir af erlend— um ferðamönnum, þá djöf- uls plágu, sem fólk í ná- grannalöndunum kannast veE við og yrði margfalt yerri hér vegna fámennis íslendinga. Ef landsmenn vilja flestir- samþykkja, að þegar við> hættum að sópa gólfin þrisv— ar á dag fyrir kanann, þá sé' réttast, að við snúum okkur allir sem einn að þjónustu- störfum við ferðamenn, nú — þá verður þeirri stefnu varla breytt. En það skal tekið fram, að pistil þennan ber aþ skoða sem mótatkvæði. UM ÍSLAND OG PLÁGU TUTTUGUSTU ALDARINNAR 1 Hl h 11-1, ,íi •• *S "í « — ’ar •-'lj H i.» - ií- iiu 3cE—"" r « bðw» m J.'iTal: !l. Frjáls þjóð---Laugardaginn 23. júll Xðfið

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.